Morgunblaðið - 28.08.1914, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 28.08.1914, Qupperneq 1
Ritstjórnarsimi nr. 500 Ritstjóri: VilhjAlmur Finsen. Ísafoldarprentsmífya Afgreiðslusimi nr. 140 I, 0. 0. F. 968288V« II. & III Bio Bíografteater Reykjavíknr. Tals. 476 cTrogram í fivöló samfivcemt gotuaucj lysingum. Skrifstofa Eimskipafetags ístands Landsbankanum (uppi). Opin kl. 5—7. Tals. 409. Hjörtitr H(jartarson yfirdóms- lögmaður. Bókhl.stíg 10. Sími 28. Venjul. heima i2‘/a—2 og 4—^1/^. Hið margeftirspurða Zephyr hálstau er nú komið aftur í Vöruhúsið. Notið sendisvein frá Sendisveinastödinnl (Sölnturninum). Sími 444. Jón Kristjánsson læknir Amttnannsstíg 2. Talsími 171, Massage, sjúkraleikfimi, rafmagn. böð. — Heima kl. 10—12. Lesið Morgunblaðið. Eríertdar stmfregnir London 26. ág. kl. 10.55 síðd. Hvortveggja herinn sækir á í Lothringen og or- usta heldur áfrant. Þýzkt riddaralið, sem haldið er að verið hafl heil hersveit (division) var á leið til Valencienna (norð- arlega á Frakklandi, nærri landamærum Belgíu), þegar frakkneskt stórskotalið kom þvl á óvart og svo að segja gjðreyddi hersveitinni. Sjónarvottar lofa mjög dugnað og hugrekki hrezkra hersveita. Þær ráku af höndum sór 6 grimmilegar árásir með dæmalausu hugrekki og feldu Þjóðverja unnvörpum í nánd við Mons. Serbar fullyrða að orustan við Drina hafi verið grimmilegri og blóðugri heidur en Balkanstyrjöldin. Kunngert er að Austurríkismenn hafl mist 15.000 en 30.000 særðust. Fróttastofa brezku stjórnarinnar birtir langa skrá um þýzk grimdarverk í belgiskum þorpum. Rússar tilkynna nýja sigra yflr Djóðverjum og Austurríkismðnnum í Austur-Prússlandi. Herinn í Galiciu hörfar undan. Djóðverjar draga saman her sinn við Köenigs- berg (hafnarborg við Eystrasalt). Rússar gera árásir á viggirðingarnar í Orlau (bær í Austurisk Schlesiu) og Frankenau. Köstuðust þeir á sprengikúlum og börðust með byssustingjum og luktu um herdeildir óvinanna (armycorps). Prins Frederick at Saxen Meiniugen er fallinn. Frá Meiningen fréttist að skotið sé sprengikúlum á Namur. R e u t e r. Skúli fógeti ferst. Rekst á tundurdufl í Norðursjónum. Fjórir menn farast og þrír menn meiðast. Þær sorglegn fregnir bárusl hingað í gærkvöldi, að »Skúli fógetic hefði rekist á tundurdufl í Norðursjónum, 3 S enskar mílur austur af Tyne, og farist. Þrettán mönnum var bjargað en fjórir fórust. Þrír meiddust, en hve alvarleg þau meiðsl eru vita menn enn eigi, og ekki heldur hverjir þeir menn eru, sem þau hafa hlotið. Mennirnir sem fórust hétu: Þorvaldur Sigurðsson frá Blómstur- völlum í Reykjavík, giftur maður, lætur eftir sig konu og börn; Jón Jónsson frá Oddgeirsbæ í Rvík, einhleypur maður; Jón Jónsson og Þorkell Guðmunds- son. Tveir hinir síðarnefndu voru ekki heimilisfastir hér í bænum. Skipstjóri var áður Halldór Þor- steinsson, en hann fór af þvi í sum- ar og tók Kristján Kristjánsson við af honum. Skipið var eign »Alliance«-félags- félagsins og vátrygt í »Det Köben- havnske Söassurance-Selskabt i Kaup- mannahöfn, sem Johnson & Kaaber eru umboðsmenn fyrir, í sama félagi eru og trygðir flest- ir hinna islenzku botnvörpunga. En þeir eru ekki trygðir gegn stríðs- hættu og fær því útgerðarfélagið ekki eins eyris skaðabætur. Verður þetla því tilfinnanlegt tjón fyrir það. NÝJA BÍÓ cTrogram í fivötó samfivœmt g ötua ug týsing um. j Nesti | “ i smærri og stærri ferðalög “ 5 stærst og bezt úrval 5 Ií verzlun Einars Arnasonar. [ Bezta og ódýrasta matsöluhúsið er á Laugaveg 23. Lesið Morgunblaðið. Vér fundum hr. L. Kaaber ræðis- mann að máli i gær og gaf hann oss þær upplýsingar að skipið hafi verið vátrygt fyrir 155 þús. krónum. Það var smiðað í Selby á Englandi árið 1911, var úr stáli og bar 117 smálestir, en alt skipið var talið 272 smálestir. Skipið lagði á stað héðan úr Reykjavík fyrir nokkru síðan með 'fiskfarm, sem það seldi í Englandi á þriðjudaginn var fyrir nær 15 þús. krónur. Skipið lagði á stað heim- leiðis í gærmorgun. Ekki er enn kunnugt hvernig menn- irnir hafa bjargast, en danski konsúll- inn i Newcas'tle on Tyne, hr. L. Zöllner tók skipbrotsmenn að sér og sér um að þeir komist heimleið- is með fyrstu ferð. Þegar fregnin um þetta voðalega slys barst hingað, var »Njörður« á förum með fisk til austurstrandar Englands. En ferðaáætlun hans var breytt af þessari ástæðu. Hélt skip- ið á stað héðan í gærkvöldí og var förinni heitið til Fleetwood, sem er á vesturstönd Englands. Ætti það að vera hættulaust að sigla þangað, enda vona allir að það komi hingað aftur heilt á húfi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.