Morgunblaðið - 08.06.1915, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 08.06.1915, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ H. P. DUDS A-deild Hafnarstræti. Karlmanns-regnfrakkar með niðursettu verði. Ullarnærfatnaður fyrir konur, karla og börn. Svartir, bláir og brúnir barnasokkar. Prjónagarn og Mestu birgðir af alls konar vefnaðarvörum. Að eins góðar vörur. Ætíð ódýrast. Tilkynning til meðlima Sjál fstæðisf élagsins. Oss hefir borist til eyrna, að eftir fund í Sjáif- stæðisfélaginu 5. þ. m. hafi um 50 menn (félagsmenn og aðrit), tekið sig saman og kosið nýja stjórn í félaginu, þessa menn: Jörund, Brynjólfsson, Jörgen Hansen, Otto N. Þorláksson. — Vér leyfum oss að lýsa yfir þvi, að >kosning« þessi er með öllu óheimil og ólögleg og etu félagar Sjálfstæðisfélags- ins aðvaraðir gegn því, að greiða gjöid sín nokkrum þessara manna, enda munum vér gera ráðstafanir til þess, að hefta tilraunir þær, sem einhver annar en féhirðir vor, kann að gera til þess að innheimta gjöld félagsins. Reykjavík 6. júní 1915. í stjórn Sjálfstæðisfélagsins. Br. Björusson Sveinn Björnsson formaður P. 1». J. Gunnarsson féhirðir. Eldtraustir peningaskápar. Tveir ágætir peningaskápar, annar þeirra mjög stór og með tvö- faldri hurð, nýkomnir. Til sýnis og sölu hjá Nathan & Olsen Veltusundi 1. Simi 45. íslenzk kol. Finst ©kki lesendunum sem þeir séu einskisverðir menn þessir islenzku jarðfræðingar ? Þarna hafa menn eins og Eggert Ólafsson og Jónas Hallgrímsson ferðast um landið árum saman, og höfðu einmitt mikinn hug á að finna kol. Báðir voru gáfu- menn í bezta lagi, og áhugasamir nm efiing þjóðarhags. En engin kolalög fundu þeir nógu þykk. Og þetta má vafalaust einmitt rekja til þess, að þeir voru jarðfræðingar. Á síðustu tímum hefir það komið í ljós, að ef þekkingin er ekki til fyr- irstöðu, þá má af dugnaði finna hér kolalög svo þykk, að slíks eru engin dæmi í blágrýtislöndum. En í alvöru að tala, hvers vegna er mönnum hér á landi svona lítill hugur á notkun rafmagns? Það kynni þó að vera, að meiri hugur i þá átt, gæti komið í veg fyrir að mikill hluti þessa bæjar brynni upp í einu. Mega mönnum vera minn- issöm þau tíðindi sem sýndu, að sííkt gæti borið við. Og hefði sjáif- sagt verið meira á þetta minst, ef það væii ekki mikill siður hér á landi, að ræða þau málin mest, sem minstu varða hag þjóðarinnar. 7. júní. Helqi Pjeturss. Afmæli í dag: Ástbjörg Magnúsdóttir, húsfrú. Guðrún Finsen, húsfrú. Lovisa Fjeldsted, húsfrú. Sigríður Bernhöft, húsfrú. Sigríður Pótursdóttir, húsfrú. Ólafur Amundason, kaupm. Jón Erlendsson, fyrv. bringjari, 62 ára. f. R, Schumann 1810. Sólarupprás kl. 2.15 f. h. Sólarlag — 10.39 síðd. Háflóð í dag kl. 2.38 og í nótt — 3.2 Veðrið í gær: Vm. logn, hiti 7.5. Rv. logn, hiti 9.8. ísaf. logn, hiti 7.2. Ak. logn, móða, hiti 4.0. Gr. logn, hiti 8.5. Sf. logn, þoka, hiti 5.0. Þórsh. F. a.n.a. kaldi, hiti 7.0. Póstar í dag: Vestanpóstur kemur. Norðanpóstur kemur. Ingólfur frá Borgarnesi. Þjóðmenjasafnið opið kl. 12—2. Þinglesin afsöl: 27. maí. 1. Steingrímur Guðmundsson selur 27. apríl Jóni Jóhannssyni húslð nr. 6 við Stýrimannastíg. 2. Hjálmtýr Sigurðsson selnr 21. febr. 1912 Lárusi Benediktssyni húsið húsið nr. 7 við Þingholtsstræti. 3. Kristján Elnarsson selur 15. mai Þórði Jóhannssyni húsið nr. 61 við Grettisgötu. 4. Magnús Jónsson selur 28. apríl Erasmusi Gíslasyni lóðina nr. 16 B við Grettisgötu. 3. j ú n í. 1.—2. Margrét Guðmundsdóttir og fleiri selja 28. apríl Þorgrími Guðmundssyni og Birni Gunn- laugssyni húsið nr. 70 og 77 B við Laugaveg að 5/7 hlutum. 3. Högni Finnsson selur 1. þ. m Guðm. Böðvarssyni 3,70x11,30 metra lóð við Grundarstíg. 4. Lárus Benediktsson selur 31. maí Jörundi Brynjólfssyni húsið nr. 26 við Þingholtsstræti. 5. Páll Erlingsson selur 1. febr. þ. á. Erlingi Pálssyni erfðafestuland við Laugalækinn. 6. H.f. P. J. Thorsteinsson & Co. í Likv. selur 2. þ. m. Tómasi Snorrasyni húsið nr. 11 við Vitastíg. St. Helens, kolaskip Björns Guð- mundssonar, fór héðan í gærmorgun áieiðis til Sidney í Kanada til þess að sækja þaugað kol. Skriflegn prófunum á Háskóla ís- lands er nú lokið. Munnlegu prófun- um verður eigi lokið fyr en 21. þ. mánaðar. Ingólfnr fer til Borgarness í dag. Meðal annara, sem taka sór fari með honum er Hjörtur Líndal hreppstjóri á Efra Núpi f Húnavatnssýslu. Sjálfstæðisfélagið. Eins og sjá má á auglýsingu hér í blaðinu þykir það efamál, hvort stjórn þess félags hafi löglega verið rekin á fundinum á laug- ardaginn og önnur kosin í hennar stað. Nú er eftir að vita hverjir verða hlut- skarpari. Kristján Þorgrímsson konsúli var kosinn formaður Leikfólags Reykja- vfkur á fundi þess á sunnudaginn. Sterling kom til Vestmanneyja í fyrrakvöld og fór þaðan aftur laust eftir hádegi í gær. Er þetta einhver hin allra fijótasta ferð, sem skip hafa farið milli Kaupm.hafnar og íslands. Meðal farþega eru þeir Arne, Rich. og Mich. Riis, Þorvaldur Benjamínsson verzl.stjóri, Tofte bankastj., frú Debell, frú F. C. Möller o. fl. Kappleiknr. Annar knattspyrnu- kappleikur verður háður hér á íþrótta- vellinum í kvöld. Þá keppa fólögin )>Fram« og »VaIur«. Þriðji kappleik- urinn, og eflaust úrslitaleikurinn, verð- í ur á fimtudaginn milli »Fram« og »Reykjavíkur«. • Vélbátnr kom hingað frá Stokkseyri á sunnudaginn og á hann að ganga til fiskveiða héðan. Það er Jón kaupm. Zoega, sem leigt hefir bátinn. Annan bát frá Stokkseyri hafa Akurnesingar leigt og láta hann selja afla sinn hór. Munu leigjendur græða mikið á bátun- um ef afli verður alt af jafn góður hór í Flóanum og nú. Ingólfur Arnarson, skipstj. Pétur Bjarnason, kom af fiskveiðum í gær og hafði aflað vel. Skotið á Bandaríkjaskip. 25. maí skaut þýzkur kafbátur i amerikska skipið »Nebraskan«, seffl var á leið milli Liverpool og Delaware.- Skipið skemdist mjög, en komst þó aftur til Liverpool og hjálpaði brezkt beitiskip því þangað. Þetta er þriðja amerikska skipið, sem Þjóðverjar hafa skotið á. Fyrsta skipið var »William P. Frye« og annað skipið »Gulf-light«. Þau skiþ hafa Þjóðverjar orðið að bæta. Seno>' lega verða þeir að bæta »Nebraskan/ líka. —

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.