Morgunblaðið - 14.07.1915, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
skipsins gegnum hafisinn fyrir Norð-
urlandi, og ennfremur eina vísu sem
Jón Ólafsson rithöfundur hafði kveð-
ið á leiðinni út í Flóa á Rán — og
bar hún þess fyllilega vott, að ekki
hafði norðanáttin og sjógangurinn
þjakað skáldið mikið. Klöppuðu
menn skáldinu lof i lófa fyrir vis-
una, en Hannes Blöndahl var ekki
sjálfur viðstaddur.
Þá þakkaði forseti sameiuaðs þings,
sira Kristinn Daníelsson fyrir mót-
tökuna og mintist stjórnar félagsins í
skörulegri ræðu. Þar á eftir fylgdu
margar ræður, Einar ráðherra Arnórs-
son talaði fyrir minni Eimskipafé-
lagsins, Eggert Claessen mintist botn-
vörpuútgerðarinnar og þakkaði Magn-
úsi Blöndahl fyrir lánið á Rán,
Þorsteinn Gíslason talaði fyrir hönd
blaðamanna, frú Briet Bjarnhéðins-
dóttir fyrir unga íslandi, K. Zimsen
borgarstjóri fyrir sjómannastétt lands-
ins og beindi hann máli sínu sér-
staklega til skipstjórans. Þá talaði
Emil Nielsen fyrir Júlíusi skipstjóra,
Sighv. Bjarnason bankastjóri fyrir
framkvæmdarstjóranum og loks þakk-
aði Magnús Pétursson skipstjóra fyr-
ir hans dugnað að koma skipinu inn
á hverja höfn við Húnaflóa — þrátt
fyrir isinn.
Þá höfðu verið haldnar io ræður
alis og dreyfðust menn nú um þil-
far og sali til þess að skoða skipið.
Goðafoss er lítið eitt minni en
Gullfoss en i öllu eins vel vandað
og rambygt skip. Rúm fyrir far-
þega er þar minna en á Suðurlands-
skipinu, en aftpr á móti rúmar
Goðafoss töluvert meiri flutning.
Skipið er útbúið með nýjum loft-
skeytatækjum og eru sumar vél-
arnar af þýzkri gerð (Telefunken)
en sumar af brezkri gerð (Marconi).
Tjáði skipstjóri oss að vélarnar hefðu
reynst ágætlega, t. d. hefði hann
haft samband við loftskeytastöðina í
Bergen þegar skipið var hér við
Austfirði. Eru vélar þessar mikið
þing en koma að litlum notum fyr
en loftskeytalandstöð er kominn hér,
hvenær sem það verður.
Þjóðminningardagur
Frakka er í dag, — Bastilludagurinn.
Þá hefir jafnan verið mikið um dýrð-
ir þar í landi en nú er því öðru
visi farið, eins og áður hefir verið
að vikið hér í blaðinu. Þjóðin á nú
við þau kjör að búa sem ekki leyfa
nokkurn fögnuð — hrygðar og
harmatímar eru þar i landi. Hraust-
ustu og beztu synir Frakklands hafa
fórnað blóði sínu á altari orustu-
guðsins, og fleiri verða að falla áður
en honum sé fullfórnað. Um þvert
og endilangt landið kveður við sorg-
argrátur — mæður gráta syni sína,
konur menn og meyjar elskhuga.
Ekkert þorp, engin bær og engin
fjölskylda hefir komist hjá bölvun
ófriðarins. Þess vegna getur þjóðin
eigi haldið minningardag sinn hátið-
legan hversu fegin sem hún vildi.
Frá alþingi.
Bankalögin, sem bitist var út af
á fundi neðri deildar í fyrradag, voru
til framhalds i. umr. á fundi deild-
arinnar í gær. Enginn tók til máls
í þetta skifti, og var frv. vísað til
nefndar þeirrar, er áður var kosin
til að íhuga framkomin og væntan-
leg frumvörp um bankamál. Nafna-
kall var viðhaft og sögðu: já B. H.,
B. S., B. J., B. K., G. E., G. H.,
H. S., J. J., S. E., Sk. Th., Þ. J,
og Þ. B.; nei E. P., E. A., H. H.,
J. E„ J. M., M. Ó., P. J., S. G„
S. S„ St. St. og Sv. B. — Vildi
minni hlutinn vísa málinu til sér-
stakrar nefndar.
Dagskrá í dag.
Efri deild:
Tillaga *til þingsályktunar um að
skipa nefnd í fjárlögin. Ein umt.
Almenn skrásetning
á Englandi.
Walter Long, ráðherra lagði fyrir
þingið 29. f. m„ frumvarp til laga
um að allar konur og karlar 15—6 5
ára skuli settar á skrá.
Kvað ráðherra frumvarpið komið
fram til þess að hagnýta starfskrafta
þjóðarinnar sem bezt.
í frumvarpinu er gert ráð fyrir
að ýmsar spurningar verði lagðar
fyrir þá, sem skrásetja á. Meðal
annars, á að spyrja karlmennina
hvort þeir séu fúsir að ganga í her-
iun og konur og karla á að spyrja
að því hvort þau vilja takast önnur
störf á hendur, en þau hafi nú.
Margir telja að frumvarp þetta sé
fyrirboði þess, að Bretar muni leiða
í lög herþjónustuskyldu hjá sér.
Srœnar Baunir
frá Beauvais
eru ljúffengastar.
r—~1 DAÖBÓFJIN.
Afmæli í dag:
Björn M. Ólsen prófessor.
Gísli Gíslason trésmiður.
Halldór Jónasson cand. phil.
Ólafur Briem, Viðey.
W. B. Gottlieb veitingam.
Grímur Jónsson cand. theol. Isaflrði.
Sólarupprás kl. 2.39 f. h.
S ó 1 a r 1 a g — 10.25 siðd.
Háflóð í dag kl. 6.17
og í nótt — 6.36
Veðrið í gær:
Vm. n. andvari, hiti 7.0.
Rv. logh, hiti 7.0.
íf. logn, hiti 5.4.
Ak. n.n.v. andvari, hiti 2.5.
Gr. n. kul, hiti 1.0.
Sf. logn, hiti 6.3.
Þh. F. Iogn, hiti 8.7.
Þingvallaferðir eru nú að hefjast.
Flestir fara í bifreið og sitja um kyrt
þar eystra í nokkra daga. Nú gengur
ein bifreið milli Reykjavíkur og Þing-
valla aðeins og er það kostur mikill
fyrir ferðamenn.
Nýja Bió s/nir þessa dagana
»Baskerville-hundinn«. Það er mynd
af hinni frægu sögu Conan Doyle, sem
birst hefir í íslenzkri þýðingu í »Lög-
róttu« og margir hafa orðið hrifnlr af.
Myndin er vel leikin, en nokkuð löng.
Syning stendur yfir nær tvær klukku-
stundir.
Gestir í bænum: Jón Björnsson
póstafgreiðslumaður í Borgarnesi, Har-
aldur Sigurðsson, Kallaðarnesi, Matth.
Jochumsson skáld.
Farþegar með Goðafossi voru m.
a. Matthías Jochumsson skáld og frú
hans, Ragnar Ólafsson kaupm. á Akur-
eyri, frú Stephensen frá Akureyri,
Magnús Jónsson sýslumaður í Hafnar-
firði, Guðm. Kamban rithöf. o. fl.
Lestrarsalur Alþingis.
Erindi frá Hirti Þorsteinssynh
stud. polyt., um að honum veröt
veittur 1000 kr. styrkur til að ljáka
námi við fjöllistaskólann í Kaup'
mannahöfn.
Erindi frá stjórn Sambands uufíi
mennafélaga íslands um að AlþiuS1
hækki styrk þann, er félögin hafs
notið undanfarið, upp í 3500 kr.
hvort ár næsta fjárhagstímabils.
Erindi frá Júlíönu Sveinsdóttur
um 800 kr. styrk hvort ár næsta
fjárhagstímabils til að stunda málara-
nám á listaskólanum í Khöfn.
Áskorun frá stjórn Kaupfélags
Húnvetninga um bættar strandferðir.
Beiðni frá Guðrúnu Jónsdóttur,
prestsekkju, um að eftirlaun hennar
verði hækkuð.
Beiðni frá Eggert Brandssyni,
Rvík um 200—300 kr. áriegan styrk.
Umsókn frá Birni Jakobssyni uffl
500 kr. styrk hvort ár næsta fjár-
hagstímabil til íþróttakenslu.
Umsókn frá Theodor Árnasyni
um 1200 kr. styrk hvort ár næsta
fjárhagstlmabils til hljómlistarnáms.
Erindi frá Páli Erlingssyni sund-
kennara um 1400 kr. styrk aflands-
fé til uppihalds sundkenslu alt árið,
með meðmælaáritun borgastjóra
Reykjavlkur.
Umsókn frá Jóni Þorbergssyni
um 2000 kr. styrk til þess að fara
utan og rannsaka hrossasölumálið.
Erindi frá Magnúsi Guðlaugssynt
smáskamtalækni um fjárstyrk fyrif
lækningar.
Erindi frá ábúendum Skaftafells f
Öræfum um fjárstyrk til að girða
kringum Bæjarskóg..
Erindi frá 236 alþingiskjósendu® 1
Eyrarbakkahéraði um að Ásgeir lækn-
ir Blöndal fái að halda fulln®
embættislaunum að eftirlaunum.
Áskorun frá sýslunefnd Árnes-
sýslu um fjárveitingu til brúargerð-
ar á Stóru-Laxá.
Beiðni frá Sigurði Erlendssyn*
bóksala um 150 kr. árlegan elh'
styrk.
Erindi frá Árna Gíslasyni, fyrV'
pósti, um eftirlaun. Frh.
Stór þægindi.
Bifreið fer til Þingvalla á hverju®
degi kl. 5 síðdegis. Verð sama og
f fyrra, 5 kr. aðra leiðina en
kr. báðar leiðir. Farmiðar og upP'
lýsingar fást á Hverfisgötu 56, niðrn
Þar verður opin afgreiðsla allan dag'
inn. Pantið helzt deginum dður-
Maðurinn sem keyrir bifreiðina
ión Sigmundsson.
Simi 533.
Stúlka
óskast nm tima í eldhúB'
ið á Yifilssteðum.
Uppl. gefur
frk, Steinsen-
N e ð r i d ei 1 d:
1. Tillaga til þingsályktunar um
skipun sjávarútvegsnefndar (23); ein
umr.
2. Tillaga til þingsályktunar um
skipun nefndar til að íhuga og gera
tillögur um dýrtiðarráðstafanir o. fl.
(26); hvernig ræða skuli.
3. Tillaga til þingsályktunar um
skipun landbúnaðarnefndar (27);
hvernig ræða skuli.
4. Tilllaga til þingsályktunar um
skipun nefndar til að Ihuga og koma
fram með tillögur um lög um þing-
sköp 'handa alþingi (29); hvernig
ræða skuli.
5. Tillaga til þingsályktunar um
skipun nefndar til þéss að íhuga og
koma fram með tillögur um strand-
ferðir (28); hvernig ræða skuli.
Ingólfnr fer til Borgarness á morgun.
St. Helens, kolaskip Björns Guð-
mundssonar kolaverzlunar, fór héðan í
gær áleiðis til Glasgow að sækja kol.
Skipið hafði meðferðis nokkra kassa af
nýjum laxi, sem selja á í Bretlandi.
Gifting. Þórhallur Jóhannesson
cand. med. og yngismær Agústa Jó-
hannesdóttir. Gefin saman í gærkveldi.
Hljómleikar. Haraldur Sigurðsson
frá Kallaðarnesi efnir til hljómleika í
Bárubúð á föstudaginn.
Settur læknir. Þórhallur Jóhann-
esson cand. med. hefir verið settur
læknir í Þistilfjarðarhéraði frá 1. ágúst
næstkomandi.