Morgunblaðið - 12.04.1915, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.04.1915, Blaðsíða 1
Mánudag 12. apríl 1015 H0R6DNBLADID 2. árgangr 157. tölublad Ritstjórnarsimi nr. 500 | Ritstjóri: Vilhjálmnt Finsen. |ísafoldarprentsmiðia Keykjavfknr Biograph-Theater Tals. 475. Bio Hinn dauði sem drap. Stór hernaðarsjónleikur í fjórum þáttum. Myndin er úr daglegu lííi her- manna um ást — hatur og aga Ágætlega leikið af fallegum og duglegum leikurum, sem eigi hafa sést hér áður. Fjölmennið! því myndin er framúrskarandi góð — en börn fá ekki aðgang. Sýningin stendur yfir á aðra kl.st Betri sæti kosta 50 aura. Almenn sæti 30 aura. Málverkasýning Einars Jónssonar opin daglega frá kl. 10—5 á Vesturgötu 17. Theodor Johnson Konditori og Kafé stærsta og fullkomnasta kaffihús í höfuðstaðnum. •— Bezta dag- og kvöldkaffé. — Hljóðfærasláttur frá 5—7 og 9—nVa Jarðarför Astu sðl. Guðmundsdóttur Asi i Garðahreppi, fer fram miðviku- daginn 14. þ. m. og hefst með hús- kveðju kl. II f. h. fró heimili hinnar látnu. Guðrún Árnadóttir. Skemfifundur í kvöld hjá St. Hlín. Lautinant Kr. Johnsen, vanur fyrir- Hsari á skemtisamkomum i Khöfn, Hs Upp kafla úr dönskum æfintýrum. Allir Templarar velkomnir. „Unibrella“ og „Cresce# viðurkendu þvottasápur fara bezt með tau og hörund. Notkunar- leiðarvísir á umbúðunum. Góðu en ódýru sápur og ylm-vötn fást hjá kaup- mönnum um alt land. Flag taerfly j&loderma %inia ^sápan fræga No. 711 Heildsölu fyrir kaupmenn, hjá G. Eiríkss, Reykjavik. Erl. slmfregnir frá fréttarit. ísafoldar og Morgunbl. Khöfn, ii. apríl. Þjóðverjar eru að flytja mikið lið frá Belgíu og Norður-Frakklandi austur á bóginn. Þykir liklegast að sá her verði sendur austr í Karpata- fjöll til hjálpar Austurríkismönnum, sem mjög hafa farið halloka fyrir Rússum. Bretastjórn birtir svar til Þjóðverja viðvíkjandi skipinu Falaba, sem kafbátur sökti nýlega. Bretar þverneita þvi að Falaba hafi ver- ið vopnað og þeir fullyrða að Þjóð- verjar hafi ekki gefið farþegum og skipverjum tækifæri til þess að kom- ast í skipsbátana áður en skipinu var sökt með tundurskeyti. Rússar vinna stöðugt á í Karpata- fjöllum. Símfregnir. Borqarnesi í qœr. Kvennanámskeið stendur yfir hér þessa dagana. Stykkishólmi í %œr. Á leið til ísafjarðar kom Vesta við á Sandi til þess að taka þar sjómenn, sem fara áttu til Vestfjarða. Veður var afar-ilt. Úr landi fór bátur út í skipið, en vegna brims tókst ekki að koma öllum mönnunum yfir á Vestu. Báturinn náði ekki landi aftur og rak hann til hafs. Þar náði Vesta í bátinn og hélt með hann í eftir- dragi til Patreksfjarðar. Menn hér álíta, að hefði Vesta ekki náð bátn- um, mundi hann að öllum líkindum hafa rekið langt út á naf og allir mennirnir farist. Stokkseyri i %œr. Afli er hér afbragðsgóður þegar á sjó gefur — 200—300 í hlut af ágætum fiski. Besta tíð til lands og sjávar. Feikna mikið brim hér í dag — hið mesta, sem menn muna eftir. < . Friðarskilmálar. Brezk kona, Mrs. Ford Smith, hélt nýlega ræðu um það, hvernig friður skyldi saminn, ef vel væri. Sagði hún að Bretar ættu vel að minnast þess, þegar þar að kæmi, að eigi hefðu þeir alveg hreinar hendur. Þeir ættu þvi ekki að setja hinum sigruðu þjóðum þá afarkosti, að þær þyrsti enn meira í hefnd en áður, heldur löfa þeim að jafna sig. Sagði hún að kvenþjóðin mundi geta Laft mikil og góð áhrif til þess að þær málalyktir fengjust. Brezku blöðin minnast örfáum orðum á ræðu hennar, og er hálf- gerður urgur í þeim yfir því að »talað skuli máli Þjóðverja«, eða þeim beðið vægðar. Útflutningsbann á hveiti frá Bandarikjunum. í Bandarikjunum hefir mikið verið um það rætt, að banna útflutning á hveiti vegna þess að horfur væri á því, að landið yrði sjálft hveitilaust. En eins og menn vita hafa verið flutt þaðan ógrynnin öll af matvöru síðan ófriðutinn hófst. Innanríkisráðuneytið hefir þó kom- ist að þeirri niðurstöðu, að óþarfi sé að banna útflutning á hveiti. Úr áliti hennar skal þetta birt: Sökum þess að allar líkur eru til þess að uppskera verði með meira móti sumarið 1915, þykist stjórnin geta tekið því með stillingu þótt birgðir verði eigi miklar næstu þrjá mánuði. Hver mundi afleiðingin verða yrði þær litlar? Við höfum yfrið nóg af matvælum og margt af því getur gjarna komið í hveitisstað. Hveiti er eigi meira en i2°/0 af matvælum þeim, sem eytt er í land- inu, og er það álíka mikið og egg og alifuglar. Kjöt og mjólkurafurðir eru 48°/,,, grænmeti n°/0 og ávextir, sykur, fiskur og fleira þau 19°/0, sem eftir eru. Nú sem stendur eru hér í landinu meiri birgðir en nokkru sinni áður af mais og öðrum korn- mat, nautgripum, mjólkurafurðum, kartöflum og ávöxtum. Síðan færir stjórnin rök fyrir þess- ari ályktun sinni og kemst að þeirri niðurstöðu, að engin minsta hætta sé á því að matvælaskortur verði i Bandaríkjunum, enda þótt útflutn- ingur á hveiti verði jafn mikill fram- vegis og hann hefir verið. Norðurlandaþjóðir — að íslend- ingum meðtöldum — mega fagna þvi að ekkert varð úr útflutnings- banni þessu. Kosningar í Japan. Almennar kosningar eru nýlega um garð gengnar í Japan. Stjórnar- flokkurinn varð í miklum meiri hluta og er talið að hann muni hafa um 80 atkv. meirihluta í þinginu, þegar það verður kvatt til funda í þessum mánuði. Okuma greifi er stjórnar- formaður, en Kato barón er utan- rikisráðherra. Afgreiðslusimi nr. 499 NÝ J A BÍ 6 Blindi fiðluleikarinn Skemtilegur sjónleikur í 2 þátt. Leikinn af ítölskum leikurum. Góð og ódýr skemtun. Eimskipafélagið. Hlutafé Eimskipafélags íslands 1. april 1915. Skifting eftir kaupstöðum og sýslum. Á mann Kaupstaðir. ÍBi9i8;*' Kr. Kr. a. Reykjavík 1 11-97S 8.39 Akureyri og Oddeyri 13.073 6.75 Seyðisfjörður 3.825 6.35 Hafnarfjörður 9.823 6,09 ísafjarðarkaupstaður 5.230 3.08 Norður-Þingeyjarsýsla 9.400 6.25 Barðastrandarsýsla I9S7S 5.96 Suður-Múlasýsla 24.650 5.25 Borgarfjarðarsýsla 12.625 5.08 Vestmanneyjar 7.430 4A4 A ustur-Skaftafellss. 4.900 4.31 Norður-Múlasýsla 9.050 4.00 Suður-Þingeyjarsýsla r4-47S 3.82 Húnavatnssýsla 14.650 O °0 ro Kjósarsýsla 4.875 3-79 Mýrasýsla 6.473 3-44 Strandasýsla S.6so 2.93 Vestur-Skaftafellssýsla S.450 2.90 Skagafjarðarsýsla 11.650 2.73 Gullbringusýsla 8.175 2.71 Arnessýsla 15.950 2.61 Dalasýsla 4.875 2.26 Snæf.- og Hnappadalss. 8.550 2.22 Rangárvallasýsla 8.525 2.14 Eyjafjarðarsýsla 11.900 2.12 ísafjarðarsýslur 12.875 2.08 Tala hluthafa 5473 (Vestur-ís- lendingar ótaldir). Eimskipafélag íslands er óskabarn og átrúnaðargoð íslendinga — aust- an hafs og vestan. Ekkert fyrirtæki hefir átt jafn miklum og almennum vinsældum að fagna hér á landi, sem það félag. Sýnir það bezt skýrsla sú, sem hér er birt og stjórn Eim- skipafélagsins hefir sent Morgunblað- inu til birtingar. En skýrslan sýnir annað og meira. Hún er yfirlit yfir það, hvað hver hluti landsins — sýslur og kaupstaðir — hafa látið af hendi rakna til þessa þarfa fyrirtækis bæði framlögin í heild sinni og eins hitt, hve mikið fé kemur á nef hvert. Verður sam- jöfnuðurinn nógu fróðlegur og er góður mælikvarði á áhuga manna í hverju héraði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.