Morgunblaðið - 10.07.1915, Blaðsíða 1
10.
júlí 1915
MORGONDLAÐID
2. árgangr
245.
töiublað
Ritstjórnarsími nr. 500
Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen.
Isafoldarprentsmiðja
Afgreiðslnslmi nr. 499
Reykjavlknr iRlfl
Biograph-Theater 'J ' J
Talsími 475.
Kvenspæjarinn
Itölsk njósnarsaga í 3 þáttum.
Myndin er að efni og útbúnaði
alveg framúrskarandi
og spennandi frá byrjun
til enda.
Theodor Johnson
Konditori og Kafé
stærsta og fullkomnasta kaffihús
í höfuðstaðnum.
"¦7- Bezta dag- og kvöldkaffc. —
'Hljóðfærasláttur frá 5—7 og 9-^-1 iVa
Ðuglegan pilt,
til snúninga, 15—16 ára
gamlan, vantar mig nú
ftegar.
G. Eiríkss.
Hjálpræðisherinn.
Kl.' 81/2 í kvöld
Kaffihátíð.
Upplestur lir ævintýrum H. C.
¦Andersens (danska). Inng. 25 au.
Allir velkomnir.
Smjörpappír
nýkominn
í
Bokverzl. ísafoldar
Þur-
Florylin
Ser til bökunar, gerir brauðin
jl"$"betri, og er fjórum sinnum
ifatneira en venjulegt ger.
ytnist óskemt, eins lengi og vill.
O _ J rxretlands
Urrs tb,
alþeu
ód^r eks °S kökur, er lang
elstft * eítir Ræðnm. Búið til af
St0fftV5rl£smiðju Breta í sinni röð.
eildsölu fyrir kaupmenn, hjá
G. Eirikss. Rvík.
Utboð.
Tilboð óskast sem fyrst í ca. 9000 kubikmetra uppfyllingu.
Teikningar og nánari upplýsingar á skrifstofu
Bookíess Bros
fíafnarfirði.
Við getum glatt
vora viðskiftavini á þvi að okkar margþráða
Dömuklæði
er komið aftur,
og þrátt fyrir mikla verðhækkun á ullarvörum selst það með að eins
16 aura hækkun pr. meter (10 aura al.)
i Austurstræti 1.
Ásg. G. Gunnlaugsson & Co.
ErL símfregnir.
Öpinber tilfeynning
frá brezku ntanríkisstjórninni
í London.
London, 8. júli.
Frá Hellusundi.
Sir Ian Hamilton skýrir frá þvi,
að aðfaranótt hins 4. júli hafi viður-
eignin verið mjög hæg að norðan-
verðu, en kl. 4 að morgni hóíu
óvinirnir grimma skothríð á skot-
grafit vorar. Notuðu þeir þá allar
fallbyssur, sem þeir höfðu haft áður
gegn oss og nokkrar nýjar. Skot-
hríð þessi hætti þó um sex-leytið
og hafði þá eigi gert mikinn usla.
Meðan þessu fór fram höfðu tyrk-
nesk herskip í sundinu skotið á oss
hér um bil 20 sprengikúlum 10
þumlunga;
Að sunnanverðu hófu Tyrkir ákafa
riflaskothríð um nóttina, en yfirgáfu
ekki skotgrafir sinar. Klnkkan 4 að
morgni hófstórskotalið þeirra grimmi-
lega skothríð, svo þess eru ekki
dæmi hjá þeim áður. Eyddu þeir að
minsta kosti 5000 byssukiilum.
Þessi skothríð var þó ekki nema
fyrirboði fyrir áhlaupi, sem Tyrkir
gerðu á alla víglinu vora og var það
viða all-ákaft, sérstaklega þar sem
saman koma sjóliðsmannaher-
deildin og lið Frakka. Á þeim
stað hröktu Tyrkir fremstu liðssveit-
irnar kl. 7 árdegis og réðust á
nokkurn hluta þeirra stöðva, sem
sjóliðsmannadeildin sat i.
Eitthvað um 50 Tyrkir komust i
skotgröf sjóliðsmannanna, en samt
gátu vorir menn haldist þar við.
Varaliðið og þeir, sem höfðu hörfað
undan, gerðu gagnáhlatip þegar í
og hröktu Tyrki út úr skotgröfun-
um aftur.
Tyrkneskar hersveitir sem gerðu
áhlaup hægra megin við 29. herdeid
voru því nær strádrepnar með riffla-
og vélbyssukúlum. Vinstra megin
fylktu Tyrir liði fyrir norðan og
austan skotgrafir, sem vér höfðum
nýlega tekið og gerðu mörg ahlaup,
en þau mishepnuðust öll vegna þess
hve lið vort stóð fast fyrir og sakir
stórskota vorra.
Skothiíðin tók að lina kl. ir árd.
en bytjaði þó aftur við og við.
Árás þessi fór því gersamlega út
um þúfur, og hún hefir ekki dregið
kjark úr liðinu. Vér mistum fátt
manna, en hið mesta manntjón, sem
óvinirnir hafa beðið upp á síðkastið
mun gera þi deiga við að ráðast
fram gegn skotum vorum.
Ivigtut1
heitir skip, sem danska Grænlands-
verzlunin hefir í förum milli Dan-
merkur og Grænlands. Það lagði á
stað frá Kaupmannahöfn laust eftir
miðjan júnimánuð og ætlaði til Græn-
lands. En er það kom út í Norð-
ursjó, var það stöðvað af brezku her-
skipi. Bretar leyff^u því þó innan
skams að fara ferða sinna en tóku
lir því allan -póst og sendu aftur til
Kaupmannahafnar. Þar á meðal voru
ýms bréf frá Knud Rasmussen. —
Grænlendingar fá nú engan póst fyr
en að ári, þvi þetta var seinasta
skipið, sem fer þangað á þessu sumri.
NYJA BI O
Systurnar
Sjonleikur í tveim þáttum eftir
IULES MARAY,
leikinn af leikurum Pathé Fréres
félagsins í París.
Aðalhlutverkið leikur hin þekta
leikkona
jfr. Napierkowska.
Myndin er meB eðlilegum litum.
Erl. slmfregnir
frá fréttarit. ísafoldar og Morgunbl.
Kaupmannahöfn 9. júlí.
Austurríkskur kafbátur sökti itölsku
herskipi í Adríahafi.
Friðarhorfur milli Þýzkalands og
Bandarikjanna ískyggilegar.
Svíadrotning.
Hún var stödd í Karlsruhe þegar
frönsku og brezku flugmennirnir
fóru herförina þangað. Ein af sprengi-
kúlunum, sem þeir vörpuðu þar nið-
ur, kom á höllina þar sem drotning-
in átti heima en hún komst þó
ósködd undan.
Þegar hiin kom til Berlínar aftur
þóttust menn hafa heimt hana úr
helju og var henni tekið með kost-
um og kynjum. Var gengið í skriið-
göngu til bústaða hennar, ræður
fluttar og sungnir þjóðsöngvar Svia
og Þjóðverja.
Drotningu félst mjög til um þetta
vináttuþel borgarbiia. Hlýddi hiin á
ræðurnar og sönginn frá veggsvöl-
um sínum og viknaði við. Að lok-
um bauð hún til sín formönnum
faiarinnar og sat lengi að viðræðum
með þeim. Bað hiin þá bera þýzku
þjóðinni árnaðarorð sín og það
með að tilfinningar sínar drægju
taum Þýzkalands á þessum siðustu
og verstu tímum. Þótti Þjóðverjum
vænt um að heyra svo hlý orð af
drotningunni, en Svíum gazt miður
að þessu. Varð úlfaþytur eigi all-
Iítill i blöðunum þar heima og þótti
þeim drotning hafa gengið feti fram-
ar en góðu hófi gegndi fyrir drotn-
ingu hlautlauss ríkis.
Það hafði áður verið í ráði að
taka henni tveim höndum er hún
kæmi að sunnan, en blöðin risu nú
öndverð gegn þvi. Meðal annars
segir Hjálmar Branting ritstjóri í
blaði sínu, að eigi að hylla drotn-
inguna þegar hún kemur íir ferða-
laginu, þá muni jafnaðarmenn hitta
einhver ráð til þess að sýna hvað
hlutleysisskyldan krefjist af sérhverj-
um manni, jafnvel þótt það sé drotn-
ing.