Morgunblaðið - 17.07.1915, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
ávalt fyrirliggjandi, hjá
Veggfóður
(Betræk)
kom nú með „Vestu“ á
Laugveg- 1.
G. EIRÍKSS, Reykjavlk.
Einkasali fyrir ísland.
Níðursoðið kjöt
írá Beauvais
þykír bezt á ferðalagi.
Reykið
að eins:
,Cí)airman‘
og ,Vice Cíjair'
Cigarettur.
Fást i öllum betri verzlunum.
„Sanifas'
er eina Gosdrykkjaverksmiðjan á íslandi
sem gerir
gerilsneydda Gosdrykki og aldina-
safa (saft) úr nýjum aldinum.
Sími 190.
KOL.
Þeir, sem vilja selja Holdsveikraspitalanum í Laugarnesi
ca. 150 tons góð ofnkol — heimflutt í hús spítalans tyrir 15.
ágúst þ. á., sendi mér tilboð með lægsta vei$i fyrir 20. þ. m.
Laugarnesspítala 9. jiilí 1915.
Einar Markússon.
YÁTfíYGGINGA^
Vátryggið tafarlaust gegn eldi,
vörur og húsmuni hjá The Brithish
Dominion General Insurance Co. Ltd.
Aðalumboðsm. G. Gíslason.
Vátryggið hjás
Magdeborgar brunabócafélagi
Den Kjöbenhavnske Söassurance
Forening limit Aðalumboðsmenn:
O. Johnson & Kaaber
A. V. Tulinius
Miðstræti 6. Talsími 254.
Brunatrygging — Sæábyrgð.
Stríðsvatrygging.
Skrifstofutími n—12.
Det kgl. octr. Brandassurance Co.
Kaupmannahöfn
vátryggir: hus, húsgogu, alls-
konar vöruforða o. s. frv. gegn
eldsvoða fyrir lægsta iðgjald.
Heimakl. 8—12 f. h. og 2—8 e. h.
í Austurstr. 1 (Búð L. Nielsen)
N. B. Nielsen.
Neðanmálssögur Morgunblaðsins eru beztar.
Carl Finsen Laugaveg 37, (uppi)
Brunatryggingar.
Heima 6 '/*—7 V** Talsími 331.
DOGMBNN
Sveinn Bjðrnsson yfird.lögm.
Friklrkjuveg 19 (Staðastað). Simi 202.
Skrifstofutimi kl. io—2 og 4—G
Sjálfur við kl. 11—12 cg 4—6
Eggert Claessen, yfirréttarmáU-
flutningsmaður Pósthússtr. 17.
Venjulega hsima 10—il og 4—5. 16-
Olafur Eárusson yfird.lögm-
Pósthússtr. 19. Sími 215.
Venjulega heima 11—12 og 4—5-
Jón Asbjörnsson yfid.lögm-
Austurstr. 5. Sími 435.
Venjulega heima kl. 4—j1/,.
Guðm. Olafsson yfirdómslögm-
Miðstr. 8. Sími 488.
Heima kl. 6—8.
Alt sem að greftrun Iýtur:
Líkkistur og Líkklæði
bezt hjá
Matthíasi Matthíassyni.
Þeir, sem kaupa hjá honum kistuna,
fá skrautábreiðu lánaða ókeypis.
Sími 497.
Silfurlands nótt.
Skáldsaga
nm ræningja í ræningjalandi
34 eftir
Övre Richter Frich.
Framh.
Fangarnir fjórir, sem lágu bundnir
undir rústunum af turni Abrahams
Farifax urðu fegnir þegar myrkrið
og kvöldgolan kom. Hún hvislaði
þeim fjölda mörgum huggunarorðum
i eyru. Natascha rankaði við sér
og hallaðist nú þétt upp að manni
sínum. Enginn mælti orð. Og
hvað hefðu þau svo sem átt að segja?
— Um hvað ertu að hugsa Nat-
ascha? mælti Delma blítt og hallaði
sér yfir konu sína.
— Eg er að hugsa um barnæsku
mina, svaraði hún. Mér finst eg
heyra árniðinn milli engiflákanna í
Ukraine. Hann hvíslar og hvíslar.
— Hverju hvíslar hann að þér
Natascha ?
— Hann hvíslar um hið mikla
og ókunna æfintýr -— um hið breiða
fljót sem streymir út í haf mann-
kynsins. Enginn getur stýflað það.
— — Vei þeim sem reynir að hefta
straum þess. — — En hvað eg
man vel eftir föður minam eins og
hann var á þeim dögum.----------- —
Einmanalegur og skuggalegur á
svip stóð hann niður við fljótið
og beit á jaxlinn. Aldrei sá eg
hann brosa. Aldrei mælti hann
vmarorðum til nokkurs manns.
En hvað hann var harðráður og
þrekmikill I------. Veiztu af hverju
það var, Jaques? Hann sagði mér
aldrei frá því. Seinna fékk eg þó
að vita það. Móðir min var pólsk.
Hún dó í kiónum á hermannadjöfl-
unum í Warschau, þegar eg var
tveggja ára gömul. Það er sagt að
þeir hafi lamið hana svipum til
bana. Sá glæpur hefir kostað margan
mann lifið, Jaques. Og mig kostaði
hann sálarfrið. Hatrið var æzta trú
mín eins og föður míns. Við gát-
um eigi látið berast með straumn-
um. Við urðum að brjótast gegn
honum. En nú?-----------—
Delma laut ástúðlega nær henni.
— Eg skil það ekki, mælti hann.
Það er oft að eg skammast mín
fyrir það hvað eg er þreklaus. Það
er eins og heimurinn komi mér
ekki meira við, Óréttlætið espar mig
ekki lengur. Það dansa ekki lengur
blóðskuggar fyrir augum mér þótt
eg sjái frelsi mannkynsins lagt í
fjötra.------Vegur sá er faðir minn
vísaði mér, er ekki minn vegur. Eg
á ekkert annað í heiminum en þig
Natascha. — — Sástu blóðhundana
sem réðust á Indíánana án þess að
hika við ? Þeir eru imynd hins
meðfædda blóðþorsta, hinuar uppruna-
legu hvatar villudýrsins, sem hugsar
um það eitt að festa vígtennur sínar
í holdi óvinar síns og finna blóð
hans fossa um kjálka sér. Hér í Mexi-
ko er þessi hvöt jöfn hjá mönnum
og dýrum. Hún hefir þroskast af
þúsund ára gömlum glæpum, út-
lendu valdi og slægð kynblendninnar.
Og hver veit nema hún verði okkur
að bana.
— Ekki trúi eg þvi, mælti Nat-
ascha og lagði áherslu á orðin. Ör-
lagastund okkar er enn eigi komin.
Eg er alveg viss um það. Þið Fjeld
læknir-------—
— Eg þakka traust yðar frú,
mælti Fjeld að baki þeim. Okkur
liggja enn margar leiðir opnar. Það
er um að gera að biða þess með
þolinmæði að þorpararnir hafa rænt
öliu hér. Við skulum liggja þétt
saman, því næturloftið er óholt, og
andið að eins með nefinu. — —
Hann þagnaði skyndilega. Lág
stuna heyrðist rétt hjá þeim.
— Eruð þér veik jungfrú Torrell ?
mælti Fjeld óttasleginn.
Hún svaraði ekki þegar í stað.
— Það eru fjötrarnir, hvislað1
hún að Iokum. Þeir ætla að nisW
hold frá beini. En berið ekki á-
hyggjur mín vegna.
Fjeld reis upp við alnboga.
— Jæja, tautaði hann við sjálfao
sig. Þetta er að vísu ekki að mín*1
skapi. En það er ekki um annað
að gera.
Svo velti hann sér þvert yfir gafð'
inn. Nokkrar álnir á brautu lá einn
af blóðhundunum dauður. Vigtönn'
um sinum hafði hann læst í hálsinn
á dauðum Indíána, — en í hnakka
hans stóð breiðblaða hnífur. Fje^
velti sér þangað og reyndi að skeía
af sér böndin á knífnum. En þ3^
var hægra sagt en gert og hvað
eftir annað skar hann sig dj
hendurnar. En hann skeytti
engu og eftir nokkrar minútur
hann losað sig.
Þá greip hann hnífinn og
af sér fótafjöturinn. Hann teyg
sig. Svo gekk hann til félaga sio°3
og skar sundur fjötra þeirra.
þvi
hafði