Morgunblaðið - 30.09.1914, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 30.09.1914, Qupperneq 1
Miðv.dag 1. arganfjr 30. sept. 1914 HOKGUNBLADID 326. tðlublaö Ritstjórnarsimi nr. 500| Ritstjóri: VilhjAlmut Finsen. Isafoldarprentsmiðja | Afgreiðslusimi nr. 140 Bio Bíografteater Reykjavíknr. Tals. 475 Drengskaparorð. Stór þýzkur íyrirliða-ástar- sjónleikur í 3 þáttum. Snildarlega vel leikinn. [ Bio-Rafé er bezt. [ Sími 349. Hartvig Nielsen. ’ Nýja verzlunin — Hverfisgötu 34 (áður 4B) — Flestalt (utast og inst) til kvenfatnaðar og barna og margt fleira. Góðar vörur! — Odýrar vörur! Kjólasaumastofa byrjaði 1. sept. Hið margeftirspurða Zephyr hálstau er nú komið aftur i Vöruhúsið. Hjörtur H,jart-arson yfirdóms- iögmaður. Bókhl.stíg 10. Simi 28. Venjul. heima I21/*—2 og 4—j1/^. Shrifsfofa Eimskipaféíags Ísíands Landsbankanum (uppi). Opin kl. 5—7. Tals. 409. Notið sendisvein frá Sendlisvelisastödinnl (Söluturninum). Sími 444. Fundur verður haldinn í Kvenfélagi Fríkirkjusafnaðarins fimtudaginn 8. okt. á venjulegum stað og tima. Þeir, sem ætla að koma börn- um til kenslu hjá mér, eru beðnir að gera mér aðvart, um það, fyrir oæsta sunnudag. Til viðtals kl. 3—6 í Miðstr. 8 A. S. Þ. Thorlacius. Iðnskólinn í Reykjavík verður settur fimtudaginn 1. október n. k. kl. 8 siðd. Þeir, sem óska inngöngu í skólann, gefi sig fram við undirritaðan í Miðstræti 7, kl. 7—8 siðd. Að viinsta, kosti helminqur skólaqjaldsins (5 krónur) verður að borgast fyrirýram. Eins og að undanförnu verður, ef nægilega margir sækja, sérstök kensla í frihendisteikningu (kennari Þór. B. Þorláksson) og i teikningu fyrir húsgagnasmiði (kennari fón Halldórsson). » _ tJlsgair <3orfason. Erlendar símfregnir London 28. sept. kl. 6 síðd. Frönsk tilkynning segir að Þjóðverjar dag og nótt endurnýi áköf áhlaup á allar framfylkingar bandamanna, auðsjáanlega í þeim tilgangi að rjúfa fylkingar þeirra. Allar tilraunir hafa mishepnast og hafa Þjóðverjar mist fjölda manna. Opinber þýzk tilkynning játar að bandamenn hafi haft mikils- verðan framgang gegn óvinunum, með því að nota járnbrautir. Þýzkt loftfar flaug yfir vesturhluta Parísar siðastliðinn sunnu- dag og varpaði niður sprengikúlum. Drap eitt gamalmenni og meiddi litið stúlkubarn voðalega. Áköf orusta var háð milli Belga og Þjóðverja á laugardaginn í nánd við Alost. Riddaralið og stórskotalið rak óvinina af hönd- um sér, sem að líkindum i hefndarskyni skutu á Malines í gær, drápu 10 manns og særðu marga borgara. Skeyti frá Petrograd kveður tilraunir Þjóðverja að komast yfir Memel, hafa verið hindraðar. Þjóðverjar láta alment undan siga fyrir framsókn Rússa í átt- ina til Suwalki. Reuter. Hvers vegna hopuðu ÞjóBverjarP í enska blaðinu »The Observer« frá 13. þ. m. er ítarleg ritgerð um afstöðu heranna á Frakklandi fyrstu dagana í september og um það hvers vegna Þjóðverjar hafi tekið að hörfa norður aftur. Er hér birt stutt ágrip af þeirri grein. Hjá hliðum Parísar. Stjórnin var farin úr París og bú- ist var við áhlaupi á borgina þá og þegar. Menn héldu að heljar-byssur Krupps væru vel á veg komnar og vissu eigi hvort nógu sterkar fall- byssur væru til varnar. Menn gerðu sér í hugarlund að eins gæti farið um París og Namur. Von Kluck hershöfðingi hafði rekið vinstri her- arm bandamanna svo langt suðurað miðfylkingar þeirra höfðu orðið að hörfa suður á bóginn af skyndingu. Alt norð-austur Frakkland var opið og fimm þýzkir herir höfðu tekið þar höndum saman. Þjóðverjar brutust yfir hvert fljótið á fætur öðru. Oll vigin fyrir norð- an París höfðu gefist upp — nema Maubeuge. Þjóðverjar tóku La Fére og Laon viðstöðulaust og jafnvel Reims án þess að hleypt væri úr byssu. Frakkar höfðu löngum vænst þess að geta veitt viðnám á hæð- unum í Champagne fyrir norðan Marne ef í nauðir ræki. En þær voru yfirgefnar eins og annað. Mið- fylkingar Þjóðverja óðu Campagne héraðið, tóku Chateau Thierry, Eper nay og Chalons og stefndu suður á mitt Frakkland, suður fyrir París. Hvernig stóð á þessu stöðuga undanhaldi. Vér þektum lítið til Joffre hershöfðingja og enn minna um fyrirætlanir hans. Þeim, sem ör- uggastir voru um sigursæld banda- manna, fór ekki að verða um sel. NÝJA BÍÓ Leyndarmálið í hraðlestinni eða Máttur dáleiðslunnar. Stórkostlegur sjónleikpr i 4 þátt., leikinn af ágætis leikurum. í aðalhlutverkunum m. a. V. Psilander, Sv. Aggerholm o. fl. Geysilega spennandi mynd I Verzíunar- skóíinn verður settur í skólahúsinu 1. októ- ber kl. 4 síðd., og eru þá allir kenn- arar, nemendur og innsækjendur beðnir að mæta. Aftur á móti tók suma að gruna að eitthvað annað byggi hér undir. Glappaskot. Þegar mest var hættan breyttist afstaðan alt i einu fyrir glappaskot von Kluck og hers hans, sem. alt til þessa hafði verið fremstur í árás- inni. Söguritarar munu sjálfsagt leagi deila um það, hvort hann hafi gert rétt í þvi að beygja við austur á bóginn. Hver svo sem ástæðan hefir verið til þess, þá mun sannast að það var glappaskot af Þjóðverja hálfu. Vér munum fá að sjá að undanhald bandamanna hefir verið orsök til þessa glappaskots. Bretar áttu sinn þátt í því, að það undan- hald tókst svo vel sem raun varð á, eins og skýrsla Sir John French ber ljósastan vott um. Eftirstæling Þjóðverja. Þjóðverjar eru, sem kunnugt er, mjög gefnir fyrir að stæla. Þeir brutu hlutleysi Belgiu og ruddust inn yfir Norður-Frakkland og héldu að þeir gætu komið Frökkum á kné á sex vikum og unnið stærri sigra en við Metz og Sedan. Vildu þeir með þvf stæla sigra Moltke 1870. Þeir hafa aldrei játað að gæfan hafi fylgt beim 1870, sérstaklega það að þeir höíðu Bismarck á móti Napoleon III. Þeir þakka alla sigra sina síðan á dögum sjö ára striðsins og yfirburð- um þýzka kynsins, en þó einkum prússneska ofurmenninu. Keisarinn og herforingjaráðið þýzka ætlaði að láta sömu atburðina ske og 1870, en á því varð brestur. Þegar óvinirnir voru komnir að París, án þess að hafa sigrað í nokk- urri úrslitaorustu, og her banda- manna ekki brotinn á bak aftur, þá var hin upphaflega fyrirætlun Þjóð- verja fallin um koll. Þeir þurftu að hverfa að einhverju nýju ráði ef þeim ætti að verða sigurs auðið. Fjórar leiðir. Þetta var orsök til þess að von

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.