Morgunblaðið - 25.07.1914, Síða 2
1214
MORGUNBLAÐIÐ
borgarstj., hægra að hafa áhrif á fáa
en marga.
Fleiri töluðu eigi í málinu og
var þá gengið til atkvæða.
Brtill. var feld með 7:5. Frumv.
samþ. og visað til 3. umr. með 8
samhlj. atkv.
-----------------------
=3 DAGBÓfflN. 1=3
Afmæli í dag:
Ánna Guðmundsdóttir húsfrú.
Guðrún Pétursdóttir húsfrú.
Júlía Árnadóttir húsfrú.
Eggert Briem skrifstofustjóri.
Helgi Zoega knupm.
Júlíus Árnason verzlunarm.
Steindór H. Einarsson trósm.
Tómas Tómasson slátrari.
Sig. Guðmundsson, prestur á Þór-
oddsstöðum.
Sólarupprás kl. 3.12.
Sólarlag kl. 9.57.
H á f 1 ó ð í d a g kl. 6.54.
og kl. 7.12.
P ó s t a r í dag :
Hafnarfjarðarpóstur kemur og fer.
Á m o r g u n :
Ingólfur fer til Borgarness.
»Prince Friedrich Wilhelm« kemur
frá útlöndum.
Veðrið i gær:
Rv. logn, hiti 8.9.
íf. n.a. stinn gola, hiti 7.7.
Ak. n. kaldi, hiti 5.5.
Gr. n. gola, hiti 2.2.
Sf. n. kaldi, hiti 6.5.
Þh. F. n. 8n. vindur, hiti 8.0.
Vm. n.n.a. kul, hiti 9.2.
V. C I a e s s e n landsféhirðir og
0 1 e B 1 ö n d a 1 pótafgreiðslumaður
komu í gær úr ferð austur um syslur.
Vesturheimsmennirnir A1
bert Johnson, Ludvig Laxdal og Torfi
Steinsson fara í dag í skemtiför til
Geysis og Gullfoss, og verða þeir viku
í þeirri ferð.
D o u r o fer í dag kl. 3 vestur og
norður um land.
S ó 1 s k i n og ágætisþurkur var hér
í gær. Ógrynni af fiski var breytt til
þerris á fiskreitum og húsþökum, og
er óhætt að fullyrða að þessi þurkur
hefir verið dýrmætur hór í nágrenn-
inu og öllum einkar kærkominn. Hiti
var óvenjulega mikill.
Túnasláttur er víða langt kom-
inn á blettunum umhverfis bæinn, en
lítið hefir enn náðst inn af töðu.
Sigf. Daníelsson verzlunar-
stjóri á ísafirði kom snögga ferð hing-
að til bæjarins í fyrrakvöld á botnv,-
skipi og tekur sér fari vestur í dag
á Douro. Aflalítið er þar vestra og
bagalegir óþurkar. — Sigvaldi læknir
Stefánsson liggur enn í taugaveiki og
var fremur þungt haldinu, er hann
hafði síðast spurnir af, snemma í þess-
ari viku.
Helgi Sveinsson bankastjóri
útibús íslandsbanka á ísafirði er ný-
farinu til Noregs sér til skemtunar.
Verður nokkrar vikur að heiman.
N. E d e 1 b o e, formaður Hjálpræðis-
hersins hór, fór alfarinn af landi burt
1 gærkvöldi. Hann hefir verið hér á
5. ár og verið afar vel látinn. Óska
vinir hans honum allra heilla. Eftir-
maður hans heitir Grauslund, og er
hann nú hingað kominn.
S t e r 1 i n g fór til útlanda í gær-
kvöldi. Með skipinu fóru hóðan 30
manns — flest útlendingar.
C e r e s fór til Vestfjarða í gærkv.
Frá Alþingi.
Neðri deild:
Fundur kl. 12 i gær.
1. mál,
sauðfjárbaðanir; 3. umr. Um brtill.
St. St. hnotubituðust þeir allengi,
St. St., írmsm. minni hl., E. P.,
frmsm. meiri hl. og Sig. Sig. Sóttu
báðir að St., en hann hafði þó sigur.
Gekk frv. fram með brtill. hans og
var afgr. til e. d. /
2. mál,
br. á vörutollsl.; 2. umr. Frms.m.,
B. Kr., rakti brtill. nefndarinnar, sem
að mestu voru samkv. uppástungum
hans. — M. Kr. kvað vörutollslögin
hafa verið neyðarúrræði vegna bann-
laganna, enda ekki ætlast til að þau
giltu lengi og fljótt hefðu fram kom-
ið kvartanir um þau og misskilning-
ur á þeim. Slíks hafi verið von,
því að þau hafi verið vandræða smíð.
Þingið 1913 hafi reynt að laga verstu.
gallana, einkum reynt að fara eftir
verðmæti vörunnar og íþyngja ekki
fátækum með háum tolli á nauð-
synjum. Nú sé verið að kippa öllu
aftur í gamla horfið, og því gæti
hann ekki verið meðmæltur. Hann
hafi hangið í nefndinni með fyrir-
vara, til þess að geta þó haft nokk-
ur áhrif í henni. — Gekk síðan inn
á einst. greinar. Kvað hann skamt
þangað til að lögin eigi að ganga úr
gildi, en ef þau yrðu framlengd, þá
ætti að taka flokkunina til athugun-
ar. — B. Kr. kvað meira fé fást frá
útlendingum með vörutollinum en
áður með áfengistollinum. Umkvart-
anir ekki margar komið fram. Hann
hafi ætið reynt að taka sem mest
tillit til verðgildis í flokkuninni. —
Aftur svaraði M. Kr. og hélt fram
verðtolls-stefnunni, og enn talaði B.
Kr. og kvað procentgjald ekki liggja
fyrir, enda sé það ómögulegt fyrir
komulag, heldur þetta frv. — M. Ól.
kvað það, að hann gæti verið með
frv., vera því að þakka, að B. Kr.
hefði sveigt sig nokkuð til samkomu-
lags í nefndinni, þótt það hefði verið
helzt til lítið. — Frv. var samþ. með
breytingum nefndarinnar og vísað til
2. umr.
3. mál,
ullarskoðun, hvernig ræða skuli. —
Till. fors. um eina umr. var samþ.
Næsti fundur kl. 12 í dag.
Dagskrá.
1. Friðun fugla og eggja, 3. umr.
2. Abyrgð landsj. á skipaláni Eim-
skipafél. ísl., 3. umr.
3. Br. á sigl.l. um skip, árekstur
og björgun, 3. umr.
4. Þingsál. um lögsk. skoðun á
ull, ein umr.
5. Þingsál. um fjárheimild til brúar
á Langá i Mýras., hv. ræða skuli.
Þingskjöl.
Þeirra hefir fárra verið getið nú
upp á síðkastið, heldur látið nægja
að rita nokkurt ágrip af gangi mál-
anna við umræður, enda eru nú
margt br.till. og n.ál. Hér skal sagt
af nokkrum.
180.
Br. á tolllögum eftir 2. umr. í
e. d, — Þar er nú svo frá gengið,
að fyrir tollsvik og þesskonar eru
50—1000 kr. sektir auk þrefaldrar
tollgreiðslu. Þá eru og viðurlög
skv. 155. gr. hegningarl. og missir
verzlunarleyfis við 3. brot, um 5 ár.
184.
N.ál. um ráðh.eftirlaun. N. legg-
ur til að ráðh. haldi eftirl. i 2 ár.
Þá koma heimildarlagafrumvörp
þau, er nú eiga að koma i stað
fj.aukalaganna, sem feld voru í fyrra-
dag. Þessi voru fiam komin i gær:
189.
Stjórninni er heimilt að flytja
listaverk Einars Jónssonar frá Galta-
felli heim til Islands og geyma þau
á landssjóðs kostnað.
Fltnm.: Bj. J., Sv. B., B. Kr., E.
A., Sk. Th., J. J., S. G., Hj. Sn.
190.
Landsstjórninni heimilast að veita
stjórn heilsuhælisins á Vífilsslöðum
nauðsynlegan styrk úr landssjóði til
reksturs hælisins fram að næsta
reglulegu Alþingi, þó ekki yfir 20
þúsund krónur.
Fltnm.: J. J.
I91-
Landsstjórninni veitist heimild til
að láta reisa hornvita á Grímsey í
Steingrímsfirði.
Fltnm.: J. J.
196.
Frv. til 1. um heimild fyrir lands-
stjórnina til að veita 20 þús. króna
styrk af landsj. til hafnargerðar í
Þorlákshöfn og til að veita alt að
40 þúsund króna lán af viðlagasjóði
til sama fyrirtækis.
Fltnm.: Matth. OI.
Ennfremur er komið n.ál. frá
eftirlaunan. í e. d. ásamt svohljóð-
andi br.till. á þgskj.
193.
Tillagan orðist þannig:
Alþ. ályktar að skora á stjórnina
að skipa 5 manna milliþingan., til
þess að íhuga rækilega óskir þjóð-
arinnar um afnám lögákveðinna eft-
irlauna.
Jafnframt skal nefndin rannsaka
launakjör embættismanna og annara
starfsmanna landssjóðs og sérstak-
lega gera ráðstafanir til þeirrar skip-
unar á þeim, er nauðsynleg og sann-
gjörn virðist í sambandi við afnám
eftirlauna.
Tillögur, sem lúta að þessu, legg-
ur stjórnin síðan fyrir Alþingi.
Stérbruni i Noregi.
Aðfaranótt hins 10. þ. mánaðar
kom upp eldur í húsi einu f þorp-
inu Selbak í Noregi. Húsið var af
timbri geit, eins og öll önnur hús
í þorpinu, og brann því til kaldra
kola á svipstundu, en eldurinn
breiddist út með ótrúlegum hraða,
svo eftir sex klukkustundir lágu 60
hús í rústum. Að visu brunnu þau
ekki öll, því sum voru rifin niður
til þess að reyna að stemma stigu
fyrir eldinum. Unnu að þeim starfa
150 hermenn, en brunalið þorpsins
og brunaliðið frá Frederikstad reyndu
að slökkva eldinn með vatni.
í Selbak voru um 2000 íbúar og
og varð helmingur þeirra húsnæðis-
laus, eftir brunann. Lyfjabúðin brann,
skóli og simastöð. En allur sá skaði
er eldurinn olli er metinn að minsta
kosti ein miljón króna.
I þorpinu var ný verksmiðja í
smiðum og hafði sótt þangað fjöldi
verkamanna, svo lítið var um tiús-
næði áður. Nú verður fólkið að búa
i tjöldum, skúrum og skálum, en
þegar hausta tekur horfir þar til
stórra vandræða. Flest af þessu fólki
er bláfátækt — verkair.enn sem unnu
þar i verksmiðjum og við viðarhögg.
Eins og fyr er getið brann síma-
stcðin, en lyklaborðinu tókst að
bjarga. Var það síðan sett upp á
bersvæði og tjaldi slegið yfir. Þar
er nú miðstöð.
Við timburskálana i Selbak Iá stórt
gufuskip, sem taka átti trjáflutning
til Ástralíu. Varð það að flýja langar
langar leiðir til þess að ekki kvikn-
aði í því af neistafluginu.
íshafsleiðangur Rússa.
Otto Sverdrup á förum.
Eins og áður er frá skýrt í Morg-
unblaðinu, hefir Rússastjórn gert út
tvö skip norður í ishaf til að leita
landkönnunarmanna þeirra, er lengi
hefir verið saknað.
Formaður annars skipsins er Otto
Sverdrup, sá er stýrði Fram í norð-
urför Nansens. Hann er nú lagður
af stað og gerir sér góðar vonir um
vísindalegan árangur af förinni.
Annað skipið fer austur með Síberíu-
strönd en hitt norður með Nojava
Semlja og þaðan til Frans Josefs-
lands.
Skipin eru vel útbúin, hafa loft-
skeytatæki, sem kend eru við Hutti
og eru nokkuð frábrugðin Marconi-
tækjum. Þau hafa og flugvélar og
eru flugmenn allir rússneskir. Sú
skipshöfnin, sem Sverdrup fylgir, er
nær öll norsk.