Morgunblaðið - 13.04.1915, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
ur alla vertíðina, en nú hefir um
langan tíma sjaldan gefið á sjó. Má
þó ætla að enn sé nægur afli. Héð-
an ganga nær 20 bátar tvírónir til
fiskjar, og veiða eingöngu í net, en
hvorki á handfæri né lóð.
Veikindi eru hér talsverð. Inflúenza
geysar um héraðið, og lungnabólga
stingur sér víða niður.
1---« DAGBÓRIN. C=3
Afmæli í dag:
Alfred Blanche, ræðiamaður
Andrés Pálsson, verzlunarm.
Björn Jakobsson, kennari
Jes Zimsen kaupm.
Ogmundur Sigurðsson, klæðskeri.
Afmæliskort selur Friðfinnur Guð-
jónsson, Laugaveg 43 B.
Sólarupprás kl. 5.10 f. h.
Sólarlag — 7.49 síðd.
Háflóð er í dag kl. 4.54 f. h.
og í nótt — 5.8.
Veðrið í gær:
Vm. v. gola, hiti 0.5
Rv. s.v. kul, hiti 0.3
Ák. s. gola, frost 1.0
Gr. s.v. gola, frost 2.0
Sf. s.v. kaldi, hiti 0.6
Þh.F. s.v. stinningsgola, hiti 5.0.
Tannlækning ókeypis kl. 2—3
í Austurstræti 22.
Lækning ókeypis kl. 12—1 í
Austurstræti 22.
Þjóðmenjasafnið opið kl.
12— 2.
Eimskipafélagið. Á vörugeymslu-
hús fólagsins við steinbryggjuna hefir
verið komið fyrir kassa með glerloki.
Verða þar framvegis birtar ýmsar til-
kynningar frá fólaginu, t. d. koma og
burtför skipanna og ymislegt annað.
Prentvilla hefir orðið í hluthafa-
skýrslu Eimskpafólagsins, sem birt var
í blaðinu í gær. Þar stóð að tala hlut-
hafa, að Vestur-íslendingum undan-
skildum, væri 5473; en það átti að
vera 5743.
Maí kom inn af veiðum, hlaðinn af
ágætum fiski.
Skipverjar á Gullfoss fóru hóðan
með Vestu til Kaupmannahafnar fyrir
rúmum mánuði. Meðal þeirra var
veitingaþjónn, Bjarni Guðnason að
nafni, og veitingastúlka Theodine
Þorsteinsdóttir. Á leiðinni til Kaup
mannahafnar á Vestu voru þau svo
sjóveik, að þau treystu sór ekki til
þess að gegna störfunum á Gullfossi.
Hefir komið hingað sú fregn, að þau
hafi orðið eftir í Kaupmannahöfn og
stundi þar nú aðra atvinnu. Veitinga-
þjónninn á Gullfossi er danskur —
Rasmussen, sem lengi var á Sterling.
Leikfélagið ætlar að sýna »Æfin-
týri á gönguför« aftur á miðvikudag-
inn, vegna þess að margir urðu frá að
hverfa á sunnudaginn.
1 I Regnkápur eg R egnfrakkar, 1
I karla og k 1 bezfar og ódýrast venna, 1 ar -iá Th. Th. |
Nýkomið:
Regnkápur fyrlr karlm.
frá kr. 16.00.
Manchetskyrtur
frá kr. 3.75.
Karlmanna föt
frá kr. 19.00.
Enskir kvensokkar
frá 35 aurum.
Svuntur
frá kr. 1.25
og margt, margt fleira, sem
hvergi er betra né ódýrara
en í
Vöruhúsinu.
Gullfoss fór frá Leith á sunnudag-
inn kl. 1 síðdegis. Skipið mun því
vera væntanlegt hingað á föstudags-
morguninn, ef alt gengur vel.
Guðni. Magnússon prófessor hefir
legið rúmfastur í kvefsótt þessa dag-
ana.
Hekla, skipstjóri Guðm. Kristjáns-
son, fór til Newcastle í fyrrakvöld.
»Hringurinn«. Dömurnar eru önn;
um kafnar við æfingar. Því það mega
Reykvíkingar vita, að stríðið hefir eng-
inn áhrif haft á fyrirætlanir þeirra.
Þær ætla í vor, sem endra nær, að
sýna oss gamanleik — í þetta sinn
fram úr skarandi skringilegan leik, sem
á dónsku heitir »Tante Cramers Testa-
meute«.
Fangar i knattleik.
Fyrir eigi all-löngu var óvenjulega
ánægjulegt yfir hinu skuggalega,
fræga fangelsi New-York-ríkis, Sing-
Sing-fangelsinu. Eftir ósk hins nýja
fangelsisstjóra ]. McCormick áttu að
byrja þar »tímar gæfu og ánægju«.
Hann er ákafur stuðningsmaður um-
bóta á refsilögjöfinni, og álítur breyt-
ingar frá hinni ströngu og tiibreyt-
ingarlausu fangavist nauðsynlega við
og við. J. McCormick hefir nú
snúið sér til fósturbarna sinna með
svofeldum orðum: »Verið nú góð
börnin mín! Ef þið eruð þæg, þá
skuluð þið fá að vera í boltaleik úti
á hverju laugardagskvöldi, jafnvel á
hverjum degi, eftir að þið hættið að
vinna. Þið megið reykja, hressa ykk-
ur og gera yfirleitt hvað sem ykkur
þóknast. í þakkarskyni fyrir þessi
réttindi, vænti eg þess, að þið hagið
ykkur nákyæmlega eftir settum regl-
um fangelsisins. Ef þið sýnið mót-
þróa, þá verðið þið að vera eftir í
klefum ykkar meðan félagar ykkar
eru að skemta sér!«
Fyrsta tilraunin var gerð 18. júlí
og 1500 fangar skemtu sér úti í
4 klukkustundir við þjóðleik Ameríku-
manna, boltaleik (Base Ball). Að
eins 18 hættulegir manndráparar voru
eftir í klefum sínum. Allir aðrir
— þar á meðal 137, er til dauða höfðu
verið dæmdir, en náðaðir til fangelsis-
vistar — róku þátt í leiknum, sem
brátt var leikinn af miklu fjöri og
innilejk. Þegar fangarnir, sem lengi
höfðu verið í dimmunni innan fangels-
ismúranna, komu í dagsbirtuna, virt-
ust þeir um stund ruglaðir og hik-
andi, þar til svertingja-risi einn hljóp
út úr hópnum með fagnaðarópi
miklu fram á græna grundina. Hin-
ir komu nú á eftir, 23 flokkar voru
myndaðir, sem þátt tóku í leiknum
og innan skams voru þessir 800
ræningjar, vasaþjófar, svikarar o. s.
frv. með allan hugann við það að
leikurinn færi fram »eftir kunstar-
innar reglum«, en 700 voru áhorf-
endur og fylgdu hinum fjöruga leik
af miklum áhuga. Alt fór fram í
beztu reglu. Allir fengu að reykja,
og að enduðum leik fékk hver te
og eins mikið af brauði og þeir
vildu i borðsal fangelsisins. Með
dynjandi hrópum hylltu þeir hinn
ágæta fangelsisstjóra, meira að segja
voru Ijóð sungin honum til dýrðar.
Tilraunin hafði góðan árangur, og
til að létta kjör refsifanganna, krefj-
ast nú ameríksk blöð þess, að farið
verði að dæmi f. McCormick í öðr-
um fangelsum.
— r (þýddi).
------- -... 1 .II ----
Rússar í Karpatafjöllum
Rússar þykjast nú hafa náð góðri
fótfestu i Karpatafjöllum, þar sem
þeir hafa á valdi sínu alla fjallakeðj-
una milli Wolosate og Regetovo.
Austurríkismenn halda þó enn 909.
hæðinni og verður þar því hlykkur
á herlínunni, þvi sú hæð er nokkru
norðar en i beinni línu milli þessara
þorpa.
Tvö eru þau skörð i Karpatafjöll-
um sem þráfaldlega hefir verið minst
á i skeytum Rússa, enda hafa þar
staðið margar stórorustur. Það eru
skörðin Dukla og Uzok. Austurrík-
ismenn virðast hafa lagt mikla áherslu
á að verja þau skörð, svo sem von
er, því meðan þeir hafa þau á valdi
sínu verður Rússum ógreitt um vista-
flutning vestur á bóginn. Er það
eigi barna meðfæri — og jafnvel
ekki risa heldur, svo sem Rússar
eru —- að fara með farangurslestir
þvert yfir fjöllin. Munu þau full
ill yfirferðar fótgönguliði. — ErU
þar gil og gljúfur ægileg, straum-
harðar ár, snarbrött fjöll og há, og
skógar í hlíðunum. Verður þar eig1
höfð hin sama hernaðaraðferð og
víðast hvar annars staðar, að herirn-
ir leggist í skotgrafir. Skiftir þvl
skjótar tíðindum þar en víðast hvaf
annars staðar. Þarf þar góðra njósna
við, ef eigi á illa að fara. Og þdlt
Rússar hafi nú náð svo langt, sen<
raun er á orðin, er það eigi sýnt a^
þeir fái haldist þar við. Getur af'
staðan gerbreyzt á einum degi.
Fjallahryggur sá, sem Rússar hafa
nú á valdi sínu er á milli Uzok
Dukla. Wolosate liggur nokkru111
mílum vestan við Uzok og Re#et
evo (Rekotovec) álíka langt aust3tl
við Dukla. Skortir því Rússa e°®
nokkuð á til þess að hersveitir þel
nái alla leið skarðanna milli, en
svo langt er komið má tíðinda v-e
úr þeirii átt.