Morgunblaðið - 03.06.1915, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
ávalt fyrirliggjandi, hjá
Grasfra
fæst hjá
Alt sem að greftrun lýtur:
Líkkistur og Líkklæði
bezt hjá
Matthíasi Matthíassyni.
G. EIRIKSS, Reykjavík.
Einkasali fyrir ísland.
5 duglega verkamenn
og 1 matsvein
vantar í förina til Jan Mayen.
Semjið viö
Jörg*en J. Hansen, hjá Jes Zimsen.
Rokstad skálinn
í Hamrahlíð er til solu með mjög góðu verði. Sem-
jið sem fyrst við eigandann
Emil Rokstad Bjarmalandi.
„Sanifas‘
er eina Gosdrykkjaverksmiðjan á íslandi
sem gerir
gerilsneydda Gosdrykki og aldina
safa (saft) úr nýjum aldinum.
Sími 190.
Óskari Halldórssyni Klapparstíg 1 B. Þeir, sem kaupa hjá honum kistuna, fá skrautábreiðu lánaða ókeypis. Sími 497.
Ullar-prjóna- tuskur keyptar hæzta verði gegn peningum eða vörum Vöruhúsinu. H.f. ,Nyja lðunn( kaupir ull og allskonar tuskur fyrir hæsta verð.
VÁTfjYGGINÖAÍi Vátryggið tafarlaust gegn eldi, vörur og húsmuni hjá The Brithish Dominion General Insurance Co. Ltd. Aðalumboðsm. G. Gíslason.
DÖGMKNN Sveinn Björnsson yfird.lögm Frlklrkjuveg 19 (Staðastað). Slmi 202. Skriístofutími kl. io—2 og 4—6. Sjálfur við kl. 11—12 og 4—6 Vátryggið hjá: Magdeborgar brunabócafélag. Den Kjöbenhavnske Söassurauce Forening limn Aðalumboðsmenn: O. Johnson & Kaaber.
A. V, Tulinius Miðstræti 6. Talsími 254. Brunatrygging — Sæábyrgð. Strí ðs vatr y ggin g. Skrifstofutími 9—n og 12—3.
Eggert Claessen, yfirréttarmála- fiutningsmaður Pósthússtr. 17, Venjulaga haima 10—II og 4—5. Simi 16.
Olafur Eárirsson yfird.lögm. Pósthússtr. 19. Sími 215. Venjulega heima 11 —12 og 4—$.
Det kgl octr. Brandassurance Co. Kaupmannahöfn vátryggir: hus, húsgögn, alls- konar vöruforða 0. s. frv, gegn eldsvoða fyrir lægsta iðgjaid. ' Heimakl. 8—12 f. h. og 2—8 e. h. í Austurstr. 1 (Búð L. Nielsen) N. B. Nielseu.
Jón AsbjÖrnsson yfid.Iögm. Austurstr. 5. Sími 435. Venjulega heima kl. 4—^/a.
Guðm. Olafsson yfirdómslögm. Miðstr. 8. Sími 488. Heima kl. 6—8.
Bjarni 1». Johnson yfirréttarmálaflutningsmaður, Lækjarg. 4. Heima 12—1 og 4—5. Sími 263. Carl Finsen Laugaveg 37, (uppi) Brunatryggingar. Heima 6 x/4—7 7*. Talsími 331.
Silfurlands nótt.
Skáldsaga.
nm ræningja í ræningjalandi
11 eftir
Övre Richter Frich.
Framh.
Þá sást á litið trýni út úr rottu-
gatinu og t^ö lítil augu skygndust
um herbergið. Það var eins og aug-
un stækkuðu þegar þau sáu molana.
Rottan skreið fram úr holunni og
réðist á molana — reif þá i sig
með afskaplegri græðgi. —------
Svo sneri hún sér við til þess að
láta félaga sina vita um þennan
ágæta mat.----------
Það var seinasta drengskaparbragð
hennar.-------Hún valt út af, spark-
aði ofurlítið með löppunum og lá
svo grafkyr. — — —
— Sjáðu Natascha, mælti Delma.
Þeir hafa ekki einungis skothylki
og knífa, en einnig launbólf fyrir
launvopnin. — — Mér þykir kaffi
gott, en eg kæri mig ekkert um
stryknin. Og um leið sópaði Delma
kaffibollunum ofan af borðinu, þreif
upp marghleypu sína og réðist á
mexikanska liðsforingjann.
Sjötti kapítuli.
Marqhleypa í karlmannshcndi.
Hvaða vopn er hættulegra í hendi
hugrakks manns heldur en marg-
hleypa ?
Og nú réðist Jacquez Delma,
hinn alræmdi stjórnleysingi, einn á
móti heilli sveit mexikanskra her-
manna, sem allir höfðu alvæpni.
En Frakkinn vissi hvað hann fór.
Hann vissi að ekkert gat komið
þessum hálfviltu mönnum meira að
óvörum heldur en fifldirfska. Líf
hans lék nú á þræði, en sumum
mönnum er nú þann veg farið, að
þeir vilja heldur deyja en láta þá
menn, sem þeir hata, svínbeygja sig.
Natascha reis á fætur. Hún var
föl, en i augum hennar mátti lesa
aðdáun fyrir manninum, sem stofn-
aði sér i svo tvísýna hættu. Hún
vissi hvað hún átti að gera. Hún
hafði tvær marghleypur og í þeim
fimtán skot handa óvinunum og
eitt handa sjálfri sér.
Liðsforinginn stóð kyr og gapti
af undrun, en froða vall um munn-
vik hans.--------Það var eins og
dauðþreyttur hundur, sem fitjar upp
á trýnið og urrar áður en hann
bítur. — — —
Enginn hreyfði sig. — — Það
var steinhljóð inni. — — Allir
horfðu á hinn litla mann, sem kom
gangandi yfir gólfið. — — Þá kvað
við skot, hást og grimdarlegt, eins
og urr í tígrisdýri.-----------
Það var eins og allir vöknuðu af
svefni. Urðu nú þau köll og óhljóð
þarna inni, eins og mörgum villu-
dýrum hefði lent þar saman. Mexi-
kanarnir þvældust hver fyrir öðrum,
því allir vildu ná til vopna sinna.
------Hvar voru byssurnar?
Mitt á meðal þeirra stóð Rodri-
guez liðsforingi. Hann hafði dregið
sverð sitt úr sliðrum, en þar við
sat. Hann bablaði eitthvað og teygði
sig á tær. Svo lokaði hann augun-
um og hneig niður. — — Blóð
lagaði úr brjósti hans.
Þegar púðurreykurinn var horfinn
voru þau einnig horfin Delma og
Natascha. Þau höfðu þrifið ferða-
töskur sínar og þotið út á stöðvar-
stéttina.
í húsagarði stóð hesturinn hans
Gonzales enn og beið.----------Það
var ljótur og horaður jálkur með
ákaflega stórum eyrum.
Delma stökk á bak og setti Nat-
ascha fyrir aftan sig. Farangurinn
hengdi hann yfir hnakknefið.------
Klárinn frísaði af ánægju, sneri
sér við og fór á spretti upp stigana,
sem lágu til fjallanna. Hann þráði
augsýnilega að komast aftur á hag-
ana hjá hinni helgu lind.
Það mátti ekki síðar vera. Að
baki sér heyrði Delma öskrin í
Mexikönunum, sem reyndu að ná
hestum sínum með snörum. Þeir
sendu nokkur skot á eftir flótta-
mönnunum, en Mexikanar eru eng-
ar skyttur. Kúlurnar þutu fram
hjá þeim Delma og hesturinn hans
Gonzalez, sem oft hafði heyrt kúlu-
þyt áður, jók rásina sem mest mátti
hann. — — Það var alveg ótrúlegt
hvað skepnan gat hlaupið hratt og
það voru engar líkur til þess að
hermennirnir mundu nokkurn tíma
ná flóttamönnunum.-----------
Hitinn var næstum óþolandi.
Hann hvíldi yfir sléttunni eins og
þykkur feldur. Það bærðist eigi hár
á höfði og sólin var hæst á lofti.
Hermennirnir hættu eftirreiðinni.
Morgunverðurinn beið þeirra og svo
var alt of heitt úti.-----Bara að
útlendi hundurinn deyi úr hungri
og þorsta I---------