Morgunblaðið - 21.06.1915, Side 2

Morgunblaðið - 21.06.1915, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Westminster Cigarettur reykja allir sem þær þekkja. Reynið og sannfærist! Fast hjá kaupmönnum. Ósigur Þjóðverja hjá Quennevieres má mest marka á þvi, hve margir þeirra láu dauðir fyrir framan skot- grafir vorar. I Vogesafjöllum sóttum vér fram og náðum á vald vort öllum hæð- unum, sem liggja að Fechtdalnum. Vér höfum einnig sótt fram i hæð- unum milli Fechtdalsins og Lauch. Vér héldum áfram sókn vorri í Elsass og höfum tekið Alterhof og Steinsbriick og höldum áfram á bökkum Fechtsfljóts. Vér skjótum látlaust á samgöngubraut óvinanna milli Metzeral og Munster. Þjóð- verjar kveiktu i Metzeral. Vér tók- mn marga fanga og feikna birgðar af skotfærum. Nýtt vopn. Þjóðverjar koma fram með hvert undravopnið á fætur öðru í þessum ófriði og yrði það of langt upp að telja. En öll eru vopn þessu hættulegri en eldri vopnin, meðal annars af þeirri orsök að mótstöðumenn þeirra hafa eigi samskonar vopn. Svo var það með 42 cm. fallbyssurn- ar og svo var það um gasið. — Nú kemur sú frétt að nýtt vopn sé á leiðinni hjá þeim. Er það fallbyssa, en eigi svipuð þeim fallbyssum, sem áður hafa þekst. Hún er eigi hlaðin með kúlu, heldur er henni ætlað að skjóta eldi. Er hún hlaðin með eldfim- um vökva, sem skjóta má langar leiðir og kviknar á honum um leið og hleypt er af. Er þessi fall- byssa svo hugvitsamlega gerð, að menn furðar á. Hún er nú í smíðum hjá Krupp. Eins og menn muna tóku Þjóð- verjar upp á því í vetur að ausa yfir Frakka logandi vökva. Höfðu þeir þá eigi til þess nema óvönd- uð tæki, en sáu fijótt að Frakkar mundu eigi fá staðist ef eldregn- ið yrði nógu öflugt. Auk þess gátu þeir eigi komið þessari að- ferð við nema þar sem skamt var milli skotgrafa. Þess vegna hafa þeir nú fundið upp á því að skjóta eldinum og getur þessi nýja uppgötvun þeirra orðið bandamönnum ærið hættuleg. Afmæli í (lag: Jón Helgason, prófessor. Th. Krabbe, verkfr. IngóJfnr fer til Borgarness í dag með norðan og vestanpóst. Á morgun fer austanpóstur, og póst- vagn til Ægissíðu. Ingólfur kemur frá Borgarnesi. Veðrið í gær: Vm. logn, hiti 9.6. Rvk. logn, hiti 8.8. íf. logn, hiti 7.8. Ak. n.n.v. andvari, hiti 8.5. Grst. logn, hiti 9.5. Sf. logn, hiti, 11.0. Þórsh. F„ gola, hiti 9.5. Sól a r uppr á b ki. 2.2 f. h. Sól a r lag — 10.56 síðd Háflóð í dag ki. 11.21 og — 12 í nótt Fiaggað var með íslenzka fánanum nýja á tveim stöðum 1 bænum í gær, á ísafoldarprentsmiðju og á Hótel ís- land. Fleiri íslenzk flögg munu ekki vera til í bænum, eftir því sem vór höfum komist næst. Einnig hafði Flóabáturinn lngólfur eitt flagg á afturstöng, er hann fór skemtiferðina í gær til Akraness. ■ Tómlegt var á götum bæjarins í gær — eins og ætíð á sumrin þegar gott er veður. Allir, sem geta, bregða sér upp í Mosfellssveit sér til hress- ingar eða þá eitthvað annað. Baðlíf er mikið á degi hverjum iuni í Sundlaugum. - Baða sig þar dag- lega um 100 manns — karlar, konur og börn. Ingólfur fór til Akraness í gær fyrir tilstilli hljóðfærasveitar K. F. U. M. Er oss svo sagt að um tvö hundr- uð manns hafi tekið sér fari með skip- inu, drengjunum til samlætis og sór til skemtunar. Ekki spilti veðrið. Hreinasta unun að vera úti á sjó. Og svo hafði Ingólfur uppi nyja ísienzka fánann og varð þar með fyrstur allra skipa til þess að sigla undir honum. Ungmennafélögin Iðunn og U. M. F. R. hóldu fund í fyrrakvöld inni í Skíðabraut. Var þar fyrst unnið af kappi við brautina, síðan var slegið á málfundi og rædd fólagsmál og svo drukkið kaffi á eftir. ísafold fór vestur í gær. Með henni fóru meðal annara: Guðm. Eggerz sýsium., jungfrú María Þor- varðardóttir, Þorsteinn Guðmundsson smiður, alfarinn til Bolungarvíkur, og margir fleiri. Goðafoss fór frá Kaupmannahöfn um hádegi í fyrradag. Gullfoss var enn í Leith í gær. Kosnmgaréítur. Frelsi, frelsi! Það er fallegur hljómur í þvi orði. Og það r.litnar furðu seint þótt sífelt sé verið að tönlast á því. En frels- ið er líka svo margs konar. Trú- frelsi, stjórnfrelsi, athafnafrelsi, kven- frelsi! Og nú er kvenfrelsið komið til lands vcrs. 19. júní er frelsisdagur íslenzkra kvenna. Frelsið er komið til þeirra án þess að þær hafi eigin- lega nokkuð fyrir því haft. Þær hafa kallað á það og það hefir komið sjilfviljugt. Hamingjusama kven- þjóð I Ætla mætti nú að konurnar hefðu tekið svo góðum gesti tveim hönd- um. En þeim féllust alveg hendur. Kvennablaðið sendi þó út fregnmiða — og þar við sat. Þykir konunum ekkert í þetta var- ið ? Er þeim svona um og ó að taka við frelsinu ? Eg vildi að svo væri. Með því sýndu konurnar það, að þær vissu að böggull fylgir skamm. rifi. Nú verða þær að leggja á sig aukaerfiði — þær verða að fylgjast með i öllum stjórnmáladeilum lands- ins, lesa í þaula allar stjórnmála- greinar, flugrit og þess háttar, koma á fundi og halda ræður. Og alt þetta verða þær að gera milli þess sem þær mjalta, búverka, matreiða, gæta krakkanna, sauma og spinna. Vesalings kvenþjóðl Ælti náðar- gjöfin veiði ekki tvíeggjað sverð, sem syngur yfir sjálfs þín höfði ? Við sjáum nú til. En nú langar mig til að spyrja: Er rétt að láta hér staðar numið með rýmkun kosningaréttarins? Eg held tæplega. Börnin eiga einnig að fá kosningarétt, eða foreldrarnir fyrir þeirra hönd. Eða er það ekki ranglátt að sá maður, sem ekkert barn á, skuli hafa jafnt atkvæði um fram- r'ðarmálefni landsins eins og sá, sem á 10—12 börn? Framtíðin er barn- anna eign og því er rétt að láta þá, sem flest börnin eiga, hafa mest at- kvæði um landsmál. Þeir eru þörf- ustu mennirnir — og auðvitað eiga þá konurnar óskilið mál — því þeir eru máttarviðir þjóðarinnar. Þetta á ekki að vera »pólitískt«. Það eru að eins bendingar. Morgun- blaðið meltir ekki »pólitík«. Llendinus. Hollendingar vígbúnir. Ef Þjóðverjar hefðu brotist inn á Holland um leið og þeir fóru inn í Belgíu, er líklegt að lítið hefði orð- ið um vörn af hendi Hollendinga. En ef Þjóðverjar ætluðu að gera það nú, mundi öðru máli að gegna. Hollendingar hafa haft .allan her sinn úti síðustu mánuðina. Hefir hann tamið sér vopnaburð í allan vetur og er nú betur við ófriði bú- inn en nokkru sinni fyr. Her þeirra er 900,000 manns. Hellusund. Smágrein þessi er tekin eftir »Yorkshire Post«. Mr. Churchill heldur að við eig- um nú skamt sigurs að biða suður njá Hellusundi, og eftir vegalengd- inni að dæma, þá er það rétt. En þessar fáu milur, sem' við eigum ófarnar, eru ærið ógreiðaí og sjálf- sagt ramlega viggirtar, svo að jafn- vel þótt sigurinn virðist auðsær með Jjví liði, sem bandamenn hafa þarna, þá mun þó manntjónið verða grið- arlegt og nokkur tími Iíða áður en við höfum óhindraða leið inn í Marmarahaf. Vér erum þvi sam- þykkir, að þótt sigurinn verði dýr- keyptur, þá sé hann þó þess virði. Ef við getum opnað Hellusund og Sæviðarsund, hefir Rússland aðgang að opnu hafi. Rússar geta þá aflað sér skotfæra, og sérstaklega stórra sprengikúlna, sem þá virðist hafa vantað i orustunum í Galiziu. V.ð fáum aftur frá Rússlandi gnægð mat- væla og þá lækka þau í verði 'nér í landi. Þá er það og líklegt að önn- ur ríki gangi í bandalag með okkur. Það mundi verða okkur til mikilla hagsmuna ef Balkanríkin yrðu öll á móti Austurríki og neyddi það til þess að draga lið sitt burtu úr Gal- izíu. Það mundi verða eitt hið öfl- ugasta ráð til þess að klekkja á Þýzkalandi. San Marino. Svo heitir dáiitil landspilda á ítaliu. En það sem margan mun furða á, er það, að þetta er sjálfstætt ríki — lýðveldi. Er það hið minsta ríki i álfunni, 61 ferkílómeter að stærð og ibúar eigi nema n þús- undir eða nær átta sinnum færri en íslendingar. Þó hefir riki þetta her. Eru i honum 950 manns og 95 herforingjar. Ríki þetta hefir verið sjálfstætt um marga tugi alda þótt eigi sé það stærra en þetta. í frelsisstriði ítaiiu var það hlutlaust og datt eng- um i hug að ganga nokkuð á rétt þess. Árið 1862 gerði það samning við Ítalíu, og var hann endurnýjað- ur tíu árum síðar, um það að ítaliu- konungur skyldi verndari þess. Nú hefir stjórn lýðveldisins lýst sig samþykka gjörðum Ítalíu i því að segja Austurriki strið á hendur og lýst ríkið í hernaðarástandi. Kjöfkaup. í þingi Breta skýrði stjórnin ný- lega frá þvi, að stjórnir Frakka og Breta hefðu orðið ásáttar um að enska stjórnin skyldi framvegis hafa á hendi öll innkaup á kjöti bæði handa her Frakka og Breta. Er það gert til þess að komast að sem bezt- um kjörum. Bretar kaupa nú feikn- in ö!l af kjöti frá Argentina ogÁstr- aliu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.