Morgunblaðið - 04.11.1914, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.11.1914, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Tramf). frá 1. bís. London 3. nóv. kl. 12.35 síðd. Opinbert franskt skeyti birt í gærkvöldi segir: Milli sjávar og Oise hafa Þjóðverjar gert áhlaup í dag. Hafa þau verið væg- ari en áhlaupin í gær. í Belgíu hafa bandamenn haft framgang fyrir sunnan Dixmude og fyrir sunnan Luvelt(?) og vér liöfura haldið öllum aðstöðum vorum í Aisne-héi’aði. Aköf sókn Þjóð- verja milli Braye í Lannois og Vailly hefir algerlega mishepnast. London 3. nóv. kl. 1.53 síðd. Flotamálastjórnin tilkynnir að þegar brezka herskipið Minerva kom til Akaba hafi hermenn setið í borginni; einn þeirra, sem virtist vera þýzkur herforingi, fekk hinum innfæddu vopn. Minerva skaut þá á vígin og liðið. Borgin var yfirgefin. Lið, sem sett var á land, eyðilagði vígin, hermannaskála, pósthús og búðir. Óvinirnir biðu nokkurt tjón en Bretar ekkert. Akaba er bær í Arabiu. London 3. nóv. kl. 3.5 síðd. Sendiherrann í Petrograd hefir sent skeyti þess efnis, að brezki ræðismaðurinn í Novorossúsk tilkynnir að 2 tyrknesk beitiskip hafi þ. 30. okt. skotið á höfnina og að brezka skipið Freiderica hafi brunnið og eyðilagst. Reuter-skeyti (til ísafoldar og Morgunblaðsins). London 2. nóv. kl. 5,47 e. h. Sama sem engin breyting hefir orðið í Flandern og Frakklandi, en það er opinberlega tilkynt að Frakkar taka fanga svo hundruð- um skiftir. Frá 13.—20. okt. tóku þeir 7683 fanga. Tyrkir tóku símasamband af milli sendiherra bandamanna og stjórna þeirra. Sendiherrarnir hafa farið frá Miklagarði. Rússar hafa tekið Petrokoff aftur. Her Austurríkismanna og Þjóðverja í Póllandi hefir verið klofinn og heldur undan vestur á bóginn og suður á bóginn. Þessi klofningur getur orðið til þess, að Rússar geti barið á þeim hvorum í sínu lagi. Þjóðverjar biðu feiknamikið tjón við að ráðast á stöðvar Rússa við Baklarjevo á landamærum Austur-Prússlands. Þeir sendu til einkis hverja her- sveitina á fætur annari á skotgryfjur Rússa. En þær bókstafiega bráðnuðu fyrir skotum Rússa. R e u t e r. Siðustu simfregnir. (Frá fréttaritara Morgunblaðsins). London 3. nóv. kl. 12 á hád. Bandamenn hafa sótt fram við miðjan Yser-skurðinn. Þýzkur kafbátur skaut sprengikúlum á gamalt brezkt beitiskip hjá Dunkirk. Tyrkneskt herlið hefir ráðist inn í Egyptaland. ítölsku stjórninni hefir verið veitt lausn. Uppreistarmenn í Suður-Afríku sigraðir. Styrjöldin mikla. Einkabréf frá Berrie stórkaupm. til Asgeirs konsúls Sigurðssonar. Frh. Hvílíkur munur á draum keisar- ans og því sem gerist í raun og veru og mun enn gerast! Þýzkaland er á beljarþröminni fjárhagslega og sig- ursælir óvinir knýja dyr þess bæði að austan og vestan og munu bráðlega brjóta þær upp. Verzlunarfloti þess er gerður gagnslaus og mörg skip þess hafa verið tekin. Það er ein- angrað og viðskifti þess við útlönd í kaldakoli. Bandariki þess, Austur- riki-Ungverjaland er á glötunarbarmi Nýlendum þess er eytt og liinn bandamaðurinn, ítalia, sem það treysti á, hefir það að athlægi og er alveg forviða á framkomu þess. Lygafregn- ir þess eru reknar ofan i það og tilraunir þess til þess að vinna sér hylli hlutlausu ríkjanna hafa alger- lega mishepnast. Þannig sér nú keisarinn malunum komið. Auðvit- að mun Þýzkaland berjast, og það grimmilega til að verja tilvetu sina. En dómur þess er kveðinn upp og Þýzkaland er á leiðinni niður úr tignarsæti sinu í Evrópu og heimin- um. Það áform keisarans að verða annar og meiri Napoleon hefir al- gerlega farið út í veður og vind. £<ti8a Eitt herbergi með sérinngangi og húsgögnum óskast á leigu nú þegar. Uppl. gefnr Theodér Jónsson. ^ cTiaupsRapur Morgunkjólarnir ódýrustu og margsk. ann- ar fatnaður til sölu á Bergstaðastræti 33 B. Fæði fæst á Laugavegi 23. Kristin Dahlstedt. cTunéié Q-ulnr hundur í óskilum hjá lög- reglunni. Vitjist innan 3 daga og borgist áfallinn kostnaðnr. Annars skotinn. Eg er hræddur um að bréf þetta sé ekki jafn ýtarlegt og eg hafði ætlað i upphafi, en það er miklnm erfiðleikum bundið að hafa hugann fastan við skriftir á þessum tímum. Þegar ófriðnum er lokið og maður fær að líta yfir alla atburðina, getur maður litið á þá með meira jafnað- argeði. En núna, þegar alt er í óvissu, og maður veit ekkert hvað birtast muni í blöðunum næsta skifti, er mönnum það ofraun, að leggja réttan dóm á það hvernig aðstað- an er. Enn á eg eftir að minnast á eitt. í öllum hlutlausum ríkjum hafa Þjóð- verjar reynt að afla sér samúðar, sem þeirri þjóð, er beitt væri órétti. Sér- staklega hafa þeir lagt kapp á það i Bandarikjunum, Hollandi og á Norð- urlöndum. í Bandaríkjunum hafa tilraunir þeirra mishepnast, nema á meðal Þjóðverja þeirra, er þar eiga heima. En það er álitið hér, að nokkur efi sé á um Norðurlönd og Holland. Við trúum því ekki að Holland og Danmörk séu okkur óvin- veitt, en það er talið að þau rói að því öllum árum að birgja Þýzkaland að matvæium og hjálpa Þjóðverjum til þess að koma út sínum vörum. Freistingin er auðvitað mikif til þess að hafa hag af Þjóðverjum i þessu efni og það er mjög erfitt að gæta ströngustu hlutleysisregla. En það versta er, að séu þessar sögur sann- ar, þá stuðla þessi riki að þvi að draga ófriðinn á langinn, því það er áreiðanlegt, að gæti Þýzkland hvorki flutt vörur úr landinu né inn í það, mundi fjárhagur þess bráðlega verða svo slæmur að það gæti ekki stað- ist. Holland hefir án efa gert sitt bezta til þess að gæta hlutleysis síns með hernum á landamærunum, og við skiljum það vel bve örðugt það á aðstöðu, sérstaklega vegna þess að mikill hluti þjóðarinnar er þýzkur. Ef til vill er það ekki satt að Dan- mörk veiti Þjoðverjum lið á þennan hátt, og eg get ekki imyndað mér að Danmörk vildi gera nokkuð til þess að hjálpa Þýzkalandi, bæði vegna þess hvernig Þjóðverjum hefir farist við Dani og eins vegna hins, að það er jafnáríðandi fyrir Danmörku sem önnur lönd að ófriðurinn verði ekki langvinnur. Ef Danmörk hefði nokkra von um það að ná Slésvík og Hol- stein aftur yrði hún að gæta strang- asta hlutleysis. ■ ■ .... «»;><♦<--m- . . Skauíar Sfærsf, best og ódtjrasf úrvaí f)já Jes Zimsen. o a ii ó Ffi n c=a Afmæli í *lag: Ingileif Zoega, jungfvú. Einar H. Sigurðsson, klæðskeri. Haraldur Árnason, verzlunarstjóri. Jón Sveinsson, trósmiður. Hafsteinn Pótursson, prestur f. 1858. Afmæliskort fást hjá Helga Árnasyni í Safnahúsinu. Sólarupprás kl. 8.21. S ó 1 a r 1 a g — 4.1. H á f I ó ð í dag kl. 5.42. f. h. og kl. 6.1. e. h. A.u g n 1 æ k n i n g ókeypis kl. 2—3 Lækjargötu 2 (uppi). V e ð riS í gær : Vm. logn, frost 1.5. Rv. logn, frost 5.1. íf. iogn, frost 2.9. Ak. logn, frost 5.5. Gr. logn, frost 9.5. Sf. logn, hiti 0.8. Þh., F. a.s.a. hvasviðri hiti 6.3. Ryskingar nokkrar urðu niðri á verzlunarmannafnndi á laugardaginn. Komu þangað menn, sem ekki voru af því sauðahýsi og því ofaukið. Fundarmenn kölluðu lögregluna sór til hjálpar að koma mönnunum á brott, en þá tók eigi betra við og varð varðmaðuriun fyrir hnjaski nokkru. Hann kærðij fyrir bæjarfógeta og tók hann málið til meðferðar. Var fyrsta réttarhaldið í gærmorgun, en málinu mun ekki lokið fyr en síðar. Vór gátum um það í gærrað oss þætti líklegt, að ráðstöfunin um sím- stöðina í Lerwick, þar sem brezka her- sjórnin hefir tekið að sér starfræksluna, mundi vera tekin til þess að hindra að íslenzkar afurðir yrðu seldar til Þýzkalands. Lá nærri að setja þá ráð- stöfun í samband við farmskírteini'n, sem nú verða að hljóða á nafn firma á Norðurlöndum. Þessi jályktun vor mun eigi vera rótt. Það er auðvitað, að flestar síma- stöðvar í þeim löndum, sem í ófriði eiga, eru í höndum hermanna; og svo mun einnig vera í fiestum þeim lönd- um, sem safnað hafa liði í varnarskyni, ef ófrið bæri að höndum, Stöðin < Lenvick er brezk eign og því ekkert undarlegt að hermenn hafi sest þar að, eins og á öðrum símastöðum í Bret- landi. er nú ágætt á margt um mann- í s 1. g 1 í m a n: Er okkar íþrótt Lærið að glíma. Gangið < Ármann. Skautasvell t^örninni. Var þar inn < gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.