Morgunblaðið - 19.05.1915, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.05.1915, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Kvennaskólinn heldur 6 vikna námskeið í Hússtjórn- ardeildinni frá i. júlí n.k. Borgun i kr. á dag. Þær, sem vilja sinna þassu, sendi sem fyrst skritiega umsókn til for- stöðukonu skólans. Rvk. 17. maí 1915 Ingibjörg H. Bjarnason. mína. Fáir munu því hafa þekt hana betur. Og jeg get með sanni sagt, að meira valkvendi enn hana hef jeg ekki þekt. Sambúð hennar og manns hennar var sannkölluð fyrirmynd, og vissi jeg aldrei til, að þar drægi neinn skugga á. Hún var ástrík móðir eigi að eins börnum sínum heldur og stjúpbörn- ,um, enda er mjer kunnugt um, að stjúpbörnin elskuðu hana eins og hún væri í raun og sannleika móðir þeirra. Heimilisstjórn, regla og þrifn- aður innan húss, ljet henní fyrirtaks vel. Heimiti þeirra hjóna var eitt hið snotrasta og rausnarlegasta hjer i bæ, enda vóru þau bæði samvalin í því að gera garðinn frægan. Trygð hennar og vinfesti þekkja þeir best, sem reyndu. En þó dáðist jeg mest að kjarki hennar og viljakrafti, þeg- ar i nauðir rak fyrir henni. Hún fór ekki fretnur enn aðrir varhluta af ándstreymi lífsins, og þá sást ein- mitt bezt, hvern mann hún hafði að geyma, þá reyndist hún sem hetja, er á hólminn var komið, og skírðist við hverja raun sem gull í eldi. Það er þvi ekki ofmælt, að ísland á hjer á bak að sjá einni af sínum bestu dætrum. Guð blessi minning hennar1 Bjðrrt M. Ólsen. Erl. simfregnir. Opinber tilkynning frá brezkn ntanríiisstjornmni i London. Frá Bretum. London 17. maí. French yfirhershöfðingi skýrir frá því að í dag hafi 1. her Breta unnið enn meiri sigur sunnan við Riche- bourg l’Avoue og að allar skotgrafir Þjóðverja, á tveggja mílna löngu svæði, hafi verið teknar. I morgun gengu nokkrir flokkar Þjóðverja sjálfviljugir á hendur her- sveitum vorum, sem enn berjast af mikilli hreysti og hugrekki. Þegar einn af þessum flokkum bjóst til þess að gefast upp, beindi stórskota- lið Þjóðverja skothríð sinni á hann og tvístraði honum algerlega. Eigi er enn nákvæmlega kunnugt hversu marga mann vér höfum tekið nöndum, en 550 hafa verið fluttir aftur fyrir hersveitirnar þangað, sem samgöngutæki vor eru. Orusta í lofti. London 17. mai. Flotamálastjórnin birtir eftirfarandi skýrslu í dag: Zeppelins-loftfarinu, sem réðist á Ramsgate í morgun, var snúið aftur með vélbyssuskothrið frá East- church og Westgate alla leið til vestra Hinder-vitaskipsins. Þegar það var framundan Neuport réðust 8 flugbátar frá Dunkirk á það. Kom- ust þrir þeirra svo nærri að þeir gátu skotið á það á stuttu færi. Bigsworth flugsveitarforingi kast- aði fjórum spreng:kúlum á loftfarið er hann var 200 fetum hærra í lofti en það. Sáu menn þá þykkan reyk leggja út úr einum loftbelg loftfars- ins. Síðan flaug það upp á við, nær þráðbeint, þangað til það var komið í 11000 feta hæð. Það er álitið að það hafi skemst mjög mikið. Allir flugbátar vorir urðu fyrir ákafri skot- hríð frá loftfarinu en engan mann sakaði það. Rússneskir fangar yfirheyrðir. Fréttaritari nokkur, sem er í her- búðum Austurríkismanna, segir eftir- farandi smásögu: Hérna um daginn var eg við- staddur er fjórir rússneskir fangar voru yfirheyrðir. — Viljið þér ekki hverfa aftur til yðar manna? spyr liðsforinginn, sem á að yfirheyra þá. Ykkur er það velkomið. Fangarnir horfa á hann, en svara engu. — Viljið þið að við gefum ykk- ur fé til þess? — Tíu rúblur hverj- um — tuttugu rúblur — fimmtíu rúblur — hundrað rúblur? Stór og ljóshærður Rússi hristir höfuðið og svarar: — Þessi ófriður hefir staðið nógu lengi-------að því er m é r þykir. Hinir kinka kolli. Eg geng til fyrirliðans og segi við hann gremjulega. — Hvað munduð þér hafa gert ef einhver fanganna hefði tekið til- boði yðai ? Liklega hlegið að hon- um — — ? Fyrirliðinn svarar mjög rólega: — Yður skjátlast! Eg er þess al- búinn að standa við tilboð mitt. Það hefir komið fyrir að við höf- um keypt fanga til þess að hverfa aftur.-----Við höfum borgað þeim mismunandi mikið fyrir það----------- þeir hafa farið til félaga sinna, sagt þeim hvernig við færum með fanga okkar og komið aftur með marga menn með sér. ■---- DAGBÓRIN. 1= Afmæli í dag: Páll Erlingssou sundkennari f. Steingr. Thorsteinsson skáld 1831 Sigurður Jónsson prestur Veðrið í gær: Vm. logn, hiti 6.6 Rv. logn, regn, hiti 5.4 íf. n.a. gola, hiti 0.0 Ak. logn, hiti 3.0 Gr. logn, hiti 7.0 Sf. Iogn, hiti 1.1 Þh., F. n.a. andvari, hiti 4.5. Sólarupprás kl. 3.8 f. h. S ó I a r I a g — 9.43 sfðd. Háflóð í dag kl. 8.33 og í nótt — 8.45 Póstar í dag: Austanpóstur kemur. Ingólfur frá Grindavík. Flora fer til útlanda. A morgun: Kjósarpóstur fer. Keflavíkurpóstur fer. Ingólfur til Borgarness. Cerea á að koma frá útlöndum. Augnlækning ókeyjpis kl. 2—3 Lækajrgötu 2 uppi. Gestir í bænum: Síra Jón Thor- steinsson Þingvöllum. Flora kom frá útlöndum í gærmorg- un 8nemma. Meðal farþega Benedikt Jónasson verkfræðingur með frú og nokkrir fleiri. Misprentast hafði i nokkrum hluta af upplagi Morgunblaðsins í gær, að ráðherra færi utan með Christianssund. Hann fer að líkindum með Flóru í kvöld. Sjálfstæðisfundur var haldinn í fyrrakvöld og var þar samþykt tillaga þess efnis, að fólagið skorar á ráðherra að rjúfa þing áður en hann staðfestir stjórnarskrána. Ný vefnaðarvöruverzlun verður opnuð hór í bænum á morgun. A hún að heita Gullfoss. Ilringurinn lók í gærkvöldi »Erfða- skrá Bínu frænku«. Var þar troðfult hús og hinn bezti rómur ger að leik stúlknanna og skemtu menn sór vel yið leikinn. Aftur verður leikið f kvöld, og aðgöngumiðar nær uppseldir. Eignir þjóðverja i Englandi. Enska stjórnin skýrði frá þvi í þinginu nýlega að eignir Þjóðverja í Englandi væru metnar á 84^/2 milj- sterljngs pd. Brunnar eitraðir. Viðureignin í Suður-Afríku. Nýlendumálaráðuneytið brezka, hef- ir sent út svolátandi skýrslu þann 6. þ. mánaðar. Þegar hersveitir vorar náðu Sva- kopmund á sitt vald, komust þær að raun um að sex brunnar í þorpinu voru eitraðir með baðlyfi, sem í er mikið af arsenik. í sumum brunn- unum fundust fullir pokar af þessu eitri. Botha hershöfðingi hefir sent bréf til Franke, hershöfðingja Þjóð- verja og lætur þess þar getið að þetta framferði Þjóðverja komi í bág við 23. grein Haagsamþyktar- innar, og haldi þeir iram upptekn- um hætti, muni þýakir liðsforingjar látnir sæta ábyrgð fyrir það. Þýzki hershöfðinginn svaraðí því að her- sveitir sfnar hefðu feugið skipanir um það, nð láta engar vatmslindir falla í hendur óvinanna og bætti svo- við: Þýzki fyrirliðinn, sem hafði herstjórnina t Svakopmund, þegar menn vorir urðu að yfirgefa þorpið,. skipaði hermönnunum því að kasta nokkrum poknm af mataralti i hvein brunn. En þeir komust að raun um að saltið ónýtti eigi vatnið nema stutta stund. Reyndu þeir því næst baðlyf og sáu að það mundi hrífa. Franke gat þess ennfremur, að til þess að vatn þetta skyldi eigi verða óvinunum til heilsuspillis, hefðu verið settar auglýsingar við alla eitruðu brunnana og menn var- aðir við að neyta vatns úr þeim. Botha svaraði aftur og sagði sér þætti það leitt að þýzka herstjórnin skyldi styðja að þvi, að eitri væri helt í brunnana. Benti hann aftur til 23. greinar Haagsamþyktarinnar,. og sagði að brotið væri engu minna fyrir það þótt aðvörunar-auglýsingar væru settar við brunnana, en að þessu sinni hefðu þó engar slíkar auglýsingar sézt I Svakopround. Sagðist hann vona að þýzka her- stjórnin léti slík hermdarverk ógerð i framtíðinni. Síðan hafa Þjóðverjar orðið að hörfa úr Warmbad og ýmsum öðr- um stöðum og allsstaðar hafa þeir eitrað alla brunna jafnharðan með- fram jámbraatinni. Uppskeruhorfnr þfzkalands. Eftir því sem »Frankfurter Zeit-- ung« skýrir frá, eru horfui mjög góð- ar um uppskeru í Þýzkalandi í sum- ar. Það virðist svo, sem votviðrin í vetur hafi alls eigi skemt akrana,- heldur eru þeir betri til sáningar nú en oft áður. Þýzkaland stendur nú svo miklu betur að vigi en óvinalöndin að því leyti, að það háir ófriðinn eingöngu utan sinna landamæra. En i Belgíu, Norður-Frakklandi og Póllandi verð- ur sjálfsagt alger uppskerubrestur 17 sumar, vegna þess, að þar er ölluro jarðvegi umturnað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.