Morgunblaðið - 12.06.1915, Síða 2

Morgunblaðið - 12.06.1915, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ í verzlun Björns Guðmundssonar fæst meðal annars: Fiskibollur, Lax, Rjúpur, beinlausir Fugiar, Hakkað Boeuf, Kæfa, , Leverpostei, Grænar baunir, Sniðbaunir, Vaxbaunir, Tomater, Asparges, Ávextir í dósum og Sultutau, Fisksósa, Tómatsósa, Asíur og Pikles. Sírop og Sinnep. Ostar góðir og ódýrir. Þvotta- og handsápur, og ágætt þvottaduft. Brent og óbrent kaffi og könnuexportið. 6 tegundir af öli og nóg af gosdrykkjum. Sæt saft innlend og útlend og m. m. fl: Góðar og ódýrar vörur sendar til kaupenda, hvar sem er í bænum. Sími 384. C=3 DAGBÖRIN. =3 Afmæli f dag: Elina Sveinsson, ekkjufrú. M. J. Krogh, húsfrú. Sigrún Sigurðardóttir, jungfrú. Stefanía Hjaltested, húsfrú. Þóra Jónsdóttir, húsfrú. Þórunn Jónassen, ekkjufrú. Jón Magnússon, skipstjóri. Brynj. Jónsson, pr. Ólafsvöíl. 65 ára. Pótur Jónsson, pr. Kálfafellst. 65 ára. N ý 11 tungl kl. 5.57 síðd. Sólarupprás kl. 2.10 f. h. Sólarlag — 10.46 sfðd. Háflóð í dag kl. 5.16 og f nótt — 5.33 Veðrið í gær: Vm. v. kul, hiti 7.7. Rv. s.v. kul, hiti 8.0. Ísaf. s.v. kaldi, hiti 7.0. Ak. s. kaldi, hiti 11.0. Sf. s.v. hvassvirði, hiti 10.3. Þórsh., F. v.s.v. hvassviðri 9.5. Póstar í dag: Ingólfur til Grindavíkur. Botnia á að fara til útlanda. A m o r g u n : Ingólfur frá Grindavfk. Keflavíkurpóstur kemur. Messur í dómkirkjunni á morgun kl. 12, síra Bjarni Jónsson (ferming og altarisganga). Kl. 5 síra Jóh. Þorkelsson. Fermd verða á morgun í dómkirkj- unni þrjú börn, sem eru bæði heyrnar- laus og mállaus. Messur á morgun < Frfkirkjunni í Hafnarfirði kl. 12, síra Ól. Ólafsson, í Fríkirkjunni f Reykjavík kl. 5, síra Ól. Ólafsson. Skipakomur: O 1 g a, danskt skip með cement til O. Johnson & Haaber; kom hingað á fimtudag. C h r i s t i a n, danskt skip með kola- farm til Chouillon; kom í fyrradag. Norden, kolaskip til Mr. Cop- land; kom í fyrradag. H e r e d i a , kolaskip, sem Timbur- og Kolaverzlunin hefir haft á leigu undanfarið; kom hingað í fyrradag með kol til Gasstöðvarinnar. S k j ö 1 d u 1 f, flutningaskip, kom hingað f fyrradag sem snöggvast. Fór þegar aftur áleiðis til Vestfjarða. Þinglesin afsöl: 10. j ú n í. 1. Skiftaforstjórarnir f dánaibúi Guð- jóns Sigurðssonar selja 8. þ. m. Oddfellewstúkunni Ingólf nr. 1, húseignina nr. 14 viö Hafnar- stræti. 2. Jóhann Jóhanneson selur 12. febr. 1913 Olafi Guðnasyni húseignina nr. 29 B við Njálsgötu. 3. Guðmundur Stefánsson selur 21. f. m. hlutafólaginu Kveldúlfi 79,7 fermetra lóð af húslóð sinni nr. 15 við Lindargötu. Niðursoðið kjöt írá Beauvais þykir bezt á ferðalagi. Sviss. Það Iand hefir ekki verið öfunds- vert af legu sinni siðan ófriðurinn hófst. En nú hefir þó versnað stór- um síðan Ítalía skarst í leikinn. Er það nú eins og lítil eyja í storm- æstu hafi, því alt um kring eru ófriðarlönd. Þó hafa blöðin þar tek- ið rólega þessum nýju erfiðleikum. Þeim farast svo orð: Ófriðurinn milli ítaliu og Þýzka- lands-Austurríkis mun hafa mjög mikilsverðar afleiðingar fyrir land vort. En það er skylda vor að taka þeim með jafnaðargeði. Að minsta kosti hefir ófriðurinn kent oss það, að gera jafnan ráð fyrir þvi, sem að höndum qœti borið. Nú er Sviss umkringt af ófriðarþjóðum. Fyrst og fremst leggur það oss á herðar nýjar herskyldur. Nú þarf varnarlið að vera á suðurlandamærunum, eigi minna en á hinum landamærunum — en þar hafa áður verið að eins 4000 manns fyrir til landamæragæzlu. Það hefir eigi einungis áhrif á landvarnir vorar að Ítalía tekur nú þátt i ofriðnum, heldur einnig á allan aðflutning lifsnauðsynja. Fyrst um sinn mun óhætt að gera ráð fyrir þvi, að allar samgöngur við ítaliu verði teptar. En á hinn bóg- inn þykjumst vér þess fullvissir,' áð þegar Ítalía hefir komið föstu skipu- lagi á allan sinn her, muni hún veita oss hina sömu vingirni og aðrar ófriðarþjóðir hafa gert um margra mánaða skeið. Samt sem áður verða menn nú alvarlega að gæta hófs í notkun lifsnauðsynja. Og svo koma þau áhrif, sem þetta hefir á fjárhag vorn. Kostnaðurinn við liðsútboð mun aukast um helm- ing og landarnæra-varzlan mun hækka úr 300 í 400 miljónir franka eða meira. Italíukomingur. Viktor Emmanuel, hefir’sjálfur tek- ið að sér yfirherstjórn flota og hers. Frændi konungsins, hertoginn af Genua hefir tekið við ríkisstjórn á meðan konungur er í hernaðinum. Kennaraembættið i heimspeki viB háskólann í Kaup- mannahöfn. Siðan prófessor Höffding lét af því embætti hefir mikið verið um það rætt, hver koma ætti í hans stað. Voru þeir einir sex eða sjö sem sóttu um það, en þeir, sem næstir stóðu og mest hefir verið deilt um hvort hljóta skyldu em- bættið, eru þeir Dr. Anton Thom- sen og Dr. Starcke. Féllu atkvæði fyrst jafnt á milli þeirra. Nú er það mál þó að líkindum útkljáð. Að minsta kosti telur Poli- tiken 1. júní engan efa á þvi að Dr. A. Thomsen verði veitt embættið. D’Annunzio. Engum einum manni er það meira að þakka — eða kenna — að Ítalía hófst handa gegn fyrri bandamönn- um sínum, heldur en skáldinu Gabriele d’Annunzio. Hann ferðaðist um landið þvert og endilangt og og hélt hverja æsingaræðuna á fæt- ur annari. Og þótt stjórnin reyndi sem lengst að gæta hófs og miðla málum á friðsaman hátt, þá fékk hún eigi rönd við reist ákafa lýðs- ins, sem fylgdi d’Annunzio að mál- um. Franska blaðið »Le Matin« skýrir frá því i símskeyti frá Rómaborg, að d’Annunzio ælti að gerast sjálf- boðaliði í sjóhernum. Þar er elzti sonur hana liðsforingi, en tveir aðr- ir synir hans eru liðsforingjar f stór- skotaliðinu. D’Annunzio var áður liðsforingi i riddaraliðinu. Eugen erkihertogi er skipaður yfirhershöfðingi liðs þess, sem Austurrikismenn senda gegn ítölum. Hann er talinn einn hinn bezti hershöfðingi, sem Austurrikis-- menn hafa á að skipa. Yíirlýsing. Reykjavík, 10. júní 1915. Til ritstjóra Morgunblaðsins Reykjavík. í Morgunblaðinu frá í dag, birtið þér, herra ritstjóri, aftan við yfirlýs- ingu mina i gær útaf árás á Thore- félagið, samtal við Sæmund Halldórs- son kaupmann i Stykkishólmi. í Samtali þessu tekur S. H. það fram, að umboðsmaður hans i Kaup- mannahöfn, firmað Chr.-Nielsen, hafi skrifað honum, að því hafi ver- ið neitað um rúm i Sterling — af þvi skipið væri fullfermt. — Jafn- framt tekur S. H. það fram, að beiðni Chr. N. um vöruflutninginn hafi átt sér stað sama daginn sem Sterling kom til Hafnar frá Reykja- vík. Af því auðsætt er, hversvegna þetta er tekið fram, skal eg upplýsa, að alt rúm i Sterling fyrir næstu ferð, þ. e. þá ferð sem S. H. á við, var fyrirfram pantað áður en skipið' kom til Kaupmannahafnar og enn- fremur, að annað firma í Stykkis- hólmi, sem er vant að fá vörur sinar með Sterling, i þetta sinn heldur ekki gat fengið þær fluttar af sömu ástæðu og S. H. Að losnaði rúm fyrir 10 tons af vörum, degi áður en Sterling fór frá- Höfn, er mjög trúlegt, þvi það kem- ur þráfaldlega fyrir, að kemur til- kynning á elleftu stundu til skrií- stofunnar i Kaupmannahöfn um að að vörur fari eigi með, sem pantað' hefir verið rúm fyrir fyrirfram. Þessa yfirlýsingu krefst eg að Morgunblaðið birti á laugardag eða mánudag næstk. Virðingarfylst Ó. Benjamínsson afgreiðslum. Thorefélagstns-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.