Morgunblaðið - 26.05.1915, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.05.1915, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ íþróttamenn. Frh. V. Mér hefir oft orðið þungt í skapi vegna þeirra manna, sem við íþróttir eiga bér í Reykjavik. Þeir eru flestir svo tómlátir og áhugalausir, að því mundu fáir trúa að óreyndu. Fólk heldur að þeir séu fyrirmyndar fé- lagsmenn, sem starfi með brennandi áhuga. En það fer hver villur vegar sem slíkt hyggur. Iþróttamennirnir eru ekki betri en aðrir. Þeir menn eru teljandi, sem stunda hér iþróttir af heilum huga. Hinir eru fleiri, sem sinna þeim með hang- andi hendi og hálfum huga. Þeir menn meta meira að afla sér skað- legra nautna og auðvirðilegra skemt- ana, heldur en skerpa sitt sljóa vit og herða sinn lingerða líkama með hollum íþróttum. Þegar menn byrja hér að iðka einhverjar íþróttir, þá láta þeir eins og afglapar af ákafa í fyrstu. Þeir margspyrja hvenær næsta æfing verði. Þegar þeim er sagt það, verða þeir sárgramir yfir því, hversu langt er á milli æfinga. Þeir vilja helzt hafa þær á hverjum degi. En þessi dýr- mæti áhugi stendur ekki lengi. Fyrstu æfingarnar koma þeir á und- an öðrum og bíða þess með óþreyju að byrjað sé. Þegar þeir hafa komið nokkrum sinnum fer áhuginn að dvína. Eftir mánuð hætta þeir að sækja æfingarnar reglulega, Svona eru þeir flestir. — Sem betur fer eru þó menn innan um, sem ekki eru slíkir flysjungar. Þeir, sem fyrst í stað eru heil- hugar íþróttunum, hyggja að allir þeir, sem með þeim vinna, séu það líka. En það líður ekki á löngu áð- ur eu þeir sjá hvernig félögum þeirra er innan rifja. Þá er um þrent að að gera fyrir þá: Að iðka íþróttirn- ar áhugalaust og með hangandi hendi, eins og þeir sjá að flestir gera. Að iðka þær eftir sem áður með áhuga og þola alla skapraun, sem af því leiðir. Þriðja úrræðið er, að segja skilið að fullu og öllu við þenna félagsskap. Menn kunna nú að spyrja: Af hverju eru þeir menn að iðka íþrótt- ir, sem engan áhuga hafa fyrir þeim ? Þeir gera það sumir af barnaskap. Þeim þykir gaman að því að kallast íþróttamenn. Þeirra hugsun er: Starfaðu ekkert og hugsaðu ekkert, sem þeim íþróttum má til gagns verða, er þú stundar. Legðu ekkert i sölurnar fyrir þær, það verða ein- hverjir til þess aðrir, ef með þarf. — Aðrir byrja á iþróttunum af því að þeir vilja verða iþróttamenn og skara fram úr hinum. En fáir eru smiðir i fyrsta sinn. Þeir sjá fljótt að þvi marki ná þeir ekki með sitjandi sælunni. Þeir verða að hafa þolin- mæði og starfa með óskiftum áhuga. En þegar þeir sjá að þeir ná því ekki öllu með einu taki, þá leggja þeir árar í bát. Þeir halda að vísu " Nlenn þurfa að mála þegar veðrið er gott, er ekki minni ástæða til að nota eingöngu litina góðu, frá Sadolin & Holmblad & Co’s Eftf., Kaupmannahöfn, því þeir þola alla veðráttu. Aðalumboðsmenn: Nathan & Olsen. áfram að vera í félaginu, en þeir hafa ekki lengur neitt mark að keppa að. Þeir eru ekki lengur heilir og þeir sýkja frá sér. Er nú slikt að undra, að þeim mönnum, sem heilbrjósta eru og vilja vinna, verði gramt i geði, er þeir sjá að vit þeirra og vilji fær engu orkað, vegna þessa almenna tómlætis og viljaleysis, sem alt ætl- ar að drepa? Þeir menn í félögunum, sem heilir eru og iðka íþróttirnar sjálfs sin vegna, þeir hafa að visu skapraun af hinu óheila sinni samfélaga sínna, en engir fá að finna eins til þess og stjórnendur félaganna. Það er eins og meðlimirnir geri það fyrir stjórnina, en ekki fyrir sjálfa sig, að sækja æfingar. Það tekur á taugarnar að halda slikum félagsskap saman. Vilji stjórnin koma einhverju því í fram- kvætrjd, sem til framfara horfir fyrir félagið, þá getur hún ætið búist við, að það nái ekki fram að ganga, vegna þess að flestir af félagsmönn- um vilja ekki og nenna ekki að leggja neitt á sig fyrir félagið. Þeim finst þeir gera vel, meðan þeir gera það fyrir stjórnina, að koma á æfingarn- ar! i Svona eru þeir innrættir íþrótta- mennirnir í Reykjavík — flestir. Hér er við raman reip að draga, °g eg hygg að ekki liði á löngu áðui en einhverjir verða uppdregn- ir af þeim góðu mönnum, sem nú halda sumum félögum hér ofan borðs. Þau standa með þeim og þau falla með þeim. Eg get ekki álasað þessum mönnum, þó að þeir haldi ekki lengur uppi baráttunni við þetta áhugaleysi, viljaleysi og þrekleysi, sem helzt til margir virðast hafa fengið í vöggugjöf. Það er ekki nema eðlilegt að þeir gefist upp. Þeir sjá engan árangur verka sinna. Það heldur alt niður á við. VI. Þó að eg beini þessum orðum mínum í garð iþróttamanna, þá eru fleiri sem hér eiga óskilið mál, því hér stendur allur félagsskapur á fún- um rótum. Vinur er sá er til vamms segir. - Eg beini þessu til þeirra af þvi, að mig tekur það sárast að sjá íþróttirnar lognast út af, smátt og smátt, eingöngu af tómJæti og áhuga- leysi manna. Það er öllum vel Ijóst hvert gagn qetur verið að íþrótlum. En það verð- ur aldrei fult gagn fyr en allir iðka þær — öll þjóðin, og á þann heil- brigða hátt, að menn iðki þær með það fyrir augum að verða hraustari og heilbrigðari. Þróttvana og brjóstsogin þjóð á ekki neina glæsilega framtíð fyrir sér, og flestir þeirra manna, sem nú þykjast vinna að þessu málefni, eru ekki líklegir til að koma brjóstinu út á þjóðinni. B—n—O. 1 D A G B Ó £f I N. C3 Afmæli í dag: Lára Siggeirsdóttir, ungfrú Helga Sigurgeirsdóttir, húsfrú Kristín Pálsdóttir, húsfrú Margrót Þorláksdóttir húsfrú Solveig Eymundsson, húsfrú Þuríður Níelsdóttir, húsfrú D. Bernhöft, bakari Geir Zoega, kaupm. 85 ára Jóh. Kristjánsson, ættfræðingur. Þorkell Ólafsson, söðlasm. Sólarupprás kl. 2.47 f. h. S ó 1 a r 1 a g — 10.5 síðd. Háflóð í dag kl. 3.30 og í nótt — 3.54 Veðrið í gær: Vm. a. gola, hiti 6.5 Rv. v.s.v. gola, hiti 7.0 ísaf. s.v. kaldi, hiti 7.2 Ak. logn, hiti 9.0 Gr. s.s.v. andvari, hiti 7.5 Sf. s.v. kaldi, hiti 7.9 Þh.F. v.n.v. gola hiti 9.5. Leiðinlegt er að sjá staurana sem Skautafélagið notaði til þess að girða af svellið á Tjörninni í vetur, standa upp úr vatninu hingað og þangað um Tjörnina. Vór teljum víst að sú skylda hvíli á félaginu, að koma staurunum á burt undir eins og ísinn er horfinn, enda munu þeir og vera fólagsins eign og hægðarleikur að nota þá næsta ár þ. e. a. s. ef þeir eru hirtir nú þeg- ar. Tjörnin gæti verið einhver mesta bæjarprýðin og skömm er það, hve illa hún hefir verið hirt undanfarið. Kostn- að mun það auðvitað hafa í för með sér, að gera Tjörnina sæmilega, en að láta gamla staura standa vikum sam- an langt upp úr vatninu er vanræksla, sem ekki má eiga sór stað. Það kost- ar þó aldrei nein auðæfi að koma þeim á burt. Burt með staurana — og það hið bráðasta. Að gefnu tilefni skal þess getið, sð Sjúklingum mínum gefst til vitucdar að eg verð verandi um stundarsakir. Rvík 25. maí 1915. Þorv. Pálsson Jæknir það er ekki Ben. G. Waage, sem rit að hefir greinina »lþróttamenn«, sem birst hefir hór í blaðinu. Rangt var farið með föðurnafn mannsins íslenzka, sem fyrirfór sór í Kaupmannahöfn. Hann hét Móses Jónsson (en ekki Jóhannsson) og kvað vera ættaður úr Mosfellssveit. Hann dvaidi um tíma á Jótlandi, en fluttist til Kanpmannahafnar og fókst þar eitthvað við verzluu, en gekk eigi vel. 1 Hjáipræðishernum var hann einu sinni. — Hann kæfði sig á gasi- Flóra kom hingað aftur í fyrrakvöld um kl. 8. Hafði orðið að snúa við vegna. haffss er hún var kominn norð' ur á miðjan Húnaflóa. Hafís var þar afarmikill, eftir því sem skipstjóri sagði; sigldi skipið rúma klukkustuud inn í fsinn, en varð þá að hætta við tilraunina að komast í gegnum hann. Skipið fór aftur suður og austur una land um miðnætti, en nokkuð af far- þegunum sem til Norðurlands ætluðu, stigu af skipinu hór. Vesta fór til útlanda f gær. Með skipinu tók sór fari m. a. Einar Arnórsson ráðherra. Hestnr fældist á Skólavörðustfgn' um snemma í gær. Hljóp hann niður stfginn og beint á búðarhurðina á Laugavegi 1, þar sem Guðm. Ásbjörns- son selur myndastytturnar. Hurðin brotnaði og annað slys varð ekki af því. — Litlu síðar kom maður á hjóli niður Laugaveg og stýrði beint á búðargiugg- ann hjá Guðmundi. Kúðan brotnaði sem og töluvert af myndastyttum, en hjólreiðamaðurinn skar sig og skemdi eitthvað dálítlð. I Þeir, sem þurfa að f-rúka timbuí seinnipart sumars og í haust, xtttt að tala við undirritaðan áður en „Guíífoss" fer, nú um mánaðamótiö- firtti Jótisson, Sími 104. Laugavegi 37. Sími 1 °4’

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.