Morgunblaðið - 13.06.1915, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.06.1915, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ 7 5=3 DAS Tí ófflN. t= Aftnæli í dag: Sigríður Dagfinnsdóttir húsfrú. Árni Jóhannsson bankaritari. Sólarupprás kl. 2.7 f. h. Sólarlag — 10.47 síðd. Háflóð í dag kl. 5.55 og í nótt — 6.14 Guðsþjónustur í dag, 2. sunnudag e. trín. (Guðspj. Hin mikla kvöldmál- tfð, Lúk. 14, 25.—35. Lúk. 9, 51.—62). í Dómkirkjunni kl. 12 sira Bjarni Jónsson (ferming og altarisganga), kl. 5 síra Jóh. Þork. í Fríkirkjunni í Hafuarfirði kl. 12 síra Ól. Ól., í Frík. í Rvík kl. 5 síra Ól. Öl. Veðrið í gær: Vm. v. andvari, hiti 8.8. Rv. logn, hiti 10.2 ísaf. a. kul, hiti 7.6. Ak. logn, hiti 4.0. Gr. logn, hiti 4.5 Sf. n.v. gola, hiti 7.3. Þórsh., F. v. stinnings gola, hiti 10.0. Póstar í dag: Ingólfur frá Grindavík. Keflavíkur póstur kemur. í dag verður knattspyrnukappleik- urinn milli Fram og Reykjavfkur, sem frestað var um daginn vegna óhag- stæðs veðurs. Botnia fór til útlanda í gær. Með- al farþega var Mikkelsen, eftirlitsm. Smjörhússins. Til Vestmanneyja fóru Þórarinn Kristjánsson verkfræðingur og frú hans. Seglskipið »Dagny«, sem sigldi á sker í Grindavík á hingað leið, var dregið í Slippinn til viðgerða í gær. Pollux er væntanlegur hingað á úiorgun. Sorgarathöfn fór fram í dómkirkj- unni í gær yfir líki Ólafs framkvæmd- arstjóra Árnasonar. Líkið var sent til Khaftiar á Botníu í gær og á að brenn- a»t þar. Fjöldi fólksfylgdilfkinuogflögg voru dregin á hálfa stöng í bænum. Ekki kvað það vera rótt nefnt hjá ^uðm. E. Guðmundssyni fjallið, sem ^ann fann kolin í nú fyrir skömmu. Kunnugir segja oss, að fjallið heiti Skorarfjall, en ekki Stálfjall. í gær gaf síra Bjarni Jónsson sam- an 1 kjónaband Sigfús Marfus Johnsen, °and. juris frá Vestmannaeyjum, og Ungfrú Jarþrúði Pótursdóttur. Ennfremur þau Jóel Kr. Jónssou ®'*pstjóra og ungfrú Margrótl Sveins- dóttur. ^Ximnritij »Iðunn«. Nú fer að líða að fyrsta heftið komi út og a8Un^rraargir hlakka til. Trúlegt er, hreiSs^ mUn* verulega mikilli út- um land alt. Boðsbróf hafa verlð borin um bæinn og fjöldi þegar pantað tímaritið. Áskriftalisti liggur frammi á skrifstofu þessa blaðs og geta menn skrifað sig fyrir ritinu þar. Laxveiði f Elliðaánum er nú tölu- verð. Menn sem þangað fóru í fvrra- dag, fengu mikið af laxi. Frá Þjóðverjum. Fréttaritari »Daily Mail* í Rotter- dam á Hollandi, sendir blaði sfnu þessar upplýsingar, ásamt fleiru. Efnafræðingarnir þýzku. Eg spurði ungan þýzkan eína- fræðing að því hérna um daginn, hvernig á þvi stæði að hann væri ekki kominn í herinn. «Það eru engir efnafræðingar í hernumt, svaraði hann. »Einn efna- fræðingur er föðurlandinu meira virði heldur en heilt herfylki. — Fyr en það verði, að þýzka þjóðin verði máð úr tölu þjóðanna, mun- um vér leggja Evrópu í auðn. Vér munum þá ekki hika við að strá út kólerusóttkveikju meðal herja óvin- annac. Það er enginn efi á því, að Þjóð- ver jar muni halda áfram að nota kæfandi gasteg. hvenær sem tækifæri gefst. En hitt er eigi jafnkunnugt, að þýzkir efnafræðingar vinna nú kappsamlega að því að búa til nýtt sprengiefni, sem er miklu sterkara heldur en »Lyddite». Þegar þeir eru ánægðir með þetta sprengiefni á að nota það i stærstu fallbyssur þeirra, og það er sannfæring þeirra, að hvorki vígi né skotgrafir fái staðist það. Þjóðverjar vona það að vinna ófriðinn í efna- verksmiðjum sínum og þeir treysta meira á hugvit efnafræðinga sinna heldur en snilli herforingjanna og hreysti hermannanna. Nýjar vél- byssur, sem ekki eru mikið þyngri heldur en venjulegar kúlubyssur og engu vandasamari meðferðis, áhöld til þess að kasta með sprengikúlum milli skotgrafa, og fullkomnari varp- ljósakúlur heldur en áður hafa þekst, til þess að leiðbeina hermönnunum, þegar þeir gera áhlaup á næturþeli — alt eru þetta nýjar uppgötvanir í Þýzkalandi, sem farið verður að nota í sumar. Hagsýni I»jóðverja. Fyrir tveimur eða þremur mán- uðum var naumast til sá maður í Englandi, sem eigi hélt að Þjóðverj- ar væru farnir að svelta. Eg þori að fullyrða, að nú sem stendur er kjöt ódýrara í Þýzkalandi heldur en Englandi; áreiðanlega er það miklu ódýrara þar heldur en í Holl- landi. Þjóðverjar eiga svo mikið af kaffi að þeir selja það til Hollands. Það, að Þjóðverjar börmuðu sér yfir matvælaskorti, var að eins gert til þess, að vekja meðaumkun hlutlausra þjóða. Þegar stjómin tók i sínar hendur umsjón með útbýtingu mat- væla, var það ekki örþrifaráð, heldur hagsýni. Öllu því landi á Þýzka- landi, sem ekki eru kornakrar, er nú skift niður í matjurtagarða og þegar uppskerunni er lokið, munu Þjóðverjar hlæja að öllum hótunum um það að þeir skuli sveltir inni eins og melrakkar í greni. Þegar þýzku yfirvöldin tóku að safna kopar í Belgíu, urðu Bretar gleiðir og sögðu sigri hrósandi að nú væri Þjóðverja farið að skorta kopar. En það er brezki herinn, sem ekki hefir nægilega mikið af sprengikúlum. Þegar þýzk skólabörn voru hvött til þess að safna marka og hálfmarkapeningum, þóttumst vér vita, að Þjóðverja væri farið að skorta gull. Gullforði Þjóðverja er nægilega mik- ill til þess að fullnægja þörfum þeirra. Vörugeymslu’hús þeirra eru full af bómull, göturnar eru fullar af ung- um mönnum, engin verkföll eru í verksmiðjum þeirra og ekkert vín- bann er i Þýzkalandi. Og ófriður- inn hefir þó staðið nærri þvi tíu mánuði. Um katbátana. Þegar ófriðurinn hófst héldum við flestir að Þjóðverjar ættu ekki nema tæplega tuttugu kafbáta. Menn geta bezt geri sér í hugarlund hve marga þeir muni eiga nú, þegar þeir heyra það að Þjóðverjar þykjast geta smíðað kafbátinn á hálfum mánuði. Það eru ef til vill ýkjur, en eg veit það með sanni, að 12 kafbátar hafa verið fullsmíðaðir i Ho- bohen hjá Antwerpin seinustu þrjá mánuðina. Þetta eru auðvitað ekki stóru kafbátarnir, sem eru hættuleg- astir kaupförum okkar, en þeir geta orðið fiskiskipum okkar i Norður- sjónum hættulegir. Hinir nýju risa- vöxnu kafbátar, sem Þjóðverjar eru hreiknastir af, geta skotið tundur- skeytum úr báðum stöfnum, jafnvel þótt þeir mari i kafi. Loftgeymar þeirra eru hugvitssamlega gerðir og þeir geta skriðið 18 mílur á klukku- stund. Það er mesta eftirsókn allra ungra sjóliðsforingja i Þýzkalandi að fá að vera á kafbátunum, því skips- hafnir kafbátanna eru eftirlætisgoð allrar þjóðarinnar. Ef þýzki flotinn kemur einhverntíma út í því skyni að leggja til orustu, mún hann var- inn af öflugum hring af kafbátum. Bandarikin og Mexiko. Wilson forseti hefir sent þeim mönnum, sem um völdin berjast í Mexiko, boð um það að þeir verði að sjá um að útlendir menn, Banda- rikjamenn og aðrir, verði látnir óáreittir ella muni hann senda her þangað suður til að friða landið. Þykir líklegt að höfðingjarnir i Mexiko muni litið skipast við þetta og Wilson þá senda her suður- eftir innan skams. Bethmann Hollweg ríkiskanslari Pjóðverja. Þegar send herra Itala i Berlinar- borg bjóst til heimferðar og hafði fengið vegabréf sitt hjá v. Jagow ut- anríkisráðherra. hafði hann það við orð að kveðja Bethmann-Hollweg. Jagow sagði honum að það skyldi hann ekki gera. Væri það ekki að vita hvernig gamli maðurinn tæki á móti honum og óþarfi að stofna til meiri vandræða en þá voru þegar orðin. — Er það mælt að sendi- herran hafi látið sér þetta að kenn- ingu verða og farið þegar á brott án þess að kveðja kanslarann. Vélskip. Svo sem kunnugt er, 'hefir skipa- leiga hækkað mjög i verði síðan ófriðurinn hófst. Eru nú mörg skip i förum, sem lágu uppi fyrir stríðið, og ef til vill aldrei annars hefðu látið í haf. Norðmenn eiga ósköpin öll af seglskipum. Hafa þeir útbúið sum þeirra með »Bolinder*-vélum og hefir sú tilraun hepnast sérstaklega vel. Menn fróðir um skipaútgerð spá því, að koma muni sú öld bráðlega, að öll seglskip verði útbúin með Bolin- dervélum, og leiga á þeim komast í sama verð og á gufuskipum. Mál höfðað gregn Times. Enska stjórnin hefir látið höfða mál gegn útgefndum Lundúnablaðs- ins »Times« og einum af fréttarit- urum þess, E. H. Richardson majór. Er blaðinu og fréttaritara þess gefið að sök, að það hafi breytt út fréttir um bandamenn Englendinga (Frakka), sem geti komið óvinunum að haldi. Tilefni málshöfðunarinnar var grein eftir Richardson, þar sem hann sagði að »Frakkar hefðu sent síðustu vara- liðsmennina til vígvallarins og hefði kvatt út óæfða liðsmenn*. Þegar grein þessi kom út í blaði'nu kvört- uðu herstjórnarvöld Frakka yfir birt- ingu hennar, og lét brezka stjórnin þá höfða málið. Próf í málinu voru nýbyrjuð i. þ. m.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.