Morgunblaðið - 22.11.1914, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.11.1914, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ 7 Sundrast Hjálpræöisherinn ? Yms skandinavisk blöð hafa flutt greinar um alþjóðasamband Hjálpræð- ishersins með þessari fyrirsögn: Sundr- ast'Hjálpræðisherinn? Því spáð hefir verið, að Evrópustríðið mundi að lík- indum sundra honum. Hór á íslandi hefir »Morgunblaðið« flutt hið sama erindi í 14, tölublaði sínu þessa mánaðar. Margir hafa skorað á oss að svara grein þessari og eru það sönnur þess, hve mikinn gaum íslendingar gefa starfsemi vorri í alheiminum. Ástæða þess að vór eigi þegar rit- uðum um þetta roál er sú, að vór höfum gert oss að reglu að þræta ekki um fólag vort eða starfsemi, því vór álítum, að ef star; vort á meðal hinna fátæku og þjáðu ekki getur sannfært þjóð þá, sem vér störfum á meðal, getur ritdeila ekki hafið nafn vort. Þegar eg rita þessar línur eftir áskor un, má ekki álíta það sem »þrætu«, heldur upplýsingar um hið virkilega ástand. Þessari fyrnefndu grein »Morgun- blaðsins« var aðallega skiít í tvent: að Hjálpræðisherinn væri að sundrast og hershöfðinginn væri ekki duglegur sem forystumaður alheimshreyfingar. Hinu fyrsta atriði greinar þessarar vil eg svara þannig: að eg álít Ev- rópustríðið gera oss tjón ef Hjálpræð isherinn sundraðist fyrir það, því eg álít að næst eftir styrkleika Guðs só alþjóðasamband vort styrkur Hjálp- ræðishersins og stöðugleiki. Svo er þetta í raun og veru spurning, sem hinum ókomna tíma ber að leysa úr og væri því óskynsamlegt af mór að gefa ákveðið svar þvi viðvíkjandi, þar sem sumum hætti við að álíta mig hafa spádómsgáfu, en það er eigi svo. Enda þótt stríðið hafi haft mikil áhrif á Hjálpræðisherinn og hafi gert honum örðugt fyrir í ýmsu, er samt lítil ástæða til þess að halda að nann sundrist. Yissulega er hatur Englendinga og Þjóðverja mikið nú sem stendur, og þegar stríðið byrjaði var pllum ensk- um hjálpræðisforingjum, sem störfuðu í Þýzkalandi vísað úr landi burt, en það var dönskum foringjum líka. Enda þótt þessar þjóðir hati hvor aðra, er Hjálpræðisherinn í Þýzkalandi ekki hataður eða fyrirlitinn, og sjálfur Þýzkalandskeisari hefir oft látið í ljós virðingu sína og áhuga fyrir starfi voru í löndum sínum. H^álpræðisherinn tilheyrir ekki viss um þjóðflokki eða þjóð, en er að öllu leyti heimsborgarahreyfing, og enda þótt stríðsbylgjurnar í bili sóu stórar, öiun friðarolíunni verða heit út á sjó- inn og eru þá miklar likur til þess ftð Hjálpræðisherinn verði ennþá styrk- ari. Yiðvíkjandi athugasemdinni um ®nndrung Hjálpræðishersins i Austur- Hki, verð eg að láta í ljós að eg ekki skil hvað með þessu er meint, því oss er alveg ókunnugt um að Hjálpræðis- herinn nokkru sinni hafi haft deild þar. Viðvíkjandi ódugnaði hershöfðingjans Sem forystumanns Hjálpræðishersins, er alls ekki nauðsynlegt fyrir mig að faka málstað hans í þessu efni. Eg verð þvj ag segja, að ef sögusögnin ^œri sannleikur, þá er það H. C. ndersens saga um nýju fötin keisar- ans’ 8em er endurtekin. Hjálpræðisherinn er alt of opinber 8tefnun til þess að því um líkfc geti att sór stað. Alt að því 20 ár hefi eg haft tæki- færi til þess að kynnast hershöfðingj- anum, og hefi eg orðið var við órækan dugnað hans sem ræðumanns, foringja og skipulagshöfundar. Þar sem eg hefi mætt hjalpræðisforingjum frá ýms- um londum, kemur öllum saman um, að varla gætum vór fengið duglegri foringja en hershöfðingjann okkar, enda þótt vór ekki sóum blindir fyrir því, að sa sem kemur á eftir forkólfi fyrir stórri hreyfingu krýnist ekki með ann- ari eins vinsemd. Staðreynd sú, að nýi hershöfðinginn í mörg ár hefir í raun og veru stjórn- að Hjálpræðishernum eftir að faðir hatis vegna elli og blindni ekki gat safnað einstöku þráðum þessa í hönd sína, og er þetta einnig ákveðin söunun þess, að hann er bezt fallinn til þess að stjórna hreyfingu vorri. Þegár eg dvaldi í Lundúnum í sum- ar var mór það gleði hin mesta að sjá og lesa hversu virðulega blöð Lundúna- borgar rituðu um sjálfa persónu hers- höfðiugjans og verða var við hversu viusæll hann er í sínu eigin landi og borg. S. Grauslund stabskapteinn. Litlir iiöttamenn. Hollenzkur prestur segir frá. Eyrir skömmu kom fátækur ílokkur litilla barna til þorps nokkur innan landamæra H'ollands. Stærsti flótta- maðurinn, 13 ára gamall drengur, hafði meðferðis dálítinu böggul, sem hann geymdi í úlpunni sinni. Eór hann með bögguhnn eins og sjáaldur auga síns. Drengnum var veitt húsaskjól og nýja húsmóðir haus spurði hann hvað í bögglinum væri. Hann fór að gráta, tók bögguliun úr úlpunni, rótti hann að konunni og bað hana í guðs nafni að hjálpa sór ef hún gæti. I bögglinum var nýfætt barn. Drengurinn sagði að faðir sinn væri í hernum, en enginn vissi hvar hann væn; ef til vill var hann fallinn. Móðirin lá á sæng, dauðvona og dró af henni smámsaman, svo hún hugði sór ekki líf. Hún bað þá elztá son sinn að taka reifastrangann og flýja ásamt hinum systkynum sínum. Og svo fóru börnin öll og skildu móður sína eina eftir. Veðrið var vont, kuldar og rigning- ar og vegurinn larigur til landamæra Hollands, en þó komust"jþau þangað heilu og ‘höklnu"og*var þar tekið vin- gjarnlega á móti þeim, eins og öllum flóttamönnum þeim, er til Hollands hafa leitað. Reifastranganum var hlúð og lifir hann þar glöðu og áhyggjulausu lífi, — hann veit ekki hve ógurleg örlög ættar siunar hafa verið — né að hann só útlagi í framandi landi. — — — Simfregnír. ísafirði í gær. Botnvörpuskipin Marz og Apríl liggja hór nú. Þau hafa aflað fremur lítið. Hefir verið versta veður í hafi undanfarna daga. Maí liggur á Ön- undarfirði og hefir einnig aflað fremur lítið. De Wet. Uppreistarforiugiiin i Snður-Afriku. Meðan uppreistarmenn í Suður Afríku hofðu ekki annan foringja en Maritz, stóð mönnum ekki svo mjög mikill stuggur af þeim, en eftir að annar eins maður og De Wet gerðist leiðtogi þeirra, duldist mönnum ekki að Bret- um var þaðan úlfs von. De Wet er að vísu nokkuð við ald- ur — hann er sextugur — en frægð hans hefir flogið skýjum ofar og með- an Búaþjóðin lifir,'rnun nafn hans nefnt með virðingu og aðdáun þar í landi. Hann er bóndi í Oraníuríkinu og gekk þar í lið með andstæðingum Breta. Þegar Búastríðið hófst árið 1899 varð hann hershöföingi og eftir að Cronje gafst upp í Paardeberg varð hann yfirhershöfðingi Oraníuhersins. Að vísu gat hann ekki snúið ósigri þjóðar sinnar í sigur, en hann blés hermönnum sínum hugrekki i brjóst þótt leikurinn væri ærið ójafn, og með fífldirfsku sinni og árvekni tókst hon- um að vinna Bretum stórtjón. Oft og mörgum sinnum hóldu Bretar að þeir hefðu slegið hring um hann, en hon- um tókst stöðugt að sleppa og vinna ný afreksverk, sem vöktu aðdáun allr- ar veraldar. Hann var einn af þeim, sem samdi friðinn og reit nafn sitt undir friðarskilmálana. Þegar Oraníuríki fekk sjálfstjórn ár- ið 1907 varð De Wet landbúnaðarráð- herrá, en þegar Suður- Afríkuríkin gengu f bandalag, dró hann sig nokk- De Wet. uð í hló. Árið 1912 varð hanu einn af þeim sem snerust öndverðir gegn Botha og klufu Búaflokkinn. Nú hef ir hann gripið til vopna gegn Eng- lendingum og gegn Botha. í ræðu, sem De Wet hólt til þess að skýra framkomu sína, komst hann meðal annars svo að orði : Eg fer nú til fuudar við Maritz og fæ hjá honum hermenn og skotfæri. Þaðan held eg til Pretoria, ríf niður brezka fánann og lýsi þar yfir sjálf- stæði Suður-Afríku lýðveldisins. Eg ritaði undir friðarsamninginn og sór það að vera brezka fánanum nollur, en hinir fyrirlitlegu og bölvuðu Eng- lendingar hafa troðið okkur svo fót- um, að við getum ekki þolað það lengur. Hans hátign, Játvarður sjöundi, hót okkur vernd, en honum mishepnaðist það og leyfði að setja yfir okkur landsstjóra, sem er hinn argasti harð- stióri og hefir gert það ómögulegt fyrir okkur að búa við þetta fyrir- komulag lengur. Eg hefi tekið átta syni mína og tengdasyni með mér og einu mann- eskjurnar, sem nú eru eftir heima hjá mér, eru kona mín og dóttir. — — Nú hefir De Wet að vísu brugðist liðsinni Maritz, því herflokkum hans var eytt áður eti De Wet næði til hans og sjálfur Maritz særður. En nokkrir gamlir Búaforingjar hafa geng- ið í lið með De Wet og þykir hætt- við að þeir muni lengi þvælast fyrir Botha, sem hefir yfirherstjórn stjórnar- hersins. Bát hvolfir við steinbryggjuna. 8 menn fara í sjóinn. í gærkvöldi kl. 8 hvolfdi flutninga- bát hér við bæjarbryggjuna hlöðnum trjáviði, frá Sterling. Voru á honum 8 manns, fjórir bátverjar og fjórir skipverjar af Ster- ling. Sú er talin orsök slyssins að einn þeirra skipverja sat við stýrið. Var hann ókunnngur og vissi ekki hvern- ig bryggjan liggur. Rann báturinn beint upp á bryggjusporðinn og hvolfdi þar þegar vegna þess að nokkur kvika var. Fátt var um báta við bryggjuna en þó varð skotið fram einni eða tveimur fleytum og mönn- unum bjargað. Einn var syndur. Komst hann sjálfkrafa í land og tók þá þegar til fótanna upp eftir bryggj- unni og staðnæmdist ekki fyr en inni á greiðasölustað nokkrum og fekk sér þar brennandi heitt kafh. Tveir mennirnir voru mjög þrek- aðir og voru þeir fluttir upp á spít- ala. Nokkurn efa töldu sumir á því að allir mennirnir^mundu hafa kom- ist af. Taldist þeim svo til að einn mundi vanta. En sem betur fer mun það þó ekki rétt, eftir því sem skilorðir menn sögðu oss. ^ úSaupsRapur ^ Morgunkjólarnir ódýrustu og margsk. ann- ar fatnaður tii sölu á Bergstaðastræti 33 B, Morgnnkjólar hlýir og fallegir í Doktorshúsinu. Guðspekisfyrirlestur eftir Rich Eirksen: »Tilgangur lifsins*, fæst hjá flestum bóksölum. ...... i ■ .... ii i i. Mjög litið notuð karlmanns-regn- k á p a til sölu. R. v. 4. ^ Jíeigg Ágæt s t o f a með öllu tilheyrandi fsest til leigu nú þegar & Laugavegi 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.