Morgunblaðið - 18.02.1915, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.02.1915, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Hafnbannið. Þýzkur ríkisþingmaður, Erzberger að nafni, ritar nýlega í Berlinarblað- ið »Der Tag« um hafnbannið, sem Þjóðverjar leggja á Bretland í dag, og farast svo orð: »Hafnbannið er ekki »smellið hrekkjabragð*, heldur fylsta alvara. Það þýðir alls ekki að þýzka stjórn- in ætli að virða að vettugi óskir hlutlausra þjóða, meðan þær koma ekki i bága við hernaðarfyrirætlanir hennar, heldur að þýzka stjórnin hefir einsett sér þetta, og hverfur ekki frá því þrátt fyrir mótmæli og ógnanir*. — Hann tekur það skýrt fram, að með þessu sé ekkert gert á hluta Ítalíu, Norðurlanda eða annara hlut- lausra rikja, því þær vörur, sem þau hafi keypt frá Englandi, geti þau keypt með betri skilyrðum í Þýzka- landi og Þýzkaland væri alveg eins fúst til þess að kaupa afurðir þeirra og England og gjalda þeim eigi sið- ur fyrir. »Magdeburgische Zeitung« segir: Vér verðum enn einu sinni að sýna Bretum sannleikann: að vér höfum unnið sigur á Frökkum og Riissum og munum vinna sigur á þeim oftar, en að oss er ekkert nær skapi og vér leggjum ekki jafn mikið kapp á neitt annað eins og það að koma fram hinni miklu hefnd á Englendingum. Parísarblöðin hafa þá frétt frá Rómaborg, að Ítalía muni ekki mót- mæla^>essu atferli Þjóðverja. Ókunn- ugt er enn með öllu hvernig Hol- lendingar snúast i málinu, og ekki vita menn heldur hvað Norðurlönd- um sýnist. En konungarnir þrír og ráðgjafar þeirra ætla að eiga með sér fund í Málmey til þess að ræða um málið. þýzkir kafbátar nanðulega staddir Fréttaritari »Daily News* í Kaup- mannahöfn símar blaði sinu þær fréttir þann n. þessa mánaðar að norsk beitskip hafi fylgt io þýzkum kafbátum inn til norskra hafna (Björg- vinjar, Stafangurs, Þrándheims o. fl,). Höfðu skipin fundið þá illa til reika og nauðulega stadda komna utan úr Ncrðursjó. Mennirnir á kafbátunum skýrðu frá því, að þeir hefðu verið marga daga fæðislausir úti i rúmsjó í versta veðri og voru margir þeirra fárveikir orðn- ir af illu viðurværi. Kafbátunum var gefinn 24 klukku- stunda frestur til þess að lagfæra þær skemdir, er á höfðu orðið, ella áttu þeir að kyrsetjast i Noregi. Þeir lögðu allir af stað aftur eftir tæpan sólarhring. Voru þó margir mennirnir alls eigi færir um það að vera á fótum og eigi nærri gert við allar þær skemdir er á bátunum höfðu orðið. Frá Berlin, Eftirlit með brauðsöla. í enskum blöðum frá 12. þ. m. er getið um það hvernig stjórnin í Þýzkalandi hefir eftirlit með því, að eigi sé eytt meira af brauði i land- inu en nauðsyn krefur. Berlínarborg er skift niður í 170 deildir og yfir hvern þann borgar- hluta er sett brauðaúthlutunarnefnd. Hjá nefndinni verða menn að kaupa brauðmiða og er hverjum manni ætluð 4 pund af brauði á viku. Bak- arar og brauðsölumenn gæta þess nákvæmlega, ásamt nefndinni að kaupendur komi ekki við brögðum, en ef einhver bakari skyldi selja brauð án þess að fá brauðmiða í staðinn, hefir hann unnið sér til stórrar sektar. Veitingahúsum og gististöðum eru eigi seld brauð frem- ur en öðrum, nema nema því að eins að þau hafi brauðmiða stjórnar- innar í höndum. Séu veizlur haldnar eða samsæti, verða menn að koma sjálfir með brauð handa sér, þvi enginn fær meira brauð heldur en rétt svo að það nægi honum sjálfum og fjölskyldu hans. Kartöfluskortur. Það er augljóst að kartöfluskortur mun þegar verða í Þýzkalandi, því síðan eftirlit með brauðsölu varð svo strangt, hafa menn kepst um það að kaupa þá vöru. Og þó hefir þetta versnað siðan stjórnin mælti svo fyrir að kartöflur skyldu einnig notaðar í brauð til þess að drýgja mjölið. Hafa brauðgerðarhúsin þess vegna orðið að kaupa svo mikið, að kartöflur hafa ekki hrokkið til í Berlin. Og nú spyrja Þjóðverjar sjálfa sig: Hvað á nú að koma i staðinn fyrir kartöflurnar, fyrst þær eiga að koma i staðinn fyrir mjöl ? En þeirri spurn- ingu er vandsvarað. Það er alment álitið að reglur þær, sem settar hafa verið um brauðsöluna muni valda ótrúlegum óþægindum. Gistihúsin hafa til dæmis ekki leyfi til þess að fá meira brauð en þarf til fæðis starfsmannanna og gestirnir verða sjálfir að leggja brauð á borð með sér. Slátrun kvikfénaöar. Til þess að spara sem mest korn cg kartöflur, er daglega slátrað svín- um og nautgripum þúsundum saman, en þó nægir það hvergi nærri til þess að fylla þau skörð sem orðin eru í öðrum matvörubirgðum. Innan skamms á að hafa eftirlit með ölgerðarhúsunum eins og brauð- gerðarhúsunum. Þess er vænst á hverri stundu að stjórnin muni leggja hald á helming allra vörubirgða þeirra. Hátt verð fyrir afla sinn á botn- vörpuskip fékk nýlega skipstjóri, sem hór er all kunnur. Hann heitir Peter Christensen, vanalega kallaður »danski Pétur«. Aflann, Bem mest var koli, seldi hann fyrir 3387 sterlings pund í Bretlandi. Ávörp Bandaríkjanna til Þjóð- verja og Breta. Avarp Bandaríkjanna til Þjóðverja út af hafnbanninu, hefir verið birt. Bandaríkjastjórn segir að með »stakri virðingu og vinsemd« leyfi hún sér að minna þýzku stjórnina á það, að réttur ófriðarþjóða nái ekki lengra en að ganga á skipsfjöl og rannsaka skip hlutlausra ríkja, nema að hafn- bann sé algert, en stjórninni skilst svo, sem það muni ^ekki verða í þetta sinn. Stjórnin er ófús á að trúa því, að þýzka stjórnin ætli að framkvæma það sem hún hefir haft við orð. Það er algerlega gagnstætt þeim reglum, sem hafa gilt í sjóhernaði til þessa, að taka sér vald til þess að ráðast á éða eyðileggja skip, sem fer inn á tiltekið svæði á höfum úti, án þess fyrst að vita með vissu hvort það er eign óvinaþjóðar eða hvort það hefir bannvöruflutning meðferðis. Ef skipstjórar á þýzkum herskip- um þykjast vissir um það, að Banda- ríkjaflaggið sé notað í heimildarleysi, og haga sér eftir því og eyðileggja ameríksk skip á höfum úti og verða Ameríkumönnum að bana, þá geti Bandaríkjastjórnin ekki litið öðru vísi á þær gerðir, en það sé óverjandi brot á siglingarétti og væri mjög erfitt að samrýma við vináttu þá, sem nú væri góðu heilli milli stjórnanna. Bandarikjastjórnin tekur það skýrt fram, að hún telji þýzku stjórnina bera fulla ábyrgð á slíkum gerðum og að hún muni neyðast til að gera þær ráðstafanir, sem með þurfi til að vernda líf og eignir Bandarikja- manna. í ávarpinu til Breta segir Banda- ríkjastjórn að hún hafi fengið til- kynningu frá þýzku flotamálastjórn- inni, um að brezka stjórnin hafi leyft brezkum skipum að nota flögg hlut- lausra þjóða. í ávarpinu er minst á Lusitaniu- málið og það sem blöð hafa eftir brezka utanríkisráðherranum, þar sem hann ver það, að hlutlaus flögg séu notuð. Stjórnin segist vona það, að brezka stjórnin geri alt sem hún geti til þess að bamla þvi, að skip noti Bandaríkjaflaggið. Fangaskifti. Þrjú þúsund franskir fangar, sem hafa verið i varðhaldi hjá Þjóðverjum, en eru óhæfir til herþjónustu framvegis, hafa verið sendir heim íil ættlands sins, og eiga Þjóðverjar að fá jafnmarga fanga frá Frökkum í staðinn. Þetta eru fyrstu fangaskifti þeirra þjóða, en áður höfðu Þjóðverjar og Bretar skifst á föngum. Þetta er gert að' undirlagi Benedikts páfa. t • -1 T) AGHÓ K 1 N' Afuiæli í dag: Elísabet Bergsdóttir húsfrú Halldór Sigurðsson úrsm. Steinunn Guðmundsdóttir busfrú Jakobína S. Torfadóttir húsfrú Kristinn Olafsson verzlunarm’ Kristinn Daníelsson prestur, Útska u Sólarupprás kl. 8.20 f- Sólarlag — 5.6 *ííd' Háflóð er í dag kl. 7.50 árd. og — 6.7 siðd. ■x kl- Þjóðmenjasafnið op*° 12—2. P ó s t a r i dag : Ingólfur frá Borgarnesi Veðrið í gær: Vm. n.a. hvassviðri hiti 0.5. Rv. a.n.a. gola, frost 0.3. ísaf. n.a. hvassviðri, frost 3.7. Ak. Iogn, frost 5.5. Gr. n.a. gola, snjór, frost 8.0. Sf. n.a. kul, snjór, frost 3.4. Þórsh., F. a. stingingsgola, hiti 3.*' rnefud,r lS. 12. 11. Dagskrá á fundi bæjarstj°r' fimtudag 18. febr. kl. 5 síðd.: 1. Fundargjörð byggingari 13. febr. 2. Fundargjörð fasteignanefnda*' febr. 3. Fundargjörð hafnarnefndar febr. 4. Fundargjörð fátækranefndar febr. j 5. Umsókn um eftirgjöf á útsva^ 6. ÚrBkurður á reikningi >Baðh° Reykjavíkur« 1914. 7. Úrskurður á reikningi »Sjúbr sjóðs Reykjavíkur« 1914. . 8. Úrskurður á reikningi >>d^0 , sveigasjóðs Þorbj. Sveinsdóttur« I , 9. Úrskurður á kærum yf’r 3 ,jg yfir gjaldendur til ellistyrktarsj 1915. 10. Brunabótavirðingar. Snorrl Goði fór síðastliðið fðs ^ dagskvöld frá Fleetwood áleiðis Skipsins var eftir því bráðlega hingað. En í fyrrakvcld barst unum Kveldúlfsfólaginu, símskeyt^^ skipstjóranum þess efnis, að , mundi fara frá Bolfast á írla*’ 1 ^ um kvöldið. Eftir þessu að dæ®0, ir Snorri Goði verið stöðvaður af ^ um herskipum undireins og han*’ út frá Fleetwood og þá veriö Bn ^ til Belfast til rannsóknar. peBt getið í símskeytinu að öllum sk’P um liöi vel. ivetJ' t - F1«0Í' S k a 11 a g r í m u r fór f*'a $ wood á laugardaginn. Afla 811111, skipið selt fyrir 856 sterlingsp1111 Skipið kom hingað í gærdag- Jarðarför Sigurðar Þorl^"^), fór fram í gær að viðstöddu fj° 0 ----- . M bdlt S t ú k a n »S k j a I d b r e * ^ v9í bögglakvöld í fyrradag. Ágó®,ir. ng. 45 kr. og renna þær til Samve ----- jrjöldi Öskudagur var í g®r' barna með 'öskupoka á g°tn gleðskapur töluverður að van

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.