Morgunblaðið - 20.09.1914, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.09.1914, Blaðsíða 2
M74 MORGUNBLAÐIÐ H@ JTlijtídir frá Beígiu. IMsl Þýzk farangnrslest fer um belgiskt þorp, sem lagt hefir verið í auðn. Virkisrústir hjá Liittich. Mynd þessi er tekin eftir þýzkum btöðum ng hafa þau feugið leyfi her- foringjaráðsins ti! að birta hana. Hún sýnir hvað ein kúla úr þessum stóru 42 cm. fallbyssum Þjóðverja fœr að gert. Hefir heilt vígi stindrast þarna af einu einasta skoti, en mælt er að 500 manns hafi beðið þar bana. — Fallbyssur þessar eru hinar stærstu, sem til þessa hafa smíðuðar verið. Þjóð- verjar létu enga vita um það fyr en stiíðið hófst, að þeir ættu byssur þessar og reyndu þær í fyrsta skifti á vígjunum við Lúttich. Eítir hálfrar stundar róður hittum við enskt síldveiðaskip, Lottie Leask, eign R. Irvin & Sons, frá North Shields. Við beiddum skipstjórann að taka við okkur, en hann vildi fá að vita hvort við værum Þjóðverjar, en eftir að við höfðum sagt frá hvað fyrir okk- ur hafði komið og hverrar þjóðar við vorum, tók hann við okkur. Skipstjórinn tjáði okkur, að hann væri mjög illa staddur, því að sprengidufl væri í netunum hjá sér. Hann hafði úti um ioo net, og var hann byrjaður á að draga þau, og kom þá í ljós eitt duflið. Gaf hann þá netið út aftur en þá sprakk dufl- ið. Samt var hann búinn að gefa svo langt út netið að skipið sakaði ekki. En þó dýr væru netin (um 5000 kr.) vildi hann heldur losa sig við þau en eiga það á hættu að springa upp, hjó þau því frá sér, og hélt á stað til lands. Á leiðinni vorum við stöðvaðir af herskipi. Skipstjórinn skýrði því frá hvernig á stóð, og fékk þá leyfi til að halda áfram. Kl. 5 f. m. hinn 27. kom- nm við til North Shields. Þegar við vorum búnir að binda okkur í skipakvínni, komu læknar frá herskipi um borð og tóku þá veiku, og fluttu til South Shields á sjúkrahús. Við hinir fengum ekki að fara i land, fyr en ræðism. hr. Zöllner kom, og kom hann okkur fyrir á sjómannaheimili og dvöldum við þar í 14 daga, Var þá )ón for- seti ferðbúinn til íslands og fórum við með honum heim. Svo vil eg með fáum orðum láta þess getið, að eg álít Norðursjóinn mjög ótryggan, sökum sprengidufla, sem Þjóðverjar hafa dreift út, vísast á allmörgum stöðum, og flytjast þessi dufl víða um sjó, þar sem þau eru laus. Eg las í norsku blaði í North Shields, að enska stjórnin léti þess getið, að sprengidufl þau, sem i Norðursjónum eru, væru eigi látin eftir neinum reglum, eins og þegar dufl væru lögð fyrir fljót- eða ár-mynni, eða þegar króa ætti óvina skip inni, heldur væri þeim dreift hingað og þangað. Stjórnin (enska) tók það líka fram, að duflin ónýttust ekki eftir vist tímabil. Af þessu geta menn séð, að Norður- sjórinn er óttyggur að minsta kosti um langan tíma. Að endingu vil eg þakka skipshöfninni af Skúla fógeta fyrir góða samvinnu; einnig fyrir stillingu og hugrekki hennar þegar þetta slys bar að höndum. Kr. Kristjánsson. =1 DAGBÓIjlN. I Afmæli í dag: Stcfanía Copland, húsfrú. Emanúel R. H. Cortes, prentari. Kristinn Sveinsson, söðlasm. Magnús Hjaltested, úrsm. Vigfús Einarsson, fulltrúi. Þorl. S. Jónsson, trésm. Böðvar Eyólfsson pr. Árnesi. Páll Ó. Lárusson trósmiður. d. Geir bp. Vídalín 1823. Sólarupprás kl. 6.5. S ó 1 a r I a g — 6.25. Háflóð kl. 5.24 f. h. og 5.44 e. h. P ó s t a r í dag: Sterling á að fara til Breiðafjarðar. Ingólfur til Garðs. Á m o r g u n : Ingólfur frá Garði. Þjóðmenjaeafnið opið kl. 12—2. Guðsþjónustur í dag 15. s. e. trin. (Guðspj. Enginn kann tveimur herrum að þjóna, Matt. 6. Lúk. 10, 38—42, Matt. 16, 19—23) í fríkirkj- unni i Hafnarfirði kl. 12 (Ól. ÓI). í fríkirkjunni í Rvík kl. 12 Har. Nielss. og kl. 5 01. Ólafsson. Náttúrugripasafnið opiðkl. lJ/2—2x/2. Veðrið í gær: Vm. n.n.v. andvari, hiti 2.0. Rvk. logn, hiti 3,7. ísaf. logn, regn, niti 4.2. Ak. gola, frost 1.0. Grst. andvari 0.0. Sf. logn, hiti 2.6. Þórsh. F., gola 4.6. B r ó f i ð þýzka, sem vór birtum í lauslegri þýðingu i blaðinu í dag, hef- ir verksmiðjueigandi á Þýzkalandi sent G. Eiríkss umboðssala. Hefir hann lánað oss brófið. Annars kváðu nokkr- ir aðrir kaupmenn hór í bænum hafa fengið lík bréf, og virðist alt benda til þess að þýzkir kaupmenn bafi ver- ið beðnir um að senda brófin erlend- um viðskiftavinum. Frá 12. þ. m. eru póstávísanir á Holland reiknaðar á kr. 1.56 gyllinið, á póststofunni hór. Frá 19. þ. m. er hvert sterlingspund reiknað kr. 18.70 í póstávísunum. Haraldur Böðvarsson kaup- maður á Akranesi keypti 700 smál. af kolum þeim, er komu hingað með »Ask«. Er sumt sett á land hór (í Völundi) og mun Haraldur ætla að selja það bæjarbúum. En nokkuð af kolunum flutti »Ask« til Akraness og var þeim skipað þar á land í gær. Kristján Kristjánsson skip- stjóri ritar grein í blaðið í dag um Skúla fógeta slysið. Hann kvað tund- urdufl þau, er í Norðursjónum velk- jast, vera þannig úr garði ger, að á þeim séu smátakkar og springi þau þegar ef komið er við einhvern þeirra. Hann segir að skip geti alveg eins farist á þeim þótt þau séu ekki á siglingu, Straumarnir í sjónum og öldusláttur er nægilegt til þess að áreksturinn verði svo snöggur að duflin springi. S t e r 1 i n g er væntanleg hingað á morgun. F 0 r t u n a, brezkur botnvörpungur, kom hingað í gær. Með skipinu kom Helgi Zoega kaupmaður og dætur hans tvær. Morgunblaðinu hafa borist brezk blöð til 15. þ. m. Hannes Hafstein fyrv. • ráð- herra er á góðum batavegi nú. í g æ r d ó hór í bænum Jóhanna Guðmund3dóttir,Póturssonar nuddlækn- is. Þjáðist hún af hjartasjúkdómi. Hún var aðeins 16 ára gömul. Sundkappinn mikli, Ben. G. Waage, ritar um sund í blaðið í dag. Mun mörgum þykja hvatningarorð hans < tíma töluð,. og ættu þau að geta orðið til þess að margir fleiri tækju upp þessa nytsömu og hollu íþrótt. Myndirnar, sem greinninni fylgja, eru af björgun, en björgunar- aðferðir ættu allir sundmenn að kunna. Borgin Namur liggur við ármótin Maas og Sambre. Loftslag er þar mjög holt og streymir þangað árlega mesti grúi ferðamanna. Þar voru mörg gömul og merkileg stórhýsi áður en ófriðurinn hófst. Þar á meðal er dóm- kirkjan sem var reist á miðri 18. öld. Þetta er ekki fyrsta skifti að Namur er miðstöð bardaga og blúðsúthellinga. 1692 sátu Frakkar um borgina og 20. júní 1815 — tveim dögum eftir orust- una við Waterloo — stóð þar grimmi- leg orusta milli Frakka og Prússa. Borgirnar í Belgíu eru nafnfrægar fyrir hinar fornu og stórmerkilegu byggingar, sem þar eru, og bera þög- ult vitni um starfsama, framtakssama og mentaða þjóð. Það hefir því vakið sára gremju manna um allan heim hvernig Þjóðverjar hafa farið að ráði sínu — brent og gereytt mörg merki- legustu stórhýsin og helztu dýrgripi þjóðarinnar. Ráðhúsið í Löwen, var eitt af þessum merkilegu byggingum, reist á árunum 1448—1463, í gotnesk-- um stíl. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.