Morgunblaðið - 13.06.1915, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Þegar skotið var á
Dunkirk.
Eftir E. Alexander Powell, frétta-
ritara »New York World<.
Það er eigi nema skamt síðan að
menn álitu Dunkirk óhultan stað,
engu óhultari en borgirnar á Eng-
landi, hinum megin við Ermarsund,
næstu skotgrafir Þjóðverja voru
20 mílur á brautu. En fyrir hálfum
mánuði kom f>að eins og þruma úr
heiðskíru lofti yfir Frakkland að
heyra það, að Þjóðverjar hefðu hafið
giimmilega skothríð á Dunkirk.
Þetta var svo ótrúlegt, að yfirvöldin
staðhæfðu það fyrst í stað, að ómögu-
legt væri að Þjóðverjar skytu á borg-
ina af landi, og það var opinberlega
tilkynt, að þýzk herskip hefðu brot-
ist niður í Ermarsund og skotið á
borgina. En flugmenn þeir, sem á
njósnum voru, ’komust þó fljótt að
því, sem engan hafði órað fyrir, að
Þjóðverjar skutu á borgina af landi
á tuttugu og þriggja mílna færi.
Fáum dögum seinna komu svo þær
góðu fréttir, að brezkir flugmenn
hefðu ónýtt fallbyssuna. Tók þá
fólkið að streyma til borgarinnar
aftur og lífið- í Dunkirk fékk á sig
sama snið og áður.
Fyrsta skriðan.
Franska stjórnin bauð mér til
Dunkirk og eg ímynda mér að það
hafi verið gert til þess að eg fengi
að sjá sjúklinga þá, sem þjást af gas-
eitrun. Mér var sagt áður en eg
fór þangað, að þessi ferð væri að
eins gerð til þess að eg fengi að sjá
sjúkrahúsin, en eg mætti eigi búast
við að nokkuð mikilsvert kæmi fyr-
ir mig.
Þegar við komum þangað var okk-
ur tilbúin vist á Hotel des Arcades,
á efra lofti. Mér þótti það nú hálf
ískyggilegt að þurfa að sofa uppi á
lofti, þvi síðan eg var í Antwerpen
í haust, þegar Zeppelinsloftförin skutu
á borgina, hefi eg ætíð haft það fyr-
ir reglu að sofa eins neðarlega í hús-
um og kostur hefir verið á. Klukk-
an hefir líklega verið sex um morg-
uninn er eg vaknaði við brak og
bresti. Húsið skalf og rúðurnar
skröltu í glugganum á svefnherbergi
mínu. Litlu síðar kom annar hvell-
urinn, svo hinn þriðji, hver öðrum
hærri og vissi eg því að skeytin
komu nær.
Eg heyrði að alt komst í uppnám
í húsinu. Hurðum var skelt og
menn spurðu hver annan hvað" væri
á seiði. Eg þurfti engan að spyrja
að þvi. Eg þekti þetta af eigin
reynd. Þýzk flugvél sendi dauða-
regn yfir borgina ofan úr skýjunum.
Eg opnaði gluggann og sá þá flug-
vélina glögt. Ársólin skein á málrn-
búk hennar svo hún glóði eins og
fágað silfur og sveif hún þannig yfir
borginni í stórum hringum. Fall-
byssur þær, sem ætlaðar voru til
þess að verjast loftfaraárásum, tóku
nú til starfa, og eg sá kúlurnar
springa hverja af annari rétt hjá flug-
vélinni. Stór brynvarin bifreið,
sennilega brezk, settist að fyrir fram-
an veitingahúsið og var nú skotið
óspart á flugvélina með falibyssu bif-
reiðarinnar. Og í sama bili kom
merki um það að allir skyldu hlaupa
í felur. Kirkjuklukku var hringt
ákaflega og það var eins og hún
segði: »í kjallarana! í kjallarana!
Fljótir núl Fljótirnú! Fljótirnúl*
A turninn á St. Eloi-kirkjunni var
dreginn upp blár og hvítur fáni til
merkis um það, að lífsháski væri á
ferðum. En skyndilega kvað við
dimm þruma, sem hófst yfir allan
hávaðann, klukkuhringinguna, lúðra-
þyt, fallbyssuskot og jódyn. Það
var líkast því sem maður heyrir í
hraðlest, sem þýtur eftir jarðgöng-
um, nema miklu þrymmeira.
Eins og jarðskjálfti.
Litlu síðar kom sprenging svo
ægileg að það var eins og jarðskjálfti.
Jörðin gekk í bylgjum og húsin rið-
uðu fram og aftur. Það var eins
og veitingahúsið mundi hrynja að
grunni. Ægilegur ryk og reykmökk-
ur þyrlaðist upp í háa loft. Eg
heyrði konu hrópa eins og hún væri
viti sínu fjær: »Guð almáttugur!
Guð almáttugur! Nú eru þeir tekn-
ir til aftur með stóru fallbyssuna*.
Eg heyrði hratt fótatak um alt húsið.
Það voru gestir og heimafólk, sem
flýtti sér eins og fætur toguðu nið-
ur í kjallara. Eg klæddi mig í snatri
og enginn maður hefir flýtt sér
meira í fötin. Þegar eg var að enda
við að klæða mig kom önnur þrum-
an engu minni en hin fyrri og önn-
ur sprenging jafn voðaleg. Hátt í
lofti sveif þýzka flugvélin og sendi
loftskeyti um það til þýzka stór-
skotaliðsins inn í Belgíu, hvar kúl-
urnar hefðu komið niður. Hugsið
um þetta I fiuqsið yður pað, að skotið
skuli d borg á 2 3 mílna jari og hvert
einasta skot hittir.
Þegar eg kom niður í kjallarann
var þar fult af fólki, gestum, dyravörð-
um, matsveinum, þjónum, þjónustu-
stúlkum,og brezkum hjúkrunarkonum,
sem stóð þar sem þéttast innan um
vínflöskur og köngulóarvef. I hvert
skifti sem kúla sprakk nötruðu vín-
flöskurnar í hillunum, eins og þær
væru lifandi og hræddust. Eg hélst
ekki^við f kjallaranum. Eg segi það
eigi til þess að hæla mér fyrir hug-
rekki, en eg hefi áður séð hvernig
fer fyrir þeim, sem eru niðri i kjall-
ara ef sprengikúla hittir húsið, og
eg kærði mig ekki um að deyja eins
og rotta i gildru. Þegar eg gekk
upp stigann aftur heyrði eg franska
konu ávíta þjónustustúlku sína fyrir
það að hún hefði ekki fært sér heitt
vatn. »En — madame*, mælti stúlk-
an óttaslegin, »það er verið að skjóta
á borgina<. — »Er þáð nokkur
ástæða til þess að eg geti ekki feng-
ið að þvo mér?« æpti frúin reið.
»Sækið mér heitt vatn undir eins!*
Um áttaleytið kom yfirhershöfð-
inginn til veitingahússins. Hann
hafði boðið mér til morgunverðar
með sér. »Mér þykir það leitt að
geta ekki haft þá ánægju að borða
með yður, monsieur Powellt, mælti
hann; »en það er ekki rétt af yður
að dvelja hér í borginni. Eg segi
hið ,sama við yður og eg sagði við
prinsinn af Monaco þegar hann var
hér er fyrsta skothríðin hófst: Það
er bezt fyrir yður að fara*. Þið
getið kallað það hugleysi, bleyðuskap
eða hvað sem yður þóknast, en eg
skammast mín ekkert fyrir að segja
það að eg varð þvi feginn þegar bif-
reiðin þaut með mig burtu frá Dun-
kirk. Eg hefi komist dálítið í kynni
við stórskotahríð og eg hefi jafnan
orðið þess var, að þeir sem tala dig-
urbarkiegast og gálausast um hana,
hafa aldrei séð hana né heyrt.
Margir fangar.
Brezk blöð frá 2. júní birta loft-
skeyti, sem þýzka stjórnin hefir lát-
ið senda frá loftskeyta landstöðvum
í Þýzkalandi. Meðal annars er þar
minst á hina feiknalega miklu sigra
Þjóðverja í Austur-Galiciu. í mal-
mánuði þykjast Þjóðverjar og Austur-
ríkismenn hafa tekið 863 liðsfor-
ingja og 268.869 rússneska hermenn
höndum. Á sama tímabili segjast
þeir hafa tekið 251 fallbyssu og
567 vélbyssur, 189 skotfæravagna
og ógrynni af öðrum hergögnum að
herfangi. Til dæmis segja þeir að
ein hersveit af Karpatafjalla-liðinu
hafi tekið að herfangi 85.000 fall-
byssuskeyti, 5.500.000 skothylki,
32.000 rifla og 21.000 rússnesk
sverð og byssustingi.
Hvað brezku ráðkerrarnir
leggja til hersins.
Asquith forsætisráðherra á fimm
syni og eina dóttur. Fjórir synir
hans eru liðsforingjar í hernum en
hinn fimti er enn of ungur til þess
að ganga í herinn. Kona hans vinn-
ur í verksmiðjum þeim, sem fram-
leiða hergögn, og dóttir hans safm
ar fé til herþarfa.
Lloyd George hergagnaráðherra á
tvo syni og tvær dætur. Synir hans
eru báðir liðsforingjar í hernum og
eldri dóttir hans er hjúkrunarkona.
Frú Lloyd George starfar að því að
safna gjöfum handa hermönnunum,
sem eru á vígvellinum.
Tveir synir Bonar Law hafa og
gengið í herinn.
DÆFfNAIJ -^MM
Brynj. Bjðrnsson tannlæknir,
11 verflsgötu 14.
(iegnir rjálfar fólki i annari lækninga-
e'.c'nnni kl. 10—2 og 4—6.
Öll tannlaknisverk jramkvatnd.
1 ennur búnar til og tanngarðar aj
ollum gerðum, og er verðið ejtir vondun
d vinnu og vali á efni.
W
Frá Italiu.
Þaðan er hvorki mörg né mik-
ilsverð tíðindi að herma. Barist
er á landamærum alla leið frá
Sviss að Adriahafi, en um, sigra
er eigi enn að ræða. Þó virðist
svo sem ítölum veiti betur 0g
segjast þeir nú berjást eingöngu
á austurríkskri grund. Annars
þykir Austurríkismönnum lítið
koma til hermanna þeirra.. Segja
þeir að þeir flýji sem fætur toga
þegar Austurríkismenn gera á-
hlaup. Það þykir ítölum hart.
Austurríkismenn búast aðallega
til varnar fyrst um sinn. Hafa
þeir meginlið sitt í Cama-héraði
til þess að varna ítölurn að kom-
ast gegnnm Monte Croce skarðið.
Skarð þetta er líkt og heljar
miklar dyr á fjöllunum. Standa
þverhnýpt fjöll beggja vegna 0g
er annað fjallgarðurinn Coglian-
fjöll, 8500 fet á hæð. Frá skarði
þessu liggur vegur niður í Drava-
dalinn.
Þessi leið hefir haft ákaflega
mikla hernaðarþýningu altaf síð-
an á dögum gömlu Rómverja og
þótt fleiri leiðir séu nú gerðar
yfir, fjöllinn er þetta þó enn þýð-
ingarmesta leiðin.
Italir munu aðallega leggja
kapp á það að sækja suður á
bóginn til Triest, enda er það
greiðfærasta leiðin. En fjalla-
skörðin verða þeir að hafa á sínu
valdi svo Austurríki8menn kom-
ist ekki að baki þeim.
Flugmenn beggja hafa veríð á
sveimi og gert ýmsar skráveifur.
Austurrískir flugmenn flugu til
Bari og Molfetta og köstuðu þar
niður sprengikúlum. Segja ítalir
að þeir hafi gert þar lítinn usla,
en för flugmanna sinna til Pala
hafl verið þýðingarmeiri. Þar
hafi sprengikúlum verið kastað á
járnbrautarstöðina, hergagnabúrið
og olíugeyma. Segja þeir að
eldur hafi komið upp í hergagna-
búrinu, enda hafi allar kúlurnar
hitt mörkin. ítölsk flotadeild heflr
og skotið á borgina Monfalcon,-
sem liggur við Triesteflóa og olli
þar miklum skemdum.
Sendiherra ítala í Miklagarðí
er farinn heim. Þykir þó ekki
líklegt að Tyrkir segi ítölum stríð
á hendur, því Þjóðverjar hafa
ráðlagt þeim að gera það ekki.
Italía er að vísu enn eigi í
bandalagi við Frakka, Breta og
Rússa, en innan skams verðui'
sjálfsagt bandalagið stofnað. Má
marka það á þvi, að Mc Kenna,
Chaneellor of the Exchequer,
bankastjóri Englandsbanka og
fulltrúi fjármálaráðherrans brezka
hafa átt fund í Nice með fjár-
málaráðherra ítala. til þess að
ræða um fjármál allra ríkjanna-