Morgunblaðið - 28.05.1915, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.05.1915, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Hótanir bandamanna. Fiéttaritari »Lokalanzeiger« í Aþenu- borg segir svo um mánaðamótin. Eítir áreiðanlegum fréttum hefi eg komist að raun um það, að liðssam- dráttur bandamanna í Hellusundi er eingöngu til þess ætlaður að hræða Tyrki. Það er alveg nákvæmlega sama aðferðin og þeir notuðu í marzmánuði. Eftir þeirra eigin sögu- sögn áttu þeir þá yfir 150 þúsund- um landgönguliðs að ráða og að þessu sinni þykjast þeir einnig hafa 150 þúsundir. Sannleikurin er samt sem áður sá, að í marzmánuði höfðu bandamenn að eins 3 5 þúsundir hermanna hjá Hellusundi, en nú hafa þeirdregið þar saman 50 þúsundir. Þennan her geta þeir aukið í 80 þúsundir, þó eigi með öðru móti en því að veikja mjög herinn í Egyptalandi. Meginþorri þess hers, sem þeir nú hafa þarna, er nýlendu- lið, sem enginn dugur er í. Galdra-Loftur. Fréttasnápur Politikens hefir ný- lega átt tal við Victor Sjöström leikara, um nýtt hlutverk, sem hann hafði þá með höndum. Talið berst að starfsemi hans í vetur og segir Sjöström að hann hafi ferðast um Svíþjóð og leikið »Theodor þreyttac og »Galdra-Loft*. — Það eru ærið ólík hlutverk, segir blaðamaðurinn. — Já, eigi verður því neitað. — Hvert þeirra féll yður betur í geð ? — Eg hafði mjög mikið ^aman af því að leika Theodor, en eg vil þó langt um heldur leika Loft. Þjóðverjar geta ekki lánað meira lið. Brezkur rithöfuudur, Hilaire Belloc, sem hefir ritað mikið um ófriðinn, segir í blaðinu »Land and Water«, 6. þ. m. að ef Ítalía lendi í ófrið- inum muni þeir þegar í stað senda 1 miljón hermanna gegn Austurríki. Hann kveður ítali hafa nógar fall- byssur og tiltölulega miklu meiri skotfærabirgðar en heri hinna stór- veldanna. Að líkindum mundi her þeirra mæta einhverri mótáþyrnu fyrst í stað, en svo mikils liðsmun- ar mundi kenna, að ítalir|gætu brot- ist inn í landið. Segir Belloc, að ekki geti hjá því farið, að ófriðurinn muni taka miklum stakkaskiftum ef ítalir hefjist handa. Austurríki verð- ur fyrir fyrsta skellinum. Þjóðverjar munu ekki senda her á móti Itöl- um, því þeir geta ekki lánað Aust- urríkismönnum meira lið. ------ D AGBÓRIN. E=3 Afmæli í dag: Sigríður Björnsdóttir, jungfrú. Sigríður Clements, húsfrú. Ásgr. Eyþórsson, kaupm. Einar Gunnarson, ritstj. Guðm. Oddgeirsson, bankam. Lárus Hjaltested, bústjóri. Kristján V. Guðmundsson, verkstjóri. T u n g 1 f u 11 8.35. e. h. Sólarupprás kl. 2.41 f. h. S ó I a r 1 a g — 10.11 síðd. HáflóS í dag kl. 4.5 og í nótt — 5.29 Veðrið í gær: Vm. logn, þoka, hiti 7.4. Rv. s. andvari, regn, hiti 8.7. ísaf. v. stinningskaldi, hiti 10,0. Ak. s. kaldi, hiti 13.0. Gr. s. kul, hiti 9.6. Sf. s.v. gola, hiti 11.9. Þórsh., F. v. kaldi, hiti 8.0. Lækning ókeypis kl. 12—1 í Austurstræti 22. Eyrna-, nef- og hálslækning ókeyp- is kl. 2—3 Austurstr. 22. Póstar á morgun: Ingólfur til Akra og kemur þaðan aftur. Pollux á að koma norðan um land frá Noregi. Ól. Ólafsson kaupmaður, eigandi H. P. JDuus verzlunar hér í bænum, kvað liggja mjög veikur suður í Kaup- mannahöfn, þar sem heimili hans er. Flora kom til Seyðisfjarðar i fyrra- kvöld. Hafði Pollux beðið þar eftir Flóru til þess að taka við farþegum, sem norður ætla að fara; en Flora heldur beina leið til Noregs. Rán, Baldnrog Maí komu í gær af fisk- veiðum austan af Hvalbak fullfermdir af ágætis fiski. Snorri goði og Marz komu af fisk- veiðum i gær og höfðu aflað ágætlega. Kolaverð lækkaði um 55 aura sk.pundið í gær, úr 8.75 kr. niður í kr. 8.20. Ólafur læknir Finsen á Akranesi og kona hans, hafa orðið fyrir þeirri sorg að missa lítinn dreng, sem þau áttu, Bjarna að nafni. Hann dó á fimtudaginn. Ólafur Árnason kaupmaður var fluttur hingað til bæjarins í gær- morgun frá Eyrarbakka. Hafði hann degi áður tekið sjúkdóm, sem kvað vera mjög sjaldgæfur — kyrtlabólga í lífinu. Konráð hóraðslæknir Konráðs- son flutti Ólaf hingað, fyrst á fjór- hjóluðum vagni niður á Hveravelli, en f bifreið þaðan hingað. Gat sjúklingur- inn setið uppi í bifreiðinni, en morfin varð hann að fá til þess að lina kval- irnar. Guðm. prófessor Magnússon gerði þegar holskurð á Ólafi. Gekk hann mjög vel, en eigi mun þó Ólafur úr allri hættu. Jarðskjálftakippur allsnarpur varð hór í bænum í gær kl. tæplega 2. Júliette, Nýja Bio hefir undanfarin kvöld sýnt óvenju fagra mynd, sem Julietta heitir. Er það eigi svo mjög efnið, heldur »rammi« myndarinnar, sem hlýtur að vekja aðdáun allra. — Vér *minnumst þess eigi að hafa séð fyr á kvikmynd jafn mikla náttúrufegurð og birtist manni á þessari mynd. Er það og sizt að kynja þar eð hún er leikin í þeim héruðum er fræg- ust eru fyrir fegurð i Evrópu — Suður Frakklandi og Sviss. Það eykur og eigi lítið prýði myndar- innar, að hún er öll með eðlilegum litum. Fegurstur þykir oss sá kafli myndarinnar er sýnir ferðalagið um Sviss, ýmist uppi undir jökulkrýnd- um fjallatindum eða niðri í skrúð- grænum dölum, þar sem árnar henda sér i fossum stall af stalla en til beggja handa standa hávaxin tré, sem lauga laufkrónur sínar i foss- úðanum. Bio-unum er oft legið á hálsi fyr- ir það að þau sýni lélegar myndir. Það getur vel verið rétt. En vér sjáum eigi betur en að þau eigi þakkir skilið þegar þau sýna jafn fagrar myndir og Juliette er. Uppreisn í Tripolis. í vetur hafa sífeldar smá-uppreisnir verið í Tripolis og hafa ítalir haft talsvert lið þar syðra. Snemma í þessum mánuði var her- sveit send frá Sirte gegn uppreisnar- mönnum, sem voru skamt þaðan í burtu. í hersveit þessari voru 800 hvitra hermanna og 5600 innfæddra manna. Er í bardagann kom, gerð- ust 4000 hinna innfæddu manna lið- hlaupar og gengu i lið með upp- reisnarmönnum. Fluttu þeir með sér fallbyssur, úlfalda og allskonar hergögn. Tók nú bardaganum að halla á ítali, og hörfuðu þeir undan. Féllu af þeim 19 foringjar, en 43 særðust. Af liðsmönnunum féllu 300—400 manns. ítalir segja að uppreisnir þessar séu að kenna þýzkum sendlum, er sitji þar suðurfrá hjá höfðingjum i Afriku og æsa þá upp gegn yfirráð- um hvítra manna. Stjórnin sendi þegar i stað nýtt lið suður eftir. Þeir, sem þurfa að t-rúka timbur seinnipart sumars og í haust, ættu að tala við undirritaðan áður en „ Guflfoss" fer, nú um mánaðamótiO' ftrtti Jónssort, Sími 104. Laugavegi 37. Simi 104* ■■■!■■■ Tilbúinn áburður fæst hjá Jes Zimsen. beztar og ódýrastar hjá Glausensbræðrum. Boltar nýkomnir til Jóns Hjartarsonar & Co. Hafnarstræti 4. Skófatnaður beztur hjá Clausensbræðruni' Líkkistur fást vanalega tilbúnar á Hverfisgötu 40. Sími Helgi Helgason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.