Morgunblaðið - 30.09.1914, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.09.1914, Blaðsíða 2
1)22 MORGUNBLAÐIÐ Kluck breytti um stefnu. Þegar hann var kominn svo nálægt París- arborg að hann var farinn að sjá þangað heim fór hann að verða reik- ull í rásinni. Hann átti fjórar leiðir um að velja, sem allar voru erfiðar. Að sjálfsögðu hefir hann fengið boð frá þeim sem yfir hann voru settir hverja leið hann skyldi fara. Fyrsta leiðin var að taka París með áhlaupi. Ef Þjóðverjar hefðu getað gert það mundi það hafa reynst notadrýgst. Þeir hefðu þá náð yfirráðum yfir Signudalnum og getað haldið áfram sigurför sinni suður Frakkland. En umsátursfall- byssurnar vantaði og bandamenn höfðu ofurefli iiðs kring um París. Þessi leið varð því ekki farin. Onnur leiðin var sú, að halda áfram að reyna að komast fyrir vinstra herarm bandamanna og ráðast suður yfir Signu fyrir vestan París. Þessi leið mundi ef til vill hafa verið bezt að skapi Þjóðverja og framhald af hinni djarflegu för þeirra suður Frakkland. En miklir erfiðleikar voru hér á. Fyrst og fremst var tvísýnt hvernig gengi að komast yfir Signu. Yfir hana varð ekki farið fyr en langt fyrir neðan París meðan sú borg var ekki umlukt. Hefði þá orðið um 6 5 rasta bil milli hers von Klucks og mesta hers Þjóðverja undir stjórn von Biilows. Auk þess var hætt við að setuliðið úr París og enska liðið þar fyrir austan gæti komið her Klucks í opna skjöldu. Þessi leið var þvi alt of hættuleg. Þriðja ráðið var að búa vel um sig milli La Fére og Parísar og gæta þess vel að halda opnum samgöngu- leiðum norður til Belgíu. Her von Kluchs hefði þá orðið að setjast þar að, en vinstri herarmur Þjóðverja að greiða atlögu og reyna að kom- ast fyrir hægri fylkingararm Frakka. Líklega hefði þetta verið bezta ráðið, sem Þjóðverjar gátu tekið. en fram- gang þeirra hefði seinkað ef þeir hefðu gert það og tíminn var þeim dýrmætur. Óheillaráðið. Fjórða leiðin var valin. Von Kluck hætti að reyna að komast kring um vesturfylkingar bandamanna og stefndi nú skáhalt fram hjá París til suðausturs. Ætlaði hann nú að brjótast gegn um miðfylkingar bandamanna og kljúfa her þeirra í tvent. Með þessu fór öll ráðagerð Þjóðverja á ringulreið. Joffre sá sér leik á borði. Nú sáu bandamenn að þeir gátu teflt fram liði sínu og greitt atlögu. Fylkingar bandamanna stóðu í boga vestan frá París til Verdun. Það var ómögulegt að komast kring um hvornugan fylkingararm þeirra. Mest hætta var á að brotist yrði gegnum þær milli Gezanne og Vitry og þar réðist her Klucks á. En nú sáa bandamenn sér leik á borði. Óvinaherinn var nú genginn i greip- ar þeim og var nú ráðist á hann frá þrem hliðum. Þegar svo var komið varð von Kluck að láta undan síga. Róma menn mjög hve vel hann hafi stýrt undanhaldinu. Þykir það mesta þrekvirki að hann fekk borgið her sínum frá algerum ósigri. Bretar og Frakkar fylgdu fast á eftir. Þó að Þjóðverjum kæmi hjálparlið gátu þeir ekki veitt viðnám. Voru þeir hraktir norður yfir Marne og þaðan áfram norður í land. Þegar her Klucks var tekinn að hörfa undan, neyddist herforingja- ráðið þýzka til að láta aðra heri sína halda lika undan. Þar með var lok- ið sigurför Þjóðverja suður á Fiakk- landi. Skipatökudómur. Siðastliðinn sunnudag ritar einhver »Hugull« grein, sem hann kallar »Tímabærar hugvekjur«. Minnist hann þar á forvöxtu bankanna hér og kveður þá hafa verið lækkaða úr 7 °/0 niður í 5 °/0 hæði í Bretlandi og á Norðurlöndum. Leyfið mér, herra ritstjóri, að gera þá athugasemd að þetta er ekki rótt. »Nationalbankinn« í Kaupmannahöfn tekur 6 °/0 í forvexti og allir hinir bankarnir í Danmörku taka frá 1—P/2% me>ra- Sá eini banki, sem ekki tekur hærri forvexti en 5 °/0 er »Bank of England«. En það er aðgæt- andi að sá banki »diskonterar« ekki neina víxla fyrir einstaka menn — að eins fyrir stór og efnuð verzlunarfólög eða aðra banka, meðan á ófriðnum stendur. Páll. C=3 DAGBÓrjlN. C Afmæli í dag: Guðríður Thorsteinsson, húsfrú. Kristín Þorsteinsdóttir, húsfrú. Sigríður Þorsteinsdóttir, húsfrú. Guðm. Kr. Guðmundsson, kaupm. Guðjón Einamon, prentari. Helgi Thordersen, trósmiður. Loftur Sigurðsson, trósmiður. Sveinn Guðnason, barnakennari. Þórður L. Jónsson, kaupmaður. Guðm. Eggerz, sýslumaður 41 árs. Sólarupprás kl. 6.33. S ó 1 a r I a g — 6.1. Kjöt mun að öllum líkindum verða með sama verði hór í haust og í'fyrra — og ef til vill ódýrara. En fiskur- inn hefir hækkað í verði. Hvernig stendur á því? Er það fyrir það að verra sé að ná í hann núna — eða er það einokun? Tvær prentvillur hafa slæðst inn f grein Jóns rith. Ólafssonar um Þorstein heitiun Erlingsson, í blaðinu í gær. Þar stendur að Þorsteinn hafi komið heim til Seyðisfjarðar 1906 og gerst ritstjóri Bjarka. En það á að vera árið 1 8 9 6. Ennfrémur orkti Þorsteinn eftirmælin eftir politíkina árið 1 902 en ekki árið 1912 eins og stóS í greininni. Ólafur Sæmundsson prestur að HraungerSi, kom til bæjarins í gær. Prestskosning í Bergstaða* prestakalli í Húnavatnssýslu fór fram í gær. Hlaut þar kosningu hinn setti' prestur, Björn Stefánsson. Síra Haf- steinn Pótursson var og í kjöri. Frá Belgum. Ný orusta við Löwen. Amsterdam, 14. sept. A föstudaginn hófst orusta milli Þjóðverja og Belga við Löwenrústir. Stóð hún þann dag allan og nóttina. Belgar ruddu sér tvivegis braut inn i miðja borgina. í gær gerðu Þjóð- verjar á þá æðisgengið riddaraáhlaup og varð ógurlegt mannfall í beggja liði. Eftir fjögra daga orustu urðu Belg- ar að láta undan síga til Antwerpen og höfðu látið fjölda manna. En það sögðu þeir að Þjóðverjar væru engar skyttur. Vegna útrása þeirra er Belgar hafa gert, hafa Þjóðverjar neyðst til þess að kalla þangað þriðju og níundu herdeild, sem báðar áttu að fara til Frakklands til þess að styrkja þar hægri herarm Þjóðverja. Á föstudagsnóttina flaug þýzkt loftfar yfir Antwerpen, en var þeg- ar skotið niður. í því voru tveir fyrirliðar. Annar beið bana en hinn særðist. í beggja vösum fundust franskir peningaseðlar, en það er mælt að þeir séu falskir, og hafi Þjóðverjar látið prenta þá. Ofriðarsmælki. B r e t a r bera það upp á Þjóðverja að þeir hafi lengi búið sig undir ófrið við Breta í Suður-Afríku. Segja þeir að Þjúðverjar hafi haft umboðsmenn víða meðal Búa í Suður-Áfríku og gert tilraunir til þess að œsa þá gegn Bret- um. En því er bætt við, að tilraun- irnar hafi allar mishepnast, því Búar sóu hinir tryggustu og ákafir mjög gegn Þjóðverjum. Mr. Winston-Churohill hef- ir látið útbúa stórt spjald, sem hengt hefir verið aftan á blfreið hans. Á það er málað með stórum hvítum stöfum: Gangið í herinn! Rithöfund afólagið þýaka, sem hefir aðalstöð sfna í Berlín, hefir ákveðið að þýða framvegis engar bæk- ur eftir frakkneska, brezka, belgiska eða rússneska rithöfunda. V í ð a á Bretlandi hefir veitinga- húsum verið lokað meðan á ófriðnuni stendur. Skipatökuréttur Breta var settur 4. þ. m. og hafði hann ekki verið haldinn í 60 ár. Tvöhundruð tuttugu og fimm skip stóðu á skrá, og átti að dæma um hvort þau skyldu gerð upptæk. Fyrsta skipið á skránni var þýzka seglskipið Chile. Það hafði komið til Cardiff 4. ágúst, daginn sem England sagði Þýzkalandi stiíð á hendur. Saksóknari stjórnarinnar gaf þá skýrslu fyrir réttinum að enska stjórnin hefði gefið út auglýsingu um það að þýzk skip í brezkum höfnum veittist frestur til 4. ágúst að halda heimleiðis, ef brezkum skipum í þýzkum höfnum væri veittur sami frestur. Hann kvað ensku stjórnina ekki hafa fengið fullnægjandi svar frá Þjóðverjum um þetta efni. Dómarinn gaf þann úrskurð að Chile væri óvinaskip, sem krúnan hefði rétt til að taka, og bauð að hafa það í haldi þar til frekari skip- un yrði gerð. Næsta skip var gufuskipið Perkeo. Það var tekið í Ermarsundi 5. ágúst. Það var áður brezk eign en hafði verið selt Þjóðverjum fyrir tæpum mánuði. Það var dæmt upptækt og boðið að selja það. Tólf skip alls voru dæmd upp- tæk fyrsta dag skiptökudómsins. Bankavextirnir og »HugulU. H á f 1 ó S kl. 2.53 f. m. og 3.13 e. h. V e ð r i S í gær. Ym. a. stormur, regn, hiti 4.7. Rv. a. st. kaldi, regn, hiti 5.8. ísf. v. kul, snjór, hiti 1.8. Ak. logn, snjór, frost 0.5. Gr. s.s.a. gola, snjór, frost 0.5. Sf. logn, frost 0.5. Þh. F. logn, frost 3.3. H e r m o d er enn ófarinn frá New- York. Fer þaðan á föstudag. F 1 ó r a er eigi væntanleg hingað fyrir en síðast í þeasari viku. SkipiS var á Siglufirði í gærmorgun. M a g n h i 1 d, Zöllnersskipið, kom til Seyðisfjarðar í gær. Er væntanleg hingað eftir nokkra daga. Kristján Torfascn, kaupm. frá Flateyri, er nýkominn til bæjarins. Jón Blöndal læknir er nýkom- inn til bæjarius. S t e r 1 i n g fór til útlanda kl. 6 í gær. Farþegar með skipinu voru mjög fáir. Skipiö fer beina leið til Khafnar. Sólarlitlir dagar eru nú hór en kaldara er þó á Norðurlandi. Vór áttum tal við Akureyri í gær og var sagt að mikill snjór væri kominn á fjöll og heiðar. Niðri í bygð væri einnig snjór — jafn-fallið yfir alt og allar líkur til að bæta mundi á. Er þetta mönnum til stóróþæginda núna þegar fjárrekstur stendur sem hæzt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.