Morgunblaðið - 19.04.1915, Síða 2

Morgunblaðið - 19.04.1915, Síða 2
2 'MORGUNBLAÐIÐ Málverkasýning Einars Jönssonar opin í seinasta sinn á sumardaginn fyrsta. Varnarsamband Norðurlanda. Síðan konuDgastefnan var í Málm- haugum í vetur, hafa Rússar verið að hnýflast út af f>ví að hverju stefndi á Norðurlöndum. Þann 27. marz flytur helzta blað þeirra, »Novoe Vremya« mjög ítarlega grein um þetta efni og er fróðlegt að sjá að hverri niðurstöðu blaðið kemst. Það segir svo: Þýzkaland hefir reynt að telja Norðurlöndum trú um að Rússar væru óvinir þeirra. Þjóðverjar hafa ekki sett Norðurlöndum stólinn fyr- ir dyrnar vegna þess að þeir hafa eigi viljað egna þá til óvináttu við sig. Konungastefnan í Málmhaugum hefir sýnt það, að Norðurlönd hafa myndað varnarsamband. Noregur og Danmörk hjálpa Svíþjóð ef Rúss- ar ráðast á landið; Svíþjóð og Nor- egur hjálpa Danmörk ef Þjóðverjar skyidu ætla að gleypa hana og Dan- mörk og Svíþjóð hjálpa Noregi ef Rússar skyldu ætla að sölsa undir sig Finnmörk og norðurfirðina. Þannig er það að þetta varnarsam- band er að tveim þriðju stofnað gegn Rússum. Síðan fer blaðið að ræða um það, hver ástæða sé til þess fyrir Norð- urlönd að væna Rússa um það, að þeir vilji sölsa undir sig einhvern hluta af Norðurlöndum. Sver það, og sárt við leggur, að Russum hafi aldrei komið það til hugar að seil- ast til landa í Noregi og ná þar höfnum. Þeir ætli sér eingöngu að ná höfnum við Eystrasalt og Miðjarðar- haf. Þannig er það,segir bl., að varnar- samband þetta er að tveim þriðju stofnað að ástæðulausu. En að ein- um þriðja er það eftirtektavert, því það sýnir það, að Þjöðverjar ætla sér að gína yfir öllum nyrstu lönd- um Norðurálfunnar. Stórskotalið Frakka. Franska stjórnin gefur út rit um ófriðinn og er það samstæð heild, en sitt efnið í hverju heíti. Hið sjötta er nú nýlega komið út og íjallar það um fallbyssurnar og stór- skotaliðið. Það sem þar er sagt um fallbyss- urnar gefur ótvírætt í skyn að banda- menn hafi yfirhöndina á vestri vig- stöðvunum. í ritinu er komist svo að orði: Það er tvímælalaust, að 75 rnilli- metra fallbyssurnar okkar eru alveg jafngóðar sem í upphafi ófriðarins, þrátt fyrir það þótt þær hafi verið notaðar miklu meira en nokkurn mann varði. Það kvað meira að segja svo ramt að skotfæranotkuninni að til þurðar horfði um eitt skeið. En nú er þó nokkuð langt síðan að þeirri hættu varð afstýrt. Þegar ófriðurinn hófst var verið að koma umbótum á stærstu fall- Dyssurnar og því voru þær eigi jafnokar fallbyssa Þjóðverja fyrst um sinn. En síðan hafa orðið hausavíxl á því. Þessi breyting er bæði því að þakka að stórskeytaverksmiðjurnar hafa unnið framúrskarandi verk og eins höfum við tekið varastórskeytin til notkunar. Þó er eigi svo að skilja sem að við höfum eytt öllum okkar stórskeytum, heldur höfum við margt af því enn ónotað. Fall- byssunum höfum við breytt og gert þær sem bezt úr garði, enda hafa þær reynst flestum eða öllum fall- byssum betur, og hafa sýnt það aö þær má hafa i hendi sinni eftir ósk- um. Að lokum segir ritið, að fjölda margar frásagnir þýzkra fanga viður- kenni og staðfesti þá frásögn um það hve stórskeyti Frakka séu miklu betri heldur en óvinanna. Elisabet Belgadrotning. Albert konungur gengur sjálfur til viga með hermönnum sinum, en drotning hans hefir gerst hjúkrunar- kona, eins og svo margar aðrar tignar konur nú á dögmn. Drotn- ingin er sérlega vel til þessa starfa fallin því hún hefir numið læknis- fræði og lauk prófi í henni áður en hún giftist. Grávara. Undanfarin ár hefir grávara stöð- ugt hækkað i verði — sérstaklega tófuskinn og eins önnur þau skinn, sem höfð eru til klæðnaðar handa tignum konum. En nú er svo komið, að skinn þessi hafa fallið í verði um helming og seljast eigi að heldur. Seinasta sendingin til Lundúna af grávöru frá Kanada liggur þar óseld. Þessu veldur það, að menn reyna á ýmsa lund að spara, sérstaklega það, sem þeir geta án verið. Aftur á móti hefir eftirspurn á úlfaskinnum, kálfs- skinnum, sauða og geitaskinnum o. s. frv. aukist um allan helming. Er það sökum þess, að stjórnir ófriðar- ríkjanna þurfa á ógrynnum ódýrra skinna að hatda til ktæðnaðar handa hermönnum sínum. Kaupa þær alt sem fæst af þeirri vöru — og hrekk- ur það þó eigi nándar nærri. Eins og getið hefir verið í Morg- unblaðinu áður, hefir refarækt í Kanada aukist margfalt á síðari ár- um og reynst afar arðsöm. En nú er sá atvinnuvegur i kalda koli, að minsta kosti fyrst um sinn. Gamanmynd. í frönsku blaði, sem gefið er út i Sviss, birtist mynd þessi og fylgdi henni þessi skýring. Faðirinn: Hver fjandinn! Enn einu sinni hafa 20 þúsundir farið til ónýtís. En hvað er um það að ræða, maður getur ekki búið til eggjaköku nema því aðeins að maður brjóti eggin fyrst. Elzti sonur hans: Það er deginum ljósara pabbi, en þú hefir nú samt ónýtt mörg egg og þó eigi getað búið til eina einustu eggjaköku. Menn sjá það sjálfsagt að myndiu er af Vilhjálmi Þýzkalandskeisara og krónprinzinum. m DAGBÓ íý I N Afmæli f dag: Sveinn Jónsson, trósmiður. Afmæliskort selur Friðfinnur Guð- jónsson, Laugaveg 43 B. Sólarupprás kl. 4.49 f. h. Sólarlag — 8.8 síðd. Háflóð er í dag kl. 8.32 f. h. og í nótt — 8.54 N. B. Nielsen kaupm. hefir tekið Godthaabs búðina á horninu á Austur- stræti og Pósthússtræti á leigu. Ætlar hann að verzla þar með járnvörur, viudla og ýmsan annan varning. Gullfoss fór kl. 10 í gærmorgun til Hafnarfjarðar. Fjöldi bæjarmanna — surnir sögðu um 400—500 — fóru skemtiferð með skipinu. Veður var hvast og voru margir sjóveikir á leiðinni. Þegar komið var inn á Hafnaríjörðinn hófu farþegar söng og hóldu áfram söngnum unz skipið lagðist við bryggjuna. Þar tóku Hafnfirðingar á móti þeim með söng og síðan stó fram Magnús Jónssou bæjarfógeti og hólt ræðu. Þá talaði Sveinn Björnsson og þakkaði viðtök- urnar og síðan var sungið á eftir. Hafnfirðingar fjölmentu mjög til til þess að skoða skipið og dvaldist þeim þar dægurlangt. — Vörunum, sem fara áttu til fjarðarins var skipað þar á land og komst skipið eigi af stað aftur fyr en undir kvöld. Ágúst Flygenring kaupm. í Hafnar- firði varð fimtugur á laugardaginn. Búist er við að Gullfoss muni ferðbúinn til Ameríku um 26. þ. m. eitthvað af farþegum verður með skipinu, en lítinn flutning hefir skipið á vestur leið. Bragi kom af fiskveiðum í t'yrra- dag. Hafði aflað ágætlega. Columbns er væntanlegur hingað þessa daga. Nokkra undanfarna daga hefir verið stórt uppboð i verzunarhúsum P. J- Thorsteinsson & Co. og þar seldur allskonar búðarvarningur. Seinasti dag- ur uppboðsins er i dag. Flora fer norður um land til út- íanda < dag. Einar Jónsson málari hefir mál- verkasýningu sína opna þangað til » sumardaginn fyrsta. Menn ættu að nota tækifærið til þess að sjá myndir hans. Ofriðarsmælki. Rússneskir Gyðingar . Cairo hafa myndað herflokk og berj' ast nú með bandamönnum Tyrkjum. Rússakeisari hefir sæmt Wiet hershöfðingja Belga St. Andreas-kroö9' inum. Þýzkalandskeisari sæmt von Klúck hershöfðingja le Mórite orðunni. Kluck er nU batavegi. 3 Þ i n g i ð í Sidney hefir vei** f milj. sterlings pund til herkostu*09 Áður hafði það veitt ÍO1/^ miljúu- t talið að þetta fó muni ekki en nema til 13. júní í sumar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.