Morgunblaðið - 08.07.1915, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.07.1915, Blaðsíða 1
Fimtudag 8. JÚlí 1915 HOBfiDNBLADID 2. árgangr 243. tölublað Ritstjórnarbími nr. 500 Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen. Isafoldarprentsmiðja Afgreiðslusimi nr. 499 3E Rcykjavfkur Biograph-Theater Talsími 475. |bio Svartklædda hefndarkonan ♦ Afar-áhrifamikill og fallegur sjónleikur í 6 þáttum 120 atr. Aðalhlutverkið leikur hin heims- fræga leikkona Itala Mlle Maria Carmi. Þessi dýra mynd er útbúin hjá Cines-félaginu í Róm sem bjó til hina heimsfrægu mynd Quo vadis ? Aðgöngumiðar að þessari mynd kosta 6o og 35 aura. Theodor Johnson Konditori og Kafé stærsta og fullkomnasta kaffihús í höfuðstaðnum. Bezta dag- og kvöldkaffé. — Hljóðfærasláttur frá 5—7 og 9—n1/* Duglegan pilt, til snúiiinga, 15—16 ára gamlan, vantar mig nú i>egar. G. Eiríkss. Reyktur lax og nyr selungur fæst í Ishúsinu. Jóf). Jlordaí. ^iðjið- einungis um: niðursoðna grænmeti, Fána ^ÍÖrlíkið viðurkenda, og tegundirn- >kr*^0utiuet«, »Roma«, »Buxomac, »E«, »D«, »C«, Baldur öS2kið á^æta-1 5 kii°gr- sp°r- )Ul0guðum pappa-ílátum, Juwel tr keildsölu fyrir kaupmenn, hjá Eirík.88, Reykjavík. JTlóforisfa og 4 sfúíkur til fiskvinnu vantar R. Joliansen kaupmann á Reyðarfirði. Þeir, sem leituðu upplýsinga í fyrradag um þessa atvinnu geri svo vel að tala við mig í dag milli kl. 3 og 4. Kaup og kjör mjög aðgengilegt. Björn Guðmundsson, Aðalstræti 18. Sími 384. Þingsetning. Sú er venjan hér að þing hefst með guðsþjónustu í dómkirkjunni. Síra Eggert Pálsson frá Breiðaból- stað steig í stólinn i gær. Lagði hann út af orðum Páls postula í Kolossubréfinu: Hvað sem þér gerið, þá vinnið af alhuga eins og Drottinn ætti í hlut, en ekki menn. — En sá, sem rangt gerir, skal fá gjöld fyrir það, sem hann gerði rangt og þar er ekki manngreinarálit. — Að lokinni guðsþjónustu gengu þingmenn i fylkingu, tveir og tveir saman vestur i þinghúsið og gengu þeir fyrstir ráðherra og síra Eggert Pálsson en þá hver af öðrum, 37 alls, og vantar þvi þrjá, sem enn voru ókomnir til bæjarins. Það voru þeir Pétur Jónsson frá Gaut- löndum, Magnús Kristjánsson, Akur- eyri og Karl Einarsson, Vestmanna- eyjum. Fyrir utan stóð manngrúinn á báðar hendur — og hefir þó stund- um verið fjölmennara. En er síð- asti þingmaðurinn skrapp inn úr dyrunum ruddust þeir að sem vildu fá aðgang og varð þröng i dyrun- um. Lögreglumenn og dyraverðir reyndu að gæta reglu og slysalaust komust allir inn er þess óskuðu. Þingmenn skipuðu sér þá i sæti í sal neðri deildar, svo sem venja er. Lýsti Einar ráðherra Arnórsson þvi yfir, að alþingi íslendinga væri sett og las upp boðskap frá konungi viðvikjandi stjórnarskrá og fána og heillaósk til islenzku þjóðarinnar i tilefni af staðfestingu þessara mála. Var síðan hrópað húrra fyrir kon- ungi. Aldursforseti alþingis, Eirikur Briem prófessor stjórnaði þá forseta- kosningu sameinaðs þings. Hlaut þar kosningu sr. Kristinn Danielsson með 19 atkv. (Hannes Hafstein hlaut i4 atkv.). Settist hinn ný- kjörni forseti í forsetasæli og ávarp- aði þingið nokkrum þakklætisorðum fyrir þann mikla sóma, sem sér væri sýndur. Varaforseti sam. þings var kosinn sr. Sigurður Gunnarsson prófastur með 20 atkv., en skrifarar þeir sr. Sig. Stefánsson með 33 atkv. og Magnús Pétursson læknir með 27 atkv. Þá var kosin 5 manna nefnd til þess að prófa kjörbréf þingmanna, en starf þeirrar nefndar mun undir vanalegum kringumstæðum vera fremur lítilfjörlegt. Allar kosningar fóru fram skrif- lega, margir seðlar voru auðir og nokkrir vitlausir, t. d. vildi einn kjósa Pétur Finnboqason(H) i kjör- bréfanefndina og annar Hannes Hann- esson(H). En þetta vonandi smávénst af fulltrúunum þegar þeir fara aftur að venjast loftinu í þingsölunum. Forseti sam. þings las siðan upp 3 símskeyti sem konur á Stokkseyri Eyrarbakka og Húsavik höfðu sent alþingi — þakklæti fvrir aukin rétt- indi kvenna. Þingmenn skiftu sér nú í deild- irnar og fóru þar fram kosnningar. I neðri deild hlaut forsetatign 01• ajur Briem með 20 atkv., varafor- setar Pétur Jónsson og Guðmundur Hannesson og skrifarar þeir Eggert Pálson og Björn Hallsson. 1 ejri deild varð Stefán Stefánsson forseti, kosinn i einu hljóði og vara- forsetar Jósef Björnsson og Karl Einarsson og skrifarar þeir Björn Þorláksson og Steingrímur Jónsson. Eftir kosningar þessar var fundum slitið. Jivenl)átíðin. Austurvöllur var allur fánum •skreyttur snemma í gær i tilefni af kvenhátiðinni, sem halda átti þar síðdegis. Klukkan hálf fimm söfnuðust kon- ur saman í Barnaskólagarðinum. Voru þar bæði ungar konur og full- orðnar, börn og gamlar kerlingar. Hélt nú allur þessi sægur i skrúð- fylkingu niður á Austurvöll og fór lúðrasveit í fararbroddi. Gengu smátelpur fremstar og fyltist Austurvöllur skjótt, en úti fyrir stóðu karlmennirnir — og margar konur líka — og horfðu á þessa dýrð. Klukkan sex fór sendinefnd fimm kvenna á fund alþingis og færði því fagurt ávarp. Hafði fröken Ingibjörg H. Bjarnason orð fyrir þeim, en aðrarnefndarkonur voru þær frú Bríet Bjarnhéðinsdóttir, frú Elín NÝ J A BÍ Ó Systurnar Sjónleikur í tveim þáttum eftir IULES MARAY, leikinn af leikurum Pathé Fréres félagsins í París. Aðalhlutverkið leikur hin þekta leikkona jfr. Napierkowska. Myndin er með eðlilegum litum. K. F. U. BL Jarðrækt. Fjðlmennið. Stephensen, frú Kristín Jakobsson og frú Þórunn Jónassen. Þingmenn hlýddu standandi á er- indi nefndarinnar og síðan þökkuðu þeir báðir forseti sameinaðs þings og ráðherra og óskuðu að aukið frelsi kvenna mætti verða þeim og landinu til aukinnar gæfu. Að því loknu hrópuðu þingmenn ferfalt húrra fyrir íslenzkum konum. Eftir það var gleðskapur allmikill á Austurvelli — söngur, ræðuhöld og hljóðfærasláttur — og hátíðinni lauk í Iðno seint um kvöldið. Búlgaria fer á stúfana. í ensku blaði frá 27. júní eru þessar fréttir hermdar frá Búlgaríu: Allir búlgarskir þegnar í Salonika og Cavalla hafa verið kallaðir til vopna. Akafleg ókyrð er nú í öllu landinu og konungur sjálfur og M. Radoslavow forsætisráðherra eiga nú daglega fundi með foringjum helztu flokka i landinu og þingmönnum. Búlgarskir menn, sem heima eiga í Ítalíu hafa fengið tilkynningu um það, að vera reiðubúnir að koma heim í herinn hvenær sem kallið kemur. Mælt er að Tyrkir hafi yfirgefið Adrianopel og flutt herlið sitt til Chatalja. Engan efa telja bandamenn á því að Búlgarar muni snúast á sveif með sér. Á hinn bóginn virðist það einkennilegt að Tyrkir skuli hafa flutt lið sitt frá Adrianopel, ef þeir óttuðust áras af hálfu Búlg- ara. Adrianopel er bezt víggirt allra borga í Tyrklandi, enda varð hún Búlgurum torsótt árið 1912. Það virðist nú svo sem Tyrkjum veiti eigi af öllum sínum vígjum og ósennilegt að þeir gefi þau upp or- ustulaust. Tvennar sögur hafa farið af Búlg-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.