Morgunblaðið - 22.06.1914, Side 3

Morgunblaðið - 22.06.1914, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ 1067 Opinber bóluseining fer fram þriðjudag 23 0» miðvikudag 24. júní i leikfimishúsi bainaskólans kl. ,4l/a e. h. 23. júní mæti börn úr Austurbænum. 24. júní mæti börn úr Vesturbæuum og miðbænum. Bólusetningarskjdd eru 2—5 ára og 12—14 ára gömul börn, nema bólusett hafi verið með árangri. Héraðslæknirinn. Leikmótið. 4. sýning. Langminst kvað að fjórðu sýningu leikmótsins. Olli þvi kalsa-veður og óhapp. Það veit sá einn sem reynir, hve munurinn er mikill á því, að inna kappraun af hendi í góðu og illu veðri. En óhappið var það, að Gunnar Halldórsson fékk ónota byltu og meiddist nokkuð, er hann þreytti hástökk. Kúluvarpið var fyrst. Þar bar hæstan hlut Guðm. Kr. Guðmunds- son. Varp hann kúlunni 9,95 stikur. En næstur honum varð Skúli Agústs- son með 9,72 st. Sigurjón Péturs- son hafði skarað fram úr áður með 9,53 st., og er framförin því tals- verð, einkum þar sem öðrum eins manni og Sigurjóni er tekið fram. Hástökkið vann Skúli Agústsson, stökk hann hálfa aðra stiku í loft upp, en Guðm. Kr. Guðmundsson varð annai með i,47V2 st- — Allir (5) hástökksmennirnir stukku laglega, en ekki sízt þeir Gunnar Halldórs- son og Magnús Arnason. ijoo st. hlaupið. Ekki kvað mikið að því. Einir tveir þátttakendur og árangurinn lakari en í fyrra, enda var kalsa-gola, og spillir hún mikið. Einar G. Waage varð á undan 5, mín. 3 sek., en Ingimar Jónsson var 5 min. cg 8 sek. Spjótkast (beggja handa) fór út um þúfur, með því að vindur var á, gekk vel meðan kastað var með hægri hendi, en vinstri höndin hafði ekki það vald á spótinu, að vindur- inn réði ekki meiru — aftraði því að niður kæmi á oddinn. Boðhlaupinu varð að fresta vegna þess, að flokkur íþróttafélagsins var forfallaður, en Gunnar Halldórsson, einn úr Fram flokknum meiddist. 0ssur. Saga íslenzka fánamálsins. Frh. Eins og nærri má geta var á þjóð- hátiðinni 1874 tjaldað öllum þjóð- fánum, sem til voru hér á landi, og auk þess blæjum af alls konar gerð, sem mönnum hugkvæmdist þá í svipinn og létu gera í tilefni af há- tíðinni. Þvi miður eru lýsingar þær, sem til eru af merkisblæjum þessum, ófullkomnar mjög sumar hverjar, svo erfitr er að gloggva sig á þeim, og sýnist varla unt að ráða í það, hverri fánagerð eða hvaða litum menn hafi þá helzt hallast að, svo sundurleitar voru hugmyndirnar. A þjóðhátíð Reykvikinga varaðallegatjaldað dönsk- um blæjum að því er séð verður. Fyrir viðbúnaðinum á Þingvöllum stóð Sigfús Eymundsson ljósmyndari með aðstoð Sigurðar málara Guð- mundssonar, en það var hvorttveggja að Sigurður var þá farinn að heilsu, enda fé til viðbúnaðar mjög af skorn- um skamti. Yfir miðhluta fundar- tjaldsins gnæfði hlátt merki og voru þar á mörkuð með fjullnu letri orðin »Þjóðhátíð íslendinga 1874« og tjald- ið sjálft var skreytt islenzkum skjald- armerkjum. Hafði Sigurður málari viljað láta gera fjórðungamerki og marka á landvættir fornar, og enn fremur að reisa skyldi krossfána á Gjábakka, þeim stað, er krossinn Krists var fyrst reistur á landi hér, svo og rautt merki með krosslögð- um sverðum á hólmanum í Öxará, þar sem afreksmenn háðu hólmgöng- urnar í fornöld; en alt þetta fórst fyrir af peningaleysi. Út um land gerðu menn sitt hið ítrasta til að skreyta samkomustað- ina með merkisblæjum og var þar yfirleitt miklu fleiri merkjum tjaldað en í Reykjavík og á Þingvöllum, og þeim víst flestum óþektum áður, þótt upplýsingar skorti reyndar um mörg þeirra. A Hvítárvóllum var dreginn upp fáni klojinn að framan; var ejst i horninu rauður bekkur með bláum reit í miðju með hvítri stjörnu, pd hvitur bekkur í miðjum ýánanum o% Ijósgrœnn neðst. — í Stykkiskólmi var reistur veizluskáli mikill með fálkablaju á miðju tjaldinu, sem fyr segir og margar merkisblæjur ofan á veggjunum, en þess er ekki getið hvernig þær voru að gerð. Á gafl- inum héngu 4 kringlótt spjöld með nafni konungs, Ingólfs, Skallagríms og Þórólfs Mostrarskeggs, og voru staflrnir hvítir á dökkum lit. — Á Þing- eyrum (Húnavatnss.) voru dregnar á stöng tvær fálkablajur, og var hann á flugi í annari en sitjandi í hinni. Þar var og dregin blæja á stöng hvit með rauðum krossi. í kvöld. Þá verður gaman að verða í íþrótta- vellinum: Fyrst verður hlaupið um úrslit 100 stiku hlaupsins. Þá verð- ur tíu þúsund stiku hlaup, síðan kúluvarp með báðum höndum, þá þrístökk og loks boðhlaup, kapp á milli Fram og U. M. F. R. Þeir sem ekki hafa komið út á völl undanfarin kvöld, ættu að koma þangað í kvöld. ---------------------- Auðnuleysi. Fyrir skömmu var gamall maður ákærður um betl í Northwich. Hann sagðist hafa verið auðugur, hefði samtals erft 50,000 st. pund, en eytt því í drykkjuskap, spilum og til góðgerða. Hann sagðist hafa erft eyðslusemi föður síns en greiðvikni móður sinn- ar. Einu sinni átti hann verzlun, en nú gekk hann milli bænda og var matvinnungur, en til tilbreyting- ar brá hann sér stundum á gilda- skála og söng þar kvæði eftir sjálf- an sig. Eina löngun hans var að baslast yfir þetta árið, svo að hann gæti náð í ellistyrkinn. Dómarinn fekk honum fé til þess og lét málið niður falla. 1 ' 1 1 ■»!«■ ■ c= DAGBÓFflN. 1=3 Afmæli í dag: Jónína Bergmann, nuddlæknir. Rannveig Sigurðardóttir, húsfrú. Þuríður Pétursdóttir, húsfrú. Friðberg Stefánsson, járnsm. Sólstöður: lengstur dagur. Háf lóð er f dag kl. 4.24. og kl. 4.44. Veðrið í gær: Vm. logn, regn, hiti 6.0 Rv. logu, regn, hiti 7.4. íf. logn, hálfheiðsk. hiti 11.0. Ak. s. kul, hálfheiðsk., hiti 11.0. Gr. s. kul, sk/jað, hiti 12.0. Sf. logn, heiðsk., hiti 9.5. Þh. F. logn, léttskýjað, hiti 10.7. Póstar á morgun: Hafnarfjarðarpóstur kemur og fer. Ingólfur kemur frá Borgarnesi. Austanpóstur fer á morgun. Póstvagn fer til Ægisíðu á morgun. N ý i f á n i n ri nefndarinnar, sá með rauða krossinum, sást i gær blakta á stöng í Vesturbænum. Þrjár n/jar fánagerðir voru f gær sýndar í gluggum Bókaverzlun ísa- foldar. Voru þær allar svipaðar ís- lenzka fáuanum bláhvíta, en frábrugðn- ar að því leyti, að bláar randir, mis- munandi breiðar, voru innan í hvíta krossinum. Efasamt mun það að þær breytingar yrðu til batnaðar þó upp væru teknar. Skúli Thoroddsen hefir verið veikur nokkra undanfarna daga, en er nú kominn á fætur aftur. Hann hefir í hyggju að Ijúka lögfræðisprófi á mið- vikudaginn. Nora kom inn í gær með 70—80 tunnur af síld. S t e r 1 i n g fór héðan áleiðis til út- landa í gærkvöldi. Með henni tóku 3Ór fari: Pétur Halldórsson bóksali, Jón Helgason prófessor, Hansen bakari, John Fenger verzlunarmaður, frú Olsen, Páll Guðmundsson stúdent, Páll Torfa- son með frú, Meulenberg prestur, Magnús Th. S. Blöndal kaupmaður, Th. Thorsteinsson kaupmaður, Hallur Páls- son Afríkufari,’ 2 Frakkar, 2 Englend- ingar. Til Vestmanneyja fóru frú Hildur Guðmundsdóttir og frú Lára Pálsdóttir. Hérmeð tikynnist vinum og vanda- mönnum, að jarðarför mins hjartkæra eiginmanns, Björns Guðmundssonar kaupmanns, sem andaðist þ. 13. þ.m., er ákveðin 24. juni og hefst með hús- kveðju kl. II1/, f. h. á heimili hins látna. Marfa Ólafsdóttir. ^ cTSaupsRapur Hnsið nr. 18 O, við Hverfis- götu fæst til kaups og íbúðar i„ október hjá Lárusi Benediktssyni. Miðstræti 5. Á Vesttjörðum, á rólegum stað, fást leigð 5 herbergi í nýju húsi, um tvo sumarmánuði, hentug handa þeim, er tæki sér sumarleyfi. Póstafgreiðsla, sími og hafskipa- bryggja. Afgr. v. á. ^ cFunóió ^ Peningar fundnir. R. v. á. Kvenúr tapaðist frá Bókhlöðu- stíg 11 að G.-T.húsinu. Skilist gegn fundarlaunum á Bókhlöðustlg n. Silfur brjóstnáí hefir tapast slðari hluta fimtudags frá Stýrimannaskólanum niður I Miðbæ. Skilist I Stýrimannaskólann til Jessen vélmeistara. óskilabrét frá Ameríku á Jór- unn Ketilsdóttir geymt á Laugaveg 18. lórunn átti heima i Mjóafirði fyrir 30 árum. Hver sem kynniað vita um heimilsfang hennar, er beð- inn að gera Morgunblaðinu aðvart. Kaffi, brent og malað, bezt og ódýrast hjá ® cPlmunóasyni Laugavegi. JSeiga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.