Morgunblaðið - 04.02.1915, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.02.1915, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Afmæli keisarans. Þann 27. f. m. átti Vilhjálmur Þvzkalandskeisari afmæli. Hann var þá 56 ára gamall. Sú hefir verið venjan áður á af- mæli keisarans, að mikið hefir verið um hátíðahöld um þvert og endilangt þjzka ríkið. Mest hefir þó kveðið að fagnaðinnm í Berlín. Á veitingahús- unum hefir hvert einasta sæti verið pantað löngu áður, og þar hefir verið setið fast og drukkið fast keisaranum til lofs og dyrðar. Alt hefir verið á tjá og tundri í borginni, frá því árla morgunB. Fylkingar hermannanna hafa farið á »gæsagangi« um borgina og þeytt lúðra og barið bumbur. Fögn- uðurinn hefir þó jafnan náð hámarki sínu þegar keisarinn hefir sýnt sig. Hann er vanur því að aka um borg- ina í bifreið til þess að taka á móti hylli borgarbúa og gleðja þá með ná- vist sinni á þessum hátíðisdegi. Þá hefir lofið ekki verið sparað og í fyrra hylti múgurinn hann, sem »friðar keisarann«. Nú er öðru máli að gegna. Keisar- inn lót það boð út ganga um alt ríki sitt, að hann vildi ekki að nokkur viðhöfn eða hátíðahöld væri f tilefni af af afmæli sínu. Áf því dróg brezka blaðið Punch þá hnyttilegu ályktun að það væri sama sem keisarinn hefði látið þá ósk í ljós, að hann hefði aldrei fæðst. En Þjóðverjar tóku hoð- skap keisarans á annan hátt, og mátu hann meira eftir enn áður. Aldrei hefir keisarinn átt annari eins Sódakökur -- Iskökur — lyðhylli að fagna, eins og á þessum seinasta afmælisdegi sínum. Nú er hann ekki lengur friðar keisarinn, heldur her-keisarinn, sem hefir heitið því að berjast fram í rauðan danðann — gefast aldrei upp, meðan nokkur Þjóð- verji má vopni halda, og öll þjóðin fylgir honum, sem einn maður, allir vilja það sama og keisarinn, Prússar, Bayerns-menn, Wiirtemborgar menn og Saxlendingar eru nú ekki lengur krytgjarnir náungar, heldur Þjóð- verjar, þegnar og óskabörn keisarans. Þetta taka Englendingar sem ljóst dæmi um hernaðaranda þann, sem þeir segja að alt af hafi með þ/zku þjóðinni húið. Keisarinn var ekki heima á afmælis- degi sínum. Hann dvaldi þá á vígstöðv- unum á Frakklandi. En þrátt fyrir það var þó dagurinn með öðrum blæ í Berlín en aðrir dagar. Og þrátt fyrir alla þá sáru sorg, sem ófriðurinn hefir bakað borgarbúum datt engum manni í hug að kenna kaisaranum um það, að hann hefði átt nokkurn þátt í því. Var honum sungin dýrð og hinni miklu 6 mánaða sigurför Þjóðverja. Konur og mæður sem mist hafa sína, syni og feður brostu gegnum tárin þegar þær mintust þess, að þeir hefðu fallið fyrir föðurlandið og keisarann mikla. Hlutleysi Hollands. í lok janúarmánaðar var til um- ræðu á þingi Hollendinga frumvarp um að lengja herþjónustutíma land- varnarliðsins. Foringi jafnaðarmanna spurði þá hver ástæða væri fyrir því að hafa allan herinn undir vopnum. Forsætisráðherra Cort van der Linden svaraði á þá leið að stjórnin gæti eigi skýrt frá upplýsingum þeim, er hún hefði, því það væru trúnaðar- mál. »Vér verðum að hafa allann herinn undir vopnum, því að þeir atburðir geta gerst á hverri stundu að vér verðum að gripa til vopna. Stjórnin væntir þess að þingið treysti henni algerlegac. Herþjón ustutimi landvarnarliðsins var framlengtur til 31. júlí í sumar. Hunangskökur Kremkökur r—-i DA08ÓFÍIN. C=3 Afmæli í dag: Margrét Gísladóttir húsfrú. Margrót Þorsteinsdóttir jungfrú. Finnur Finnsson skipstjóri. Vm. logn, heiðskírt, frost 4.4. Rv. n.n.a. sn. vindur, frost 0.5. Íf. n. stormur, frost 3.8. Ák. n.v. kul, snjór, frost 1.0. Gr. n.a. kaldi, snjór, frost 5.0. Sf. logn, hiti 0.1. Þh. F. s.v. stormur, hiti 6.3. Björgvinjar gufuskipafó- 1 a g i ð sendi hingað símskeyti í gær þess efnis, að Flora mundi fara frá Bergen um þ. 10. þ. áleiðis til Reykja- víkur, en að ferðin sem Pollux átti að fara hingað, fólli niður. E s b j e r g, aukaskip Sameinaðafó- lagsins, var stöðvað af brezku herskipi milli Færeyja og íslands. Skipið fékk leyfi til þess að koma við í Þórshöfn til þess að skipa pósti á land, en síð- an var haldið með það til Kirkwall. Esbjerg flutti tómar steinolíutunnur og nokkuð af ull. C e r e s var á ísafirði í gær, áj leið frá K.höfn norður um land til Reykja- víkur. Skipið væntanlegt hingað í dag. S a m s æ t i ð til heiðurs “fyrir frú Torfhildi Holm var ákaflega fjörugt og skemtilegt. Frú Jarþrúður Jóns- dóttir mælti fyrir minni heiðursgests- ins, Indr. Einarsson skrifstofustjóri fyrir minni kvenna. Guðm. Magnús- son flutti kvæði, söngur var töluverð- ur. Menn skemtu sór ágætlega. H i ð n ý j a leikrit Einars Hjörleifs- sonar, »Syndir annara« verður að lík- indum sýnd um helgina. ..... • - ■ — — Kvikmyndaleikhúsin. Nýja Bíó sýnir þessi kvöldin gam- anmynd, sem heitir »Bláa músin«. Myndin, sem er leikin af þýzkum ágætis leikendum, er vafalaust lengsta og skemtilegasta gamanmyndin, sem sýnd hefir verið hér á landi. Enginn, sem sór hana, fær varist hlátri. Leik- ararnir, búningarnir og alt efni mynd- arinnar er þannig, að jafnvel sá mað- ur, sem hefir gleymt því hvað það er að hlæja og hvílíka hressingu það veitir, hlýtur að læra það aftur við að sjá þessa mynd. Enda var hvert and- lit hlæjandi, sem kom úr Nýja Bíó í gærkvöldi, auk þess sem hláturinn var óstöðvandi á meðan á sýningunni stóð. Hláturinn er bæði hollur og nauðsyn- legur, þess vegna ættu aliir að fara] í Nýja Bíó á meðan kostur er á að sjá þessa ágætis mynd, og mun engum, sem sór, þykja hláturinn of borgaður. Það er dauður maður, sem »Bláa músin« getur ekki komið til að hlæja. x. y. z. er gjálfgagt að kaupa í NÝHÖFN KEX og KAFFIBRAUÐ gróft og ffnt sætt og ósætt nýtt og bragðgott margar úrvalstegundir. Oástúðlegt bréf. í þorpi nokkru í Englandi á heiffl2 kona, sem heitir frú Smith. Háo er nú ekkja. Maður hennar ftll j Frakklandi, og er hún því einbúi síðan. í næsta húsi við hana byf maður, sem Casey heitir, með tfö' skyldu sinni. Elzta dóttir hans ef gift, og var þá mælt að hana langaði mjög til þess að búa í hús* inu þar sem frú Smith átti hei®a- En til þess að það gæti tekist varð að bola frú Smith þaðan burtu, og reyndi hún því að hræða hana nreö því að reimt væri í húsinu. Sagð1 hún að kona hefði dáið þar voveif' lega, og síðan heyrðust þar högg °8 undirgangur um nætur. En það kon1 fyrir ekki. Frú Smith sat sem fast' ast. Einusinni kemur nágrannakona hennar með póstkort, sem hún sagð' ist hafa fundið í garðinum fyrir fra®' an húsið. Á það var skrifað : Frú Smith I Ef þú svarar ekki bréfi mínUr eins og eg hefi sagt þér, skaltn verða myrt i rúmi þínu á þriðjö' dagsnótt. Ég mun komast undau lögreglnnni. Eg á heima á B. 8- Hóteli. Jafnframt vil eg nú g^3 þér seinasta tækifærið, og vei P&’ ef þú lætur ekki undan. Eg tnun þá myrða þig með köldu blóði. Fritz. Frú Smith varð ákaflega hraedd, en frú Casey hughreysti hana og ráðlagðt henni að leita lögreglunnaf- Á miðvikudaginn fann frú Smid1 sjálf bréflappa út í garðinum og st<^ þar ritað á : Frú Smith 1 Á öðrum degi vikunnar skalt þú deyja, og eg skal komast undan lÖg' reglunni. Þá varð frú Smith svo hrædd, uð hún flutti burtu úr húsinu, en lög' reglan komst á snoðir um, hvef hafði ritað þessi bréf og var það ára gömul telpa, dóttir Casey systir konunnar, sem ákafast vild1 boia frú Smith á burtu. Höfðu þetta verið samantekin ráð þeirra, og da£t engum í hug að rithönd telpunnaf myndi þekkjast. „Dacia“ enn. Frá Galveston, sem er borg í Tes&s rlkinu, er símað þann 25. f. m. ** Daily Mail að »D^cia« liggi þav 0110 og bíði eftir mikilsvarðandi skjöluU,, frá New-York, sem henni er nauðsýU legt að fá áður en hún leggur afsta ' Það var búist vlð því þá, að sk] þessi myndu koma daginn eftir og 0l^ þau að sanna að Þjóðverjar hafi Ameríkumönnum skipið. Undir og skjölin koma, átti Dacia að af stað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.