Morgunblaðið - 26.09.1914, Side 1

Morgunblaðið - 26.09.1914, Side 1
Langard. 1. argangr 26. sept. 1914 HOBfinNBLADIO 322. tölublad Ritstjórnarsími nr. 500 | Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen. |ísafoldarprentsmiðja j Afgreiðslusimi nr. 140 Bio Biografteater Reykjavfkur. Tals. 475 Tlýtt ptógram í kvöíd. Bio-Kafé er bezt. | Sími 349. HartYig Nielsen. - -- '■■r •**• Nýja verzlunin — Hverfisgötu 34 (áður 4B) — Flestalt (utast og inst) til kvenfatnaðar og barna og margt fleira. GóBar vörur! — Odýrar vörur! Kjölasanmastofa byrjaði 1. sept. Hið margeftirspurða Zephyr hálstau er nú komið aftur í Yöruhúsið. Hjörtur H,jartarson yfirdóms- lögmaður. Bókhl.stíg io. Sími 28. Venjul. heima I21/*—2 og 4—5Vg. Skrifsfofa Eimskipaféíags íslands Londsbankanum (uppi). Opin kl. 5—7. Tais. 409. Notið sendisvein frá Sendisvelnastöðinnl (Söluturninum). Sími 444. Tyrkir og stórveldin. Tyrkjastjórn hefir sætt færi og afnumið öll sérréttindi, sem norður- álfumenn höfðu þar i landi, dóms- vald yfir sínum mönnum, Pósthús og fleira. Sendiherrar sótveldanna i Konstan- tinopel hafa mótmælt þessum aðför- um stjórnarinnar. Segja þeir að sérréttindi norðurálfumanna byggist ■á samningum, sem Tyrkir einir geti ekki sagt upp. Erletidar stmfregnir London 24. sept. kl. 6 síðd. A annað þúsund manns hafa bjargast af hinum söktu beiti- skipum. Orustan við Aisnefljót geysar enn. Hægri fylkingararmur Þjóðverja lætur enn undan^síga fyrir fylkingum bandamanna. Þýzka beitiskipið Emden kom til Madras og skaut 9 sprengi- kúlum á bæinn og hittu þær olíugeymslu Burma Oil Cos. Brunnu þar hérumbil 7 miljón litrar af olíu. Flotamálastjórnin brezka kunngerir að brezkar flugvélar hafi ráðist á Zeppelin-geymsluskálann í Diisseldorf og kastað 3 sprengi- kúlurn á hann. Ókunnugt er hvert tjón hefir af því blotist. Þess er ennfremur getið í tilkynningunni, að ef Þjóðverjar haldi áfram að kasta sprengikúlum á belgiskar borgir, þá sé áreiðan- lega hægt að gjalda þeim líku líkt. Þjóðverjar búa ramlega um sig á ýmsum stöðum í rússneska Póllandi, sérstaklega milli Czentochoff og Kalisch og einnig við Makoff. — Svartfellingar nálgast Sarajevo. R e u t e r. Leiðangur Vilhjálms Stefánssonar. Eins og menn muna lagði landi vor Vilhjálmur Stefánsson í ransóknar- för norður í höf siðastliðið sumar. í fyrra haust varð hann viðskila við skip sitt Karluk og rak Karluk til hnfs. Héldu menn að skipshöfnin hefði farist. í vor komu fréttir um þnð, að skipshöfnin af Karluk hefði komist til Wrangel-eyjar, og var sent herskip eftir þeim í sumar. Skipið er nú kornið aftur og kom með 8 hvíta menn og eina Eskimóa- fjölskyldu, en 3 hvitir menn höfðu NÝJA BÍÓ Slökkviliðið í New-York. Bezta slökkvilið heimsins. Rödd samvizkunnar. Vitagraph-leikur i 2 þáttum. Framúrskarandi vel leikin, ákaf- lega spennandi og ljómandi skemtileg mynd. dáið á Wrangel-eyjunni: Malloch jarðfræðingur, Maken mælingamaður og Brady sjómaður. Skipið flutti og þá fregn, að 8 manns af skipshöfninni af Karluk vantaði; þeir hefðu aldrei komið til Wrangel eyjarinnar. Af Vilhjálmi hefir ekkert frést. Hann hélt áfram austur í óbygðir þegar skip hans rak til hafs. Þjóðverjar i Kína. Kiao-chau og Tsing-Tau. Landeign Þjóðverja í Kína er hér um bil tvö hundrað fermilur á stærð. Þjóðverjar hafa lagt járnbraut milli Tsing-Tau og Kiao-chau og áfram til Tsinanfu, höfuðborgarinnar i Shantung. Sú járnbraut er lögð og kostuð af hernaðarfjárveitingu Þjóð- verja, en það er svo langt frá því að hún borgi sig. Tsing-Tau er ágætlega víggirt og þar er setulið, tvær »Sea Batalions« fótgöngulið og riddaralið og stórskotaliðs herfylki. Setuliðið hefir verið aukið nú fyrir skemstu með 500 manns af fót- göngufiði frá Tientsin og öllum þýzkum varnarskyldum mönnum, sem til náðist í Austurálfu. Það er miklum efa bundið að vígin fái lengi staðist skothríð brezkra eða japanskra herskipa, þótt sterk séu. Að undanteknum þeim hluta borg- arinnar, sem Kinverjar byggja, stend- ur Tsing-Tau ekki að baki borgun- um við Eystrasalt. Stjórnin hefir veitt nær þrjár miljónir sterlingspd. til þess að stækka borgina og bæta höfnina, fyrir utan það fé sem veitt hefir verið til þess að bæta víggirð- ingarnar. Gistihallir eru þar hinar beztu í Austurálfu. Landslag er þar dásamlega fagurt, loftið heilnæmt og baðstaðir ágætir. Þjóðverjar hafa Kiao-chan að eins á leigu frá Kínverjum og þótt )ap- anar tækju borgina, yrðu þeir að skila henni aftur til Kínverja þegar leigutíminn er útrunninn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.