Morgunblaðið - 18.02.1915, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.02.1915, Blaðsíða 1
^Qitudag 18* febr. l915 M0R6DNBLADID 2. argangr 106. tðlublad J^ústjórnarsími nr. 500 Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen. ísafoldarprentsmiðja j Afgreiðslusimi nr, 499 8io| Reybjavfkur |Bio Biograph-Theater kl. 9-10 íixilfalsari ráöherra. ^tór 0g fallegur Stórborgar-sjón- leikur. ^alhlutverkið leikur hinn frægi sænski leikari ^ Ýieto* Sjtfstrðm. etti sæti kosta 0.50 aura. Almenn sæti 0.30 aura. h Skrifstofa Eimskipafélags Islands í Reykjavík er í Hafnarstræti 10 (uppi) Talsími 409. auPmannahöfn: Strandgade Nr. 21. Ip. u. m. fundur í kvöld kl. Þorsteinn Briem talar. Allir ungir menn velkomnir. fyL j'' r®r þ a k k i r til allra þeirra, serr l5gg U S'flurði brðður minum til grafar eðí z á kistu hans. Þðr. B. Þorláksson. Tobler’s fetlé’s plick’s svis8neska át-chokolade er eingöngu búið til úr finasta cacao, sykri og mjólk. Sérstaklega skal mælt meö tegundnnum »Mocca«, >Berna<, >Amanda<, >Milk<. >Gala Peter<, >Cailler<, >Kohler< buÖu- og át- chokolade er ódýrt en ljúffengt., hollenzka cacao, kaupa allir sem einu sinni hafa reynt. Það er nærandi og bragðhetra en nokk- nrt annað cacao. ólu fyrir kaupmenn, hjá G. Eiríkss, Reykjavik. Fjársvik. 1 n 0 % esclaux hergjaldkeri Frakka, fyrjr f[er^ te^ihn fastur og kærður hafa dregið undir sig ’ er honum var falin umsjá ^ gjaldkeravaldi sínu % ^ fl^tt. Honum er nú stefnt Hann var áður aðal- ^rJi {;jrrtla^ur M. Caillaux, fyrver- rthálaráðherra Frakka. Erl. simfregnir. Opinber tilkynning frá brezku ntanrikisstjórninni í London. (Eftirprentun bönnuð). London, 16. febr. Útdráttur úr opinberum skýrslum Frakka frá 12.—15. þ. mán.: í Belgíu hefir stórskotalið herjanna ázt við. Fallbyssur bandamanna hafa eyði- lagt margar fallbyssur fyrir óvinun- um, en Þjóðverjar hafa beint skot- um sinum á hergarða bandamanna í skotgryfjunum._ I Norður-Frakklandi. Þann 14. þ. mán. tóku Frakkar 250 metra skotgryfjur hjá veginum milli Bethune og La Basseé. Hjá La Boisselle unnu Frakkar nokkuð á. í Champagne-héraði, nálægt Souain hafði franskt herfylki tekið skóg fyrir framan skotgryfjur Frakka, en varð að hörfa aftur til sinna fyrri stöðva. í Argonne er barist í skotgryfjun- um umhverfis Bagatelle og Marie Theresie og vinna hvorugir á. 11. og 12. þ. mán. gerðu Þjóðverjar áhlaup á skotgryfjur Frakka í des Caures-skóginum fyrir norðan Verdun, en Frakkar hnektu þegar i stað þeirri árás. í Lothringen hrundu Frakkar af sér áhlaupi Þjóð- verja skamt frá Arracourt. Aðra árás gerðu Þjóðverjar á Rauzey og fór þar á sömu leið. Stórskotalið Frakka skaut á járnbrautarstöð, er Þjóðverj- um var mikils virði vegna aðflutn- inga, og bar sú skothríð góðan árangur. Gerðu Þjóðverjar þá áhlaup á stöðvar Frakka á hæð nokkurri fyrir norðaustan Pont a Mouson, þvi þaðan hefðu þeir getað haft ráð stórskotaliðs Frakka í hendi sér. En þeim tókst eigi að ná hæðinni. Frakkar gerðu gagnáhlaup og hröktu óvinina frá stöðvum þeim, er þeir höfðu áður náð.» I Vogesafjöllum hófu Þjóðverjar sókn beggja megin við Lauch-ána, en unnu ekkert á. Franskir fjallahermenn unnu mikið hreystiveik er þeir tóku 937. hæð- jna hjá Hartmannweilerkopf. Tíu þýzkar flugvélar köstuðu sprengikúlum á Verdun þann 12. þ. mán., en unnu litinn skaða. Franskir flugmenn skutust norður til Zeebriigge. Skýrzla French. Bandamenn vinna á. London 16. febr. French marskálkur hefir sent svo- látandi skýrslu: Síðan Bretar sigruðu hjá La Bassee, snemma í síðustu viku, hefir lítið verið aðhafst á þeim slóðum. Samt höfum vér unnið dálítið á og 13. þ. m. náðum vér stað, sem mikils var um vert, án þess að bíða nokk- urt tjón. Vér höfum treyst stöðvar þær, sem vér höfum tekið, og höf- um fengið órækar sannanir um það, að óvinirnir hafa beðið mikið tjón í orustum þeim sem nýlega hafa staðið á þessu svæði. Óvinirnir réðust á lið vort hjá Ypres 14. þ. m. og tókst í fyrstu að ná af oss nokkrum skotgryfjum. Vér gerðum gagnáhlaup og náðum aftur svæði því, er vér höfðum mist og tókum nokkra fanga. Brezkur flugmaður sá óvinaflokk, sem flutti skotfæri hjá La Bassee og varpaði sprengikúlum á hann og sprengdi i loft upp skotfæravagn. Ræða Churchills í þinginu. Brezki flotinn. Londen 16. febr. í ræðu sem Mr. Churchill hélt i neðri deild enska þingsins sagði hann, að flotinn hefði rekið öll þýzk skip af höfunum. Öll þýsk kaup- för væru annaðhvort tekin eða hefðu flúið inn á hafnir. Aðeins 4 her- skip léku lausum hala, 2 beitiskip og 2 vopnuð kaupför og þau lægu í felurn. Fyrstu 6 mánuði ófriðar- ins hefðu Bretar að eins mist 63 skip, en í Napoleonsstyrjöldinni frá 1793 til 1814 hefði verið sökt 10871 bresku skipi, eða þau tekin af óvinunum. Jafnvel eftir að Bret- ar hefðu náð yfirhöndinni á sjó, hefðu þeir mist 500 skip á ári. Flotinn hefði ennfremur trygt flutning manna svo miljónum skifti frá öllum álfum heimsins, og í 2 siðustu stórsjóorustunum hefði það komið ótvirætt í ljós að Bretir hefðu I etri byssur, skip og menn heldur en Þjóðverjar. í sjóorustunni í Norðursjónum, sem nú er nýlega um garð gengin, hefðu bresku skip- in farið hraðar en nokkru sinni áður, er þau ráku flótta þýzku skipanna. Ber það vott um gæði vélanna og dugnað vélstjóranna. Það væri augljóst að Þjóðverjar sæu sjálfir að þeir væru kornnir í hann krappanti á örþrifa ógnunum þeirra, sem ekki kæmu þó að neinu haMi, um að brjóta alþjóðarétt og grundvallarreglur þær, sem siðaðar þjóðir fylgja í ófriði. Hótanir þeirra um að láta kafbáta léggja hafnbann á England, væri síðasta tilraun þeirra til að komast úr kreppu þeirri, sem þeir eru í, og sem augljóslega stend- ur þeim fyrir þrifum á landi. NÝJA BÍÓ Flökkulappinn og dóttir hans. Stórkostlega fagur sjónleikur i 3 þáttum og 75 atriðum, leik- inn af frægum þýskum leikur- um. Aðalhlutverkið leikur Ellen Rassow. Leikurinn fer fram í norðurhluta Sviþjóð- ar og Lapplandi meðal hirðingja. eftir Einar Hjörleifsson Laugard. 20. febr. kl. . Aðgöngumtða má panta í Bók- verzlun ísafoldar í dag. Pantaða aðg.m. verður að sækja fyrir kí. 3, daginn sem leikið er. Fiðluepll kennir Theodór Arnason fiðluleikari Spítalastíg 3. Loftskipaárás á borgir í Belgíu. 40 flugvélar í förinni. London 16. febr. Flotamálastjórnin tilkynnir að loft- för flotans hafi ráðist á Brtigge, Ostende og Zeebrugge héruðin síð- degis í dag. 40 flugvélar og flug- bátar köstuðu sprengikúlum á Middle- kerke, Ghistelles og Zeebriigge. Sprengikúlum var einnig kastað á stór skotvígi, sem eru fyrir austan og vestan höfnina hjá Ostende, og á fallbyssur hjá Middlekerke, á flutn- ingavagna á leiðinni milli Ostende og Ghistelles, á hafnargarðinn hjá Zeebrugge, á prarnma fyrir fram- an Blankenberghe og á botnvörp- unga fyrir framan Zeebrugge. 8 franskar flugvélar aðstoð- uðu flugvélar flotans, með því að ráðast af mikilli grimd á loftskipa- skýli í Ghistelles, og gátu með því varnað því, að þýzk loftför gætu hamlað flugvélum vorum að komast heim. Það er sagt að för þessi hafi borið góðan árangut. Flugmönnuu- um er altaf skipað að ráðast ekki á aðra staði en þá, sem hafa hernaðar- þýðingu, og þeir sæta lagi að kasta ekki sprengikúlum á þá hluta borg- anna, sem búið er í. ---------------------

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.