Morgunblaðið - 09.06.1915, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.06.1915, Blaðsíða 1
Miðvikud. 9. Wní 1015 H0B6DNBLADIB 2. árgangr 214. tölublað Ritstjórnarbími nr. 500 Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen. ísafoldarprentsmiðja Afgreiðslusimi nr. 499 BlOj Ibio Talsírni 475. Miríam Varietédrotning. Kvikmynd í 2 þáttum. Atakanleg og vel leikin. Theodor Johnson Konditori og Kafé stærsta og fullkomnasta kafíihiis í höfuðstaðnum. Bezta dag- og kvöldkaffé. — Hljóðfarrasláttur frá 5—7 og 9—1i1/^ Conditori & Café 8 k ] a I db r e i ö fegursta kaffihús bæjarins Samkotimstaður allra bajarmanna. Hljómleikar á virkum dögum kl. 9~~ii1/2, sunnudögum kl. 5—6. A.V. Mikið úrval af áqœtis kðkum. Ludvig Bruun. bað tilkynnist hér með, að faðir okkar, Þorsteinn Þorgilsson kaupm., lézt i morgun. Jarðarförin verður auglýst siðar. Reykjavik, 8. júni 1915. Börn hins látna. Chivers’ ®iðarsoðnu ávextir, svo sem jnrðarber, lr»it-salad 0. fl. era óviðjafnanlegir. ®ama má með sanni segja nm fleiri VOrnr fr4 Chivers’, t. d. sultntau, ®armalade, hanang, kjöt- og fisk-sós- Uri sápuduft, eggjaduft og lyftiduft. Old J ohn Oats haframjölið i */» °K '/1 kilogr. i —nota nú allir sem reynt hafa, ®®ur en aðrar teg. af haframjöli. Lsheildsölu fyrir kaupmenn, hjá G. Eiríkss, Reykjavik. símfregnir. t. Opinber tilkynning ira brezku ntanríkisstjórninni í London. Ur loftinu. Pl London 7. júni. 2eppertaniálastiórnin tilkynnir nsloftfar hafi í nótt flogið yfir Hljómleikar i Báruhusi föstudaginn 11. þ. m. ki. 9 síðdegis. Haraldur Sigurðsson frá Kallaðarnesi. Sjá göfuauglijsingar. -t* Verkmannafél. „Dagsbrún” heldur aukafund í G.-T.-húsinu fimtudag io. júni, kl. 8 siðdegis. Mikilsverð mál á dagskrá. — FjölmemiiB, verkamenn! austurströnd landsins og kastað nið- ur sprengikúlum og ikveikjukúlum. Eldur kom upp á tveim stöðum, fimm menn biðu bana og fjörutíu særðust. í nótt, klukkan hálf þrjú, gerðu þeir Wilson flugsveitarforingi og Mills R. 'N. árás á loftfaraskýli í Evere, sem er norðan við Brússel. Sprengi- kúlum var kastað niður og sáu flug- mennirnir að eldur kom upp í loft- faraskýlinu. Það er eigi kunnugt hvort nokkurt Zeppelinsloftfar var í skýlinu, en logarnir léku hátt við loft og komu, upp báðum megin hússins. Flugmennirnir komust heim aftur heilir á húfi. í nótt, klukkan þrjú, réðist Warne- ford R. N. liðsforingi á Zeppelins- loftfar milli Ghent og Brússel í éooo feta hæð. Hann kastaði á það sex sprengikúlum og varð sprenging í loftfarinu. Féll það til jarðar og brann þar lengi. Loftþrýstingurinn af sprengingunni varð svo mikill að endaskifti urðu á flugvél Warnefords. Honum tókst þó að rétta sig við, en neyddist að lenda í óvinalandi. Samt sem áður tókst honum að kom- ast á stað aftur og náði heilu og höldnu til flugstöðvanna. London, 8. júní. Frá Afríku. Nýlendumálaráðuneytið hefir birt svohljóðandi skýrslu um atgerðir landhers og herskipa á Nyassa — (Afríku): 30. mai réðust herskip og land- göngulið á Sphinxhaven í nýlendu Þjóðverja. Herskipin skutu á borg- ina og síðan rak landgönguliðið óvin- ina úr borginni, og féll af þeim margt manna. Vorir menn náðu þar miklum skotfærabirgðum og her- gögnum. Vér skutum á þýzka gufuskipið Hermann von Wissmann og eyði- lögðum það gersamlega. Landgöngu- liðið fór siðan aftur út í skipin. Aðeins einn maður særðist lítilsháttar. Stjórnin á Ceylon tilkynnir, að Buddatrúarmenn hafi rænt búðir Mú- hameðsmanna í Kandy. Hafa viða orðið upphlaup i evnni milli þjóðflokkanna og út af verzl- unarástandinu. Hafa miklar eignir Múhameðstrúar kaupmanna verið eyðilagðar og talsvert margir upp- hlaupsmenn skotnir. Síðustu fregnir herma að ástandið sé nú betra og að stjórnin hafi nú i ölium höndum við uppreistarmenn. UHIutningsbann á kolum frá Engiandi. Þegar nefnd manna var kjörin til þess í Bretlandi að hafa umsjón með .útflutningi kola frá landinu, vissu menn ástæðurnar: Fjöldi námu- manna hafði gengið í herinn og kolanotkun Breta sjálfra hafði aukist stórkostlega, sérstaklega vegna þess að flotinn á nú engan hvíldardag. Hitt vissn menn þá einnig, að hægt mundi fyrir hlutlausar þjóðir, að minsta kosti Norðurlanda þjóðirnar, að fá kol framvegis i Englandi, með því að snúa sér til þessarar nýju nefndar. Þvi kom það mönnum hér nokk- uð á óvart, þegar kolaverzlun Björns Guðmundssonar varð að senda skip sitt, St. Helens, til Kanada eftir kol- um vegna þess að þau fengust alis eigi í Bretlandi. Menn hafa talað um, það aftur á bak og áfram hvað þessu muni valda, hvort það geti verið að Bretar ætli að banna allan kola útflutning. Það þótti mörgum NÝ J A BÍ Ó Gamanmynd i 4 þáttum, 64 atr. úr þeim heimi þar sem menn skemta sér. Sýning stendur á aði*a kl.st. en verRið er hið sama og venjul. sennilegast, því eigi eyða íslendingar svo miklum kolum að Brera muni nokkurn skapaðan hlut um það að birgja þá upp með þeim. En í nýjustu eriendum blöðum, sem oss hafa borist, er skýrt frá því hvernig á þessu stendur. Bretar hafa bannað allan kolaútflutning um hálfsmánaðarskeið. Er þetta gert til þess að ítalir geti fengið hjá þeim eins mikil kol og þeir þurfa. En að þessum tíma liðnum — um miðjan þennan mánuð, eða ef til vill litlu síðar, — verður sjálfsagt ekkert því tii fyrirstöðu að við getum fengið kol hjá Bretum eins og áður. Lloyd George og áfengistollurinn. Þess var getið fyrir skömmu í Morgunbl. að Lloyd George hefði lagt fyrir þingið frumvarp um hækk- un á áfengistolli. Var þess jafnframt getið að frumvarp þetta mundi ná fram að ganga. Þetta hefir ekki reynst svo. Þingmenn margir voru lögunum mótfallnir, einkum írar, og fór svo að stjórnin feldi burtu toll- hækkunina. En i þess stað var sett að banna skyldi sölu á whisky, sem ekki væri orðið 3 ára gamalt. Síðan var frumvarpið samþykt og hefir stjórnin nú vald til að taka í sínar hendur sölu á áfengum drykkjum í bæjum og sveitum þar sem her- gögn eru smíðuð. Hlutleysi Sviss. í sama mund og ófriðurinn hófst milii Ítalíu og Austurríki, átti stjórn- in i Sviss skeytaskifti við stjórnir ófriðarþjóðanna um það hvort þær mundu ætla að virða hlutley si lands- ins. Fékk hún þau svör frá öUum málsaðiljum — Þjóðverjum, Austur- ríkismönnum og ítölum — að eigi skyldi skert eitt hár á höfði Sviss- lendinga, þrátt fyrir það þótt ófrið- urinn hefði tekið þessa nýju stefnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.