Morgunblaðið - 10.06.1915, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.06.1915, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Jlú eru íjinar margeffirspurðu Peifsur komnar affur, Sömuleiðis feikn mikið úrvat af Kvenléreffsskijrfum. Svunfur. Dúkar o. fl. Bróderingar aíís konar í mikíu úrvafi. Asg. G. Gunnlaugsson & Co. Austurstræti 1. Carlsbers ðl í verzlun Einars Árnasonar. CSC3 DAGBÓRIN. Afmæli í dag: Yffrlýsing. Reykjavík, 9. júní 1915. Til ritstjóra Morgunblaðsins, Reykjavík. í Morgunblaðinu í dag er undir yíirskrift »Vel af sér vikið« sagt frá því, að Thorefélagið hafi neitað að flytja vörur með »Sterling« núna til Sæmundar Halldórssonar í Stykkis- hólmi, sökum þess að hann væri afgreiðslumaður »Gullfoss«. —Þessi illkynjaði áburður er tilhæfulaus ósannindi. — Eg leyfi mér því að krefjast þess, að fá uppgefið nafn sögumannsins, þareð eg ella fyrir hönd Thorefélagsins neyðist til að höfða mál gegn blaðínu fyrir at- vinnuróg, Leiðréttingu þessa krefst eg að þér, herra ritstjóri, prentið í Morgunblað- inu á morgun eða föstudag. Virðingarfylst O. Benjamínsson, afgreiðslum. Thorefélagsins. í sambandi við yfirlýsingu þessa skal þess getið, að í umræddri grein var það rangt, að oss hefði verið sagt að Thorefélagið hefði neitað Sasmundi Halldórssyni um flutning »núna«, þ. e. með þessari ferð Sterl- ings. Ummælin áttu við siðustu ferð Sterlings til Stykkishólms. Simtal við Sæm. Halldórsson kaupm. í Stykkishólmi. Vér áttum símtal við Sæm. Hall- dórsson um þetta efni. — Er það satt, spurðum vér fyrst, að forstjóri Thorefélagsins hafi sagt yður upp starfanum sem afgreiðslu- maður þess félags vegna þess að þér höfðuð tekið að yður afgreiðslu Eimskipafélags íslands í Stykkishólmi. — Já, eg fekk nýlega uppsögn frá þeim, og ástæðan getur ekki verið önnur en sú, að eg gerðist afgreiðslu- maður Eimskipafélagsins. — En hvað var um vörurnar, sem þér áttuð von á með síðustu ferð Sterlings til Stykkishólms, en ekki komu? Er það ekki satt, að yður, eða umboðsmanni yðar í Kaupmannahöfn, hafi verið neitað um rúm í skipinu fyrir vörurnar? — Jú, umboðsmaður minn, firmað Chr. Nielsen í Kaupmannahöfn, bað um rúm i Sterling fyrir vörusend- ingu, en honum var neitað um það — af því að skipið væri fullfermt. Þetta skeði daginn, sem Sterling kom til Kaupmannahafnar frá Reykjavík. Eg hefi ætíð fengið flestar mínar af vöru- birgðum með skipum Thorefélagsins og hefir aldrei verið neitað um flutn- ing fyr. Samkvæmt því sem umboðsmaður minn í Khöfn hefir skrifað mér, hefi eg ástæðu til að ætla að neitunin stafi af því, að eg hefi tekist á hend- ur afgreiðslu Eimskipafélagsins. En degi áður en Sterling átti að fara frá Khöfn, var símað frá skrifstofu Thorefélagsins til Chr. Nielsens, að eg gæti fengið rúm í skipinu fyrir rúmar 10 smál. af vörum, sem þó ekki var þáð, þar eð vörunum hafði verið ráðstafað með öðru skipi. Anna SigurSardóttir verzlk. Kristín Stefánsdóttir verzlm. Bjarni Hjaltested prestur Ingibergur Jónsson, skósm. Jón LúSvígsson verzlunarm. Karl C. Nielsen N. Wittrup, st/rim. 8. vika sumars hefst. Sólarupprás kl. 2.12 f. h. Sólarlag — 10.42 síSd. HáflóS í dag kl. 4.1 og í nótt — 4.20 Veðrið í gær: Vm. logn, hiti 7.5. Rv. n. andvari hiti, 9.5. ísaf. n.a. stinn gol, hltl 6.2. Ak. n.n.a. kul, hiti 3.5. Gr. logn, hiti 2.2. Sf. logn, hiti 5.6. Þórsh., F. s.s.a. gola, hiti 8.5. ÞjóSmenjasafniS opiS kl. 12—2. Knattspyrnumótið. — í fyrra kvöld keptu félögin >Valur« og >Fram«. Þótti það góS skemtun. Fram vann meS 2 : 0. í kvöld verSur úrslitakappleikurinn milli >Fram« og >Reykjavíkur«. Sig. Kggerz fyrv. ráðherra kom hingað á Ingólfi í gær. HafSi fariS landveg frá Akureyri til Borgarness. Slökkviliðið hólt brunaæfingu ífyrri- nótt, kl. rúmlega 12. Æfingar eru nú annars alltíðar hjá brunamönnum, og er það vel farið. Bernburg ætlar aS endurtaka hljóm- leika sína í Nýja Bíó á morgun. Ingólfur kom úr Borgarnesi í gær. Meðal farþega var Óscar Clausen kaup- maður, sem kom' landveg úr Stykkis- hólmi til Borgarness. Ingólfur kom í gær frá Borgarnesi með norðan- og vestanpóst. Póstvagn frá Ægissíðu kemur á morgun og aukapóstur frá Vík. Tundurdufl í Eystrasalti. Þjóðverjar hafa lagt nú alveg ný- lega tvöfalda tundurduflaröð nær þvert yfir Eystrasalt, rótt fyrlr framan Alands- eyjar. Nær tundurduflasvæðið alveg upp að landhelgi Svía, og verða öll skip, sem vilja sigla tll nyrðri hafn- anna 1 SvíþjóS, að þræða meðfram andi. Svíar hafa mist nokkur skip á þessum tundurduflum. 'i'' Sfyrjðldin mikla. í Evrópu eru talin tuttugu ríki. Albaníu er þó slept (og svo auðvit- að ftnutn allra minstu) því landið er eigi lengur sjálfstætt. Konungurinn er rekinn úr landi, Grikkir hafa sleg- ið eign sinni á suðmjatuta landsins og Ítalía þykist eiga rétt á nyrðri hlutanum. Af þessum tuttugu ríkj- um eiga nú io í ófriði og eru það öll stærstu ríkin. Öll álfan er talin vera io miljón- ir fermetra að flatarmáli. Af því svæði er eigi nema 1,9 milj. fer- metra hlutlaus lönd, en munurinn verður þó enn meiri ef miðað er við fólksfjölda. í álfunni eru taldar vera 463 miljónir manna. Af þeim eiga 400 miljónir í ófriði, eða með öðrum orðum aðeins sjöundi hver mað- ur er hlutlaus. Öll beztu og frjósöm- ustu löndin eiga i ófriði. Eftir eru eigi nema útskæklar, svo sem Skan- dinavia, Danmörk, nokkur hluti af Balkan og Pyreneaskagi. Leiðrétting. Af því að dánarininning mannsins- míns sál., sem var í Vísi 5. þ.m., var töluvert ófullnægjandi, leyfi eg mór að gera nokkrar athuga3emdir, og hefðl margt mátt segja meir og betur en gert var. T. d. þykir mór lítið gert úr mentun hans, og þess alls ekki get- ið að hann hafi gengiS í gegnum verzl- unarskóla ytra. Eins var hann ákaf- lega vel að sór í tungumálum, ensku og frönsku. Ekki er þess getiS, að hann væri giftur, nó að við ættum nema þrjú börn á lífi og eigum við þó 4: Svanlauga, Arna, Ingólf og Þórólf, auk tveggja, er við mistum. Ekki var Ólafur gleðimaður, hann var alla daga fremur alvarlegur og orðfár. Einnig er það rangt, að aðeins Svan- laug er talin stud. art., Árni sonur okkar les það sama. Margt og mikið mætti fleira segja, um manninn minn sálaða, þó að eg sleppi því, því að' eg ætlaði ekki að skrifa dánarminningu hans, þó að eg neyðist til að koma með þessar nauðsynlegu leiðréttingar. Leiðróttingu þessa bað eg ritstjóra Vísis að taka í blaðið, en mér var neit- að um það. Ekkja hins látna Margrét Árnason. Frá Portugal. Þar er alt á hverfanda hveli, enda þótt uppreistin sé bæld niður. Þann 28. mat tilkynti Arriaga forseti það opinberlega að hann ætlaði að leggja niður völd. Var þá þingið nokkra daga að bræða það með sér hver ætti að taka við forsetatign f hans- stað og lauk því svo, að Theophilo Braga, sem . var fyrsti forseti lýð- veldisins, tók við ríkisstjórn aftur. Castro sá, sem nú er yfirráðherraJ er eigi hinn sami maður sem það embætti hafði í vetur. Sá hét Pie^ mont de Castro, en þessi heitir Jose de Castro.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.