Morgunblaðið - 07.01.1915, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.01.1915, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Eggerts fyr. Hann mun vera fyrsti íslendingurinn sem lokið hefir prófi og haldið áfram námi í orgelspili og því undarlegar virðist að enginn skuli enn hafa orðið til að rita ítarlegan dóm um leik hans, svo snildargóður sem hann var. Eg þori óhræddur að fullyrða, að aldrei hefir heyrst jafnvel leikið á orgel hér á landi. Fvrir nokkrum árum kom hingað nafnkunnur danskur organleikari — Julius Foss að nafni, en öllum þeim er til hans heyrðu blandast eigi hug- ur um, að Eggert tekur honum langt fram. Mörg af lögum þeim, er hann lék, eru afarörðug viðfangs, og bar leikur Eggerts á þeim ótvíræðan vott um sérstaka hæfiieika, mikla kunn- áttu og ágætan smekk. Má þar til nefna: Fantasia og Fuza i G-moli eftir }. Seb. Bach, Sinala op. 50 í A-dúr eftir A. Guilmaut og síðast en ekki sízt Sonata Op. 65 í D-moll eftir Mendelsohn, sem efalaust er í tölu hinna fegurstu og tilkomumestu orgellaga; lék hann hana af frá- bærri leikni og af hinni mestu snild. Að endingu vil eg færa þeim bræðrum beztu þakkir fyrir hina á gætu skemtun og veit að mér er óhætt að gjöra hið sama fyrir hönd allra þeirra, er á þá hiustuðu. Vona eg að þeir láti sem oftast til sín heyra í vetur, því bæjarbúar hafa þegar sýnt, með hinni miklu aðsókn, að þeir kunna að meta þá. Duo, Dómkirkjan lokaða Eg er orðinn vonlaus um að nokk- ur ætli verulega að geta guðsþjón- ustunnar í dómkirkjunni á nýárs- nótt. Var hún þó vel þess verð, og margt er það, sem blöðin hérna flytja, sem ekki er eins eftirminni- legt eins og kirkjugangan sú. Kl. 15 mínútur eftir 11 um kvöld- ið kom eg ásamt bróður mínum að kirkjunni. Kirkjan var þá harðlæst, en þyrping af fólki komin að dyr- um hennar, á að gizka um 200 manns. Fóiksstraumurinn hélzt þá óslitinn, þar til sundið miili þing- hussins og kirkjunnar var orðið troð- fult, og beggjamegin langt út á stræti, og stöðugt þjappaðist fólksmergðin þéttar og þéttar, þar til þrýstingurinn var orðinn óþolandi. Djáknarnir drógu að opna kirkjuna rúmum 10 mínútum lengur en auglýst hafði verið, og þeir sem fyrst komu voru búnir að standa í þessari pressu fast að klukkustund. Mæðurnar héldu börnunum uppi á örmum sér, svo þau ekki træðust undir eins og lömb í fjárrétt. Loks var kirkjan opnuð, og gekk það eigi greitt, þvi hurð- irnar ganga út er opnað er, og sagt var að ein þeirra hefði gengið af lömunum fyrr en uppgengi. Og nú kastaði fyrst tólfunum. Nú lá við slysum og manndrápum, allir vildu komast áfram, en enginn komst neitt. Krakkarnir hágrétu af hræðslu, kvenfólkið veinaði átakanlega, því að brjóstin mörðust áöxlum ogolnbogutn þeirra næstu. Karimenn bölvuðu og brutust um. Ein stúlka var þegar fallin í yfirlið, og tvær aðrar lengra út í þrönginni, því sem næst. Þær hnigu þó eigi niður, þótt þær gætu ekki borið fæturna. Þær ókust upp- réttar í kösinni upp að kirkjudyrun- um. Sumt af fólkinu var komið í svo æst skap, að það gat ekki geng- ið í kirkju, en enginn vegur til að snúa aftur fyr en inn í forkirjuna kom, þar var beðið tækifæris til að komast út aftur. Að meina fólki að ganga í kirkju jaínótt og það kemur, þegar guðs- þjónusta á að fara fram, er nokkuð sem verðskuldar ljórt lýsingarorð. Allar skapraunirnar og allar kvalirn- ar sem fólkið leið þarna, stöfuðu af því. Slíkt er með öllu ófyrirgefan- iegt. Og hvergi í öllum heimi, þar sem kristið fólk er, mundi það láta bjóða sér slíkt, nema hér í Reykja- vík. Að vísu eru kirkjurnar iitlar, svo litlar, að naumast munu þær rúma 12. hvern mann af bæjarfólk- inu, þótt báðar séu fullar á sama tíma. Mér er sagt, að lögin skyldi hvern mann til að vera í söfnuði, nauðug- an sem viljugan, til þess að alla megi krefja um gjöld til prests og kirkju. Eiga þá ekki allir jafnan rétt á að ganga í kirkju? Auðvitað mun mestur troðningur og þrengsli þegar próf. Har. Níelsson prédikar, því þá vita allir, að aldrei bregst að góð ræða verður flutt. Má vera að rúmið sé nægjanlegt þegar hinir prestarnir messa? En opnar eiga kirkjur að vera fyrir öllu fólki sem í þær vill ganga á helgum dögum. Viljið þér, herra ritstj., svo vel- gera að taka grein þessa í yðar heiðraða blaði, hún er aðallega skrif- uð djáknunum til athugunar. J. Ch. ----. DA0BÓ F>I N . C=3 Afmæli í dag: Einar Einarsson, skipstj. Jósef S. Húnfjörð. Sigurður Þorsteinsson, verzlunarna. Árni Magnússon, d. 1730. Sólarupprás kl. 10.17 f. h. S ó 1 a r 1 a g — 2.51 síðd. H á f 1 ó ð í dag kl. 9.6. f. h. og — 9.28. e. h. Þjóðmenjasafnið opið kl. 12—2. Jarðarför Björns Símonarsonar gullsmiðs fór fram í gær að viðstöddu miklu fjölmenni. Síra Árni Björnsson frá Görðum flutti húskveðju, en i Fríkirkjunni töJuðu prófessor Haraldur Níelsson og síra Ól. Ólafsson. M u n i ð að styrkja samskotin til Belga og koma skerf yðar til Morgun- blaðsins. Sigurbj. Á. Gíslasson mess- í gær í dómkirkjunni. U m 9 0 0 k r. safnaðist á skrifstofu Morgunblaðsins í gær í samskotasjóð Belga. Þjóf naður hefir verið töluverður í bænum síðustu vikurnar. Hafa 6 drengir verið yfirheyrðir og eru þeir grunaðir um þjófnað. Drengirnir eru 12—14 ára. Lögregluþjónsstaðan nyja verður veitt í dag. Um 40 umsóknir kváðu hafa borist lögreglustjóra. S í m i n n var bilaður til Seyðis- fjarðar í gær. Skipaleiga hækkar. Skipaleiga er nú hærri en nokkru sinni fyr. Bandaríkin eru nú sem óðast að flytja bómull sína til Evrópu og kornvörur, og sömuleiðis ríkin í Suður-Ameríku. Vöruflutningaskip eru nú langtum færri en í ófriðarbyrjun. Veldur því tvent, að brezka stjórnin hefir tekið mörg ensk skip í sína þjónustu og. að nú sigla engin þýzk skip um höfin. Um miðjan síðastliðinn mánuð var brezkt gufuskip leigt til að flytja korn frá Suður-Ameríku fyrir 40 sh. hver smálest, en í sumar mundi leigan ekki hafa verið nema 12—13 sh. ítalir leigðu nýlega skip til kornflutnings og borguðu 42 sh. fyrir smálestina. Félag eitt í Banda- ríkjum greiddi nýlega hæstu skipa- leigu, sem sögur fara af, 95 sh. fyrir hverja smálest. Skipið flutti bómull frá Savarmah til Liverpool. ----■ . ....------------------ Keisari og bændur. Þegar Rússakeisari kom til vig- stöðvanna í Póllandi, lagði hann leið sína til skotgrafa nokkurra, er Þjóð- verjar höfðu orðið að yfirgefa. En ekki voru skotgrafirnar mannlausar fyrir því. Pólskir bændur, sem voru húsnæðislausir, höfðu gert þær að heimili sínu. Voru þeir þar margir saman og höfðu ærið slæman að- búnað. Sváfu þeir í hálmhrúgum og mat sinn suðu þeir við bál, sem þeir kyntu hingað og þangað. Oll húsgögn þeirra voru fáeinir tréstólar. Keisarinn átti tal við bændurnar og sögðu þeir honum frá raunum sínum. Gamall bóndi sagði, að Þjóð- verjar hefðu stolið og slátrað einu kúnni, sem hann átti og neytt sig til að drepa hundinn sinn. »Þú ert njósnari fyrir Rússa«, sögðu þeir, »og notar hundinn til þess að gefa þeim vísbendingar«. — Bændurnir báðu keisarann að gefa sér eitthvað skýli yfir höfuðið og eldsneyti. Var ærið kalt í skotgryfj- unum svona um hávetur. Keisarinn skipaði að gefa þeim nægilegt elds- neyti og auk þess gaf hann hverjum þeirra nokkra aura. Illmenni refsað. Dæmdur fyrir afbrot gegn lögu°’ um »verzlun með hvíta þræla‘ Bandaríkjunum, var Antonio DoranZ° í októbermánuði, af undirrétti 1 New-York. Hegningin var nítjí° áia fangelsisvist í Sing-Sing og 5°°e dala sekt að auki. Dómarinn kva þennan náunga upphaf og aðalto0110 í samtökum til verzlunar með hvit*1 þræla í þessari heimsálfu. Utnset0 ing þeirrar »verzlunar« er sögð 2°° miljónir dala á ári, og lifa margir þorparar í vellystingum praktug^S3 á gróðanum. Dómarinn, sem feldi þennan d^01.' heitir Louis Gibbs og hefir hann le0^| verið »þrælasölunum« óþægur lj^f ( þúfu. Mannsalarnir hata hann manna mest og sækjast eftir lífi hinS' Skall hurð nærri hælum um mi®!30 desember að þeir fengju komið ffa0! hefnd á hendur honum. Köstu^° þeir þá tveimur sprengikúlurn a dómshúsinu, þar sem hann sat i°o1' Rifu kúlurnar alla framhliðina af hh5 inu og eyðilögðu hús hinu tneí10 við götuna. En dómarann saka hvergi og enginn maður særðist- Gðfuglyndi Alberts konungs. Franskur stórskotaliðsmaður no* ur, sem barist hefir hjá Maf°e| Aisne og er nú sem stenduf Flandern, var nýgiftur þegar str* hófst. Fyrir skömmu langaði ku hans svo mikið til þess að sjá ha° að hún gat ekki haldist við hel0lí Lagði hún því af stað frá París 0 fór fyrst til Dunkirk. Þar rey° ^ hún til þess, að fá fararleyfi hjí ^e g stjórn Frakka, en ekki var við t’3 komandi. Hún gafst þó eigi við það. Fekk hún sér þá h^° .... hef- vagn og lagði á stað áleiðis tu búða Belga og komst þangað e j mikla hrakninga. Komst hún £ .j herstjórnarinnar og bað um ley0 þess að fá að finna mann Fynrliðarnir tóku henni mjög gjarnlega, en sögðu henni miðui væri ómögulegt að verða ^ beiðni hennar. Ungur herforing1 ^ gjörvulegur, sem hafði verið a j huga herkort, sneri sér þá að unni. »Þér skuluð fá að finna inn yðar, frú«, mælti hann-, ^ talaði hann nokkra stund í st°'a „j sneri sér þi|í næst að k^.jijið aftur og mælti: »Ef Þ^r ^ gera svo vel að biða hérna °^otJja stund, þá skal maðurinn yða° hingað.« Konan varð svo fe$ ^jj hún gat eigi tára bundist; gfeI^3 0$ þá hönd foringjans, kysti ha° vætti í tárum. En það er frá manni tjaf he0 lítið f°r: segja að hann varð eigi viða er hann var kallaður ^f fiö orustu heim til herstöðvan03^^; engin orð fá lýst fögnuði W jjý or þau fundust. Konan s '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.