Morgunblaðið - 11.02.1915, Page 1
2. argangr
^tndag
11.
febl*- 1915
HOKfinNBLADIO
99.
tölublad
Kitstjó
rnarsími nr. 500
Ritstjóri: Vilhjalmur Finsen.
1 safoldarprentsmiðj a
Afg:reiðsiusími m, 499
Bio
Keykjavlknr
Biograph-Theater
Tals. 475.
Bio
^iðvikudag og íimtud.
kl. 8Vt—11:
^íðustu dagar Pompeji
t*að er s}gasta tækifærið, sem
“^jarbiium gefst, til að sjá þessa
tramórskarandi góðu mynd.
Verðið er niðursettl
etri sæti kosta 0.7 5, alm. s. o. 50.
*°niiegt þakklæti votta eg
111 Þeim, fjær og nær, sem sýndu
öllu
velvild og vináttu á áttræðisaf-
Augusta Svendsen.
Almenna dansa,
Sv0
^lönó
kl
Setn Lanciers o. fl. kenni eg
næsta mánuð.
p
ytsta æfing þriðjudaginn 16. þ.
5-
F
ynr börn fyrsta æfing á föstudag
l2, Þ- m. kl. 5.
Sfefanía Guðmundsdöttir.
Stór hlunnindajörð
trl sölu á Vesturlandi. Tiin jarð-
Jltlllar gefa af sér hátt á þriðja
^drað hesta af góðri töðu.
R. v. á.
Alúa
8eti) ar þakkir vottum við öllum þeim,
arj Vl*' Jónasar Jónassonar snikk-
8ga v°Uuðu oss samhygð sina og á einn
a,*nan hátt heiðruðu minningu hans.
Ástvinir hins látna.
Guðrúnar Halldórsdóttur fer
Jap8arför
'* ^líl á
a morgun kl. 10 frá Nýlendugötu 17.
Höveling’s
botnfarfi fyrir járn- og
tré-skip, ver skipin bezt
fyrir ormi og riði.
þakpappinn er endingar
beztur og þó ódýrastur.
°ösmaður fyrir ísland
G. Eiríkss,
Reykjavik.
Símfregnír.
Bærinn Dögurðarnes á
Skarðsströnd brennur.
Síykkishóltni i qœr.
I gær kom eldur upp í bænum
Dögurðarnesi á Skarðströnd. Brann
hann til kaldra kola á skömmum
tíma. Hyggja menn helst að eidur-
inn hafi kviknað tit frá ofnpípu.
Engu varð bjargað nema dálitlu af
rúmfatnaði, sem hent var út um
Bærinn og innanstokksmunir allir
var óvátrygt.
Bæinn bygði maður að nafni ís-
leifur Gíslason og hafði hann 3 hús-
menn. Mistu þeir allir aleigu sína.
Kona eins búsmannsins, Vigfúsar
Hallgrimssonar frá Staðafelli, brend-
ist mikið á andliti og höndum.
Hyggja menn að hún muni missa
sjónina, að líkindum á báðum aug-
um.
Kona Vigfúsar var komin út úr
bænum, en hljóp inn aftur til þess
að bjarga móður sinni, sem er öldr-
uð. Er hún kom inn f eldhúsið,
var þar alt í björtu báli og komst
hún með naumindum út aftur, með
stór brunasár í andliti og á hönd-
um. Móður hennar hafði tekist að
bjarga út um glugga í öðrum enda
hússins, og var hún ósködduð. En
kona Vigfúsar var flutt til Stykkis-
hólms til lækningar og hjúkrunar.
Erl. simfregnir.
frá fréttarit. ísafoldar og Morgunbl.
Kaupmannahöfn 10. febr.
Úrslitaorusta er i aðsígi milli
Weichselfljótsins og Karpatafjalla.
Gremja Bandarikjamanna gegn
Þjóðverjum vex.
Þjóðverjar lýsa því yfir að öll
mótmæli Ameríkumanna séu hlut-
leysishrot.
^ v ^
StríðsYátrygging hækkar.
Daginn eftir að þýzku neðan-
sjávarbátarnir söktu ensku kaupíör-
unum fyrir vestan England hækkuðu
stríðsvátryggingariðgjöld á flutningi
milli hafna á vesturströnd Englands
úr 5 sh. upp i 20 sh.
Erl. símfregnir.
Opinber tilkynning
frá brezkn utanríkisstjórninni
í London.
(Eftirprentun bönnuð).
Brezkum kaupförum sökt.
Skipshöfnunum ekki gert aðvart.
London, 9. febr.
Flotamálastjórnin heflr birt skýrslu
skipstjórannu á brezka kaupförunum
»Ikaria« og »Tokomaru«, sem þýzkir
kafbátar skutu tundurskeytum á:
Ikaria var á leið frá Brasilíu til
Havre og London. 31. jan. var
skipið statt fyrir norðvestan Havre,
hitti tundurskeyti skipið og tók það
að sökkva. Skipverjum var ekki gert
viðvart um að skjóta ætti á skipið,
þeir urðu ekki varir við neitt, fyr
en þeir sáu hvar tundurskeytið kom
eitthvað um 30 fet frá skipinu. —
Skipið var dregið inn á höfn.
Tokomaru var á leið frá New
Zeeland til Havre, og var tundur-
skevti skotið á það, án þess þvi væri
gert aðvart. Skipstjórinn sá skygn-
isturn og vissi því hverju slysið var
að kenna. Skipið sökk þegar í stað,
en frakkneskt skip, sem haft er til
að slæða upp tundurdufl, bjargaði
skipshöfninni.
Það hefir ekkert spurzt til brezka
kaupfarsins »Oriole« síðan 30. jan.
Það átti að fara til Havre. Telja
menn víst að þýzkir kafbátar hafi
sökt þvi og allir menn farist. Bjarg-
hringir merktir »Oriole« h.ifa rekið
hjá Rye í Sussex.
Kafbátarnir þýzku
og kaupskipafloti Breta.
Eins og þegar hefir verið skýrt
frá hafa Þjóðverjar hafið grimma
aðsókn á kaupskipaflota Breta meó
kafbátum sinum. Ætla þeir sér hvorki
meira né minna en að koma í veg
fyrir allar samgöngur Breta á sjó.
Hefir þeim gengið vel til þessa.
Einn bátur þeirra (U 21) hafði til
dæmis sökt 3 kaupförum núna um
mánaðamótin.
Bretar ná auðvitað ekki upp í nef
sitt fyrir reiði, en geta ekki varið
skip sín fyrir þessum ófögnuði.
Verða þeir að horfa upp á það að
þeim sé sökt hverju á fætur öðru
með dýrindis varningi og jafnframt
hækkar vátryggingargjald svo mjög
að naumast verður undir risið. A
einum degi hækkaði það t. d. úr 5
shillings (kr. 4.50) upp i 1 pund
sterling (18 kr.) eða ferfalt. Og lik-
NÝJA BÍÓ
A vígvellinum
Amerískur sjónleikur í 2 þátt.
Mynd þessi er einhver hin bezta
hernaðarmynd, sem nokkru sinni
hefir sýnd verið hér á landi.
JSifanói Jréíía6íaé
Skrifstofa
Eimskipafélags Islands
í Reykjavík er f
Hafnarstræti 10 (uppi)
Talsími 409.
í Kaupmannahöfn: Strandgade Nr.21.
A.-D. fundur 1 kvöld kl. 8^.
Síra Bjarni Jónsson talar.
Allir ungir menn velkomnir.
ur eru til þess að það hækki enn
meira.
Þjóðverjar eru hreyknir yfir dugn-
aði sinum og þykir nú vel horfa.
En Frakkar taka djúpt í árinni og
fyrirdæma þessa hernaðaraðferð, sem
þeir segja að engin siðuð þjóð mundi
hafa upptekið. Þykjast þeir óhræddir
geta tekið munninn fullan, þrátt
fyrir það, þótt bandamenn söktu áð-
ur skipum fyrir Þjóðverjum hrönn-
um saman — vegna þess að Þjóð-
verjar eiga að hafa skotið eitt kaup-
far, »Tokomaru«, í kaf án þess að
aðvara skipshöfnina eða reyna til
þess að bjarga henni. Það var skamt
frá Havre og af þvi að skipið gat
sent loftskeyti og beiðst hjálpar,
komu frönsk skip nógu snemma til
þess að bjarga skipverjum. Annars
hafa Þjóðverjar altaf gefið skipshöfn-
unum tíu mínútna frest til þess að
yfirgefa skipin og ganga á bátana
og stundum dregið þá langar leiðir
til þess að engin hætta væri á þvi
að bátarnir færust.
New-York-blaðið »Sun« fer svo-
látandi orðum um þessa nýju hern-
aðar-aðferð Þjóðverja:
— Það er engin ástæða til að
ætla það, að Þjóðverjar hlifi kaup-
förum í Norðursjó. En ef þeir halda
þannig hlifðarlaust áfram, eiga þeir
það á hættn, að sökkva þeim skip-
um, sem flytja vörur til hlutlausra
ríkja. Áhættan er ekki eingöngu í
þvi fólgin, að þeir yrðu að greiða
framinn. En ef einhver þegn hlaut-
lauss rikis skyldi bíða bana þegar
skipinu væri sökt, gæti það orðið
Þjóðverjum dýrt spaug.
K. F. U. M
^ttneckerís bréfagetjmar jandi í Lækjargötu 6 B. Bíöttdafjí & Siverísen.