Morgunblaðið - 13.06.1915, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 13.06.1915, Qupperneq 2
« 2 ’MORGUNBLAÐIÐ nú. — Tíðindalaust hér að öðru leyti. Stykkishólmi í gær. Sterling liggur hér nú, skipið fór fram hjá Sandi á hingað leið vegna óhagstæðs veðurs, affermdi á Olafsvík í gær og hélt þaðan aftur til Sands. Bezta veður og ágætis tið. Akranesi í gær. Góður afli hér. Bátar hlaðnir daglega. Heilsufar yfirleitt gott. Bezta tíð. Ölvesárbrú í gær. Bezta tíð hér á öllu Suður- landsundirlendinu. Menn alment hættir að gefa kúm fyrir nokkru. Sauðburður hefir gengið ágætlega. Útlit hið bezta ef þurkar hindra eigi grassprettu. Erl. símfregnir. Opinber tilkynning frá brezku ntanríkisstjórninni í London. London, 12. júni. Útdráttur úr opinberum skýrslum Rússa. Vér höfum sigri hrósandi hrundið af oss áhlaupum Þjóðverja á stóru svæði á báðum bökku Raksiewovatns i Shavli-héraði. Milli Orzec og Weichsel 1 Pól- landi var áköf stórskotaliðsorusta. A hægri bakka Pilicafljóts gerðu óvin- irnir tilraun til árásar, en voru hraktir. í Galizíu gerðu óvinirnir árásir á stöðvar vorar sem vernda Mosciska og höfðu mikið lið. Hófu þeir þar framúrskarandi ákafa stórskotahríð og notuðu kúlur með kæfandi gasi. Eftir þriggja stunda skothríð sendu þeir ógrynni fótgönguliðs til þess að géra áhlaup á oss og ná stöðvum vorum. Hjá víggirðingum vorum stöðvuðum við áhlaup þeirra. Óvin- irnir biðu þar mikið manntjón og voru hraktir aftur á bak, 2000 yards frá skotgröfum vorum. Á hægri bakka Dniestr milli Gart- berg og Zidacziew hröktum vér ó- vinina og handtókum þar 2000 manns og tókum 8 vélbyssur að herfangi. Á vinstri bakkanum, í Zuraonaw- héraði, gátu óvinirnir eigi komist lengra fram og eftir ákafa orustu voru þeir hraktir aftur fyrir járn- brautina. Vér náðum þar nokkrum þorpum, þar á meðal Raczewko og handtókum 800 manns. Síðar sýndu hersveitir vo ar þá frábæru hreysti, að hrekja mikið lið Þjóðverja, sem komist hafði yfir á vinstri bakka Dniestr hjá Zurawno og komið sér fyrir milli Zurawno og Siwka, yfir fljótið aftur. Óvinirnir biðu feikna manntjón. Eftir grimmilega orustu tókum vér 17 fallbyssur og 49 vélbyssur að her- fangi og handtókum 138 fyrirliða og hér um bil 6500 þýzka og austurríkska hermenn. Hvað er Danolit-málning? Það er nýjasta. bezta en samt ódýrasta málningin til allrar útimálningar. Jafngóð á stein, tró og járn. Danolit er búinn til af' Sadolin & Holmblad & Co’s Eftf., Kaupmannahöfn. Aðalumboðsmenn: Nathan & Olsen. 77 íager fjjá Jlafíjan & Oísen Regkjavík 6r@ní og Ó6r@ní %ZRúgmjöl tfíleæanóraRvQÍíi cflZalis, Roggvinn og síayfiur <3*úéursyRur cSFlorsyRur cMargarina ~ RcílanzRí - %9Tiéurscénir ávaxfir cXiðursoéinn JSaæ Sirœnsápa PaRjárn PaRpappi ^Jinélar, marcjar fagunéir. Tfð eins fgrir kaupmeun og kaupféíög. Svar Þjóðverja. Bandarikjablöðin. Svar Þjóðverja við ávarpi Banda- ríkjamanna út af Lusitaniu o. fl. er nú orðið heyrinkunnugt. Er fyrst talað um tvö skip er Bandarikjamenn höfðu sagt þýzka kafbáta hafa sökt. Skipin hétu Cushing og Gullflight. Svara Þjóð- verjar því til að þau mál séu nú undir rannsókn og komi það i ljós að þýzkir kafbátar hafi sökt skipun- um, þá bæti -þeir skipin og svo fremi að skipstjórarnir hafi eigi átt sök á því að þeim var sökt. Um Falaba segja þeir að skipstjór- inn á kafbátnum hafl gefíð skipinu merki um að nema staðar, en þvl hafi ekki verið hlýtt. Hafi skipstjór- inn ekki skotið tundurskeytinu fyr en 23 mínútum eftir að hann hafði gefið Falaba merki um að nema stað- ar og þá hafi verið að flykkjast að ýms skip. Þýzka stjórnin segir að sig taki það mjög sárt, að Bandarikja þegnar hafi farist með Lusitaniu. En hún segist vilja benda Bandaríkjamönn- um á ýms atriði í því máli. Fyrst og fremst hafi Lusitania verið bygð með styrk úr ríkissjóði Breta og hún talin hjálparbeitiskip á skipaskrá flotamálaráðuneytisins. Ennfremur hafi Þjóðverjar komist að því að brezka stjórnin hafi látið öll stór-kaupför fá vopn. Þeir hafi og fengið vitneskju um að Lusitania hafi haft fallbyssur faldar undir þilj- um. Þjóðverjar geti því ekki fylgt þeim reglum, er hingað til hafi ver- ið farið eftir er óvinakaupskip eru hertekin eða þeim sökt. Sérstak- lega vilji stjórnin þó benda Banda- rikjamönnum á það, að Lusitania hafi í siðustu ferðinni flutt hermenn frá Kanada og um 5400 kassa af skotfærum. Hafi Lusitania oft haft slíkan farm meðferðis áður. Og til marks um það að skipið hafi haft skotfæri meðferðis segir stjórnin að það hafi sokkið á svo stuttum tíma, / að það hafi ekki eingöngu verið ^ völdum tundurskeytisins, heldur ^ því að sprenging hafi orðið' í skot* færabirgðunum. Að lokum segir þó þýzka stjórn- in, að hún vilji ekki gefa fullnaðar- svar við kröfum Bandaríkjanna fyr en hún heyrir hvernig þeir taki > þessi atriði sem nú vqru talin. Blöðin í Bandaríkjum taka illa 1 svar Þjóðverja. Segja að það ekki annað en vifilengjur og vafo' ingar. Skora þau á forsetann i* heimta þegar í stað skýr svör v$ kröfum sínum, eða slíta að öðrurn kosti frekara sambandi við þá. Enska stjórnin hefir marglýst yfif því, að það sé gersamlega rang1; að »Lusitania« hafi haft fall' byssur eða flutt skotfæri. Þeir hafa einmitt ekki viljað vopna farþegaskip þau, sem sigl3 milli Bretlands og Bandaríkjanna, til þess að Þjóðverjar gætu ekki haft það sér til afsökunar, ef þeir reðust á þau. Þeir vildu ekki jafnvel láta herskip fylgja henni til hafnar tif þess að gefa Þjóðverjum enga átyllu. Er mælt að eitt af ágreiningsatrið- um milli Churchill og Lord Fishef hafi verið það, að Lord Fisher vildi senda herskip til að taka á móti Lusitaniu fyrir vestan írland, eC1 Churchill vildi ekki. ----- ■ ^»»0»....... - — . Sjálístæðisíélagið Eins og kunnugt er, fór svo’ um daginn á Sjálfstæðisfélags- fundi, að fortnaður félagsins sleit fundi eða réttara sagt frestaði honum, samkvæmt heimild í lög- um félagsins. En eftir það skutU þeir, sem óánægður voru, á nýj* um fundi og »settu af« 3 af fé' lagsstjórnarmönnum. En þessir þrír menn — meiri hluti stjórn- arinnar hefir birt auglýsing m. a- hér í blaðinu, þar sem hún lýsir þessar aðgerðir lögleysu eina og eins kosning þá er farið hafi frain á nýrri stjórn á þessum nýja fundi. En í gær var með stórum götu- auglýsingum boðað til fundar f Sjálfstæðisfélaginu — af hinni ný' kosnu stjórn. Skömmu síðar var svofeld aug' lýsing fest upp á götuhornum: Viðvörun. Fundur hefir verið boðaður r Sjálfstæðisfélaginu í Bárubúð r kvöld — í fuWcomnu heimildaf' leysi. Félagið heldur engan fund í Bárubúð í kvöld. Rvík 12. júní 1915 Stjórn Sjálfstæðisfélagsins. Mega þetta miklar skæi’ul heita.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.