Morgunblaðið - 19.06.1915, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
klorkalki fór á hvern fermeter og
dugði i tvo mánuði. Vegirnir urðu
mjúkir og þægilegir og ekkert ryk-
korn þyrlaðist upp undan vögnum
eða vindi. Kostnaðurinn var þar */4
d. (tæpir 2 aurar) á hvern fermeter.
Vér viljum alvarlega skora á bæj-
arstjórnina að reyna aðferð þessa hið
fyrsta — að minsta kosti á götum
Miðbæjarins. —
-ITDJ-i, "-■'T -._■■■ '"T* * i . .»7 . ■ ■■■ -
Bifreiðarslys.
Maður meiðist mikið.
í gær áttu 3 menn að taka
próf í bifreiða-akstri. Eins og
fyrra sinnið var Jessen vélfræðis-
kennari prófdómari og hélt við
4. mann inn Laugaveginn í hinni
nýju Ford-bifreið Siggeirs Torfa-
sonar, sem Kristján Siggeirsson
stýrir. Auk Kristjáns áttu þeir
Kjartan Jakobsson og Magnús
Bjarnason að ljúka prófi. Þegar
komið var innfyrir húsin hér á
Laugaveginum, byrjaði prófið, og
gekk alt vel í fyrstu.
Við Elliðaárbrúna sat Kjartan
Jakobsson við stýrið og Jessen
við hlið hans í framsætinu. Jes-
sen bað nú Kjartan að halda
áfram yfir vesturbrúna og ætlaði
að láta hann stöðva bifreiðina á
milli brúnna. Reykjavíkurmegin
við brúna er hæð dálítil, sem
hallar niður að brúnni og þegar
þangað var komið, ætlar Kjartan
að nota hemluna, en honum
skjátlaðist. í stað þesa jók hann
hraða bifreiðarinnar, sem þaut
niður brekkuna og misti hann
loks með öllu vald á stýrinu.
Jessen sat við hlið hans og sá
hvað fram fór. Hann þreif þegar
stýrið og gat stýrt bifreiðinni svo,
að framhluti hennar lenti á hægra
handriði árbrúarinnar. Þar tókst
Jessen að stöðva bifreiðina, sem
hékk með annað framhjólið út af
veginum og lá við að ylti niður
fyrir á hverju augnabliki.
í aftúrsæti bifreiðarinnar sat
Kristján Siggeirsson vinstra meg-
in, en Magnús Bjarnason í hægra
sæti. Við skellinn, sem varð
þegar bifreiðin lenti á brúnni,
hraut Magnús út úr vagninum og
féll af miklu afli niður fyrir
brúna. Fallið var töluvert hátt,
um 8—10 álnir. Magnús lenti með
höfuðið á klöpp, stórt sár kom á
hnakkann og varð hann þegar
meðvitundarlaus.
— Maðurinn, sem stýrði, Kjart-
an Jakobsson, hljóp þegar úr sæti
sínu og niður á klöppina þar
sem Magnús lá. Sáu þeir glögt,
að lækishjálp væri nauðsynleg
þegar í stað og var maður þegar
sendur til Reykjavíkur eftir lækni.
Jón héraðslæknir Hjaltalín ók
nú inn að ám í Overland-bifreið
og í henni var Magnús fluttur á
Landakotsspítala. Þar fékk Magn-
ús meðvitund um skamma stund,
gat sagt til nafns síns, en misti
rænuna aftur litlu síðar. Héraðs-
læknir tjáði oss í gær, að tvísýnt
væri um líf Magnúsar fyrst um
sinn.
Vér hittum Jessen vélfræðis-
kennara að máli í gær, og lét
hann oss í té upplýsingar þess-
ar. Sagði hann að það hefði
verið mjög agalegt þegar bif-
reiðin þaut niður brekkuna,
og helzt hefði litið svo út, að
vagninn mundi þjóta á fullri ferð
niður fyrir brúna. Og hefði ekki
Jessen sýnt það snarræði að
grípa stýrið undir eins, hefðu
áreiðanlega allir, sem í bifreið-
inni voru, hlotið stórmeiðsl eða
beðið bana. — Allur fremri hluti
bifreiðarinnar skemdist mjög, sem
við er að búast.
Magnús Bjarnason er ættaður
frá Stokkseyrarseli í Arnessýslu.
Ofríki á Austur-
velli.
Eini staðurinn í höfuðborg íslands,
þar sem mæður geta verið með
börnin síni úti i grasinu, er Austur-
völlur, enda er hann lika notaður á
degi hverjum, eins og sjálfsagt er. —
En í gær, 17. júni, á afmælisdag
Jóns Sigurðssonar, þegar börnin voru
að leika sér, og mæður þeirra áttu
sér einkis ills von, kemur lögreglu-
þjónn með skilaboð frá borgarstjóra
um að allir eigi að fara út af vell-
inum því það eigi að fara að spila(l).
Þessi »músikölsku« ofurmenni höfðu
krafist þess, að völlurinn yrði hreins-
aður áður en þeir byrjuðu á sínu
töfrandi spili; (því slíkt væri auðvit-
að ekki fyrir börn) og í öðru lagi
myndu þeir ef til vill ekki »taka sig
eins vel út« ef börnin skygðu á
einhvern þeirra, því hefir þeim þótt
ekki nema sjalfsagt að láta reka alla
út, svo þeir gætu notið glæsimensku
sjálfra sín. — Þessir ofríkismenn
voru nokkrir unglingar úr K. F. U.
M., með borðalagðar húfur, hljóða-
pípur og trumbur, og voru þeir
leigðir af stjórn íþróttavallarins til
að hóa saman fólki út á íþróttavöll;
þeir spiluðu(!) hálfan klukkutíma á
Austurvelli og fóru svo suðureftir.
Nú vildi eg leyfa mér að skjóta
því til borgarstjóra hvort hann vildi
ekki í næsta skifti lána einn lög-
regluþjón til að gæta þess að börn-
in komi ekki of nærri þessum pilt-
um á vellinum meðan þeir eru að
hrifa áheyrendurna með pipublæstri
sínum, í stað þess a(5 eyðileggja
daginn fyrir smábörnudúm með þvi
að láta reka þau burt, þegar þau
eru að leika sér í sakleysi.,
Söngfélagið 17. júni söng i gær-
kvöldi 11 lög upp við Mentaskól-
ann og var fjöldi fólks alt i kring
á Skólablettinum, og naut söngurinn
sin ekki ver fyrir það; enda datt
vist ekki söngfélaginu i hug að láta
reka alla i burt. — Og sýnir þetta
hver nauðsyn bar til ofríkisins á
Austurvelli.
H. M. S.
1m DAÖBÓBflN. C=3
Afmæli í dag:
Agnes Guðmundsdóttir jungfrú
Anna Klemensdóttir húsfrú, Hesti.
Jón Hjartarson kaupm.
Tryggvi Siggeir8Son verzlm.
S ó 1 a r u p p r á s kl. 2.3 f. h.
Sóiarlag — 10.55 síSd.
Háflóð í dag kl. 9.28
og — 9.53
Veðrið í gær:
Vm. logn, hiti 9.3.
Rv. a. andv., hiti 11.2.
ísaf. logn, hiti 10.2.
Ak. logn, hiti 9.0.
Gr. logn, hiti 10.5.
Sf. logn, hiti 10.9.
Þórsh., F. logn, hiti 10.0.
Hafnarfjörður. Messað verður í
þjóðkirkjunni kl. 12 á hád. á morgun.
Dagsbrún heldur fund í G.T.-hús-
inu í kvöld kl. 8, sbr. auglýsingu hór
í blaðinu, og verður þar rætt um kaup-
hækkun þá, sem fólagið hefir farið
fram á við vinnuveitendur hór í bæ.
Ceres á að koma frá útlöndum í dag.
ísafold fer til Vesturlandsins á
morgun.
Ársrit Verkfræðingafólags íslands
1914 er n/komið út. Eru í því marg-
ar fróðlegar ritgerðir og nytsamar. Frá-
gangur allur er hinn snyrtilegasti.
Skemtnn sú, sem stjórn íþrótta-
vallarins gekst fyrir í fyrradag, var
afarfjölmenn. — Mun sjaldan hafa
verið jafnmargt manna á vellinum og
þá. Gerði fólkið sór ýmislegt til skemt-
unar og vór teljum víst að margir munj
hafa skemt sór vel, því dansað var
á pallinum fram yfir miðnætti.
K. F. U. M. og K.-fólagar fara
skemtiferð til Akraness á morgun.
Hefir fólagið tekið Flóabátinn Ingólf á
leigu f leiðangurinn. Farmiða þarf að
kaupa fyrir kl. 6 í kvöld.
ttfzkur loftbátar i hættu staddur.
Að kvöldi hins 10. þ. m. tóku
björgunarmenn, sem á verði voru á
vesturströnd Jótlands, eftir því að
þar var kominn loftbátur, sem beidd-
ist hjálpar með merkjum. Björgunar-
bátur var settur fram og er komið
var út að loftbátnum kom í ljós að
loftfarana vantaði steinolíu. Beiddu
þeir björgunarmennina að útvega sór
nokkra lítra, en áður olían yrði flutt
úr landi til þeirra, komu þar að aðrlr
tveir loftbátar sem lögðust hjá hinum
og miðluðu honum af olíubirgðum sínum.
Skömmu síðar brugðu loftfararnir sór
á flug og hurfu í suðurátt.
Jarðskjálftar
miklir urðu í Brasiliu 9. þ. m.
Töluverðar skemdir urðu víða, en ná-
kvæmar fregnir ókomnar þaðan enn.
Tyrkir og Liman von Sanders.
Fréttaritari ungverska blaðsins
»Az Est« hefir eigi alls fyrir löngu
átt tal við Liman von Sanders,
þýzka hershöfðingjann, sem stýrir
liði Tyrkja hjá Hellusundi.
Sanders sagði að Bretum hefði
illa skjátlast er þeir hefðu gert sér
í hugarlund að tyrkn'ési herinn væri
engu betri nú en í Balkanófriðnum.
Það væri stór munur á honum þá
og nú, eins og bezt sæist á því að
ákafi bandamanna og skotfæraaustur
þar eystra hefði engan árangur borið.
Sanders kvaðst eigi nógsamlega
geta dáðst að ágæti tyrknesku her-
mannanna og sagði að það væri
ómögulegt að brjótast gegn um
Hellusund með valdi. Bandamönn-
um yrði landgangan ekki heldur til
neinnar frægðar né sigurs.
Þegar Goliath var sökt.
Þýzkur fréttaritari í Miklagarði
hefir sent skýrslu um það hvernig
brezka orustuskipinu Goliath var
sökt.
Hann segir að brezku herskipin
hafi á hverri nóttu komið til Morto-
flóa og beint þaðan skothríð sinni
á hliðar tyrknesku vígjanna í landi.
Til þess að venja þá af þessu fékk
þýzki sjóliðsforinginn Firle, sem er
yfirmaður tyrkneska tundurbátaeyðis-
ins Muavenet, skipun um það að
ráðast á brezku skipin. Á Muavenet
voru 60 skipverjar og af þeim voru
14 þýzkir.
Eftir sólarlag lagði Muavenet af
stað inn í sundið. Niður hjá mynni
þess sá hann tvö stór herskip og
hélt nú þangað. Þegar hann var
kominn í gott færi urðu skipin vör
við hann og tóku að senda leitar-
ljós alt umhverfis, en i sama bili
skaut hann fyrsta tundurskeytinu.
Það kom á Goltath miðjan og tvö
skeyti fvlgdu rétt á eftir og hittu
bæði. Sprenging varð í skipinu
svo sökk það samstundis. Alt þetta
skeði á svo sem þremur mínútum.
Muavenet sneri þá skyndilega við til;
þess að forðast tundurbátaeyða Breta,
sem þustu að úr öllum áttum.
Komst hann undan heill á húfi og
hlaut þakkir fyrir viðvikið.
Lusitaniumálid.
Gustaf Stahl, þýzkur varaliðsmað'
ur, hafði gefið sendiherra Þjóðverja ‘
Washington vottorð um að Lusitanifl
hefði haft fallbyssur og eiðfest vott'
orðið. Yfirvöldin hafa látið setjfl
hann i gæzluvarðhald og höfða
gegn honum fyrir meinsæri.