Morgunblaðið - 10.07.1915, Page 2

Morgunblaðið - 10.07.1915, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Jlýkomið i VQrzíunina i cfléalsfrœfi 12: Ymislegt niðursoðið. Af kjötréttum: Lobscause, Gulash, Forloren Skil- padde o. fl. Franskar Sardinur. Ostar ýmsar tegundir. fuitafeiti. The. Þurkuð Epli og Aprikosur. Riisínur. Sveskjur. Möndlur. Sukkat. Kardemomme. Hjartarsall o. fl. til bökunar. Þvottasápa og Þvottaduftið góða. Asiur. Edik. Soya. Sultutau. Altaf nóg til af Öli og Gosdrykkjum. (ímsjónarmaður hafnarinnar í Rvfk verður ráðinn frá 1. október næstk. Arslaun kr. 2000.00, er fari upp í kr. 3000,00 eftir eitt ár. Umsóknir sendist bæjarstjórn fyrir 15. ágúst. Borgarstjórinn í Reykjavik 8. júlí 1915. K. ZIMSEN. r——D A6BÖRIN. ZZZZS AfmæJi í dag: Asa Haraldsdóttir húsfrú. Hólmfr. Gísladóttir skólastj. Sofía Siguröardóttir húsfrú. Þórunn Jóhannesdóttir húsfrú. ,, Arni S. P. Hallgrímsson járnsm. Arni Jónsson járnsteypum. Carl Finsen umboðsm. Páll Matthíasson skipstj. Einar Thorlacius pr. Saurbæ. Gísli Kjartansson pr. Sandfelli. f. Joh. Calvin 1509. Sólarupprás kl. 2.29 f. h. Sólarlag — 10.35 síðd. Háflóð í dag kl. 4.23 og í nótt — 4.43 Ingólfur fer til Borgarness á morgun. Messað á morgun í fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 12 síra ÓI. Ól. í frí- kirkjunni í Rvík kl. 5 síra ÓI. Ól. Engir þingfundir voru haldnir í gær. Aftur á móti voru flokksfundir — og höfum vór heyrt að hiti hafi verið mikill í fulltrúunum sumum. Skýrsla um starf landssímans 1914 er komin út. St. HeJens, leiguskip kolaverzl. Björns Guðmundssonar, kom hingað í fyrradag hlaðið kolum, eftir 9 daga ferð frá Sidney f Nova Scotia. Verkamenn hafa undanfarna daga verið að hreinsa sl/ið úr Tjörninni. Gott er það. Botnvörpungarnir eru nú sem 65- ast að hverfa á burt til síldveiða fyrir Norðurlandi. Isinn kva<$ vera að mestu leyti farinn. Hestur fældist í gær á Laugaveg- inum inni við Rauðará. Tveir kven- menn sátu í vagninum, sem hesturinn gekk fyrir, og fóllu þær báðar til jarð- ar. Önnur meiddist ekkert, en hin marðist töluvert/ Herlán Breta. í nýjustu brezkum blöðum, sem oss hafa borist, frá 27. f. m. er sagt frá því að Bretar ætli nú að taka nýtt herlán. Verður þetta her- lán með öðru fyrirkomulagi en tíðkast hefir um rikislán Breta. Er svo ráð fyrir gert, að ríkir sem fátækir geti skrifað sig fyrir hlutum i láninu og borgað með póstávisunum ef upphæðin nemur ekki 100 sterlingspundum. Enn- fremur geta þeir, sem vilja taka þátt i láninu, borgað sinn hluta smátt og smátt í sumar, «en 30. okt. á alt féð að vera innborgað. Rikið greiðir 4V2 % vexti á ári af láninu og lán- ið endurgreiðist á 20 árum frá 1925 — 1945. Nýji fjármálaráðherrann, Reginald M'Kenna, fær alment lof á Bret- iandi fyrir það hvernig hann hefir hagað lántökunni, og fjármálamenn telja að rikið muni fá nieð þessu móti 700—1000 miljónir sterlings- punda. ----■ ... 1 o:o............... 10,000 loftför. Daglegar árásir á Þýzkaland. Rithöfundurinn H. G. Wells hefir hvatt til þess að smiðuð yrði i skyndi 10 þúsund loftför til þess að gera daglegar árásir á Þýzkaland. Hann staðhæfir að með þessu móti muni hægt að leiða ófriðinn bráðlega til lykta og eru honum margir sam- mála. Þykjast menn sja, að ef hin- ar gríðarstóru vopnaverksmiðjur Krupps væru lagðar í auðn, þá mundi bolmagn Þjóðverja þrotið. M. Bleriot, hinn frægi franski flugmaður og flugvélasmiður, segir að það sé auðvelt að smíða svona margar flugvélar á skömmum tíma. Hann segir að ein verksmiðja geti smíðað þær á 33 vikum, en ef allar verksmiðjur í Frakklandi legðu sam- an og eigi væri smiðuð nema ein tegund flugvéla mundi verkið ganga tiltölulega miklu hraðar. Einkennileg tilviljun. Texti sá, sem sira Eggert Pálsson valdi sér í ræðunni i dómkirkjunni i gær áður en þing var sett, var nið- urlagið á þriðja kapítula i Kolossu- bréfinu. En upphafið á þeim kapí- tula er svo: Þér konur, verið undirgefnar mönn- um yðar eins og sómir þeim, sem Drotni tilheyra. Það er einkennileg tilviljun þetta, að einkunnarorðin sem valin eru á fyrsta þinginu eftir að konur hafa fengið kosningarrétt, skuli vera niður- lag þess kapítula, sem hefst með því, að brýna fyrir konunum að sækjast ekki eftir jafnrétti við menn sína. Elendinus. Verzlun Svía og Breta. Fiegnir hafa komið um það, að Bretar hafi í hyggju að banna allan vöruflutning til Sviþjóðar og yfirleitt hætta viðskiftum við Svía. Ef þetta er satt, þá er það all alvarlegt mál. Sænskir kaupmenn leggja þó lítinn trúnað á þetta, því vörur þær, sem þeir flytja út, geta þeir jafnt selt hvort Bretar kaupa þær eða eigi. Nægur markaður er fyrir þær í Þýzkalandi. Annars halda menn helzt að fregn þessi sé sprottin af því að smjör- sending frá Svíþjóð var stöðvuð f Kaupmannahöfn vikutíma samkvæmt fyrirmælum frá Bretlandi. Var það um sama leyti og þýzki kafbáturinn stöðvaði »Venus« og neyddi skip- stjóra til þess að kasta matvælafarmi sínum fyrir borð. Gæti stöðvun smjörsendingarinnar staðið í sam- bandi við það. ^Jinna ^ Þ r i f i n 0g dngleg stúlka óskast ntt þegar á kaffi- og tnatsölnhúsið Laugav. 25. Kristin Dadlsted. • y S t ú 1 k a til morgunverka óskast tttt þegar. R. v. á. S t ú 1 k a óskast i vist helzt strax. _________________ R. v. á. Yólastjóra vantar á eimskip með 130 hesta vél. Uppl. hjá A. V. Tulinius, Miðstræti 6 Beauvais Leverpostej er bezt. Póstur frá Ameriku. Sökum þess að póstur sá, sem sendur er ti! Norðurlanda frá Ame- ríku yfir England hefir verið opnaður þnr, hefir yfirpóstmeistari Bandaríkjanna ákveðið að pósturinn skuli hér eftir sendast beina leið. Halda rrjenn að þetta sé gert að undirlagi sænska ræðismannsins í Washington. Pósturinn til Danmerkur, Svíþjóð- ar og Noregs verður því framvegis sendur með skipum Norsku-Ame- ríkulínunnar og skipum Sameinaða félagsins. Noregur og Danmörkr. græða á þessu fyrirkomulagi, því bæði fá þau þóknun frá Bandaríkj- unum fyrir það og í öðru lagi spara þau útgjöld til Englands sem milli' liðs. Með þessu nýja fyrirkomulagi fef Norðurlandapóstur frá Ameríku 2 — 3 á viku. — mo 9 ------— Frá útlöndum. Ráðherraskifti i Rússlandi. Eins og getið hefir verið áður, hefir hermálaráðherra Rússa, Soukhom- limoff sagt af sér. Keisarinn hefir skipað fótgönguliðs-hershöfðingja Palivanoff fyrir hermálaráðherra fyrst um sinn. Tilræði við Morgan. Ame ríkska auðkýfingnum, J. Morgan, var nýlega sýnt banatilræði. Hann særð- ist þó iítið eitt og er nú á batavegi- Illræðismaðurinn var handsamaður, en fleygði sér út um glugga á fang' elsinu og beið bana. Ófriðarlok. Það er haft eftir Vilhjálmi Þýzkalandskeisara, að ófriðm um mnni verða- lokið í oktober. Þ^ eiga Þjóðverjar að hafa gersigr^ bandamenn. Þelta stendur ef 11 vill í sambandi við það, að Þjóð verjar búa sig nú af kappi undir a íefja höfuðsókn á vestri vígstöðvunuú1- þurkar miklir hafa gengið í ^°r egi og Sviþjóð í vor og sumar og hefir horft.til vandræða. En íefir gert vætur og hyggja menn rætist eitthvað úr með uppskeru.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.