Morgunblaðið - 19.06.1915, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Fyrir kaupmenn:
Westminster heimsfrægu Cigarettur ávalt fyrirliggjandi, hjá Gr, Biríkss, Reykjavík. Einkasah fyrir ísland. V UWIW WAl^ Vátryggið tafarlaust gegn eldi, vörur og húsmuni hjá The Brithish Dominion General Insurance Co. Ltd. Aðalumboðsm. G. Gíslason. JLíUtirMJbNN Sveinn Björnsson yfird.Iögm. Frlklrkjuveg 19 (Staðastað). Simi 202. Skrifstofutími kl. 10—2 og 4—6. Sjálfur við kl. 11—12 og 4—6
Vátryggið hjá: Magdeborgar brunabótafélagi Den Kjöbenhavnske Söassurance Forening limit. Aðalumboðsmenn: O. Johnson & Kaaber. Eggert Claessen, yfirréttarmála- flutningsmaður Pósthússtr. 17. Venjulega heima 10—11 og 4—5. Simi IB.
Olafur Lárusson yfird.lögm. Pósthússtr. 19. Shtíi 21 s. Venjulega heima n—12 og 4—s-
A. V. Tulinius Miðstræti 6. Talsími 2J4. Brunatrygging — Sæábyrgð. Stríðsvatrygging. Skrifstofutími n—12 og 3 x/2—^1/^.
Jón Asbjörnsson yfid.lögm. Austurstr. S- Sími 435. Venjulega heima kl. 4—57*.
Sundmagi er eins o% ad undanförnu keyptur hcezta verði fyrir peninga á Greffisgöfu 26.
Guðm. Olafsson yfirdómslögm. Miðstr. 8. Sími 488. Heima kl. 6—8.
Det kgl. octr. Brandassnrance Co. Kaupmannahöfn vátryggir: hus, husgögn, alls- konar vöruforða 0. s. frv. gegn eldsvoða fyrir lægsta iðgjald. Heimakl. 8—12 f. h. og 2—8 e. h. í Austurstr. 1 (Búð L. Nielsen) N. B. Nielsen.
Reykið að eins: , Chairman ' oq ,Vice Cf)air, Cigarettur. Fást í öllum betri verzlunum.
Carl Finsen Laugaveg 37, (uppi) Brunatryggíngar. Heima 6 7*—7 */*• Talsími 331.
\J H.f. Eimskipafélag íslands.
Ullar-prjóna- tuskur keyptar hæzta verði gegn peningum eða vörum Vöruhúsinu.
Við samning hinnar nýju hluthaíaskrár, vantar ýmsar upplýsingar um hluthafa hér i bænum, og eru því aífir f)íuíf)afar
í Reykjavík og nágrenni góðfúslega beðnir að sýna hlutabréf sín sem fýrst á skrifstofu félagsins í Hafnarstræti 16 (uppi), opin frá kl. 9—7. Sfjórnin. Jíiðursoðið kjðt frá Beauvais þykir bezt á ferðalagi.
Silfurlands nótt.
Skáldsaga
nm ræningja 1 ræningjalandi
22 eftir
Övre Richter Frich.
Framh.
Þá reis unga stiilkan á fætur.
Hún skeytti ekkert um það þótt föt
sín vaeru rifin, en greip hönd Fjelds
og kysti.
Þrettándi Kapituli.
Jarðskjálfti.
Nóttin var niðdimm. Svalur blær
þaut í trjánum og vatnsþrungin ský
þutu yfir sléttuna.
lnnan úr borginni heyrðist ein-
kennilegur hávaði líkt og fjarlægur
brimniður. Og alt i einu skaut
upp eldblossa, sem sló birtu á 'ein-
hverja stóra höll inni 1 borginni.
Þá hófu fallbyssurnar upp þrumu-
ró33 sína. Fyrst eitt og eitt skot
og svo heil þruma. Og á milli
heyr$j§t fnæsið í vélbyssunum og
neyðaróp svo æðistrylt að hrollur
fór_ qfflh mann. Blóðtaka stjórnar-
agamh
byltingarinnar var byrjuð og herliði
stjórnarinnar og uppreistarmönnum
hafði nú lent saman.
Fjeld varð einkennilega órótt inn-
anbrjósts. Nú hafði hann aftur lent
í æfintýrum. Hættur steðjuðu að
honum úr öllum áttum. Skyldi nú
skapadægur hans vera upp runnið?
— — Hugur hans flaug suður á
bóginn og sá atburður i frumskóg-
unum, þegar Magnus Torrell féll,
særður eitraðri ör í hjartastað, stóð
lifandi fyrir innri sjónum hans.
— Um hvað eruð þér að hugsa?
mælti unga stúlkan.
— Eg hugsa um dauðann, mælti
Fjeld eins og í leiðslu. Eg hugsa
um hið fegursta æfintýr: Að deyja
í orustu, lagður vopni í hjartastað.
Honum varð litið á Mexikanann.
Svipur hans var lymskulegur og
lýsti i senn bæði aðdáun og hatri.
Fjeld sneri sér við skyndilega.
Hann strauk hendinni um enni sér
og hnyklaði brýrnar en harðneskju-
glampa sló á augum.
— Við skulum flýta okkur, mælti
hann. Það væri ekki heppilegt að
verða lokaður inni i þessari
rottugildru. Ef þér eruðynógu styrk
til þess að ganga, þá f Igir Lopez
okkur til flugvélaskálans hans Mon-
degos.
Mexikaninn leit spyrjandi á hann.
— Við erum ekki óhult þar, mælti
hann. Þegar birtir munu verkamenn-
irnir ónýta alt þar ytra. Enginn
vörður né girðing er um flugskál-
ann. Það verður bani ykkar beggja
að fara þangað.
Fjeld svaraði engu. Hann vafði
teppi um herðar Ebbu Torreli og
benti þegjandi á dyrnar.
Það kom einhver óheillaglampi i
augu Lopez, en svo brosti hann
flátt og gekk í hægðum símum út í
myrkrið. Þau fóru á eftir honum.
Hér í útjaðri borgarinnar var
alt hljótt og kyrt og engin hræða
sást á veginum.
Fernando Lopez gekk nokkur
skref. Svo nam hann stað og snugg-
aði. —
— Hvað er nú að? mælti Fjeld.
— Loftið er eitrað í nótt, svaraði
hinn. Það rýkur upp úr jörðunni.
— Það er ef til vill púðurreykur-
inn sem berst hingað ?
Lopez ypti öxlum.
— Nei, mælti hann eftir stundar
þögn. Það er brennisteinssvæla úr
iðrum jarðarinnar. Mér þætti —
Hann mælti eigi lengra. Dimm-
ur niður yfirgnæfði alt í einu fall-
byssudrunurnar inni í borginni og
færðist nær, og alt í einu titraði
jörðin undir fótum þeirra. Húsið,
sem þau voru rétt komin út úr,
féll til grunna, en eldingum sló nið-
ur alt umhverfis. Megna brenni-
steinssvælu lagði að vitum þeirra.
Mexikaninn fleygði sér á grúfu
og fól andlitið í höndum sér. Þá
kvað við brestur allmikill rétt hjá
þeim. Jörðin rifnaði og svaig hinn
óttaslegna Fernando Lopez.
Jarðskjálftinn stóð eigi lengur en
8—9 sekúndur. Svo dundi regnið
niður með þeim ákafa sem hvergi
þekkist nema f hilabeltinu — —
og nokkrum mínútum siðar varð
alt kyrt aftur.
Unga stúlkan vafði sig upp að
förunaut sínum.
— Farið ekki frá mér, mælti hún
grátandi. Voðaleg nótt er þetta.
Bæði guð og menn eru á móti okk-
ur. —
Fjeld strauk mjúklega um hár
hennar.
— Þetta er ekki hið versta, mælti
hann. Jarðskjálftar eru ekki sjald-
gæfir í Mexiko. Þeir keppast við
stjórnarbyltingarnar um það, að líf-
láta sem flesta. Þegar Francisko
Madero hélt innreið sína í Mexiko
City sem forseti lýðveldisins fyrit
sex eða sjö árum, þá varð jarð'
skjálfti, sem banaði mörgum manni*