Morgunblaðið - 09.06.1915, Page 2

Morgunblaðið - 09.06.1915, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Skonnortan ,Urdaá getur tekið flutning héðan til Englands eða Skandinaviu. Verður tilbúltt til að ferma eftir 2—3 daga. Menn snúi sér tii Captain Carl Trolle. Tals. 235. Hvað er Danolit-málning? Það er nýjasta, bezta en samt ódýrasta málningin til allrar útimálningar- Jafngóð á stein, tré og járn. Danolit er búinn til af Sadolin & Holmblad & Co’s Eftf., Kaupmannahöfn. Aðalumboðsmenn: Nathan & Olsen. Leikfélagið. Aðalfundur þess var haldinn á sunnudaginn. Var Kr. O. Þorgríms- son konsúll þá kosinn formaður i stað Arna kaupm. Eirikssonar, sem gegnt hefir því starfi undanfarin ár. Arni vildi ekki taka við formanns- starfinu aftur, en leyst hefir hann það sérstaklega vel af hendi og hefði auðvitað verið endurkosinn ef hann hefði gefið kost á sér. Gjaldkeri var kosinn Borgþór Jós- efsson bæjargjaldkeri, en það hafði Kr. Ó. Þ. á hendi áður. Ritari var var endurkosinn, Friðfinnur Guð- jónsson prentari. Vér höfum átt kost á að sjá reikn- ing félagsins fyrir síðasta leikár. T e k j u r : 1. í sjóði frá fyrra ári... kr. 18.60 2. Árstillög félagsmanna: a. fráf.árumkr. 20.00 b. -þ. ári... - 110.00 ------------kr. 130.00 3. Styrkur: a. úr lands- sjóði kr. 2000.00 b. úr bæj- arsjóði - 700.00 ------------kr. 2700.00 4. Lán tekin : Víxill tekinn í ísl.b.... - 700.00 5. Innk. á leikkvöldum : a. í pen. kr. 9521.85 b. skrifaðir að- göngumiðar hjá leikend- um o. fl. kr. 567.05 --------------- 10088.90 6. Aðrar tekjur ....... - 392.05 Kr. 14029.55 1915. Maí 29. í sjóði hjá gjaidkera ........ kr. 14.31 Gjöld: 1. Leikritogaðrarbækur kr. 43.07 2. Leiktjöld og húsbún. - 831.50 3. Búningar .......... - 649.29 4. Lán á búningum og munum ............. — 121.70 5. Húsaleigaogbæjargj. - 1520.00 6. Ljós og hiti ...... - 542.72 7. Fastir starfsmenn ... - 1273.97 8. Leikendur ......... - 4467.00 9. Aðstoðarmenn...... - 1666.50 10. Þýðingar og rolluskr. - 436.70 11. Endurborguð lán og vextir (700 kr. víxill) - 1435.68 12. Auglys. og prentun - 608.10 13. Ýms útgjöld ....... - 241.51 14. Gefnir aðgöngumiðar sbr. reikningsbók bls. 138—139 ....... - 177.50 15. í sjóði hjá gjaldkera - 14.31 Kr. 14029.55 -i-~ :-r — Sprengikúlur. Sprengikúlur þær, sem notaðar eru i þessum ófriði, heita ýmsum nöfnum á útlendum málum, eftir því hvernig þær eru gerðar. Eina tegund þeirra nefna Englendingar »High Explosive Shells*. Þær eru svo gerðar, að skelin er miklu þykkri en á öðrum sprengikúlum. Sprengi- efnið innan i kúlunni er Lydite eða trinitrotoluol. Lydite er búið til úr pikrinsýru. Þegar þessar kúlur springa, eyðileggja þær alt sem þar er nálægt, hvort heldur það eru steinsteypuveggir, gaddavírsgirðingar eða stálplötur. Þjóðverjar og Frakk- ar nota þessar kútur til að eyðileggja varnarvirki óvinanna áður þeir gera áhlaup. Ensku blöðin Times og Daily Mail báru þær sakir á Lord Kitchener, að hann hefði ekki haft fyrirhyggju um að láta hernum í Frakklandi i té nægar birgðir af þessum kúlum. Höfðu blöðin eftir French yfirhershöfðingja, að það hefði hamlað hernaðarframkvæmdum að hann hefði ekki haft nægar birgðir af þessum kúlum. Önnur tegund sprengikúlna nefn- ist Shrapnels, eftir manninum sem fyrstur lét gera þær. Skelin er fremur þunn og innan í henni er ótölulegur grúi af smákúlum. Þegar Shrapnel-kúla springur, dreyfast smá- kúlurnar víða vegu. Þessar kúlur eru mest notaðar gegn fótgönguliði á bersvæði, en koma að litlu haldi þegar liðið situr í skotgröfum. Óheppinn varðmaður. Skotið á fyrv. forsætisráðherra Norðmanna. Christian Michelsen, fyrverandi for- sætisráðherra Norðmanna, var á sigl- ingu eigi alls fyrir löngu á vélbáti. Vissi hann eigi fyrri til en hann heyrði skot í landi og kúlur þutu um höfuð honum. Var það varð- maðurinn, sem gæta átti þess að hlutleysi landsins væii eigi brotið, er nú sendi vélbátnum þessa hörðu kveðju. Varðmaðurinn segist hafa skotið á bátinn, af því hann hefði eigi gegnt er hann kallaði, en ráðherrann segist hafa verið svo langt frá landi, að enginn maður hefði þá rödd að hann gæti kallað slíkan óraveg. Annars mátti Michelsen þakka fyr- ir að hann slapp heiil á húfi, því varðmaðarinu var allgóð skytta og fóru kúlurnar eigi nema fáa þuml- unga frá höfði ráðherrans. Possehl. í nýjum erlendum blöðum, sem ver fengum með Sterling, er meira sagt frá máli Possehls. Hann er nú i varðhaldi i Altona, en ekki er hann kærður fyrir drott- inssvik, svo sem fyr var sagt, held- ur fyrir landssvik. Þýzka stjórnin mun þvi eigi gera upptækar eigur hans og þykir sérstaklega Svium það vel farið, þvi þá tók ofarlega að kleija er þeir hugsuðu til þess að þýzka stjórnin yrði næststærsti hlut- hafinn i »Giángesbergselskapet«. G—3 DA6H Ó Ff I N. C Afmæli í dag: Jóhanna Ebenesardóttir, húsfrú. Jóhanna Eiríksdóttir, húsfrú. Katrín Ólafsdóttir, húsfrú. Grímúlfur H. Ólafsson, skrifari. Jens Indriðason, stud. art. Jón Kristjáns8on, stýrim. f. Pótur mikli Rússakeisari 1672. Sólarupprás kl. 2.13 f. h. Sólarlag — 10.41 siðd. Háflóð í dag kl. 2.22 og í nótt — 3.43 Veðrið í gær: Vm. logn, hiti 7.0. Rv. logn, hiti 10.0. ísaf. logn, hitl 7.8. Ak. a.n.a. kul, hiti 6.5. Gr. a. gola, hiti 3.5. Sf. n.a. kaldi, regn, hiti 2.5. Þórsh., F. s.v. kaldi, hiti 10.0. Pdstar í dag: Ingólfur frá Borgarnesi. Norðanpóstur kemur. Vestanpóstur kemur. Á m o r g u n . Kjósarpóstur fer. Keflavíkurpóstur fer. ísafold á að fara norður um land í hringferð. Afskaplega mikill afli var það, sem botnvörpungurinn Ingólfur Arnarson flutti í land síðustu ferðina. Aflanum var skipað í land hór og látinn á lóðar- blettinn fyrir austan hús Johnson & Kaaber í Hafnarstræti. Þar geta menn sóð hrúguna. í henni munu vera 85—100 þúsund fiskar. Farþegar á Sterling, auk þeirra- sem nefndir voru í gær, voru : Aal Hansen konsúll, Tang og Lefoli kaupm. og capt. Trolle. Nýtrúlofnð eru Gísli Lárusson stöðvarstjóri á Seyðisfirði og jungfrú Lára Bjarnadóttir, prests Þorsteins- sonar á Sigluflrðl. Apríl kom af fÍ8kveiðum í gær og hafði aflað ágætlega. Hjúskapur. Páll Sigurðsson frá Ár- kvörn í Fljótshlíð og jungfrú Elío Kjartansdóttir (dóttir síra Kjartans heit. Einarssonar frá Holti). Gefin saman 8. júní. Seglskip hlaðið salti kom til Akra- ness í fyrradag. Mr. Copland hefir þ»s á leigu. Skipstjóri sagði að er hann kom norður fyrir Skotland kom þaf að þeim þýzkur kafbátur, »U 11« og bað þá nema stað. Hafði hann þ»r meðferðis skipshöfn af brezkum botn- vörpungi, er hann hafði sökt, og bað skipstjóra fyrir hana til Iands. Kvaðst hann hafa sökt 8 brezkum botnvörp' ungum þá á 2—3 dögum. Sagði hann kafbátana mundu skjóta á hvert það skip er flytti fisk eður önnur matvæli til Bretlands og þeir kæmust í f»ri við. Vel af sér vikið! Sagt er oss að Thorefélagið í Kaupmannahöfn hafi neitað að flytja vörur með Sterling núna til Sæmundar Halldórssonar i Stykkishólmi, sökum þess a® hann væri afgreiðslumaður G u 11 f o s s I Þetta er ósvífni, sem mun verða metin að verðleikum hér á )andi. Sæm. Halldórsson var áður af' greiðslumaður Thorefólagsins og skild' ist við það vel, svo ósvífnin er tvö' föld í hans garð. En þetta varðar einnig alla landsmenn. Hór er ger árás á þá vegna þess að þeir eiga sjálfir skip í förum. Dönsk skipa' fólög, sem til þessa hafa haft einokun á siglingum hér, ef svo mætti að orði komast,gerasttil þessað útilokaþá menUi sem starfa á einhvern hátt fyrir Eim* skipafélagið — óskabarn þjóðarinnar. Hvert svar vilja íslendingar gefa slíku' drengskaparbragði ? Bæjarfógeti hefir kvatt þá TI1, Krabbe verkfræðing og Björn Sigurð"’ son bankastjóra til þess að meta verð' rýrnun á húsi B. H. Bjarnason v*ð Aðalstræti, við missi sólarbirtu og ut' sýnis af völdum hins nýja húss, 9010 Þórður Jónsson úrsmiður er að reisa sunnan við það. Er þetta gert eft*r beiðni B. H. Bjarnason sjálfs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.