Morgunblaðið - 15.06.1915, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.06.1915, Blaðsíða 1
í»riðjudag 15. Jání 1915 HORGDNBLADID 2. ar£angr 220. tðiublað Ritstjórnarsími nr. 500 Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen. Isafoldarprentsmiðja j Afgreiðslusími nr. 499 Trá Temijjum. Feneyjar (Venedig) er einhver fegursta borg í heimi og áreiðanlega hin einkennilegasta sem til er. Hún er reist á ótal smá hólmum og þar eru ekki götur sem i öðrum borgutn, heldur eintóm síki og skurðir. Fara menn þar efdr á bátum. í Feneyjum eru íjölmörg listasöfn og dýrindis byggingar. Meðal hinna fegurstu er Markúsarturninn og furstahöllin, sem sjást hér á mynd inni. Það verður Itölum óbætanlegt tjón ef austurríkskir flugmenn gera mikinn usla í Feneyjum á herförum sínum þangað. Rin Reykjavtknr Dlfl UIUI Biograph-Theater P«U Talslmi 475. Presturinn. »Karakter«-sjónleikur í 5 þátt. eftir P. Lykke-Seest. Aðalhlutverkin leika Carlo og Clara Wieth, og frægasti leikaii Noregs Egil Eide. Aðgm. kosta: 50, 35 og 15 au. Theodor Johnson Konditori og Kafé stærsta og fullkomnasta kaffihús í höfuðstaðnum. — Bezta dag- og kvöldkaffé. — Hljóðfærasláttur frá 5—7 og 9— 111/3 Conditori & Caíé Skjaldbreiö fegursta kaffihús bæjarins. Samkomustaður allra bœjarmanna. Hljómleikar á virkum dögum kl. ‘9—11 ^/2, sunnudögum kl. 5—6. A.V. Mikið úrval af áqætis kökum. Ludvig Bruun. Jarðarför konunnar Kristjönu Kristó- I fersdóttur fer fram frá Landakots- 1 spitala kl. I ’/2 miðvikudaginn 16. I þessa mónaðar. I i fjarveru manns hennar, Sæunn Jónsdóttir. Alúðarþakkir vottum við öllum þeim sem á einn eða annan hátt hafa auSsýnt hluttekningu við legu, frá- Jall og jarðarför Ragnheiðar sál. JJögnvaldsdóttur. Reykjavik 15. júni 1915 Aðstandendur hinnar látnu. AJs. Gerdt Meyer Brmm, Bergen býr til síldarnet, troll-tvinna, Manilla, fiskilínur, öngultauma °g allskonar veiðarfæri. Stærsta ýerksmiðja Noregs í sinni röð. Arleg framleiðsla af öngultaum- Utn 40 miljón stykki. Verð °g gæði alment viðurkend. ^stellini’s ítalska hamp netjagarn, flhr- og fimm-þætt, með grænum roiða við hvert búnt, reynist eftir ár langbezt þess netja- garns er flyzt hingað. | e’ldsölu fyrir kaupmenn, hjá G. Eirikss, Reykjavík. Erl. slmfregnir frá fréttarit. ísafoldar og Morgunbl. Khöfn 14. júní. Önnur orðsending Bindaríkjanna til Þjóðverja hefir nú verið birt opin- berlega. Muo hún naumast valda friðslitum milli Þjóðverja og Banda- ríkjamanna. Þjóðverjar og Austurríkismenn hafa hafið ákafa sókn að nýju í Gali- ziu og gengið vel sumstaðar. Aust- uiríkismenn hafa vaðið inn í Bessara- bíu (hérað syðst og vestrst á Rúss- landi). Rússar hafa unnið sigur hjá Zur- awno og handtekið þar 16000 her- menn. Eldsneytið. Út af grein i næstsíðasta »Morg- unbl.« leyfi eg mér að minna á eitt atriði, sem mér þykir vert að sé at- hugað. í fyrra hvatti borgarstjóri með auglýsingu i blöðunum bæjarmenn til þess að taka upp mó sér til elds- neytis. Lítill held eg að árangur hafi orðið af þeirri hvatningu, og væri þvl full ástæða til að endurtaka hana nú og jafnframt gera það, sem þá hefði átt að gera, nefnilega það, að borgarstjóri eða fátækranefndin beittu sér fyrir framkvæmdum í þessu efni. Eg efast ekki um, að mótak mundi borga sig, ef það væri fram- kvæmt á réttan hátt, og því verki stýrt með ráðdeild. Um mótak hefir verið nokkuð ritað, og minnist eg sérstaklega ritgerðar eftir Asgeir efna- fræðing Torfason. Honum væri treystandi til að láta í té gagnlegar upplýsingar um þetta efni, og fleiri eru þeir víst, sem fúsir væru til að benda á hvernig þessu verki skuli haga, svo það verði arðberandi. Að eg minnist á að borgarstjóri og fátækranefndin beiti sér fyrir málið, kemur til af þv:, að mótak er fremur kostnaðarsamt einstakling- um. En sú nefnd ætti að þekkja bæði menn og konur sem óhægt eiga með erfiða vinnu og eru þurfa- lingar, en sem þó gætu máski duudað við að þurka móinn (og pressa, ef sú aðferð er höfð), ef að eins væri séð fyrir hæfilegum verkamönnum við að taka móinn upp. Og um eitt langar mig til að spyrjast fyrir: Er ekki hægt með einfaldri og ódýrri aðferð að nota koltjöruna úr Gasstöðinni til uppkveikju, t. d. með því að blanda henni saman við mó, i stað þess, eins og sagt er, að láta hana til einkis gagns renna i sjóinn? Er enginn af visindamönnum vor- um fær um að leysa úr þessu svo að gagni komi ? A þessum erfiðu tímum verður hugvit og framkvæmd að sitja í há- sæti hjá okkur sem öðrum. A?. J. NÝ J A BÍ Ó Hvíta þrælaYerzlunin. Ákaflega áhrifamikill sjónleikur i 100 atriðum, leikinn af Nord- isk Films Co. Aðalhlutverkið, stúlkuna sem selja á mannsali, leikur hin al- þekta leikkona frú CLara Wietli. Þótt nurgar myndir með þessu nafni hafi verið sýndar hér, er þessi þó alveg ný og tekur flestum hinum fram. Garros. Eins og menn muna tóku Þjóð- verjar franska flugmanninn Garros höndum i Belgíu. Þóttust þeir hafa veitt vel þar, enda var Garros tal- inn einhver slyngasti og áræðnasti flugmaður Frakka. Þýzkur liðsforingi, sem var við þegar Garros var tekinn höndum segir svo frá: Það var snemma sunnudags. Veð- rið var framúrskarandi gott, sólskin og logn. Sáum við þá hvar óvina- flugmaður kom. Við hófum þegar skothríð á hann — látlausa skothríð með riflum og fallbyssum. Hann flaug yfir járnbrautarstöðina og varp- aði þar niður sprengikúlu. Ætlaði hann að hæfa járnbrautarlest, sem var þar á ferð, en sem betur fór hlaut lestin engar skemdir. Við höfðum nú hitt flugvélina nokkrum sinnum og sáum að flug- maðurinn neyddist til að lenda. Hættum við þá að skjóta og tókum til fótanna til þess að taka manninn höndum. En þegar við nálguðumst tókst honum að hefja sig til flugs aftur, og aftur tókum við að skjóta á hann. Hann komst eigi lengra en svo sem tvo kilometra. Þá varð hann að leita til jarðar aftur. Við hlupnm aftur á stað eins og fætur toguðu. Brátt sáum við að flugvélin stóð í ljósum loga. Flug- maðurinn hafði vætt hana alla í ben- zini og kveikt í til þess að hún skyldi ekki falla í hendur okkar. Þegar við komum á vettvang var flugvélin ónýt og flugmaðurinn horf- inn. Við leituðum þar alt um- hverfis en gátum ekki fundið hann. Flugmenn okkar hófu þá leit og fundu manninn tiltölulega fljótt. Hann hafði fleygt sér niður i dá- litla gröf, sem var skamt á brott og þakið yfir sig með grasi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.