Morgunblaðið - 11.05.1915, Side 1
l»riðjudag
11.
maí 1915
nOBfiDNBLADID
2. árgangr
186.
tðlublað
Ritstjómarsími nr. 500
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen.
ísafoldarprentsmiðja| Afgreiðslnsimi nr. 499
Din Reykjavíkur Rlíl
DIU| Biograph-Tlieater |DIU
-----1 Talsími 475. ------
Ljómandi fallegur sjónleikur í
3 þáttum, leikinn af afbragðs
leikurum frönskum hjá Pathé
Fréres í París.
K, F. U. M.
Biblíulestur í kvöld kl. 81/*
Allir karlmenn velkomnir.
Theodor Johnson
Konditori og Kafé
stærsta og fullkomnasta kaffihús
i höfuðstaðnum.
— Bezta dag- og kvöldkaffé. —
Hljóðfærasláttur frá 5—7 Og 9—nVa
Conditori & Caíó
Skjaldbreið
fegursta kaffihús bæjarins.
Samkomustaður allra bœjarmanna.
Hljómleikar á virkum dögum kl.
.9—11V21 sunnudögum kl. 5—6.
A.V. Mikið úrval aý áqœtis kökum.
Ludvig Bruun.
Hérmeð tilkynnist að jarðarför Guð-
jóns sái. Jónssonar málara fer fram
miðvikudaginn 12. þ. m. frá heimili
hans, Skólavörðustíg 20 A, kl. ll'/2
f. h.
Vinir hins látna.
Vaji der Sanden & Co’s
hollenzka vindlar fást hjá öllum
kaupmönnum. Sérstaklega skal mælt
meðtegundunum»Sanital<og>Globe<.
Kg Viiullar
lingemann & Co. Khöfn er eina
verksmiðja í heimi, sem býr til
ekta »GL K.« vindla, »E1 Diplomat«
(litla) og »E1 Sol« (stóra) svo og
ýmsar aðrar fyrirtaks tegundir af
dönskum vindlum.
Nestor Gianacli’s
°g
Westminster
Cigarettur ern þektar um allan
heim.
í heildsölu fyrir kaupmenn, hjá
G. Eiríkss, Reykjavik.
I H. P. DUUS A-deild.
Sýnishorn af nýtízku efnum í
• „dragtir“, „ulstera“ pils og kápur
frá einhverju stærsta vöruhúsi á Norðurlöndum eru nýkomnar,
Pantanir verða afgreiddar með »Sterling« 13. þ. m.
Komið í tíma og veljið efnin 1
cJC. <3*. ÍDuus
Sími 502
tJl-ÓQÍlÓ.
Erl. símfregnir.
Opinber tilkynning
frá brezku utanríkisstjórninni
í London.
London, 9. maí.
Sir John French hefir sent eftir-
farandi skýrslu í dag:
Óvinirnir héldu áfram áhlaupnm
sinum fyrir austan Ypres i gærkveld.
í dag hafa þeir og gert áhiaup, en
þeim hefir verið hrundið. Mannfall
óvinanna var mjög mikið. Vér höld-
um allri herlínu vorri óbreyttri á
á þessum stöðvum og höfum styrkt
stöðvar vorar.
í morgun gerði lið vort áhlaup á
stöðvar óvinanna milli Grenier skógar
og Festubert. Unnum vér töluvert
á í suðaustur, í áttina til Frou-
melles. Orusta stendur enn á þessu
svæði.
Flugmenn vorir hafa gert margar
árásir, sem hafa borið góðan árangur.
------------------—
Fjalla-Eyvindur.
Á sunnudagskvöldið var Fjalla-
Eyvindur leikinn r Iðnó. Var þar
húsfyllir, eins og nærri má geta og
þó urðu margir að hverfa frá. Ann-
aðkvöld verður hann aftur leikinn á
sama stað, en eigi á uppstigningar-
dag.
Um Fjalla Eyvind hefir svo margt
verið sagt og ritað, að það væri að
vera í bakkafullan lækinn, ætlaði
maður sér að fara að bæta nokkru
þar við. En svo djúpt getur maður
þó tekið í árinni, að ekkert annað
leikrit, sem hér hefir verið sýnt,
hefir náð jafn föstum tökum á hug-
um manna, og hafa þó verið sýnd
hér inörg ágæt leikrit. Til þessa ber
tvent. Fyrst er að telja það, að
efnið er tekið úr íslenzku þjóðlífi og
fslenzkum hugsunarhætti vafið inn f
það. Þess vegna skilja menn það
svo vel og betur en flest annað.
í öðru lagi er það að telja, að
fæst leikrit hafa verið leikin jafnvel
hér í bæ og naumast, að i nokkru
leikriti hafi aðalleikendurnir, þeir,
sem alt veltur á, leyst hlutverk sin
svo vel af hendi og í Fjalla-Eyvindi.
Hér gerist þess litil þörf að fara
að lýsa leik hvers leikanda, því þeir
voru tlestir hinir sömu og áður.
Þó saknaði maður Bjarna Björns-
sonar úr hlutverki Arngrims holds-
veika. Þorfinnur Kristjánsson lék
það að visu ekki illa, en gerfið var
afleitt, andlitið alt eins og urriðaroð,
en hendurnar hvitar og faliegar.
Þá þótti oss gerfi hreppstjórans eigi
jafn gott og áður. Fara honum
bartarnir ver en alskeggið. Arnes
er likur sjálfur sér og mátti þó gerfið
vera betra í þriðja þætti. Það er
all óeðlilegt að útilegumaður,sem eyð-
ir mestum hluta æfisinnar undir beru
lofti upp um fjöll og firnindi, skuli
ekki vera neitt útitekinn. Hefir
Arnes og stundum verið betur leik-
inn en á sunnudagskvöldið.
Aðalhlutverkin, sem leikurinn
stendur og fellur með, léku þau
Helgi Helgason og Guðrún Indriða-
dóttir eins og fyr. Og um leik
þeirra verður að segja hið sama og
áður hefir verið sagt, að hann er
ágætur, og hreinasta snild i seinaata
þætti.
Það fór mikið orð af því hvað
frú Dybvad lék hlutverk Höllu vel
þegar leikurinn var sýndur í Dagmar-
leikhúsinu í Kaupmannahöfn. En
það segja þeir menn, sem séð hafa
leik frú Dybvad og eins leik frú
Guðrúnar Indriðadóttur, að hin sið-
arnefnda leiki langt um betur i sein-
asta þættinum. En öll áhrif leiks-
ins eru undir þvi komin að sá þátt-
ur sé vel leikinn.
Að þessu sinni var sá þáttur svo
vel leikinn af þeim báðum, Helga
og Guðrúnu, að vér minnumst þess
eigi að hafa séð þau leika jafnvel
áður. Enda náðu þau föstum tök-
um á öUum áhorfendum, með leik
sinum. Var eins og allir stæðu á
öndinni og voru sumir grátklökkir.
NÝ J A BÍ Ó
Tia (tprjónarnir
gamanmynd.
Hautf f)ár
Gamanmynd. Aðalhlutv. le:ka
John Bunny og Lolotte.
Tfhjnair frá Befgíu
Belgiski herinn. Drotningin
sem hjúkrunarkona.
Tleðanjarðarjárnbrauf
Fjalla-Eyvindur
verður leikinn
miðv.daginn 12. þ. mán.
í Iðnó kl. 8 síðd.
Aðgöngumiða má panta i
Bókverzlun ísafoldar.
Maður hreifst ósjálfrátt með, gleymdi
öllu öðru en þvi, að maður væri uppi
á reginfjöllum i litlum og hrörlegum
útilegumannskofa, en úti fyrir hamaðist
stórhríð — islenzkur blindbylur. Qg
það »ar eins og nistingskuldi færi
manni um merg og bein og læsti
sig inn að hjartarótum, þegar Halla
hljóp út í bylinn, vonleysið og ör-
væntinguna. Og maður áttaði sig
eigi á því að þetta væri alt saman
leikur fyr en tjaldið féll. Þá hurfu
törfarnir og leikhúsið lék á reiði-
skjálfi af lófataki áhorfenda. Tjaldið
hófst aftur og Halla og Eyvindur
komu fram. Var þá varla nokkur sá,
er eigi klappaði og tvisvar urðu þau
að koma fram á leiksviðið til þess
að þakka áhorfendum fyrir viður-
kenninguna.
--------------------
Rafsuða á Seyðisfirðl.
Úr bréfi frá Sf.
— Nú er búið að ákveða
rafmagnssuðu hér í sumar og verður
stöðin því látin ganga alt árið hér
eftir. Vélarnar eru þó ekki svo
magnaðar að a 11 u r bærinn geti enn
nötað strauminn til suðu, því að
suðuáhöldin eru svo straumfrek, en
eitthvað um 20 heimili hafa nú skrif-
að sig fyrir suðustraum og er það
víst það mesta sem þessar vélar geta
fullnægt. En það verður sjálfsagt
bætt upp á það bráðlega, ef álitið er
að það borgi sig. Ráð var gert fyrir
þessu þegar stöðin var bygð, nefnil.
ætlað rúm fyrir viðbótarvél og vatns-
pípurnai, stíflugarðurinn þannig gerð-
ur og að litla breytingu þarf að gera,
annað en vélakaup.
Menn eru alment mjög ánægðir
með raflýsinguna og finst hér ekki
sá kofi að ekki sé raflýstur. —