Morgunblaðið - 19.05.1915, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Fyrir kaupmenn:
Westminster
heimsfrægu
Cigarettur
ávalt fyrirliggjandi, hjá
G. Eiríkss, Reykjavík.
Einkasali fyrir ísland.
Til hátiðarinnar
Hið ágæta Smjörlíki Búkollumerkið
og D. M. C. rjóminn,
ætíð fyrirliggjandi hjá
P. Sfefánssott.
Tfðeins fijrir haupmenn.
Salt Salt
Salt
Nokkur hundruð tonn af salti til sölu með góðu verði
i smærri og stærri skerfum.
Semjið sem fyrst við
Mory & Cie.
i Hafnarstræti 17.
Jón Kristjánsson
læknir.
Gigt og hjartasjúkdómar.
Fysiotherapi.
Bókhlöðustíg io, uppi.
Til viðtals kl. io—12.
VÁTr-íYGGHNC4/U’í
Vátryggið tafarlaust gegn eldi,
vörur og húsmuni hjá The Brithish
Dominion General Insurance Co. Ltd.
Aðalumboðsm. G. Gíslason.
Vátryggið hjá:
Magdeborgar brunabótafélagi
Den Kjöbenhavnske Söassurance
Forening limn Aðalumboðsmenn:
O Johnson & Kaaber
Bann
Hér með fyrirbýð eg alla umferð
um Bessastaðanes. Sérhver sá sem
gerir sig sekan i að ferðast um nefnt
nes, skjóta við strendur þess eða
láta gripi sína koma þar án mins
leyfis, verður lögsóttur að harðasta
lagaleyfi.
Bann þetta gildir fyrir allan þann
tima sem eg hefi jörðina Bessastaði
á leigu.
Geir Guðmundsson.
A. V. Tulinius
Miðstræti 6. Talsími 254.
Brunatrygging — Sæábvrgð.
Stríðsvatrygging.
Skrifstofutimi 9—n og 12—3
Det kgl octr. Brandassurance Co.
Kaupmannahöfn
vátryggir: hus, husgögn, alis-
konar vöruforða o. s. frv. gegn
eldsvoða fyrir lægsta iðgjald.
Heimakl. 8—12 f. h. og 2—8 e. h.
i Austurstr. 1 (Búð L. Nielsen)
_____________N. B. Nielsrn.
Carl Finsen Austurstr. 1, (uppi)
Br unatry ggín gar.
Heima 6 */4—7 l/«. Talsími 331.
Alt sem að greftrun lýtur:
Líkki tnr og Líkklæði
bezt hjá
Matthíasi Matthiassyni.
Þeir, sem kaupa hjá honum kistuna,
fá skrautábreiðu lánaða ókeypis.
Sími 497.
Egg (ísl)
80 aura */a kg. (um 8 aura hvert)
íást hjá
JónifráVaðnesi
dögmbnn *^KBEI
Sveinn Björnsson yfird.lögm.
Friklrkjuveg 19 (Staðastað). Simi 202.
Skrifsto/utimi kl. 10—2 og 4—6.
Sjálfur við kl. 11 —12 og 4—6
Eggert ciaessen, yfirréttarmála-
fiutningsmaður Pósthússtr. 17.
Venjulafla heima 10—11 og 4—5. Slmi 16.
Olafur Lárusson yfird.lögm.
Pósthússtr. 19. Sími 215.
Venjulega heima 11 —12 og 4—3.
Jón Asbjörnsson yfid.lögm.
Austurstr. 3. Sími 435.
Venjulega heima kl. 4—31/,.
Guðm. Olafsson yfirdómslögm,
Miðstr. 8. Sími 488.
_________Heima kl. 6—8.__________
Bjarni Þ. Johnson
yfirréttarmáiaflutningsmaður,
Lækjarg. 4.
Heima 12—1 og 4—5. Sími 263.
Silfurlands nótt.
Skáldsaga
Qm ræningja í ræningjalandi
4 eftir
Övre Richter Frich.
í heilan mannsaldur tamdi hann
hina viltu þjóð með hyggindum sín-
um, dugnaði og óbilgirni. En svo
kom litill og þeldökkur lagamaður,
algengur lýðsnápur, með breiða
kjálka og ákaflegt munnrensli. Og
þegar þvf er nú svo farið i Mexiko,
sem annarsstaðar, að orðin vega
meira en verkin, þá leizt þjóðinni
ráð að gera hinn siblaðrandi laga-
snáp að forseta og hratt Diaz úr
sessi. Munnrenslismaðurinn varð
drotnari, en dugnaðarmaðurinn, sem
þá var orðinn ellihniginn, varð að
gerast landflótta.
Og nú sat hann þarna eftir, litli
þeldökki lagasnápurinn, og átti að
stjórna. Veslings Francisko Maderol
Hann kunni að visu að halda æs-
ingaræður, en stjórhað gat hann eigi.
Svo hvarf hann, eins og menn hverfa
svo oft i Mexiko — — og ný
Sturlungaöld hófst., — — Nóttin
lagðist aftur yfir silfurlandið-----
Þögnin, kyrðin, skelfingin!
Hvað mun næsti dagur bera í
skauti sínu?
Þeyl — Langt, langt í burtu, úti
við yztu rönd hásléttunnar kvað við
kliður nokkur. Það var líkt og óm-
ur af raddklið margra manna. Og
sjá — út úr biksvörtu myrkrinu
gægðist lítil gul stjarna. Hún stækk-
aði óðum og starði inn yfir landið
eins og Kyklops-auga. Og hávað-
inn óx og varð að skrölti.--------
Einkennilegum grænleitum blæ
sló á hauður og loft. í suðri risu
fjallahnúkar upp úr myrkrinu, hver
á bak við annan og hver öðrum
hærri. — — —
Það birti stöðugt. Hundur gó
aumkunarlega---------og coyotarnir
höfðu eins hátt og þeir gátu.-------
Svo sló ljósinu í einni svipan á
sléttuna. Það var máninn sem kom
og glóði á snæþöktum tindi Ori-
zabas eins og ennishlað Diönu. Þetta
fegursta fjall i Mexiko, hófst og
teygði koilinn hátt upp i silfurlitann
ljósvakann og horfði út yfir hina
vaknandi jörð.
Fjallið sá alt: Sléttuna, gripina
og járnbrautarlestina, sem stritaðist
fram yfir hinar endalausu gulu auðn-
ir. Það sá einnig stöðina með þykk-
um múiveggjum og var það eina
prýði sléttunnar að undanteknum
nokkrum jarðhúsum, þar sem Indí-
ánar og svín ólu æfi sina.------------
í stöðvarhúsinu stóð kínverski
veiting^maðurinn og skimaði vand-
ræðalega alt umhverfis. Fjórir
Mexikanar gengu þar fram og aftur
með hendur í vösum. í garðinum
að KB&baki stóðu sex hestar með
rei^pgjum.
■ lárnbrautarlestin rann inn á stöð-
ina.
Maður og kona stigu af fyrsta
flokks vagni. Þau héldu bæði á
handtöskum og gengu þegar fyrir
kinverska veitingamanninn.
Hafið þér nokkurt herhergi með
tveimur sængum? spurði maðurinn
á góðri spænsku.
— Já, herra, mælti kínverjinn,
en hreyfði sig þó hvergi úr stað.
— Jæja, vísið okkur þá þangað,
mælti gestur vingjarnlega. Konan
min er þreytt eftir ferðalagið.
En Kínverjinn hreyfði sig hvergi.
Hann skimaði í allar áttir eins og
hann vildi leita sér undankomu eða
hjálpar. Hann ætlaði að segja eitt-
hvað, en þá drundi eitthvað í ein-
hverjum að baki hans og var það
nóg til að hefta tungu hans. Það
var einn Mexíkaninn, sem gekk þar
fram hjá. Tunglsljósið féll á örótt
andlit og gult, og opinn munn
með tveimur gríðarstórum tönnum.
Andlit gestsins breytti svip, er
hann sá þennan mann. Hann tók
að athuga hvernig hér væri ástatt,
og hann hafði gaman af því. Og
hefði einhver athugull maður verið
þar, mundi hann hafa séð að nasir
hans skulfu lítið eitt. Hann var eins
og veiðihundur, sem hefir fundið
þef af eftirsóttri bráð.
— Hvað er á seyði ? spurði konan
á þýzku og leit á mann sinn. Litli
Mexikaninn gekk fram hjá i sama
bili og andlit hans var svo afskræmt
að það var likast myndum þeim, sem
menn hafa til þess að hræða börn
með. Ógeðslegt bros lék um varir
hans, er hann sá þarna einhverja
hina fegurstu konu er augu dauð-
legs manns hefir nokkru sinni litið.
Það drundi aftur eitthvað i honum,
en í þetta skifti ánægjulega.