Morgunblaðið - 25.07.1914, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 25.07.1914, Qupperneq 4
1216 MORGUNBLAÐIÐ Þátfur Tjaíta - Eijvitidar eftir Gísta Konráðsson er nú hominn á bókamarkaðinn. Frá ðlgeriarhúsi Reykjavíkur Syngið þið með, menn og konur! Með sínu lagi. í árstraumum flýtur sá indæli bjór Þar er ekki verið með sírópjað sulla frá Ölgerðarhúsinu á Norðurstig 4, né sykur. Þar hafið þiðtryggingu fulla, Hvitöl og Maltdrykkir, óáfengt alt, að næringarefnið er ómengað, hreint; í öllu er þar hreinasta, fínasta malt. og ekki er þar farið með gerðina leynt. cJSostar aó eins firónur 0.50. Kaupendur Morgunblaðsins L a g : Heim er eg kominn og halla nndir flatt. Ef stjórnarskrárfrumvarpið óljóst þér er, og drskurðir lika þér miður, þii meltir það held eg, ef hug- kvæmist þér með Hvítöli að renna því niður. Ef íslenzkur fáni er þér áhyggja stór, og ertu um gerðina í vafa, þá áttu að fá þér einn Islendings bjér, og ölflösku í veifunni að hafa. eru vinsamlegast beðnir um að borga blaðið á skrifstofu blaðslns, Austurstræti 8. 2S>- VÁfP^YGGINGAI^ Hann Bakkus er innan skamms útlægur ger og allur hans glóandi lögur, en það sem eg ábyrgist ósvikið þér, er ölið á Norðurstíg 4. Niðursuðuvörur M A.S. De danske Yin & Conserves Fabr. Kanpmannahöfn I. D. Beauvais & M. Rasmussen eru viðurkendar að vera beztar í heimi. IíÖGMBNN Sveinn Björnsson yfird.lögm. Hafnarstræti 22. Simi 202. Skrifstofutími kl. io—2 og 4—6. Sjálfur við kl. ix—12 og 4—6. Eggert Claessen, yfirréttarmála- fiutningsmaður Pósthússtr. 17 Venjulega heima 10—11 og 4—5. Simi 16. Bogi Brynjóltsson, yfirréttar málaflutn.m. Hótel Island. (Aðalstr. 5). Venjulega heima 12—1 og 4—6. Talsími 250. Kaupið Morgunblaðið. Vátryggið hjá: Magdeborgar brunabótafélagi Den Kjöbenhavnske Söassurance Forening limit Aðalumboðsmenn: O. Johnson & Kaaber. Carl Finsen Austurstr. 5, Rvík. Brunatryggingar. Heima 6 */4—7 Y*. Talsími 331. ELDUR! Vátryggið í »GenoraI«. Umboðsm. SIG THORODDSEN Frlkirkjuv. 3. Heima 3—5. Talsimi 227. Auglýsið i Morgunblaðinu <§rœnar Baunir frá Beauvais eru Ijúffengastar! Galv. Vatnsfötur og Balar Gas-katlar í verzlun O. Amundasonar. Ást og grænmeti. 2 Saga eftir L. Dilling. Framh. Og innan um alt þetta stóð frúin sjálf, lítil og holdug — hér um bil eins breið og hún var há — með veðurtekið andlit, sem ljómaði eins rauð kálhöfuð í sólskini. Frú Pallesen, þvi svo hét hún, hafði verzlað þarna í portinu í mörg ár, eða síðan húsið var reist, og hún gat læst búðinni sinni á hverju kvöldi, þvi þeir sem heima áttu í húsinu gengu altaf um aðaldyrnar. Frú Pallesen var ekkert svipuð Amagerkonunum. Hún gekk ætíð mjög látlaust til fara, i gráu pilsi og svartri treyju, og með rauðrönd- ótta svuntu, sem hún batt um sig þar sem líkur þóttu mestar til að mittið mundi vera. Á höfðinu hafði hún prjónaskýlu, sem hún hnýtti í hnakkanum, svo að framundan sást dálítið af dökku, sléttgreiddu hári. Hún stóð oftast nær í búðardyr- unum, síbrosandi og kinkaði kolli tii flestra þeirra er fram hjá gengu, því hún átli óteljandi kunningja. Það var nú ekki svo undarlegt, þótt hún þekti allar frúr, lögreglu- þjóna og vinnukonur, sem heima áttu í þessari götu, en hún varpaði jafn vingjarnlegri kveðju á vagn- stjórana og strákana, sem óku út ölinu fyrir Carlsberg. Jafnvel sand- maðurinn og fiskkonan, sem gengu um göturnar og hrópuðu: »Buland« og »Miavoli«, sem átti að þýða »gólfsandur« og »rauðkoli«, — staðnæmdust fyrir framan dyr henn- ar og sögðu nokkur vingjarnleg orð við hana á sæmilega skiljanlegri dönsku. Engin má þó halda að frú Palle- sen hafi verið einstæðingur. Hún átti mann, sem var þar í búðinni hjá henni, lítinn feitan Pallesen, rjóðan í kinnum og brosandi eins og hún var sjálf. Og þó var brosið stundum upp- gerð eins og bak við það leyndist hin bitrasta sorg. Pallesen drakk ekki, hann spilaði ekki og ekki leitaði hann annarlegra guða á kvöldin. En hann hafði einn slæman galla. Hann var á- kaflega ábrúðugur. Frú Pallesen hafði aldrei verið neitt framúrskarandi falleg og nú var hún auk þess af æskuskeiði. En í augum Pallesens var hún dýr- mætasta aldinið í búðinni. Þess vegna hataði hann af öllu hjarta bréfbera, lögregluþjóna, vagnstjóra og aðra einkennisklædda menn, sem eru hættulegastir eins og allir vita, jafnvel fyrir gömul og slitin kven- hjörtu. En þó hafði Pallesen enga ástæðu til þess að vera ábrúðugur. Frú Pallesen var dygðug og hjarta hennar eins hreint og snjórinn, sem féll til jarðar i fyrra. Það hefir sem sé ekkert snjóað í sumar. Að visu gat hún ekki elskað manninn sinn einan, því það getur engin kona. Kvenþjóðin er alt of ástrík til þess. Ef þær eiga ekki börn, sem þær geta varpað ást sinni á, fórna pær henni hundum og köttum, fósturbörnum og miður góðum frændum, gömlum leigjend- um eða öðrum gömlum hlutum. Frú Pallesen átti engin börn og hafði aldrei átt. En »kammerráð« Rask, sem heima átti á fjórða lofti, átti son sem Fritz hét og honum fórnaði frú Pallesen miklum hluta af hinum viðkvæmu tilfinningum sínum. Foreldrar hans fluttu búferlum í húsið um leið og þau Pallesens hjónin byrjuðu grænmetisverzlun sína. Þá var Fritz svolítill angi, sem vagaði á bognum fótum um garðinn. Frú Pallesen velti gullepli til hans og Fritz valt inn í búðina og þá festist með þeim sú vinátta, sem aldrei skerðist þótt árin liðu. Fritz stækkaði, fór í skóla, lærði mikið en fékk lítið eyðslufé. Og þó stóð enginn drengjanna betur að vígi en hann, því hann lagði leið sína um búðina á hverjum morgni og frú Pallesen lagði þá alt af dá- litið af smápeningum í lófa hans. Árin liðu. Foreldrar Fritz dóu og hann ólst upp hjá frænda sínum. Var hann nú orðinn undirliðsforingi og hinn gjörfulegasti maður. Þó gleymdi hann ekki gömlu vinkonu sinni. í hvert skifti sem hann fór til skólans á Friðriksbergi, heimsótti hann frú Pallesen, borðaði epli, stal sér dálitlum blómvendi eins og þeg- ar hann var lítill og ræddi við vin- konu sína.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.