Morgunblaðið - 16.06.1915, Blaðsíða 2
2
'MORGUNBLAÐIÐ
Cashemere Siðf
(svörí) eru nú
loksins komin til
Th. Th.
ekki Yjerið gert, en stjórn íþrótta-
vallariffis ætlar að sjá borgarbúum
fyrir skemtun síðari hluta dagsins.
Gerir hún það ótilkvödd og á þakk-
ir fyrir.
Skulum vér nú i fám orðum
skýra frá því hvernig þeirri skemt-
un verður hagað.
Klukkan 5 hefst hljóðfærasláttur
á Austurvelii. Er það lúðrasveit
K. F. U. M. sem þar skemtir.
Þaðan verðnr gengið suður á íþrótta-
völl og þegar þangað er komið
^lytur mag. Sigurður Nordal ræðu.
Eftir það verður knattspyrnukapp-
leikur milli »Fram« og »Reykjavikur«
og síðan verða sýnd tvö loftför.
Mun margan fýsa að sjá »flugið«
svo mikið sem um loftförin er nú
rætt daglega. Þá verður dansað og
skemt sér eftir föngum. Verður
þar ný hringekja — eins og sú sem
Gisli Þorbjarnarson sótti um að fá
að setja upp hér i bænum, en fekk
eigi fyrir bæjarstjórninni —, rólur
o. s. frv. Veitingar verða nægar á
staðnum.
Ef til vill syngur »17. júní« hér
niðri i bænum áður en 'lagt verður
á stað suður á völlinn.
Það hefir verið venja undanfarin
ár að kaupmenn hafa lokað búðum
sínum um hádegi þennan dag og
svo vonum vér að verði enn. Voru
um það ágæt samtök i fy«ra og eigi
ætti það síður að takast nú. Þá
* viljurn vér og beina því til annara
vinnuveitenda að þeir gefi verka-
mönnum sínum starfalausn eftir kl.
12 á hádegi — og treystum öllum
til 'þess að leggja sitt bezta til svo
dagurinn geti orðið hinn ánægju-
legasti.
c—-t DA6BÓFJIN. C=3
Afmæli í dag:
Hildur Guðmundsdóttir, húsfrú.
Steinunn Gísladóttir, húsfrú.
Kjartan Gunnlaugsson, kaupm.
Sólarupprás kl. 2.4 f. h.
Sólarlag — 10.53 síðd.
Háflóð í dag kl. 7.52
og í fyrramálið — 8.11
Veðrið í gær:
Vm. logn, hiti 7.1.
Rv. s. gola, hiti 7.8.
ísaf. logn, hiti 6.0.
Ak. s. gola, hiti 10.0.
Gr. s. kul, hiti 8.4.
Sf. logn, hiti 9.6.
Þórsh., F. s.v. kul, hiti 10.2.
Ingólfur fer til Borgarness í dag.
Með honum fara þeir Sveinn Björns-
son yfirdómslögmaður og Ólafur John-
Með Pollux komu:
Flónelin góðu,
hvít og mislit.
Morgunkjólatau.
Tvisttau,
tvibreið.
Dömukamgarn,
svart og mislitt.
Lakaléreft
o. fl. til
Th. Th.
• Flafnarstræti 4.
son konsúll. Ætla þeir að stunda veið-
ar í Grímsá um vikuskeið. Með þeim
fer Ólafur Eyvindsson verzlunarmaður.
Mórinn. í sambandi við grein, sem
stóð í Morgunblaðinu í gær um elds
neyti, fengum vór þær upplýsingar
frá skrifstofu borgarstjóra í gter að
bærinn hefði látið taka upp talsvert
af mó í fyrra og nú væri fyrst verið
að selja hann, þvf í fyrra hefði hann
aldrei þornað. Vér gengum að því sem
vísu fyrirfram, að bærinn mundi hafa
auglýst mó til sölu, ef hanu hefði átt
mikið af honum, en vór minnumst
þess ekki að hafa sóð neina auglýs-
ingu um það. Vonandi lætur bærinn
taka upp mó í sumar líka, svo hægt
verði að grípa til bans í haust þegar
fer að kólna.
Síðan vér vöktum máls á því hve
seint gengi vinnan við Aðalstræti, hafa
margir verið að spyrja oss hvernig á
þvf stæði. Orsökin til þess er sú, að
grjótið er höggvið jafnharðan í stað
þess að það hefði átt að vera höggvið
á ð u r en byrjað var á verkinu. Þannig
er framsýnin.
Bærinn er með stærri vinnuveitend-
um hér. Vikulega borgar hann nú
um 1000 krónur í verkalaun. Gengur
það til margra manna, sem ella hefðu
verið atvinnulausir og jafnvel þegið af
sveit.
íþróttavallar-stjórnin hefir stofnað
til happdrættis. Er um þrjá vinninga
að tefla — frítt far með skipum Eim-
skipafólagsinB til Kaupmannahafnar og
frftt far til Noregs með skipi Bergens-
félagsins. Happdrættismiðarnir kosta
að eins 50 aura og var svo til ætlast
að dregið yrði á morgun. En sagt var
oss í gær, að það mundi naumast
hægt vegna þess hve lítið hefði selst
af miðunum.
Sterling fer héðan í kvöld áleiðis
til útlanda. Kemur við bæði í Fær-
eyjum og Leith.
Ráðherra Einar Arnórsson hefir
símað hingað til bæjarins, að hann
muni að líkindum taka sér fari heim
á Fálkanunj, sem halda muni frá
Bergen í Noregi um 20. þ. m. beina
leið til Reykjavíkur. Hans ætti því
að vera von um 25.—26. þ. m.
Gullfoss fór frá Kaupmannhöfn í
gær um Lelth til Vestmanneyja og
Reykjavíkur.
Goðafoss. Búist er við þvf að skip-
ið fari á morgun áleiðis frá Kaup-
mannahöfn um Leith til Austur- og
Norður-lands.
Árni Böðvarsson hefir, eins og
menn vita, opnað nýja rakarastofu í
Bankstræti. Hefir hann þar nýjan út-
búnað, sem eigi hefir áður tíðkast hér.
Meðal annars hefir hann þar dálitla
vél til þess- að þurka hár með raf-
magni (heitu eða köldu lofti) eftir að
það hefir verið þvegið. Strauminn fær
Árni frá Völundi, eins og Röntgens-
stofnunin á Hverfisgötu. Tæki þessi
tíðkast nú alls staðar erlendis og þykja
hin beztu til þess að hreinsa hárið og
höfuðið.
Ceres fór frá Seyðisfirði í gær,
áleiðis norður um land til Reykjavíkur.
Embæ^isprófinu í lögfræði var
lokið í fyrrakvöld. Hlaut Pétur Magnús-
son 1. einkunn 119% stig, og Stein-
dór Gunnlaugsson aðra einkunn betri
1042/8 stig.
Söngfélagið »17. júní« æltar að
efna til hljómleika einhvertfma bráðum.
Seglskipið »01ga«, sem hingað kom
um daginn, flutti cement til Hallgríms
Benediktssonar.
Góðri skemtun eiga Reykvíkingar
von á næstkomandi sunnudag. Þá efna
listakonurnar frú Guðrún Indriðadótt-
ir og frú Stefanía Guðmundsdóttir til
kvöldskemtunar í Iðnó. Sýndur verður
páfadansinn frægi og mönnum skemt
með einsöng skrautsýningu 0. íl. Ohætt
mun vera að triia þessum sístarfandi
listakonum til þess, að láta mönnum
ekki leiðast í Iðnó á sunnudaginn.
»Sóley«, vélbátur fór til ísafjarðar
í fyrrakvöld. Með honum tók sór fari
Sigurbjörn Á. Gíslason cand. theol.
Brunarústirnar.
Þær eru engin bæjarprýði, sem
ekki er heldur von. En annað er
verra. Göturnar umhverfis og í
brunasvæðinu eru hálf ófærar vegna
þess að menn hafa raðað á þær alls
konar rusli úr rústunum. Það var
nú ósköp vel fyrirgefanlegt þótt
þetta yrði þannig í fyrstu, en þegar
það er látið standa vijíúm og mán-
uðum saman, þá fer nú skörið óneit-
anlega að færast upp í bekkinn.
Litið þið t. d. á Austurstræti.
Beggja megin við það eru gangstétt-
ir, en sú nyrðri er nú þvergirt hjá
Landsbankanum. Hvað á það að
þýða? Jú, oss er sagt að skeð geti
að smámolar hrapi úr bankamúrnum
og sé þessi girðing sett í varúðar-
skyni svo eigi hljóti menn meiðsl
af grjóthruni. En er þetta nokkur
afsökun? Var ekki nær að ganga
svo frá bankanum að eigi gæti hr&p-
að úr honum ofan á gangstéttina ?
Byrgja mætti dyrnar, ef menn vildu
eigi að Pétur eða Páll væru að rápa
inn í bankann sér til gamans. En
þetta er eigi alt. Einmitt á þessum
sama stað, framundan Landsbankan-
um, er afarmikil grjóthrúga á miðri
götunni. Er það mesta furða að
þarna skuli ekkert slys hafa orðið
þegar bifreiðar, hestar og gangandi
menn fara um götuna samtímis.
Auk þess er þetta svo ljótt að það
er hreinasta bæjarskömm.
Og þannig er víðar, einkum við
Vallarstræti. Þar gerir það umferð-
inni minna vegna þess að Vallar-
stræti er ekki jafn íjölfarið sem
Austurstræti, en prýði er hin sama
að ruslinu fyrir það. Þar agar sem
sé saman grjóti, þakjárnsskriflum,
járnarusli og hálfbrunnum spýtum.
Og þetta er í sjálfum Miðbænuml
Þjár götur hálf ófærar þar í senn:
Austurstræti, Aðalstræti og Vallar-
stræti, og það einmitt á þeim tíma
þegar umferð er sem allra mest.
En hvað á þetta að ganga lengi?
Löwen.
Fréttaritari Central News frétta-
stofunnar símar frá Amsterdam að
Þjóðverjar hafi látið hegna nokkrum
hermönnum er voru við eyðilegg-
ingu Löwen. Nokkrir af liðsforingj-
unum voru sviftir foringjatign.
Á Englandi hefir verið efnt til
samskota til að reisa háskólann i
Löwen úr rústum að styrjöldinni
lokinni. Margir hafa og heitið að
gefa háskólanum fágætar bækur, sem
fórust í brunanum.
Öfriðarsmælki.
Sonur Asquiths sár. Einn
af sonum Asquiths forsætisráðherra
var sveitarforingi í liði því sem sent
var suður á Gallipoli-skaga. Hann
var skotinn í hnéð og liggur nú á'
spítala í Alexandriu.