Morgunblaðið - 20.08.1915, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Caille Perfection
JA
bita- og land-mótorar, eru lang-ódýrastir, ein-
faldastir og bezt gjörðir. Léttari og fyrir-
ferðarminni en nokkrir aðrir mótorar. Avalt
íyrirliggjandi bjá.
G. EÍPÍkss, Reykjavík, sem gefur aliar
frekari upplýsingar viðvíkjandi rnótorum þessum.
Frá Landssimanum.
Alt að 12 notendur geta fengið beint|[samband við miðstöð
landssímans til utanbæjarsamtala. — Afnotagjald 36 kr. á ári fyrir
sérstaka línu og áhöld. Menn snúi sér til landssímastjórans.
Reykjavík 19. ágúst 1915.
O. Forberg.
Jioí.
Agæt ofnkol sel eg heimflutt
á kr. 7.75 skippundið.
Kolin eru við Yölnndarbryggiu og verða afgreidd
þaðan.
^Jahníinus Cyólfsson.
Ýmisleg eldhúsáhðld
(emaileruð)
sérstaklega til að sjóða i við gas, nýkomín til
JSaura tS/iiolsan,
(Joh. Hans.ens Enke) Austurstr. 1.
Ibúð.
4—5 herbergja íbúð óskast á góð-
um stað frá 1. okt. Uppl. gefur
Jón Gislason
hjá Thore.
fflo
*
°g
w P u
■1
mikið úrval, nýkomið í
Fronsku verzlunina.
Kafft, Sykur
og allskonar
matvara
ódýrust í Verzl. VON, Lgv. 55
Spyrjið um veröið.
Alt sem að greftrun lýtur:
Líkkistur og Líkklæði
bezt hjá
Matthíasi Matthíassyni.
Þeir, sem kaupa hjá honum kistuna,
fá skrautábreiðu lánaða ókeypis.
Sími 497.
Kanpið Morgunblaðið.
VÁTI^YGGINGAj^
Vátryggið tafarlaust gegn eldi,
vörur og húsmuni hjá The Brithish
Dominion General Insurance Co. Ltd.
Aðalumboðsm. G. Gislason. _
Vátryggið hjá:
Magdeborgar brunabócafélagi
Den Kjöbenhavnske Söassurance
Forening limit. Aðalumboðsmenn:
O. Johnson & Kaaber.
A. V. Tulinius
Miðstræti 6, Talsími 254.
Brunatrygging — Sæábyrgð.
Striðs vatry ggin g.
Skrifstofutími 11—12.______
Det kgl octr. Brandassurance Co.
Kaupmannahöfn
vátryggir: hus, hitsgögu, alls-
konar vöruforða o. s. frv. gegn
eldsvoða fyrir lægsta iðgjald.
Heimakl. 8—12 f. h. og 2—8 e. h.
i Austurstr. 1 (Búð L. Nielsen)
N. B. Nielsen.
Oari Finsen Laugaveg 37, (uppi)
Brunatryggíngar.
Heima 6 V*—7 V*. Talsimi 331.
Sveinn Björussou yfird.lögm.
Frfklrkjuveg 19 (Staðastað). Sfmi 202.
Skrifstofutimi kl. 10—2 og 4—6.
Sjálfur við kl. 11—12 og 4—6
Eggert Claessen, yfirréttarmála-
flutningsmaður Pósthússtr. 17.
Venjulaga haima 10—11 og 4—5. Sfmi 16.
Olafur Lárusson yfird.lögm.
Pósthússtr. 19. Sími 215.
Veujulega heima 11—12 og 4—
Jón Asbjörnssou yfid.lögm.
Austurstr. 5. Sími 43 5.
Venjulega heima kl. 4—3%.
Guðm. Olafsson yfirdómslögm.
Miðstr. 8. Simi 488.
Heima kl. 6—8.
Grímait.
13 Skáldsaga eftir
Katherine Cecil Thurston.
Framh.
— Eg ? — Eg var tuttugu og
fimm ára að aldri þá. Eg var von-
góður og stærilátur, en það verður
ekki látið í askana.
— En fjölskylda yðarf
— Seinasti ættingi minn dó þeg-
ar eigurnai fóru.
— Og vinir yðar?
Loder lagði frá sér pípuna.
— Eg sagði yður áðan að eg
var þá tuttugu og fimm ára, svaraði
hann. Er það ekki nægileg skýringf
Eg hafði aldrei þurft á vinum að
halda meðan alt lék í lyndi, og
þegar skifti um veður i lofti, þá
breytti það í engu tilfinningum
mínum. I stuttu máli: Eg var 25
ára gamall.
Hann brosti.
— Þegar eg vissi hvernig komið
var, seldi eg allar eigur minar nema
eitt borð og nokkrar bækur. Eg
stakk peningunum í vasana og fór
af landi burt án þess að kveðja
nokkurn mann.
— Hvað lengi voruð þér erlendis f
— Sex ár. Á þeim tíma ferðað-
ist eg um hálfa Norðurálfu og nokk-
urn hluta af Asíu.
— Og svof
— Nú, svo sneri eg aftur heim
til Lundúna.
Hann leit harðlega á Chilcote og
mælti ennfremur: Þér getið ekki
skilið hvers vegna eg hefi fæðst í
þennan heim. Mér sjálfum verður
og stundum á að efast um það.
Chilcoti breytti svip og ætlaði að
standa á fætur, en hann hneig aftur
niður í stólinn.
— Eigið þér enga vinif mælti
hann. Og þykir yður ekki vænt
um lífið ?
Loder leit á hann.
— Eg hélt að eg hefði talað nógu
skilmerkilega.
— En eruð þér yðar eigin hús-
bóndi ? ,
— Maður er aldrei sinn eigin
húsbóndi, þegar maður þarf að vinna
fyrir mat sínum. Ef forlögin hefðu
ekki hagað því á annan hátt, væri
eg nú ef til vill stjórnmálamaður og
löggjafi en þér ekki. Vonir mínar
stefndu einu sinni f þá átt, en bæði
vonir og annað ern eign liðna tímans.
Hann þagnaði skyndilega og leit
á gest sinn. Chilcote sat þar og
hnyklaði brýrnar og beit á vörina.
Nokkra stund horfði hann til jarðar,
en svo leit hann skyndilega upp og
horfði beint í augu Loder:
— Ef til vill er það hægt að
kveðja liðna tímann aftur.
V.
Það varð stundarþögn inni. Svo
slógu þrjár klukkur ellefu samstundis.
Chilcote hrökk við og stóð á fæt-
ur. Og svo mælti hann eins og
hann væri knúður til að tala.
— Þér haldið ef til vill að eg sé
vitlaus f
Loder tók út úr sér pípuna sem
hann var að reykja.
— Nei, svo djarfur er eg ekki,
mælti hann með mestu hægð.
Chilcote virti hann fyrir sér eins
og hann vildi sjá hvað hinn væri
að hugsa um.
— Hlustið þér nú á mig, mælti
hann svo. Eg kom hingað í kveld
til þess að gera yður tilboð. Þegar
eg hefi sagt yður frá því, munuð
þér hlæja að því eins og mér varð
fyrir sjálfum, er mér datt það i hug.
En svo mun yður skiljast að það er
framkvæmanlegt — og — og —•
svo munuð þér fallast á það, eins
og eg sjálfur.
Hann talaði svo hratt að orðin
hnutu hvert um annað.
Loder ætlaði að svara, en Chil-
cote benti honum að þegja. Á svip
hans mátti lesa þráa þann, er ein-
kennir sum vesalmenni.
— Eg verð aðeins að taka það
fram áður, að eg er hvorki ölvaður
né geggjaður.
Hann horfði beint í augu Loders
og reyndi að hafa vald á sér.
— Það gengur ekkert að mér —•
eg er fullkomlega rólegur.
Aftur ætlaði Loder að mæla eitt-
hvað og aftur benti Chilcote honum
að þegja.
— Nei, hlustið á mig. Þér sögð-
uð mér áðan brot úr æfisögu yðar.
Lofið mér nú að segja yður brot úr
minni æfisögu. Þér segið að for-
lögin hafi leikið yður grátt. Eg hefi
leikið sjálfan mig grátt og það er
verra. Mér hafa gefist hin beztu
tækifæri til frama, en eg hefi teflt
æfitaflinu svo illa að það er ger-
tapað.
Aftur varð þögn. Svo leit Loder
á hann.
— Morfin? mælti hann rólega.