Morgunblaðið - 13.04.1915, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 13.04.1915, Qupperneq 1
í*riðiud ag 13. apríl 1915 M0B6UNBLADID 2. árgangr 158. tðlublað Ritstjórnarsími nr. 500\ Ritstjón: Vilbiálmur Fmsen. |lsatoldarprentsnr.ðia I Aígreiðslusimi nr. 499 SÍQ Keykjavlkur Biograpli-Theater Tals. 475. Hinn dauði sem drap. Stór hernaðarsjónleikur í fjórum þáttum. Myndin er úr daglegu lífi her- manna um ást — hatur og aga Agætlega leikið at fallegum og duglegum leikurum, sem eigi hafa sést hér áður. Fjölmennið! því myndin er framúrskarandi góð — en börn fá ekki aðgang. Sýningin stendur yfir á aðra kl.st Betri sæti kosta 50 aura. Almenn sæti 30 aura. Málverkasýning Einars Jónssonar opin daglega frá kl. ro—5 á Vesturgötu 17. Theodor Johnson Konditori og Kafé stærsta og fullkomnasta kaffihús í höfuðstaðnum. — Bezta dag- og kvöldkaffé. — Hljóðfærasláttur frá 5—7 og 9—11V2 K. F.0. K. Saumafuudur í dag kl. 5 og kl. 8. K. F. u. m. Biblíulestur í kvöld kl. Allir karlmenn velkomnir. Notið eingöngn: Cobra »Nigrin< og »Fuchs« ágætu skósvertu og skóáburð í öllum litum, Bauer feitisvertu, Pascha fægiefni, Kosak ofnsvertu, Sápuduftið »Goldperle«, »Schneekönig< »A« »B« og »BS«. ^ heildsölu fyrir kaupmenn, hjá G. Eiríkss, Reykjavik. Friðarskraf i Pýzkalandi. Fregnir hafa komið um það bing- að í skeytum, að sex stór félög í Þýzkalandi hafi sameinast, og farið þess á leit við rikisþingið að það leyfði að rætt yrði opinberlega um það á hvaða grundvelli þeir friðar- skilmálar yrðu að byggjast er Þjóð- verjar gætu gengið að og líklegir yrðu að koma til umræðu við friðar- samningana. Stjórnin hefir svarað þessu með þvi, að friðarskraf mundi ekki hafa neinn árangur, meðan ekki sé unn- inn fullnaðar sigur. Það gæti jafn- vel orðið til ills eins, valdið þrátti og flokk&drætti/ sem mundi veikja að miklum mun samheldni þýzku þjóðarinnar. Síðan var stoínað félag í Þýzka- landi og ætlar það sennilega að keppa að því að frjálsar umræður fáist um friðarskilmáiana. Hefir það einnig sent stjórninni erindi, en eigi hefir það verið gert heyrin kunnugt. En efni þess verður ijóst af svari rikiskanzlarans til formanns félagsins, prófessor Kohl. Það er birt í »]Slorddeutsche Aligemeine Zeitung* og er þetta brot úr: Þér viljið að þjóðræknisandi sá, er ófriðurinn hefir skapað, haldist við eftir að friður er saminn, enda á hann að verða okkur helgur arfur framleiðis. Eg fagna þvi, að þjóð- skörungar okkar skuli sameinast til þess að verja þennan arf á þeim timum, þegar enn er barist, með það takmark ófriðarins fyrir augum að standa yfir höfuðsvörðum óvinanna og hver einasti Þjóðverji utanlands og innan hefir að eins eina þrá — þrána til þess að sigra. Þótt við getum enn eigi rætt öll þau atriði er koma til greina við friðarsamningana, getur þess nú verið skamt að biða, að frjálsar skoðanir verði leystar úr læðingi — og þá verður einnig blóðbaðinu lokið. En þangað til getum við reynt að glæða þann anda, sem á að ylja þjóðlífi okk- ar í framtíðinni. í stefnuskrá yðar finst mér að þessu stefnt. Að vísu uiun flokkaskifting aftur komast á. En eins og allar stéttir manna sam- einuðust þegar neyðin var stærst, svo eiga og innbyrðis deilur fram- vegis að takmarkast af virðingu og skilningi á allar hliðar, og hvort sem fátækur daglaunamaður eða fursti á ’í hlut. Þeir hafa útheit blóði sínu hvor við annars hlið i þessum ófriði og geit alt hið bezta sem í þeirra valdi stóð. Þess vegna hefir þeim skilist það, að sú þjóð, sem er sameinuð i einlægri föðurlands- ást, getur flutt fjöll úr stað. Og þvi bíð eg með gleði þess Starfs sem friðurinu leggur okkur á herðar: að gera Þýzkaland voldugt út á við og frjálst og sameinað innbyrðis. Hvar er Karlsruhe? Eins og menn muna, var þess getið í skeyti frá brezku stjórninni, að full ástæða væri til þess að ætla, að þýzka beitiskipið Karsruhe hefði sokkið í Atlantzhah i síðastliðnum desembermánuði, og að flutningsskipi þýzku hefði tekist að koma þeim skip- verjum, sem bjargað var, heim til Þýzkalands. — Danskt blað, »Ribe Stiftstidende<, flytur þær fregnir, að Karlsruhe hafi strandað við Amerikustrendur síðast í desembermánuði. Eitt sinn, er skipverjar sátu að snæð- ingi, hafði skyndilega orðið spreng- ing svo megn að skipið brotnaði i tvo hluta. Annar helmingurinn sökk þegar og menn allir, sem á þeim hluta skipsins voru, fórust. En hin- um helmingnum tókst að halda á floti meðan skipverjar komust í bát- anna. A þann hátt eiga 150—200 manns að hafa komist af. Þeir fóru á flutningaskipi til Þýzkalands, — framhjá brezka flotanum, sem á verði er í Norðursjó. Saga þessi er ákaflega ótrúleg, en það hefir ekki enn sannast að Karls- ruhe sé enn á sveimi, svo það er ekki með öllu óhugsandi að fregnin sé sönn. BáturTerst 10 menn drnkna. Á fimtudaginn fórst bátur í Grinda- vík, með 10 mönnum. Druknuðu þeir allir. Formaður bátsins og eig- andi hét Magnús Arnason frá Húsa- tóftum í Grindavík. Hann kvæntist um nýjár í vetur og lætur eftir sig konu og barn. — Með honum voru á bátnum tveir bræður hans, Arni og Ólafur, ókvæntir menn úr Grinda- vik. Hinir sjö voru vermenn, tveir austan úr Flóa og vinnumaður frá Lögbergi í Seltjarnarnesshreppi. Engi dem vitum vér enn á hinum mönn- unum fjórum. ' Veður var gott á fimtudagsmorg- uninn, logn, en undiralda nokkur. Retu þá allir bátar i Grindavik til að vitja um net sin, sem lengi höfðu legið niðri. Þegar leið á daginn tók að hvessa á vestan og setti niður él á Reykjanesi. Gekk svo veðrið upp smám saman og drifu bátarnir þá NÝJA BÍ 6 Jakob litli. 8tórkostlegur sjónleikur í 3 þáttum, eítir Jpektri samnefndri skáldsögu eftir Júles Clareties. Leikinn af frönsknm ágætisleikurum. Jakob litla leikur at mikilli snild litla FROMET, sem margir munu kannast vió. Þessa mynd þurfa allir aö sjá, og er hún jafnt fyrir unga sem gamla. Sýningin stendur yfir á aðra kl.st. og kosta betri sæti 50, alm. s. 40 og 30a. KomiB og sjáið Jakob litla. Leikfélag ReykjaYíkur 1 Æfintýri á gönguför. eftir C. Hostrup. Miðvkudag 14. apríl kl. 8 Aðgöngumiða má panta í Bók- verzlun ísafoldar i dag. Það tilkynnist hérmeð vinum og vandamönnnm, að sonur okkar elsku- legur, Guðvarður, andaðist úr lungna- bólgu II. apríl. Suðurgötu 6, Hafnarfirði ls/,. 1915. Sigriður Þorvarðardóttir, Gisli Jónsson. Innilegustu þakkir öllum þeim sem sýndu okkur hluttekningu við fráfall okkar kæra eiginmanns og föður, Þor- iáks Þorlákssonar i Hafnarfirði- Hafnarfirði 12. april 1915. Kona og dætur hins látna. iarðarför mannsins míns, Ólafs Sveins- sonar gullsmiðs, fer fram föstudaginn 16. þ. m. og hefst kl. II1/, f. h. með huskveðju á heimili okkar, Austur- stræti 5. Þorbjörg A. Jónsdóttir. að landi. Magnús varð seinastur og sáu roenn það siðast til hans að hann sigldi beitivind inn undir land. En byrinn var óhagstæður og hefir hann orðið að »venda«. Telja menn líklegt að þá hafi slegið í baksegl hjá þeim og bátnum hvolft. Utan af landi. Grindavík i gær. Tíðin er ærið hvikul og gæftir litlar. Fiskafli hefir verið hér næg-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.