Morgunblaðið - 08.07.1915, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.07.1915, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Veggfóður (Betræk) kom nú með „Vestu“ á Laugveg 1, urum og Tyrkjum. Önnur var sii að Tyrkir væntu ófriðar af þessum nágrönnum sinum þá og þegar og hefðu í því skyni treyst viggirðingar Adríanopels eins og kostur var á og aukið þar setuliðið að miklum mun. Ef svo er, þá er það þeim mun ó- skiljanlegra að þeir hafi yfirgefið borgiua. Hin sagan er sú, að Tyrkir hafi boðið Búlgurum borgina, vildu þeir ganga í lið með sér. Vita menn það að Búlgnrum leikur mik- ili hugur á henni og er því eigi loku fyrir það skctið að þeir hafi nú ákveðið að ganga að boðum Tyrkja. En hvað verður? ' ' ■■■—.. ■» I ---- »T DAGBðfflN í=r-a Afmæli í dag: Sigríður Jacobssen, húsfrú Sigurborg Jónsdóttir, verzlk. Einar Sveinsson, trósm. Sólarupprás kl. 2.23 f. h. Sólarlag — 10.39 síðd. Háflóð í dag kl. 3.51 og i nótt — 3.18 Veðrið í gær: Vm. n. andv. hiti 9.7. Rv. logn, hiti 12.0. ísaf. logn, þoka, hiti 7.5. Ak. n.v. andv., þoka hiti 15.3. Gr. logn, hiti 4.0. Sf. logn, þoka, hiti 8.3. Þórsh. F. logn, hiti 11.7. Póstar á morgun : Ingólfur til Garðs. Póstvagn kemur frá Ægissíðu. — Austanpóstur frá Vík. Sterling á að koma frá útlöndum. Búðum var flestum lokað kl' 4 í gær í tilefni af hátíðahöldum kvenna. Nýtt vikublað byrjar að koma út hér í bænum næstkomandi laugardag. Heitir það »Dagsbrún«, blað jafnaðar- manna, og ritstjóri þess verður Ólafur Friðriksson. Sterling kom til Vestmanneyja í fyrrinótt. Fór þaðan aftur síðdegis í gær og er væntanlegur hingað snemma i dag. Gulifoss fer til útlanda í dag. Með- al farþega Jul. Schou kaupm., Jensen- Bjerg kaupm., Capt. Trolle, ungfrú Þórunn Thorsteinsson, Sigtr. Eiríksson stúdent, Jóhannes Sigurðsson prent- ari o. fl. íþróttafólag Reykjavíkur hefir æf- ingu í kvöld á íþróttavellinum kl. 8l/2. Nýjar bækur. II. Iðuun, nýr flokkur i. hefti. Ritstjórn: Ágúst H. Bjarnason, Einar Hjörleifsson, Jón Ólafsson. Vér höfðum lengi beðið þessarar bókar með tilhlökkun. Nú er hún komin. Og það verðum vér að segja að vel er af stað farið. Efnið er fjöl- breytt og bókin skemtileg. Fyrst er »Gleðilegt sumar*, dálítill ljóðbálkur eftir Guðmund skáld Guðmundsson — kunningi Reyk- vikinga, því hann hefir verið leik- inn hér í vor. Þá kemur »Katrín í Ási«, ágæt saga eftir Jóhann Bojer og ágætlega þýdd. Það hefir Ágúst H. Bjarnason prófessor gert. Ann- ars hefir hann lagt mestan — og vér viljum segja beztan skerfinn til þessa heftis. Þá er saga eftir Christian Krogh og hefir Einar Hjörleifsson þýtt. Hún heitir »A-ha!« og satt að segja finnum vér ekkert »púður« í henni, nema ef vera skyldi þetta eina A-ha! Agúst Bjarnason ritar því næst stutta en snjalla hugvekju um hina líðandi stund og síðan kemur upp- haf að langri ritgerð eftir sama um heimsmyndina nýju. Skulum vér geyma oss að tala um hana þangað til hún hefir birzt öll. Þá koma »Endurminningar« Jóns Ólafssonar. Er þetta upphaf — endur- minningar úr barnæsku og eigi nema hrafl, svo sem skilja má. En skemti- lega eru þær ritaðar eins og von var slíks manns og víða mjög hnitti- lega að orði komist. Tvær sögur segir höf. þar af afa sínum, sem nefndur var »Lyga-Gvendur«. Sá galli er á annari sögunni að óvíst mun um faðernið eins og að svo mörgum slíkum sögum. En aðra sögukunnum vér eftir »Lyga-Gvönd«, sem sýnir ágætlega skáldskapargáfu mannsins. Hann kvaðst einu sinni hafa ver- ið á ferð ofan af héraði að vetrar- lagi. Skall þá á hann niðaþoka og vissi hann eigi fyrri til en hann var kominn upp á Areyja-tind, sem er hátt og snarbratt fjall fyrir botni Reyðarfjarðar. Nenti hann eigi að snúa við og krækja inn í dalinn þangað sem vegurinn liggur ofan i fjörðinn, en gerði sér hægt um hönd og stakk þumalfingrinum aftur milli fóta sér og rendi sér á honum nið ur i fjarðarbotn. Einhver viðstaddur efaðist um þetta og spurði hvort honum héfði ekki sárnað fingurinn »0-jæja, eg spýtti i hann stöku sinnum«, sagði »Lyga-Gvendur.« Þetta er nú útúrdúr, en sagan er svo skemtileg, að vér gátum eigi setið á oss að segja hana í sam- bandi við þetta. Annars vitum vér að »Endurminningar« Jóns verða lesnar með ánægju og væntum vér þó meira af næstu köflum. Sigurður Guðmundsson magister ritar um »Rústir« — andlegar og líkamlegar. Er það hugvekja er hann flutti fyrir Ungmennafélaga hér í Agætar Áppelslnur nýkomnar til Jóns Hjartarsonar <fc Co. bænum. Þá ritar Jón Ólafsson grein er hann nefnir »Peningum fleygt í sjóinn«. Þörf hugvekja og tímabær. Er hún um það að hér skuli stofn- uð vátrygging á islenzkum botn- vörpungum, eu eigi látið viðgangast það sleifarlag sem nú er, að hundr- uðum þúsunda sé fleygt í sjóinn, — til útlendra vátryggingafélaga. í bókinni eru og ritdómar, lausa- vísur og gott kvæði eftir Jakob- Thorarensen. Erl. símfregnir. Opinber tilkynning frá brezku utanríkisstjórninni í London. Skýrsla Sir John French. London, 7. júlí. Sir John French skýrir þannig frá 6. þ. m.: Síðan síðasta skýrsla var birt hefir engin breyting orðið á vígvellinum hjá oss. Stórskotahríðar hafa verið við og við. Hafa Þjóðverjar notað mikið af gassprengikúlum einkum hjá Ypres. Óvinirnir hafa gert átta sprengingar á ýmsum stöðum í víg- línu vorri án þess skotgrafir vorar yrðu fyrir nokkrum skemdum. A hinn bóginn sprengdum vér í loft upp 50 metra af fremstu skot- gröfum óvinanna fyrir norðan Neuve Chapelle 13. júni. Neðanjarðargöng sem Þjóðverjar ætluðu að grafa undir stöðvar vorar hrundu saman fyrir howitzerkúlum vorum og fótgönguliðssveit eyðilagði þau síðan algerlega. Fáeinir Þjóðverjar lifðu kúluhríð- ina af en voru reknir úr göngunum og þar fundu vorir menn eina ónýta vélbyssu. Vér mistum fátt manna og fótgöngusveitin kom aftur til skolgrafanna er hún hafði eyðilagt jarðgöngin. Loftskeyti frá Þýzkalandi 5. þ. m. sem hermir að þeir hafi rekið af höndum sér áhlaup á Pilken-vegin- um og mist fátt manna, er líklega gert til þess að látá berast út það se.n þeir segja um þetta. Að morgni h. 5. þ. m. gerði lið Þjóðverja áhlaup á varnarvirkin hjá Ypres—Roulers járnbrautinni, eftir að þeir höfðu skotið á þau í tvær stundir, en vér tókum stöðvarnar aftur undireins með gagnáhlaupi. Vér náðum 200 metrum af skot- gröfum óvinanna yzt i vinstra her- armi, voru þeir fyrir noðan Ypres. Tókum vér þar 80 fanga. Frakkar vinstra megin við oss aðstoðuðu oss til þessa sigurs með stórskotahríð og skotgrafafallbyssum. Breytið til, gerið geinln hiísin að nýjum, þá fá þau þennan hreina og bjarta blæ, sem einkennir öll hús máluð með Hall’s Distemper Fæst i Verzl. Björn Kristiánssoö og S hjá Slippfélaginu. Hestar 2 reiðhestar (vekringar) og 1 vagn- hestur eru til sö!u til kl. 12 í dag hjá Gísla Eiríkssyni Vatnsstig 8. Ódýrt kjöt. Næstu daga verður svartfugl selduf hjá Jóni Bjarnasyni Laugavegi 33 '1 stærri fuglinn á o 20 og smærri fuglinn á 0.15. Appelslnr njkomnar i yerzlun Guðm. Olsen. í nijólkursölunni í Bröttugötu 3 fæst nú góð mjólk og góður rjóm> allan daginn. Þeir sem kynnu að vilja gerast fastir kaupendur nú, fá mjólkina * haust þegar mjólkureklan veiður > bænum. Sími 517. *tfinna ^ Stúlku vantar nú þegar að LaU ási. Þ r i f i n og dngleg þegar á kaffi-og raatsöl„„«„_____ Kristin Dablsted- Kanpakona áskast á gott be Húnavatnssýsln. Fær hest úkeyp’8 /9SoiV leiðir. Semja má við Friðrik 0 Islandsbanka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.