Morgunblaðið - 23.10.1914, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ
1630
úU
Jl—rJl:
'II—-!!•
nn
F S.s. Skálfjotf hemur fjingað 1
með stjkur
um 26. þ. mán., frá Pijzkaíancfi, og er nokkuð óseíf ennþá, bæði af foppmeíís, sfrausijkur,
íjósum púðursykur, ásamf daíitíu af kassamefís. Eg seí aðeins tií kaupmanna.
Tff fyrirfiggjandi birgðum seí eg f)ér, þó aðeins fif kaupmanna:
Prima kaffi kr. 1.38 per kiíó.
Tfaframjöt kr. 14.85 per 50 kíló.
7f. Obenhaupt. J
[1=3 G
3I=1E
nr=ir
nn
nr
Líöskólinn í Bergstaðastr. 3
Þeir, sem sótt hafa um skólann mæti þar Laugardaginn
24. þ. m. kl. 6 síðdegis.
Nýjum umsóknum veitt móttaka meðan rúm leyfir.
Tilbúinn Sængurfatnaður,
Fiður og Dúnn,
eimhreinsað, lyktarlaust, hjá
Th. Th.
Jioíakörfur
nýkomnar.
Laura Tlieísen,
Tfusfursfrsefi 1 (TTJiðbúðin).
Hinir ágætu rakhnífar
eru ætíð fyrirliggjandi. Verð kr. 1.50, 2,00, 3.75 og 4.00. Hver hnífur
brýndur áður en hann er seldur. Sömuleiðis hefi eg ætíð hina eftir-
spurðu stálvírskamba.
Hakarasfofan TJusfursfræfi 17,
Eijóífur Jónsson.
Kondorinn.
Saga útlagans,
9 eftir
Övre Richter Frich.
Framh.
þau ráku kóleruna á flótta, blöð
voru stofnuð, sem réðust með hnú-
um og hnefum gegn spilliugunni,
og lögregluliði var komið á fót, og
fékk það fækkað morðum og mann-
drápum svo að hófi var nær.
Á hálfri öld er Buenos Ayres
orðin stórborg, — Babylon i nafns-
ins góða og vonda skilningi —
sambland af fádæma auðæfum, bruðl-
unarsemi og skarti, og volæði, fá-
tækt og ósviknum löstum.-----
Jónas Fjeld gekk inn í hafnar-
hluta borgarinnar, sem nefnist Boca
— beint inn í hringiðu stórborgar-
innar. Allar tungur heimsins suðuðu
fyrir eyrum hans, Italir, írlending-
ar Frakkar og Pjóðverjar voru þar
allir i einum graut. Margs kyns
blendnir menn þyrptust utan um
hann, sýndu honum nafnspjöldin
sín, gerðu honum ýms tilboð og
uppástungur. Hljóðfærasláttur barst
frá öðru hvoru húsi. Þar voru
veitingakrár, svínastiur, dansskálar og
matsöluhiís. Yfir dyrum flestra stóð
letrað >free and easy* — vingjarn-
legt heimboð til allra enskumælandi
manna, sem til Buenos Ayres koma.
Þetta var þá borgin hans Mario
Heredia — mannsins, sem einusinni
hafði sótt eftir lifi hans og síðan
hnigið fyrir hans eigin hendi októ-
berkvöld nokkurt í Kristianía.---------
Hann varp af sér oki minning-
anna. Liðni tíminn átti að vera
gleymdur. Eftirmæli Jónasar Fjelds
voru þegar rituð — »unga og dug-
lega læknisins, sem fórst nálægt
Marstrand*. Og svo kom ef til vill
litlu síðar, að Jónas Fjeld, sem væri
nýlega dáinn, mundi hafa drepið
Mario Heredia verzlunarerindreka
0. s. frv.
Ji — hann var dauður. Útlagi
var hann frá Noregi. Heimili hans,
vinir hans, ást hans — alt var glat-
að og grafið með manni þeim, sem
synti á brott frá skömm og svlvirð-
ingu í sænsku útskerjunum.
Nú beið hans nýtt líf — æfin-
týrin og áhættan — tækifærin, til-
viljanirnar, æsingin. Barátta heiðar-
legs manns fyrir lífinu — langt á
brautu frá vísindum þeim, sem hann
hafði helgað mörg ár æfi sinnar. —
Hann gekk inn í ítalskan matsölu-
stað. Hann var glorhungraður —
— — Oþolandi svælu af sígarettu-
reyk og lauklykt lagði á móti hon-
um. Hann varð að ryðja sér braut
á meðal borðanna með alnbogaskot-
um. Þar sat maður við mann, et-
andi og drekkandi, en hávaðinn
keyrði fram úr hófi, Þar var talað
á öllum tungum. Og tungurnar
runnu saman í einn hrærigraut og
ofan á flutu blótsyrðin eins og flesk-
bitarnir i ítölsku súpunni, sem stóð
efst á matseðlinum.
Lágar og þéttvaxnar ítalskar blóma-
rósir þutu fram og aftur i reykþok-
unni og framreiddu matinn, lauk,
makrónur og ýmsa kryddaða rétti,
sem þær krydduðu enn betur með
því að líta hýru auga til gestanna.
í miðjum matskálanum var veit-
ingaborð og bak við það stóð veit-
ingamaðurinn sjálfur — athugull,
virðulegur og húsbóndalegur. And-
lit hans var eins og gúttaperkagríma
sem gat teygst og afskræmst á all-
an hátt eftir því sem eigandanum
þótti sjálfum bezt haga. Það var
spegill ástandsins inni — ýmist vin-
gjarnlegt, alúðlegt, ógnandi, gletnis-
legt, ruddalegt, lýsti kristilegu um-
burðarlyndi eða hefnigjarnri ásökun.
Gestgjafinn gaf Fjeld bendingu
um það, að fá sér sæti við litið borð
rétt hjá veitingaborðinu og eftir
bendingu hans kom ein af litlu veit-
ingastúlkunum ítölsku til Fjelds.
Og litlu síðar hafði hann þar fyrir
framan sig á borðinu máltíð, sem
gerð var úr söxuðu kjöti, steiktum
lauk, makkaroni og fleski. Gest-
gjafinn setti fyrir hann pýzkt öl frá
franska ölgerðarhúsinu Bieckerts og
lét fylgja ameríkskt drykkjarglas. Það
var í fyrsta skifti nm langt skeið að
Fjeld leið heldur vel.------Að lok-
um fékk hann einn bolla af blek-
sterku kaffi og dálitið glas af Cana
— hvítu sykurreyrsrommi og með
því kolsvartan vindil, og er það
mesta sælgæti Argentinumanna. —
Það færðist draumlaust mók yfir
hann meðan hann naut drykkjarins
og reykurinn úr vindlinum sveipað-
ist um höfuð hans. —----------