Morgunblaðið - 09.06.1915, Side 4

Morgunblaðið - 09.06.1915, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ágætu orgel-harmóníum ávalt fyrirliggjandi hér á staðnum. Seljast með verksrniðjuverði að viðbættum flutningskostnaði. G. Eiríkss, Reykjavík. Einkasali fyrir ísland. Heinr. Marsmann’s Yindiar eru langbeztir. Aðalumboðsmenn á Islandi: Nathan & Olsen. Vélameistara vantar á »}örund«. Menn snúi.sér til A. V. Tulinius. DOGMENN Sveinn Björnsson yfird.Iögm. Frfklrkjuveg 19 (Staðastað). Sfmi 202. Sknfstofutími kl. io—2 og 4—6. Sjálfur við kl. 11—12 og 4—6 Eggert Claessen, yfirréttarmála- flutningsmaður Pósthússtr. 17. Venjulsga heíma 10—f! og 4—5. Simi 16. Olafur Láriis*on yfird.Iögm. Pósthússtr. 19. Sími 215. Venjulega heima n —12 og 4—3 Jón Asbjörnsson yfid.Iögm. Austurstr. 5. Simi 435. Venjulega heima kl. 4—$1/a, Guðm. Olafsson yfirdómslögm. Miðstr. 8. Sími 488. Heima kl. 6—8. Kaupmenn! Bezt og Ijúffengast er brjóstsykrið úr innlendu verksmiðjunni . ; í Lækjargötu 6B. Sími 31. (Srœnar Baunir frá Beauvais eru Ijúffengastar. Vátryggið tafarlaust gegn eldi, vörur og húsmuni hjá The Brithish Dominion General Insurance Co. Ltd. Aðalumboðsm. G. Gíslason. Vátryggið hjá: Magdeborgar brunabóufélagi Den Kjöbenhavnske Sqassurance Forening limiv AðalEfííboðsmenn: O. Johnson & Kaaber. A. V. Tulinius Miðstræti 6. Talsimi 234. Brunatrygging — Sæábyrgð. Strí ðs vatry ggin g. Skrifstofutími 9—11 og 12—3. Det kgl. octr. Brandassnrance Co. Kaupmannahöfn vátryggir: hus, húsgðgn, alls- konar vöruforða o. s. frv. gegn eldsvoða fyrir lægsta iðgjald. Heimakl. 8—12 f. h. og 2—8 e. h. í Austurstr. 1 (Búð L. Nielsen) N. B. Nielsen. Carl Finsen Laugaveg 37, (uppi) Brunatryggingar. i ieima 6'-/t—7 xjt. Talsimi 331. Reykið að eins: ,Ct)airmati‘ og ,Vice Cf)air‘ Cigarettur. Fást í öllum betri verzlunum. Silfurlands nótt. Skáldsaga uni ræningja í ræningjalandi 16 eftir Övre Richter Frich. Framh. Gamli maðurinn skygndist aftur út yfir heiðina, alla leið frá sandsléttunni miklu, sem var eins og gult haf á að líta, og upp að hyllingunum úti við rönd sjónar- hringsins, hinna frjósömu bygða Perotes. En svo námu augu hans stað við lítinn gulleitan blett i kjarr- inu þar sem hesturinn hans Gonzales hafði gerst staður. — Eg veit ekki hvað þetta er, tautaði Fairfax og greip einn sjón- ankann af borðinu. — — — — Hvað áttu við Abraham ? mælti }efí Smith. Eru úlfar í nágrenninu? Fairfax svaraði ekki þegar í stað. — Fjandinn sjálfur má vita hvað það er, tautaði hann að lokum. Það er enginn einasti maður hér á margra milna svæði. En það er einhver gulleitur blettur þarna niður í kjarr- inu og hefi eg ekki séð hann fyr. Sendu einhvern piltanna þangað, )eff, til þess að vita hvað það er. Það er likast því sem það sé einhver tuska, sem menn Zapata hafa tapað, þegar þeir fóru hér hjá í morgun. —---------- Tuttugu minútum síðar kom einn af Cow-boyunum upp í turninn. — Hvað var það? mælti Fairfax. — Húfa, mælti Cowboyinn kank- víslega. Menn Zapata eru eflaust boðnir til brúðkaups fyrst þeir hafa fengið sér þessháttar höfuðföt. Hérna er hún1 — --------- Það var venjuleg gulleit ensk húfa með stóru skygni. Delma greip hana og skoðaði hana í krók og kring. Honum hnykti við og starði á fóðrið, sem var næstum nýtt. Þar stóð firma- nafn með gyltnm bókstöfum. — Hvers verður þú vísari? spurði Natascha. — Þetta er einkennilegt, mælti Delma. Þessi húfa er keypt mörg þúsund mílur héðan — í landi, sem fáir þekkja hér um slóðir. Hér stendur: William Schmidt, Kristiana. — Kristiania, mælti Jeff og varð hugsi. Hún er í Svíþjóð ef eg man rétt. — Nei, mælti Delma og brosti. Af hendingu þekki eg borgina. Eg hefi einusinni verið gestur hennar. Það er höfuðborg Noregs. Níundi kapítuli. 1 sorpræsum Mexikos. Það var nokkrum vikum síðar. Mexiko City, hin stóra háfjallaborg, baðaði sig í kvöldsvalanum eins og latt risavaxið dýr. Enginn staður i hitabeltinu er svo fagur og siðspiltur. Borgin hefir vaxið upp af tvenskonar menningu, spiltri kristni og grimmri heiðni, og tíu þjóða blóð blandast þar. Þar rikir guðsmóðir við hliðina á her- guðnum Mexicolt og hér tvinnast hinar seinustu trefjar af binum gamla vísdómi Aztekanna saman við hina nýju siðfræði Yankeeanna og verður að óleysanlegri bendn lagaleysis og yfirdrepsskapar. Enginn maður, sem einusinni hefir gengið undir götuljósunum í Aven- ida Juarez, mitt á meðal þúsunda glaðra og skrautklæddra borgara, mun nokkru sinni fá því gleymt. A hvexju kvöldi er eins og þar sé hátíð, grímnleikur glaðværðar og undirferli. Þar stendur hin aðdáun- arverða gamla dómkirkja og Htur niður á mannanna börn, sem eru á sífeldu iði umhverfis múra hennar. Og inni í leynigöngum Alameda tindra hrafnsvört augu og undir pálmatrjánum skrjáfar í silkikjólum. Bifreiðarnar fara hvæsandi niður Paseo og allur hávaði stórborganna blandast þar í einn öflugan ósam- ræmiskór. En utan við miðja borgina, sem er sköpuð af hinum ótæmandi auð- æfum Mexikos, eru greni rauðu mannanna. Þar haldast fátækt og glæpir í hendur. Þar á kæruleysið sér gullöld, sem nvorki truflast af skólum né bókment. Og þar eru hendurnar lausastar og knífarnir beitt- astir þegar æsingamennirnir og upp- reistarseggirnir ganga um kring og æsa upp hinn meðfædda blóðþorsta. Þessi jörð hefir drukkið mikið blóð. Hér var áður fórnað þúsund- ura manna, guðuryum til dýrðar, en blóðið rann í stórstraumum. Og hér var hver þumlungur lands vætt- ur í blóði hinna göfugu Azteka, þegar hinir hraustu menn féllu unnvörpum fyrir sverðum Spán- verja. Það er ekki holt fyrir ókunnuga menn að hætta sér um of inn í út- hverfi Mexikoborgar. Því þar gengur taugaveikin eins og grár köttur milli húsanna og drepsóttin geisar altaf í hinum þröngu og óhreinu strætum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.