Morgunblaðið - 08.03.1915, Side 3

Morgunblaðið - 08.03.1915, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 Chivers fruit salad (blandaðir ávextir, niðursoðnir) er óviðjafnanlegt! •B nm þaó hjá kanpmanni yðarí Enn um ,Syndir annara‘. Þegar eg skrifaði grein mína í Morgunblaðið n. f. m. um »Syndir annara*. eftir Einar Hjörleifsson, hafði eg það mjög ríkt í huga að fara um ritið sem allra vægustum °rðum. Mér var kunnugt um það af af- sPurn, að höf. á ákaflega bágt með að sætta sig við aðfinslur við rit sin, ^ersu hógværlega sem þær eru orð- aðar, og eg hafði auðvitað enga löng- Utr til að styggja hann. Og til Þess að reyna að gera hann ánægð- atl — af því mér var ómögulegt að hfcla leikritinu meira en eg gerði tók eg það ráð, að bera lof á skáld- skap höfundarins að öðru leyti, enda Sat eg gert það með góðri samvisku. tók það skýrt fram, að mér Þætti nokkur hluti síðasta þáttar fall- ®8nr, en lét þess jafnframt gerið, að 1 heild sinni væri ritið ekki svipað að gæðum þvi besta, sem eftir E. H. liggur. Mér þótti aðdragandinn að þungamiðju leiksins alt of háreist- t'r og varnir ritstjórans í Þingvalla- ^álinu veigalitlar. Enn þótti mér Það að, að ritið væri nokkuð laus- fega bygt í heild sinni. En til þess að fæla menn ekki frá að sjá leik- trm gat eg þess, að hann væri lið- fega saminn og mér þætti sennilegt að sumir menn gæti haft gaman af Þonum. Út af þessum ummælum verður Þof. öskuvondur. Skrifar hann langt ’t'ál um þau og dóma annara blaða Utn leikinn f tvö siðustu blöð »Lög- fáttu«, og fer geyst í upphafi. Er fyrri greinin mestmegnis skammir Uttt þá menn, er ófáanlegir hafa reynst til að hæla honum skilyrðis- faost fyrir »Syndirnar«. Kallar hann Þá »bjána« og »fáráð flón« og fleiri Prýðilegum nöfnum. En í síðari Sreininni hefir gamla grátraustin yfirhöndina. Reynir höfundurinn Þar að ná sér i meðaumkvun al- í^nnings með kveini um misskiln- Irig á skáldskap sínum fyrr og sið- ar> jafnframt því, sem hann lætur Þ®ss getið, ofboð hógværlega, að j^n sé býsna-frægur með öðrum Þiððum, þó að um það hafi blöðin Þagað nokkuð vandlega. Mér dett- jjr nii ekki i hug, að fara að bera . RÖur á upplýsingarnar um frægð k1*’ °g Þ* að hann kvarti undan að hingað til hafi hann litla Peninga upp lir henni haft, þá er ^°nandi að úr því rætist bráðlega. ^ get nú ekki stilt mig um það, ^vf eg fðr að skrifa þessar línur, gera í fám orðum grein fyrir þvi, Jiús og íóðir á góðum stöðum í bænum til sölu. Upplýsingar gefur Ofafur Lárusson yfirdómslögmaður Pósthússtræti 19. Sími 215 á hverju eg bygði aðfinslur minar við »Syndir annara«. Fyrsta aðfinslan er Þingvallasalan. Mér hótti það of háreist aukaefni. Höf. heldur því fram, að til þess, að Grímur léti frá sér leyndarmál Þorgeirs, yrði tilefnið að vera stórt. Væri Grimur heiðarlegur maður, mundi eg samsinna þessu. En það er nú öðru nær en að hann sé það, þó að höf. kannske átti sig ekki á þvi. Hann er svo mikill siðferðis- legur ódámur, að eg treysti honum ekki til að varðveita leyndarmál nokkurs manns. Og eg byggi þessa skoðun mína beinlínis á hans eigin orðum. Hann talar um leyndarmál Þorgeirs með léttúð og fyrirlitningu og veit þó vel að það er að sliga hann. Jafnskjótt sem orðinu hallar á milli þeirra Þorgeirs, fer hann að sletta því til hans, að hann hafi tek- ið Guðrúnu vegna auðsins. Nokkru síðar brigslar hann Þorgeiri með Helgu á mjög niðingslegan hátt, í sambandi við hugmyndir Þorgeirs um andleg efni. Og loks er hann reiðist dembir hann því yfar »vin« sinn, að hann sé sama sem tvöfaíd- ur morðingi o. s. frv. Eg leit svo á, og lít svo á enn, að maður, setn er annar eins sið- ferðislegur þrotamaður og Grímur, þurfi ekki slíkt áfall, sem það er, að sjá auðvonir sínar og frægðar vonir verða að engu fyrir mótspyrnu ann- ara, til þess að yfir hann komi löng- unin til grimmilegra hefnda. Og með skapferli þeirra beggja, lög- manns og ritstjóra, er vitleysa að búast við að petta sé fyrsta deilu- efnið. Eftir öllum likum að dæma, eftir framkomu Gríms og siðferðisþroska, er það harla ólíklegt, að hann hefði getað varðveitt léyndarmálið svo lengi sem höf. lætur hann gera, einkum þegar þess er gætt að hann er giftur konu, sem er einhver arg- asta endemis-kindin sem eg minnist að hafa séð á leiksveiðinu hér. Að þessu athuguðu og mörgu öðru, sem hér er ótalið, verður eigi glögg- lega séð, hver nauðsyn er á þessu háreista aukaatriði. En þá er á hitt að líta, hvort það geri leiknum nokkuð til, og þeirri spurningu nægir að svara með því að fjöldi manna lítur svo á, sem að þetta sé einmitt þungamiðja leiksins, og að viðskifti Þorgeirs og Guðrúnar upp- frá því, sé smávægileg, þarflaus, leiðin- leg viðbót. Naumast þarf að taka það fram, að ekki virðist sú skoðun benda til þess, að alt sé sem allra skýrast, þótt höf. sé að státa af því. Sú var önnur aðfinsla min, að ritstjórinn verði málstað sinn slæ- lega. Höf. reynir að snúa sig út úr þessu með því, að hann hafi ekki ætlað að gerast málsvari neinnar sérstakrar skoðunar. Eg veit auðvit- að ekki hvað hann hefir ætlað sér að gera, en eg sé hvað honum hefir tekist, og eg sé það, að kapp og ofsi Gríms er hápólitísk sókn á hendur Þorgeiri og sannfæringu hans, ef hún er nokkur. Grímur hefir mátt sannfæringarinnar sín megin. Þorgeir efast um alt, sbr. »eg efast umi (tvisvar), »geri ráð fyrir«, »býst ekki við«, »held« o. s. frv, Mér er nokkuð örðugt að sætta mig við það, að blaðamaður sem á að hafa mikil völd hjá þjóð sinni, skuli ekki geta vitað neitt með vissu um sína eigin sannfæringu. En Þorgeir lætur sér yfirleitt nægja efann og röksemdalausar neitanir. Þá er þriðja og síðasta aðfinslan, sem eg lét uppi, sú, að leikurinn væri lauslega saminn. Þar til heyrir meðal annars það, sem haldið hefir verið fram af ýmsum, að hér sé um tvö leikritsbrot að tefla og frá hvor- ugu sé gengið til neinnar hlítar. En með því að árásir höf. út af þessu snerta fremur aðra en mig, skal eg láta það óumtalað. En eg vildi leyfa mér að minnast nokkrum orðum á tilkynningarákefð höf. — tilkynn- ingar hans um það, hvað nú gerist næst. Eg tek til dæmis. í fyrsta þætti segir Dísa frá því, að nú geti íslendingar fengið peninga. Litlu síðar kemur Grímur og segir ná- kvæmlega það sama. Önnur vinnu- konan tilkynnir það, að Þorgeir spyrji sig æfinlega spjörunum úr, þegar gestir hafi verið hjá frúnni. Naumast hefir hún slept orðinu þeg- ar Þorgeir kemur inn og tekur að spyrja hána, alveg eins og hún sagði að til stæði. Frú Anna kemur og tilkynnir hátiðlega, að nú ætli hún að fara til Guðrúnar og segja henni frá framferði Þorgeirs í Kaupmanna- höfn. Höf. hefir ef til vill litið svo á, að menn mundu ekki risa undir þeim aískaplegu stórtiðindum, sem í leiknum gerast, nema því að eins, að hann tilkynti þau áður. Það eru kannske dálitlar ýkjur, þetta, sem maðurinn sagði þegar hann kom út úr Iðnó fyrsta kvöldið sem »Syndir annara« voru leiknar: Alt sem gerist í öðrum þætti er til- kynt i þeim fyrsta, og alt sem ger- ist i þriðja þætti ertilkynt í öðrum. Og alt sem gerist í fyrsta þætti er búið að tilkynna áður en Þorgeir kemur inn i fyrsta skifti. Þá mætti geta þess að leikritið er krökt af endurtekningum á orðum og setningum. En eg ætla ekki að fara út i þá sálma núna. Ætla að geyma mér það og margt annað e: höf. ræðst á mig á nýjan leik. Eg hafði ekki i upphafi neina löngun til þess að leggja stein leirgötu þessara »synda«, og ef skrii röf. í »Lögréttu« hefði verið sæmi- ega kurteist, mundi eg hafa látið aað hlutlaust. Hrafn. Brauðamál í Noregi, Norska stjórniu hefir ákveðið brauð- þunga og brauðverð þar í landi meðan á ófriðnum stendur og liggja við háar sektir ef út af er brugðið. Margir bakarar hafa verið kærðir — og flestir fyrir það að hafa brauðin léttari en tilskilið er. En einn var kærður fyrir að selja ódýrara en aðrir eða með lægra verði, en stjótnin hafði sett sem hámark. Er talið að hann muni fá sekt sem hinir. I Danmörku eru til samskonar brauðlög og svíkja bakararnir þar eins og þeir geta, enda sektaðir hrönnum saman. Gjafir til Samyerjans. P e n i n g a r : Ludvig Bruun 10.00, Lilly Brunn 5.00, Kaffi 2.00, Sveinn Jónsson & Co. 20.00, N. N. fröken 2.00, »Vfsir« frá N. N. 10.00, »VÍ8Ír« áheit 2.00, Hjört- ur Hansson 2.00, S. H. 10.00, Þ. Möller 10.00, fr. Dóra Þórhallsd 5.00, S. G. s. 5.00, Ónefndur 2.00, Ónefndur 2.60, N. N. 1.00, Kaffi 0.50, Einar Einarsson og kona Hvg. 78 2.00, M. B. 5.00, Jul. Schou 5.00, Bjarni Pót- ursson 5.00, N. N. bróf 5.00, L. F. 10.00, S. & L. & M. 9.00, J. Þ. 10.00, S. S. og J. H. 4.58, M. H. 15.00, J. H. 10.00, E. J. 2.00, Jón Laxdal 10.00, Arni Nikulásson 5.00, E. E. 2.00, J. Þ. X. 2.00, Ónefndur 0.50, Ónefnd 3.00. Ónefndur 2.00, Kaffi 0.95, Safn- að af Morgunblaðinu 29.00. V ö r u r: N. N. umboðsv. 2 sk. hafragrjón, Ónefndur, K. F. U M. 8 hálfbrauð, Eyólfur & Kristinn 3 hálfbrauð, Sig- urður Gunulögsson 100 bollur, P. Lö- vold r/2 sk. kartöflur, jþorst. Þorsteins- son Bakkabúð 200 pd. frosinn fisk, Emil Rokstad 1 sk. hafragrjón, Ónefnd- ur, 14 hveitibrauð, J. Þ. X. 5 pd. kæfa, 4 pd. .Rullupylsa, Meðtekið af Morgunblaðinu 40 brauðseðlar. Þakka gjafirnar. Reykjavík, 7. marz 1915. Páll Jónsson. fXaupsRapur Fæði og h ú s n æ 0 i fnst altaf bezt og ódýrast á Laagavegi 23. K. Dahlstedt. Barnakerra lítið brúkuð til sölu fyrir hálfvirði i Gunnarssundi 7, Hafnarfirði. ^ £aiga $ í Garðshorni er sólrik stofa og svefnherhergi til leign frá 14. mai.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.