Morgunblaðið - 26.03.1915, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.03.1915, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ H. P. DDDS A-deild. Beztn Lakalóreft úr Dowlas, Hðr og Tvisti. Haudklæðadreglar með öllu verði. Léreft í undirföt, gróft og fínt. Bomesie og Pique. Borðdúkar, fjöldi tegunda. Búmteppi, af öllum geiðum og með öllu verði. Nærfatnaður kvenna, úr lérefti og ull. Alt framúrskarandi gott og ódýrt. Allir meðlimir Taflfélagsins eru beðuir að koma á fund í kvðld. Stjórnin. húsum í landinu að ekki er hægt að einangra þá sem taugaveikir eru. Einhverra kröftugra meðala verður að leita nú þegar til þess að bjarga Serbíu. Eg er viss um það, að ekkert land undir sólu er jafn hörmulega statt að öllu leyti og þarfnast svo bráðnauðsynlega hjálpar sem Serbía. Eg fullvissa yður um það að hvergi nokkurs staðar er jafn mikil þörf fyrir mannúðarstarf Rauðakross-félagsins eins og hér. Simskeyti frá Central News. London, 25. marz. í gær köstuðu brezkir flugmenn sprengikúlum á kafbáta-smíðastöð Þjóðverja í Hoboken, sem er skamt frá Antwerpen. Tveir kafbátar skemdust og eldur kom upp í smíðastöðinni. Einn flug- maður neyddist til þess að lenda i Hoílandi. Paris: Belgar sækja fram hjá Yser. Frakkar tóku tvær skotgrafa- raðir á Hartmannsweiler-hæðinni í Elsass. Petrograd: Rússum þokar heldur áfram í Póllandi, þrátt fyrir það þótt Þjóðverjar hafi fengið þar öflugan liðsauka. Prinz Eitel Friedrick. Bandaríkjastjórn hefir ákveðið, að gera megi við vopnaða kaupfarið Prinz Eitel Friedrich, sem nú liggur i höfn í Bandaríkjunum, svo að það verði sjófært. Brezk beitiskip liggja nú fyrir framan Newport News og ælta að hremma skipið þegar það leggur út. Talsverður úlfaþytur hefir verið í blöðum Bandaríkjanna yfir þvi að Prinz Eitel sökti amerísku kaupfari sem getið var um í Morgunolaðinu fyrir skömmu. Kona Rockefellers látin. Kona John D. Rockefellers stein- oliukongs er nýlátin. Hún hét Laura C. Spelman og var ættuð frá Cleve- land i Ohio. Hún giftist Rockefeller 1864. Hann var þá 25 ára gamall og efnalaus. Er sagt að vinkona hennar hafi sagt við hann um það leyti sem þau trúlofuðust, að hún væri sann- færð um að hún hefði tekið Rocke- feller, ef því henni þætti vænt um hann, þvi aldrei mundi auðnum fyrir að fara hjá honum. r ------------------- Þjóðverjar missa loftför Brezk blöð frá 15. þ. mán. segja frá þvi, að franskir og brezkir flug- menn hafi skotið niður Zeppelins- loftfar í Belgíu daginn áður. Skipverjar á loftfarinu voru alls 41. Tíu þeirra fórust þegar, en 29 meiddust mjög mikið. Tólf þeirra dóu sama kvöld. — Þá segir blaðið frá þvi, að þýzkur ioftbátur hafi farist í Norður- sjónum skamt frá Jótlandströndum. Danskt skip, sem þar sigldi fram hjá, bjargaði skipverjum, sem kyr- settir hafa verið í Danmörku. — Þjóðverjar eru ætíð önnum kafnir við að byggja ný loftför í stað þeirra, sem þeir hafa mist. En þau eru orðin æði mörg. í Fried- richshafen er aðal-verksmiðja Zeppe- lins greifa, og er þar nú unnið dag og nótt. 14. þ. mán. var eitt fullgert þar. Er það mun stærra og aflmeira en hin Zeppelins-loftförin og flytur með sér sprengikúlur af nýrri gerð, sem kváðu vera mjög skaðvænlegar. Yfirleitt hafa loftför Zeppelins ekki reynst eins vel í ófriði þess- um og búist var við. Þau eru þyngri og eiga erfiðara með að koma óvinunum óvörum, en flugvélar, og það hefir reynst miklu auðveldara að skjóta þau niður, en t. d. frönsku flugvélarnar. Bretum stendur því lítill stuggur af loftfarasmið Þjóð- verja. Ávextir í dósum eru altaf í lang mestu, beztu og ódýrustu úrvali í Liverpool. Þar fæst nú: Ananas Apricosur, 2 teg. Blandaðir ávextir (Fruit Salat) Epli Ferskjur (Peaches). Jarðarber Kirsuber Perur 2 teg. Plömur 21. Tomater. í smáum og stórum dósum eftir vild. Leitið ætið fyrst i Liver- pool, þvi það sparar ykkur margan eyririnn og margt ómakið. Þýzku blöðin og stríðið. »—■—*» DA68ÓF[IN. Aftnæli í dag: Margrót Magnúsdóttir, jungfrú. M. Th. Rasmus, húsfrú. Ragna Stephensen, jungfrú. Þorsteinn F. Einarsson, trésm. Afmæliskort selur Friðfinnur Guö' jónsson, Laugaveg 43 B. Sólarupprás kl. 6.13 f. b. S ó 1 a r I a g — 6.56 síSd. Háflóð er í dag kl. 2.2 e. h. og — 2.37. Lækning ókeypis kl. 12—I 1 Austurstræti 22. Eyrna-, nef og hálslækning ókeyP' is kl. 2—3 Austurstr. 22. Veðrið í gær: Ym. logn, frost 0.3. Rv. a.n.a. kul, frost 1.8. If. logn, frost, 10.0. Ak. logn, frost 15.0. Grs. logn, frost 14.0. Sf. n.n. kaldi, frost 7.1. Þórsh., F. n. kaldi, frost 1.8. í Bretlandi eiu blöðin að öllu leyti með venjulegu útliti, stærð og verð óbreytt, og rýrnun auglýsinga yfirleitt lítil, í sum blöðum engin. Stjórnin hefir ritskoðun á símskeytum, en ekkert eftirlit með hver útlend blöð eru flutt inn i landið, og enga almenna ritskoðun á blöðum. í Frakklandi er alls engin ritskoð- un, hvorki á símskeytum né prent- uðu máli. Alt er það jafn-frjálst sem á friðartimum. í Þýzkalandi eru öll simskeyti undir ritskoðun og allar fréttir. Sum málefni er bannað að minnast á nokkurn hátt á. Þannig er nú orðið hverju þýzku blaði bannað að rita neitt um friðarskilyrði. Stjórn og stjórnarvöld heimta að auglýsa borg- unarlaust í blöðunum. Borgaðar aug- lýsingar einstakra manna eða félaga eru orðnar sárlitlar i flestum blöð- um, í surnurn þvinær engar. Pappir er stiginn mjög í verði, og prent- sverta helmingi dýrari orðin en fyrir striðið. Stjórnin heimtar fjölda eintaka af hverju blaði ókeypis, handa sjúkrahúsum og særðum mönnum. Það er talið að ókeypis auglýsingar og ókeypis eintök nemi fyrir mörg blöð svo þúsundum marka skifti um mánuðinn. Síðan stríðið byrjaði hafa 864 blöð alveg hætt að koma út íÞýzka- landi. [Eftir »Hovedstaden« 5. Marz]. K. í Gh. í Karpatafjöllum vita menn óglögt um mannýall Austurríkismanna; en það telja menn nú víst, að síðan um miðjan janúar og fram í marz hafi Rúsar tekið þar af þeim yfir 200.000 fanga. K. í Gh. Atlas, botnvörpungur frá StftvangeÞ kom til Hafnarfjarðar í fyrra kvöld- Skipstjóri er Kristján Kriatjánsson, sem áður var á »Skúla fógeta«. hann utan í vetur til þess að seekja skipið og beið lengi eftir því i Sta- vanger. Falck útgerðarmaður á skipi®> og með þvf kom Bjerkevik frani' kvæmdastjóri hans hér. Þeir lögð|J frá Noregi þ. 20. þ. mán. og sigld11 norðarlega. Urðu þeir eigi varir við nein herskip á leið sinni. Veðn>' hreptu þeir stór, en aldrei var mik>| kvika. Sagðist Kristján skipstjórI aldrei hafa séð jafnmikinn snjó á Fær eyjum og núna þegar hann sigldi þat hjá. Með skipinu kom frá Noregi Valde mar Árnason, sem einu sinni vat verzlunarmaður hjá Edinborg h®r bænum. Hann hefir í nokkur a' verið í siglingum og farið víða o01 heim. Sterling fór frá Kaupmannahöf» gærmorgun beina leið til Færeyj® Reykjavíkur. Tage Möller, kaupm., fór úr fyrradag og liggur nú rúmfast»>'- Haraldur Sigurðsson pianolejA1^ hefir legið rúmfastur um hríð. ^ er nú kominn á fætur og kvað að efna til hljómleika bráðum. Jón Boli viðar i Kaupmenn í Róm hafa ^ ^ð skýrslu frá Argentínu um Pa ’ a)ia Bretar (stjórnin) hafi keyP a fc. hveiti-uppskeru Argentínu P (Hveiti-útflutningur Argentio^ vjfð: nú vera um 400,000,000 ' eftir vana-verði; nú vafal3°s sakir ins háa verðs). , pi.j' [Eftir útl. blöðum frá 5^. Qh-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.