Morgunblaðið - 22.11.1914, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ
5
verðið að bæta fyrir það! En þér
viljið að Belgar bæti sinn órétt
tvennum bótum 1 Þessu getið þér
aldrei að eilífu mælt bót við sam-
vizku yðar og ekki heldur við sam-
vizku alheimsins, hverjar sem rök-
semdaleiðslur yðar verða.
Og svo kemur fréttin um Löwen,
hin aðdáanlega Löwen er eydd og
'biiar hennar annaðhvort brytjaðir
niður eða reknir á brott. Eydd af
Þýzka hernum, sem þykist vera að
Vetja siðmenninguna fyrir skrælingja-
skap Rússa!
Kæru þýzku vinir, við grátum
yfir Belgíu; en við grátum enn
meira yfir yður. Ef Rússar vildu
1 Austur-Prússlandi, hefna hverr-
ar eyðilagðrar borgar með því að
eyðileggja aðra og hvets drepins
hónda, með því að drepa annan —
Það væri hræðilegt fyrir hinn siðaða
heim og við skelfumst er við hugs-
u’-n til þess. En hverju getið þér
svarað ?
Alt hefir Ieitt af því — eins og
kanslari yðar hefir sjálfur viðurkent
—• að þér rufuð heit yðar og sví-
virtuð þjóðarréttinn er þér ruddust
inn í Belgíu. Og þannig hafið þér
sjálfir leitt vfir yður bölvunina eins
°g hið mikla skáld yðar, Schiller,
komst að orði: »Das eben ist der
Plnch der bösen Tat, dass sie
fortzeugend Böses muss gebaren*.
(þ. e. illvirkisins er hefnt með óend-
anlegri bölvun).
---- ...............------------
Styrjöldin mikla.
Einkabréf frá Berrie störkaupmanni til
Ásgeirs konsúls Sigurðssonar.
Frh.
Þegar eg ritaði þér síðast var
Peronne nyrsti staðurinn, sem banda-
’nenn höfðu á valdi sínu. Síðan
hefir teygst mjög á vinstra herarmi
°g þar hafa aðalorusturnar verið háð-
ar að síðustu. Það virðist svo að eng-
ar tilraunir hafi verið gerðar til þess að
hvorugra hálfu, að rjúfa her mót-
stöðumannanna í miðju, sennilega
Vegna þess að hvor tveggi herinn er
svo öflugur að slíkar tilraunir mundu
Verða árangurslausar. Aðalviðureign-
lu hefir því orðið í örmum heranna,
s^rstaklega vinstra megin hjá Frökk-
u*. Það er augljóst að hvorir
tveflgju hafa dregið þangað nýja liðs-
3uka.
, Aköf orosta varð hjá Arras og þar
grend Qg síðar gerðu Þjóðverjar
a^ar tilraunir til þess að koma
handamönnum í opna skjöldu hjá
Arras og hafa þá sennilega haft það
-- fyrir augum, að hrekja þaðan
1 Frakka, sem var óþarft vistaflutn-
p Þeirra og einnig hafa óbundn-
p1 endur til þess að snúa sér að
a ais og Dunkirk. Þessar tilraunir
a a einnig fariÖ út um þúfur eftir
ar a viðnreign og bandamenn hafa
nú Ypres á valdi sínu, en meginher
Þjóðverja virðist vera umhverfis
Courtrai.
Það er nú sagt að Bretar séu yzt
í vinstra herarmi bandamanna, en
ekki vita menn heldur hvort lið
þeirra hefir verið flutt frá miðjum
vigstöðvunum, eða þetta er nýtt
brezkt lið. Eg held belzt að þetta
sé nýtt lið og ef til vill Indverjar.*)
Þjóðverjar virðast hafa gert ákafa
tilraun til þess að ná leyfunum af
Belgíu á vald sitt síðan þeir tóku
Antwerpen og það virðist svo sem
þeir hafi öflugt lið þar. Það hafa
einnig komið fregnir um það, jafn-
vel frá Þjóðverjum sjálfum, að þeir
hafi flutt mikið lið að austan vestur
á bóginn, og eftir því að dæma
virðist það svo sem þeir séu áhyggju-
fullir yfir horfunum að vestanverðu,
og mér mundi ekki koma það á óvart
þótt Þjóðverjar yrðu neyddir til þess
bráðlega að hörfa um endilangt vestra
orustusvæðið. Þjóðverjar segjast flytja
liðið til þessa að búa sig undir aðra
herför til Parísar.
Það hygg eg muni vera gert að-
eins til að slá ryki í augu manna,
því það munu engar líkur til þess
að Þjóðverjar verði færir um að
sækja á á þessum stöðvum. Nú
horfir málum alt öðru vísi en í ágúst
og eg er viss um það að Joflfre er
viðbúinn öllu þessháttar og hefir
gert ráðstafanir til þess að setja skorð-
ur við því.
JofFre hershöfðingi hefir vakið að-
dáun mína og eg held að hann hafi
sýnt það, að hann hafi verið viðbú-
inn hverri hreyfingu óvina sinna
Min skoðun er sú, að hann hafi þeg-
ar í öndverðu ásett sér hvernig hann
skyldi haga sér, og hafi fylgt áætl-
un sinni auðveldlega en þó með góð-
um árangri. Hann vill ekki eiga
neitt á hættunni, því meðan hann
getur haldið Þjóðverjum i skefjum
að vestanverðu þá hefir hann
gert alt það er krefjast má af hon-
um og vinni hann eitthvað á, þá er
það eins gott fyrir hann, ef ekki
betra, heldur en þó hann fengi glæsi-
legan sigur á einum stað en tapaði
á öðrum. Þessi hæga en örugga
framsókn mun láta til sin taka því
hún dregur þrótt úr sóknarliðinu og
kemur í bág við hernaráætlanir þess.
Samt sem áður hygg eg að viður-
eignin að vestanverðu verði að eins
talin bandamönnum hagstæð. Og
eigin frásögn Kitcheners í byrjun
striðsins var sú, að þessi væri ætlun
bandamanna og ekkert hefir komið
fyrir það er gæti breytt henni á
nokkurn hátt.
En svo maður viki efninu að eystri
vígstöðvunum, þá hefir innrás Þjóð-
verja i Rússland alveg mishepnast.
Lið Þjóðverja komst alla leið til
Njemen en var þar brotið á bak aftur
og neytt til þess að hröklast inn yfir
*) í Morgunblaðínu hefir áður
verið skýrt frá því þegar lið Breta
var flutt frá Aisne vestur á bóginn.
landamæri Þýzkalands í mestu óreglu
og flýti eftir að hafa mist mikið í
láti manna og skotvopna. Rússar
höfðu þá alstaðar sigur og ruddust
inn í Prússland alla leið til Lyck.
Sannar sagnir af
Titanic.
Eftir
Archibald Gracie ofursta.
Frh. 27
Nú er ólíkt í stigunum og áður
var! Þar er engin þröng broshýrra
og glaðværra farþega, en beggja meg-
in við handriðið standa káetuþjón-
arnir, rólegir og hugrakkir með ljós-
leita bjarghringa um sig miðja. Manni
hrýs ætíð hugur við slikri sjón!
Við höldum lengra áfram. Öllu
veittum við eftirtekt, hinum hræði-
legu kveðjustundum og hugrekki
því, sem mennirnir sýndu er þeir
skildu við konur sínar og þær gengu
í bátana. Við létum frá borði af
sólþilfarinu, sem var sjötíu og fimm
fet yfir sjávarmál. Hinir ágætu
Ameríkanar Mr. Case og Mr. Roebl
ing fylgdu okkur til nátanna en
gerðu enga tilraun til þess að bjarga
sjálfum sér, en héldu aftur á þilfar-
ið og biðu þar dauða síns með karl-
mannlegri ró.
^jörgunarbátur okkar var látinn
síga niður á við með 36 farþegum
innanborðs. Varð á því hin mesta
óregla. Ruddalegir sjómenn skipuðu
fyrir sitt á hvað en enginn fyrirliði
var sýnilegur. Annað dragreipanna
var í ólagi og um stund var svo að
sjá sem bátnum mundi hvolfa þar í
háa lofti. Að lokum tókst þó að
láta dragreipin renna jafnt og við
nálguðumst óðum oliulitan sjávar-
flötinn. En ér báturinn snart sjó-
inn, fanst mér það eins og hinsta
kveðjan til lífsins. Svo voru festar
leystar og hinn iitli bátur lagði út
á hið ólgandi haf, — burtu frá
skipi því, sem hafði verið heimili
okkar í fimm daga.
Allra ósk var sú, að vera sem
næst Titanic. Við vorum svo langt
um öruggari nálægt skipinu. Svona
stórskip gat ekki sokkið. Eg þótt-
ist þess fullviss, að of mikið hefði
verið gert úr hættunni og að okkur
mundi óhætt að fara um borð aftur,
en hið stóra og góða skip sökk
smám saman dýpra og dýpra.
KvikmyndaleikhúsÍD.
Litla drotningin og leynifélagið
heitir seinasta myndin í Gamla Bio.
Lítil og ástúðleg 4 ára gömul telpa
leikur aðalhlutverkið og myndin er
ein á meðal þeirra, sem leikhúsið hefir
valið til þess að skemta börnunum
sérstaklega, enda munu þau taka
henni með íögnuði. Jafnvel fullorðið
fólk mun hafa gaman af henni og
litlu telpunni, sem innir hlutverk sitt-
svo ágætavel af hendi. X.
fifratn
eftir
O. Sweíí JTlarden.
Framh.
XXII. k a p í t u 1 i.
Listin að lifa lengi.
»Lokið dyrunum fyrir sólinni og þér Ijúkið þeim upp fyrir
lœkninum«.
Bezti listamaðurinn, sem veröldin hefir átt, málaði mynd fegurri
en nokkur maður hafði áður augum litið. Dag eftir dag og ár eftir
ár vann hann að þessu meistaraverki og úr frumdráttunum varð
hið ágætasta málverk, sem allir þeir er sáu dáðust að. En þrátt
fyrir dásamlega hæfileika fekk málarinn eigi fullkomnað málverkið
eins og hann vildi. Litirnir virtust taka breyting á nóttunni. Hinn
hlýi roði á vörum og kinnum hvarf jafnoft og hann málaði hann
af nýju. Ljómi augnanna dapraðist. Húðin mjúka misti rósalitinn,
varð gulgrá og óeðlileg. Málarinn fann til þess, að list hans var mis-
virt, en fekk eigi skilið með hverjum hætti.
Leikni hans var söm og jöfn, litirnir voru eigi óskírir, skilning-
ur hans eigi óljós. Verk hans var vel af liendi leyst en það var
ónýtt ájjnóttunni af óvini hans, öðrum málara, sem enginn rómaði
né dáðist að. Hann öfundaði keppinaut sinn af frægð hans og læddist
á næturþeli inn i vinnustofu hans og ónýtti hið bezta i málverkinu
með dökkum skuggalegum litum. Svo stóð á því, að málverk það,
sem átti að verða veraldarinnar fullkomnasta, varð aldrei fullgert og
loks ónýtt, svo að eigi varð úr bætt.
Hvað eftir annað hafa þessir tveir málarar lagt sig í lima —
og árangurinn tíðast orðið hinn sami. Málararnir heita: heilbrigði
og sjúkdómar — og líndúkurinn, sem þeir mála á, er mannkynið.
Fyrri málarinn fer snemma á fætur og snemma að hátta, enstarfar
eins mikið og hann getur undir beru lofti. Hinn síðari fer þá fyrst
á fætur, er rökkva tekur og í krókum og afkimum lætur hann lam-
andi hönd sína ónýta hið bezta, sem keppinautur hans hefir unnið.
Það eru aðeins fá málverk, sem undan sjúkdómnum komast, en þau
eru líka mikilfengleg í dýrð sinni.